Dagblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979. II \ Veldur áfengi fósturskemmdum? Hjá Grikkjum og Rómverjum til forna voru uppi grunsemdir um að áfengi kynni að hafa skaðleg áhrif á fóstur. I Karþagó var brúðhjónum bannað að neyta áfengis á brúð- kaupsnóttina til þess að draga úr lík- um á vansköpuðu barni. í dómara- bók Gamla Testamentsins er þess getið að þunguð kona skuli ekki neyta áfengra drykkja. í rás aldanna hefur þennan grun oft borið á góma. Það er þó ekki fyrr en annað lyf, thalidomide, veldur mjög alvarlegum vanskapnaði hjá fjölda fóstra að menn fara að velta þeim möguleika alvarlega fyrir sér að önnur lyf geti haft þessar afleiðingar. Þetta varð til þess að lögin voru hert og meiri rannsókna krafist áður en lyf eru sett á markaðinn. Þessar ráð- stafanir náðu til nýrra lyfja. Eftir sitja eldri lyfin og þar með alkóhól. Frakkar vöktu máls á vanskapnaði hjá börnum mæðra, sem voru alkó- hólistar, fyrir um það bil tólf árum. Rúmenar vöruðu síðan fljótlega upp úr þessu við möguleikanum á alvar- legum vanskapnaði hjá fóstrum af völdum alkóhóls, en rannsóknir þeirra á dýrum höfðu staðfest þessar afleiðingar hvað þeim dýrategundum viðkemur, sem þeir rannsökuðu. Síðan hafa margir staðfest, að hjá - börnum þessara mæðra, sem lifðu, kom fram vanskapnaður. Má þar nefna andlitsgalla, hjartagalla, vaxtartruflun og heilaskemmdir. Greind þessara barna er svo til alltaf fyrir neðan meðallag. Auk þess eru fósturlát og andvana fæðingar algengari hjá barnshafandi alkó- hólistum. Eins og endranær sést yfir- borð ísjakans fyrst. Hinn hluti Kjallarinn ísjakans Hvað með hinn hluta isjakans? Það er skemmdir sem eru ekki aug- Ijósar? Margar rannsóknir eru í gangi og það sem af er bendir allt í þá átt að móðir, sem neytir áfengis á meðgöngutímanum, dragi úr greind barnsins. Enn liggja þóekki fyrir þau gögn fullunnin að hægt sé að kveða upp ákveðinn dóm. Samt er svo komið í dag að áfengi virðist vera algengasta þekkta orsökin fyrir van- sköpuðu taugakerfi í vestrænum löndum. Nýlegar rannsóknir benda til þess að alvarlegur vanskapnaður eigi sér stað í I til 2 af hverjum 1000 börnum, sem fæðast lifandi og minni fæðingargallar af völdum áfengis í 3 til 5 af hverjum 1000. Ingvar J. Karlsson Það er því ástæða til þess að hvetja barnshafandi konur til þess að neyta ekki áfengis. Eins að hvetja konur, sem nota ekki getnaðarvarnir, að drekka í hófi, að minnsta kosti meðan þær vita ekki hvort þær ganga með bami eða ekki, þar eð hættan er mikil fyrstu sex vikurnar á meðgöngutímanum. Ekkert bendir til þess að túradrykkja á meðgöngu- tímanum sé hættuminni en dagleg drykkja, ef eitthvað þá er hún verri. Bretar og Bandaríkjamenn eru til- búnir til þess að framkvæma fóstur- eyðingar hjá barnshafandi alkó- hólistum vegna afleiðinganna. Það er enn þá ekki hægt að greina skemmdir af völdum alkóhóls ájóstur i móður- kviði. Afleiðingarnar koma þvi ekki í - arlcs„, Ijós fyrr en við fæðingu og stundum siðar. Flestum lyfjum fylgir nú lesning þar sem segir að engin reynsla sé komin á það hvort óhætt sé að nota viðkcmandi lyf á meðgöngutíman- um. Beri því að forðast það nema brýna nauðsyn beri til. Bandaríska matvæla og lyfjaeftirlitið mælti með þvi fyrir rúmum átján mánuðum að viðvörunarmiðar yrðu líka settir á áfengisflöskur og þar bent á, að áfengi kunni að valda fósturskemmd. Hitt liggur ekki fyrir hvort lítið áfcngismagn sé hættulaust fóstri barnshafandi konu. Því er best fyrir verðandi mæðúr að muna að því minna sem drukkið er af áfengi því minni áhætta á fósturskemmdum af völdum alkóhóls. Besta ákvörðunin er að drekka alls ekki áfengi á meðgöngutímanum. Ingvar J. Karlsson, læknir. Sko, og hananú Við Halldór Laxness höfum rabbað saman endrum og sinnum rúman aldarþriðjung í gegn. Ég tel mig ekki hafa haft jafn mikið gagn og gaman af að tala við annan mann hérlendis, hann hefur í senn bent mér á leiðir til þess að hugsa og koma hugsunum mínum í búning. Það má þvi ekki minna vera en ég ansi meðan Halldór yrðir á mig, þótt mér finnist óneitanlega býsna skondið að við erum farnir að ræðast við á prenti. Trúlega er það afleiðing af fjölmiðla- tið. í nýjasta tilskrifi sinu (Dagbl. 22an okt.) heldur Halldór áfram að bölsótast út í orðið sko: ,,Við höfum líka stundum eftir þeim (þ.e. dönum) orðtök sem geiga hrapallega hjá okkur, einsog til dæmis sgu”. Eins og ég rakti á dögunum eru sko á íslensku og sgu á dönsku engar hliðstæður, við notum sko á sama hátt og danir se! Allt skýrist þetta betur ef við h'ugum að upprunanum. Orðmyndin sko hefur lengstaf verið skýr boðháttur af sögninni að skoða og var lifandi tungutak landsnáms- manna þegar þeir vildu vekja athygli annarra á stórmerkjum. Þegar fyrsta fley norrænna landnámsmanna bar að ströndum okkar og ísland reis úr hafi á þann hátt sem lýst er í íslands- klukkunni hefur fyrsta hljóðið sem barst úr barka norræns landnáms- manns vísast verið sko, hrópað af þeim þrótti sem þanin lungu og strengd raddbönd leyfðu. Á næstu áratugum hefur orðmyndin sko hljómað um gervallt landið, þegar aðkomumenn hrifust af stórleik búsældarlegra héraða. Þannig má færa rök að þvi að sko sé sjálft land- námsorð islendinga, engu ómerkara en efnislegar þjóðminjar. Vonandi fer enginn að leggja til að Þjóðminja- safnið verði brennt til grunna eða jarðýtur sendar á fornar tóttir sem grafnar hafa verið upp af nostursemi. Einhver gæti sosum fundið upp á þvi að fussa og sveia og benda á að allar fornar þjóðminjar séu andstyggileg áhrif frá keltum, norðmönnum og sömum. En sagnorðið að skoða með boðhættinum sko á sér raunar miklu merkari sögu en þá sem tengist byggð íslands. Uppflettibækur herma að þessi sögn hafi verið sameiginlegt orðafar allra germana sem settust pfnislegar þjóðmmjan að á Norðurlöndum, hún hafi einnig átt heima í fornlágþýsku og fornháþýsku, engilsaxnesku, got- nesku, grísku, latnesku og sanskrít. I sanskrit merkti orðið raunar skáld og mætti það vera Halldóri nokkurt um- hugsunarefni; einnig að orðið skyggn er af sömu rót. Sérfræðingar telja að indóevrópsk rót orðins hafi einmitt hljómað sko, og þá er einsætt að gefa hugarflug- inu lausan tauminn. Ætli Eva hafi ekki hrópað sko í aldingarðinum Ed- en þegar hún benti Adami á blessað eplið sitt. Þannig má hugsa sér með rökum einum að sko hafi ekki aðeins verið landsnámsorð íslendinga heldur og frumorð mannkynsins. Stundum hafa menn bundist samtökum af minna tilefni en orðinu þvi; væri ei tilvalið að stofna skofélag til þess að koma í senn í veg fyrir að orðið verði vannotað og ofnotað? Kannski væri rétt að stofna skoflokk, bjóða fram í Af reykíkíngum Mjö* é* af kveðju |óðs þann sku«a bæri á, að f^nn htíl mi* um hver milfræöíngur MagnúS vinar, Magnúsar * Kjartanssonar. i einhverri aðför aö sér ötaf ensku. Kjartansson sé þó hann h*fi ekki haft vegna dönsku (Dagbl. 15.10. ’79), þó Ég þarf ekki aö láta aöra frxöa mig málvisindi aö viðurvxri á fulloröins- árum; auk þess sem hann stýrir ein- um liprasta penna hér innan lands. Þaö mundi hryggja mig ef Magnús héldi mig ckki eindreginn i þvi sem ég segi um hann; enda eru mér ofarlega í huga viðbrögö hans gegn þeim sem fylktu hér liði um áríö akandi á z- unni. Skeleggum andsvörum Magnúsar i rxöu og rili var þaö aö þakka aö höfuðhleypingar voru viö mart meö sömu óröum og danir, án þess aö vera aö sletta dönsku. Viö höfum líka stundum eftir þeim orö- lök scm geiga hrapallega hji okkur, einsog til dxmis sgu (óþarfi núna aö byrja pex um þaö). Eitt sinn bar svo til aö ég fór aö sletta skrýtnu máli þar sem málvand- ur maöur var nxr og viö M ,K. þekkj- um báöir. Hann hjó eftir þessu mál- fari og spuröi hvaðan kxmi. Ég sagöi: eflir gömlum ..reykikingi" sem aldrei heföi á danska skó komið, xvinlega veríö á heimageröum sauö- skinnsskóm bryddum, róiö á hrokk- clsi úr Grófinni og átt klukku sem úr- makarar fordjörfuöu en fúskarar löguöu aftur; átti einlxgt kvigildi á Veggjum i Hvitársiöu og fór þángaö i réttirnar á haustin. Segöu ekki fleira, sagöi viðmxl- andi minn. Þaö mál scm maöur á ts- lenskum skóm ber sér I munn cr is- lcnska samkvxmt skilgreiningu. (NB núna veröur, aö ég held, einginn maður fundinn leingur á svoncfndum islenskum skóm.) Þetta minti mig á kenningu sem ég haföi Ixrt af enskum skólarriánni, klerki aldurhnignum, að rétt mál og fagurt vxri þaö scm ástmegir þjóöar heföu látiö ummxlt ellegar boriö i pcnna á örlagastundum hcnnar; lam á undan höfuöorustum; eöa falli rikisins; eöa innrás barbaranna. Þetta kynni aö ciga viö um sigilda mxlskulist rómverska; — en hver fxrði þxr rxöur i stilinn? Frxgir sagnameistarar vxnti ég, i góörí skrifstofu, við opinn glggga og fugla c . „Eflir slíkri reglu mætli sanna að veður” sé dönskusletla (godl vejr).. ,gott ] kvcönir niöur i bili, hverju sem þeir kunna aö taka uppá nxst (kanski nýrri wimmeriséringu). Fritzner ritar i oröabók sinni um „det gamle norske sprog" aö tíð sé sú liðandi stund scm atburðir gerist i. I dönsku er þetta enn svo: i tidens for- löb; tiden igennem; gennem uminde- lige tider; meira aö segja. ned gennem tiden, (þcas: niörum tiöina eöa ofan- eftir henni). Viö hérna heima segjum lika stundum „innarmm líðina". Blxmunur cr þónokkur á „tiö" i nú- timadönsku og Islensku; þó segjum i trjánum, hundrað árum siöar; eöa fimm hundruð árum; kanski þaö hafi lika veriö Shakespeare. Dönskuslcttur veröa ekki til af þvi tvö orö sem eru eins á islensku og dönsku standi saman i texta, tam „gegnum tiöina". Eftir slikri reglu mxtti sanna aö ,,gott veöur" sé dönskusletta (godt vejr); enda er athugasemd Magnúsar Kjartanssonar áreiöanlcga borin fram í grxskulausu gamni. Halldór l.axneu Kjallarinn Magnús Kjartansson kosningunum næstu og ná skomeiri- hluta á alþingi. Ríkisstjórn sem hefði það eitt verkefni að sýna þessu góða orði skynsamlega ræktarsemi yrði trúlega besta stjórnvald í íslenskri sögu. Halldór vill ekki fallast á það að orðafarið ,,i gegnum tiðina”, sé dönskusletta, heldur sé það tilviljun ein að „tvö orð sem eru eins í íslcnsku og dönsku standi saman í texta”. Ekki er þetta mat atvinnu- manna í málfræði. Þegar þeir bera saman skyld tungumál er röð orða eitt þeirra atriða sem talin eru lær- dómsrik. Danir segja „igennem tiden”; íslendingar tala um „tíðina út í gegn”. Áður en Halldór neldur á- fram að klappa þennan stein *ætti hann að minnast þess að þjóðin lítur réttilega á hann sem háyfirdómara um vandað orðafar. Á dögunum heyrði ég og sá formann verka- mannasambandsins og fram- ‘kvæmdastjóra atvinnurekendasam- bandsins ræðast við í sjónvarpi. Þeir settu báðir upp hátignarlegan svip þegar þeir tíndu út úr sér orðin í gegnum tíðina, en hvorugur sagði sko. Falli Halldóri ekki koðræna í þessu tilviki, á hann margra góðra kosta völ. Tam. gæti hann sem góður taóisti kennt tíðina við straum og talað um það sem „tungan geymir i timans straumi”. (Ég dcpendera af Halldóri einnig þegar ég sem fyrirsagnir. Kveikjan að orðum þeim sem standa yfir þessum greinarstúf, er vitaskuld bókarheitið góða: „Seiseijú, mikil ósköp”.). (23ja okt.) Magnús Kjartansson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.