Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.10.1979, Qupperneq 10

Dagblaðið - 30.10.1979, Qupperneq 10
10 Útgefandi: Dagblaðlö hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjóifsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukúr Helgason. Frótt^stjóri: Omar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþr'-'» Hallur Símonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aöstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Ha. tJn iurímur.PólMon. Blaöamet \nna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurösson, óra Stefánsdóttir, £lín Albertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreif- ingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins er 27022 (10) línur). Setning og umbrot: Dagblaöið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hijmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverð á mánuði kr. 4000. Verð í laiiVasöjp kr. 200 eintaKið. fskugga prófkjara Prófkjörum, skoðanakönnunum og forvali er lokið. Þessi undirbúningur kosninganna hefur yfirleitt gengið vel, þrátt fyrir skamman undirbúningstíma. Atrennukosningar innan flokka hafa þar með staðizt nokkra prófraun. Hinum persónulega þætti kosninganna er að mestu lokið. í flestum tilvikum hefur þegar verið afráðið, hverjir skipi mikilvægustu sæti framboðslistanna. Hér eftir verður baráttan aðal- lega milli flokkanna sem slíkra. Frambjóðendur eru að verulegu leyti hinir sömu og áður. Lítið er um nýtt fólk í öruggum sætum eða vonarsætum, nema þar sem þingmenn hafa sjálf- viljugir vikið úr sæti. Hinir reyndari hafa víðast hvar orðið ofan á. Komandi alþingi verður því svipað fyrirrennurum sínum. Þingsæti munu færast milli flokka, en nýju andlitin verða samt gamalkunn. Þess vegna má búast við, að stjórnmálin verði áfram í hefðbundnum far- vegi. Mikil þátttaka í prófkjörum helgarinnar er ekki dæmi um mikinn stjórnmálaáhuga almennings um þessar mundir. Það voru átökin um menn, sem ýttu stuðningsmönnum stjórnmálaflokkanna á kjörstað, en ekki ágreiningur um málefni. Skoðanakannanir Dagblaðsins benda til, að á síðustu árum hafi myndazt stór hópur kjósenda, sem færi sig milli flokka eftir aðstæðum hverju sinni. Þetta gæti verið frá fimmtungi upp í fjórðung allra kjósenda í landinu. í síðustu kosningum studdi þessi hópur Alþýðu- flokkinn. Nú mun hann dreifast meira i aðrar áttir og hluti hans ef til vill sitja heima. Að þessu sinni er enginn segull öðrum meiri að pólitísku aðdráttarafli. Almenningur er þreyttur á stjórnmálaflokkunum og sér ekki á þeim neinn marktækan mun. Menn búast við framhaldi á samsteypustjórnum, sem séu hver annarri líkar, þótt skipti verði á stjórnarflokkum. í þessari deyfð skipta prófkjör, skoðanakannanir og forval miklu máli. Þau hleypa persónulegri spennu í pólitíkina og ba:ta kjósendum upp skortinn á málefna- mun flokkanna. Þau skyggja jafnvel á sjálfar kosningarnar. Æskilegt væri að nýta persónuáhugann til að efla þátttöku kjósenda i alþingiskosningum með því að slengja prófkjörum saman við kosningar. Það má gera með því að hafa listana ekki raðaða, heldur fela það verk kjósendum í kjörklefunum. Hin persónulega spenna mundi tryggja áhuga og þátttöku almennings í sjálfum alþingiskosningunum. Þess vegna ættu flokkarnir að sameinast i stjórnar- skrárnefnd og á þingi um óraðaða lista í kosningum, Slík breyting mundi líka stytta undirbúnings- timann. Margir þátttakendur í undirbúningi kosninganna eru því fegnir, að í þetta sinn er tíminn styttri en venjulega. Sameining prófkjara og kosninga mundi enn bæta um betur. Þá má einnig telja líklegt, að allar klíkur hvers flokks muni vinna ötullega að sigri síns flokks, en ekki bara þær, sem verða ofan á í prófkjörum. Sa'mheldnin í flokkunum ætti þá að endast fram á kjördag. Að óbreyttu er hætta á, að kosningar falli æ meira í skugga prófkjara. Fleiri og fleiri láta sér nægja að velja menn í prófkjörum, en hirða ekki um að velja flokka í kosningum. Sameining prófkjara og kosning mundi hindra þetta. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979. vemdar- og hag- vaxtarmanna — verdur umhverf i Zambezi árinnar sökkt vegna aðkallandi raforkuf ramkvæmda? ibúar Zimbabwe/Ródesíu horfa nú fram á bjartari og friðsamari tima. Mikil bjartsýni er um að samningar náist á milli fulltrúa stjórnar Muzorewas biskups og skæruliðahreyfinganna tveggja sem eru undir stjórn \komos og Mugabes. Ef svo tekst til verður borgarastyrjöldinni lokið og lands- menn geta farið að búa sig undir framfarir í efnahagsmálum. Eitt þeirra atriða sem fljótlega verða efst á dagskrá er frekari virkjun Zambezi fljótsins lil raf- magnsframleiðslu. Ekki veitir af því þegar er orðinn skortur á raforku í landinu. Að áliti sijórnmálamannn ou kaupsýslumanna i Zimbabwe-' Ró- desiu bendir alll til þess að viðskipla- banni Sameinuðu þjóðanna verði létt af Zimbabwe'við lok samningagerðar i I o.ndon. Þar með mundi stjórn landsins hljóta alþjóðlega viðurkenn- ingu. Ljóst er að núverandi afkastageta raforkuveranna dugar ekki lengi, þegar efnahags- og atvinnulíf landsins tekur stökk fram á við á næstúnni við lok friðarsamninganna. Meginorkan er unnin í orkuverum við Kariba stifluna, sem reist var i Zambezi ánni fyrir unt það bil tveim áratugum. Þess vegna eru nú uppi áætlanir um þrjár nýjar stíflur i Zambezi. Við þessar framkvæmdir mun áin breytast í langt og mikið stöðuvatn við norðurlandamæri Zimbabwe/Ródesíu þar sem þau liggja að Zambíu. Orkuverin við Kariba stífluna verða einnig stækkuð. Þessar áætlanir byggja á vissum pólitískum forsendum, sem að sjálf- sögðu ganga fyrst og fremst út frá að samningar takist á milli Muzorewa biskups og þeirra Nkontos og Mugabes á fundunum i London. Einnig verður að takast samvinna við ráðamenn í Zambíu því engar stíflur verða gerðar i Zambeziánni án þeirra samstarfsog samþykkis. Ríkin tvö eiga raforkuverið við Kariba stífluna sameiginlega. Zimbabwe/Ródesia nýtir þó alía orku sem fæst en greiðir siðan Zambíu í erlendum gjaldeyri. Hefur það verið hægara sagt en gert á und- anförnum árum, þegar sífellt hefur þrengzt efnahagslega að stjórninni í Salisbury. Stjórnmálalega hefur þetla við- skiptasamband Z.imbabwe/Ródesíu verið ntjög stirt. Kenneth Kaunda forseti Zantbiu hefur stutt skæruliða- Itópa Nkontos og Mugabes og margar aðgcrðir skæruliða eru sagðar hala verið undirbúnar frá siöðvnmþeirrtt innan landamæra Zambíu. En sem oftar eru það hin efna- hagslegu skilyrði sem ráða fremur en stjórnmálaleg markmið. Stjórnin í Salisbury hefur greitt Zambíustjórn fýrir rafmagnið en Kaunda forseti hefur á hinn bóginn neyðzt til að brjóia odd af oflæti sinu og notfæra sér járnbrautarleiðir í gegnum Zimbabwe/Ródesíu til að geta haldið opinni viðskiptaleið Zambiu við Suður-Afriku. En þar rikir sú stjórn hvitra ntanna i Afríku sem er hvað mest fordæmd af valdamönnum svartra Afríkuríkja. Ekki er þó öllum hindrunum rutt úr vegi fyrir nýjum orkuverum í Zambeziánni þó bæði efnahagslegum og stjórnmálalegum hindrunum sé komið fyrir kattarnef. Umhverfis- verndarmenn hafa lýst yfir andstöðu sinni. Óttast þeir að við þrefalda virkjun i Zantbezi ntuni ómetanleg náttúruauðlegð fara forgörðum. Ljóst er að mikið landflæmi mun fara undir vatn ef af framkvæmdum verður. Þar á meðal friðuð svæði þar sem settir hafa verið á stofn svonefndir þjóðgarðar. Landið á þessum slóðum sem áður fyrr var óskastaður fiskveiðiáhugamanna og náttúruunnenda hefur að vísu verið nær því lokað undanfarin sjö ár vegna skæruliðaaðgerða sveita þeirra Nkomos og Mugabes. Gróðurinn þarna er meðal annars talinn ómetanlegur vegna þess að þar fá dýr eins og fílar, zebrahestar, gíraffar og antilópur hið heppilegasta fæði. Auk þess er þetta lika dýrðar- land Ijóna og hlébarða, sem elta hjarðir fyrrnefndu skepnanna. Hér er sem sagt komin upp hin hefðbundna styrjaldarlina á milli svonefndra umhverfisverndarmanna og þeirra sem standa eiga fyrir fram- kvæntdum, sent tryggja ItagvöM Zimbabwe 'Ródesiu. Engin ástæða er til þess að halda að meirihlutastjórn svartra verði á annan hátt þenkjandi hvað varðar umhverfismál en þar sem hvítir og gulir ráða. Benda má á að ríkjum svartra liggur meira að segja meira á að byggja upp ríki sín efnahagslega en öðrum vegna þess hve aftarlega þau eru á merinni í þeim efnum. (Byggt á Reuter) F.ngin ástæða er til að halda svarta leiðtoga þjóða ákveðnari í afstöðu sinni til umhverfisverndarmála en hvíta starfsfélaga þcirra. Hætt er við að Muzorewa biskup verði að svara kröfum fólks um efnahagslegar framfarir hverjar sem skoðanir hans eru á þeint inálum. Myndin er af fundi sem hann hélt i Salisbury höfuðborg Zimbabwe/Ródesfu. Zimbabwe/Ródesía: Stríð umhverfis-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.