Dagblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979. 9 I.andaO ur Si)>urbáru i Ucelwood. Fans oj> sjá má cr noladur nj r löndunarhún- aður þar sem fiskurinn er sogaður beinl upp úr lesl skipsins <>(> á l’ærihand þar sem fiskurinn ersíðan þve)>inn. Dll-niMidir JH. NÆR SAMA VERD FYRIR AFLANN í FLEETWOOD HULL OG GRIMSBY þrju skip lönduðu samtimis á öllum stöðum Þrjú íslenzk skip lönduðu I Bret- landi mánudaginn 22. október sl., þ.e. eilt í Grimsby, eitt í Hull og eitt i Fleetwood. Verð þaðsem fékkst fyrir aflann var mjög svipað hjá öllum skipunum, en aflinn er alls staðar seldur á uppboði. Í Fleetwood seldi Sigurbára 61.813 tonn og var aflaverðmætið 29.463.194 krónur. Verð fyrir hvert kg var því 477 kr. og seldist hvert kit fyrir 36.20 enskpund. í Grimsby seldi Ársæll Sigurðsson 75,188 tonn fyrir 36.160.562 krónur. Verð fyrir hverl kg var 481 kr. og hvert kit seldist fyrir 36.52 pund. í Hull seldi Sigurey 75,500 tonn fyrir 36.426.844 kr. Verð fyrir hvert kg var því 482 kr. og verð fyrir hvert kit 36.64 pund. -JH Skipstjórinn á Sigurbáru VE: „Það má segja að Fleetwood sé okkar heimahöfn” „Við fáum miklu betra verð hér í Fleetwood en heima,” sagði Atli Sigurðsson skipstjóri á Sigurbáru VE 249 en Sigurbára landaði tæpum 62 tonnum í Fleetwood meðan blaða- maður DB dvaldi þar. „Við lönduðum tvisvar heima i sumar og fengum 140 krónur á hvert kg en það er rétt fyrir olíukostnaði. Við vonuðumsl til þess að fá yfir 500 krónur fyrir kg hér en fengum um 480 kr. Það gerir um 800 þúsund króna hásetahlut. Það fer u.þ.b. mánuður í túrinn, veiðar og sölu. Siglingar eru þreytandi til lengdar en við á Sigurbáru höfum nú selt 6 sinnum i röð í Fleetwood. Það væri ágætt að fá siglingafrí þriðja hvern túr og sú regla er að komast á. Það gefur okkur um tíu daga fri heima. Eins og nú er má segja að Fleetwood sé okkar heimahöfn. Það er styttra hingað en til Hull og Grimsby og meðalverð á fiski yfir árið er sagt hærra hér en á þeim stöð- um. Við höfum alltaf selt í Fleetwood en aðrir bátar sem viða við hliðina á okkur selja alltaf í Hull eða Grimsby. Það munar tveimur sólarhringum á siglingu hingað og austur fyrir til Hull og Grimsby og um 4 tonn af olíu sparast á því að sigla til Fleetwood. Við tókum hávertiðina heima áður en við hófum siglingar og meiningin er að fara núna á síld. En siðan munum við sigla einu sinni til Fleet- wood fyrir jól. Verðið er hærra á haustin þar sem minna er unt fisk á markaðnum vegna verra veðurs. Verðið ræður því hvert við siglum. Menn fara austur fyrir ef hagstæðara verð fæst þar fyrir fiskinn. Salan núna var sú'næstbezia hjá okkur en ég vonaðist þó eftir betra verði eða yfir 500 krónum fyrir kg þar scm fiskurinn var mjög góður. Við komum annað slagið með kon- urnar með okkur í siglingar, þ.e. þeir sem eiga konur. Menn kaupa sér föt, heimilistæki og bregða sér í skemmt- analífið. Blackpool verður þá oftast fyrir valinu en hún er rétt hjá Fleet- wood. Þar er ýmislegt hægt að gera sér til dægrastyttingar, enda mikil ferðamannaborg. Þar er gott tívoli, verzlanir, að ógleymdum kránum. Það kostar ekki mikið að fara út að skemmta sér og það er ódýrt að drekka. Þegar við komum í höfn fær hver maður 160 pund til notkunar í landi og sú úpphæð fer mest i ýmiss konar innkaup. Þó menn skvetti í sig í landi þá höfum við aldrei lent i nein- um vandræðum hér enda eru menn friðsamir.” KR til sigurs Hvetjum ALLIR í HÖLLINA Körfuknattleiksdeild KR hel kveöjuhóf fyrir frönsku snil ingana i ODALI aö loknui evrópuleiknum. Félagar og stuöningsmenn fjölmenniö - Dansaö til kl 2 Körfuknattleiksdeild

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.