Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.10.1979, Qupperneq 15

Dagblaðið - 30.10.1979, Qupperneq 15
m ! GÆRKVÖLDI Ekki man ég lengur hversu mörg ár eru liðin síðan ég gafst upp á að horfa á sjónvarpið á mánudags- kvöldum. Þá var dagskráin búin að vera i föstum skorðum um langt skeið; fréttir með veðri og auglýsingum, íþróttir, langdrengið sjónvarpsleikrit (yfirleitt sænskt eða enskt) og síðan frjáls tími. Af eintómri jiegnskyldu settist ég við tækið í gærkvöld og puðaði í gegnum dagskrána frá átta til tuttugu og tvö fjörutíu og eitt. Hún hafði ekkert breytzt siðan síðast. Meira að segja mánudagsleikritið var hrútleiðinlegt sænskt vandamálaleikrit. Ef við byrjum á fréttunum, þá horfði ég á þær í fyrsta skipti í langan tíma. Yfirleitt virðist mér lítið í sjón- varpsfréttimar spunnið, blöð og út- varp upplýsa mig almennt belur um það sem er að gerast í þjóðlífinu, nema ef vcra skyldi þau ókjör málverkasýninga sem virðast vera í gangi alla daga vikunnar allt árið um kring. Form fréttatimans er löngu staðnað og veitti sannarlega ekki af einhverri uppstokkun frekar en kosningasjónvarpinu sæla. Sjónvarpsmenn gætu margt af frændum okkar Bandarikjamönnum (eða eru þeir kannski alls óskyldir okkur) lært í gerð líflegra og fræð- andi fréttaþátta. Siðasti þátturinn á dagskránni fjallaði um JP Stevens baðmullar- samsteypuna i Suðurrikjum Banda- rikjanna og deilur þær sem fyrir- tækið á i við starfsfólk sitt. Það var fróðlegt að sjá og heyra að cnn skuli vera til fólk sem setur sig upp á móti stofnun verkalýðsfélaga. Og síðast en ckki sízt: kvnnir kvöldsins, ung og mjúkmál stúlka, þyrl'ti sem fyrst að fá sér framburðar- kcnnslu. Það er ckki nóg að geta borið fram ensku og frönsku mcð rókkókóískum krúsidúllum. Maður þarf að koma móðurmálinu frá sér skammlaust líka. -AT- ÁSGEIR TÓMASSON1 Mánudagur til mæðu Snemma í nóvember verður Norræna húsið með góðgæti á borðum fyrir þá sem áhuga hafa á norskum bókmenntum, hvort sem áhuginn er einskorðaður við fyrri tima höfunda eins og Petter Dass eða kvennabókmenntir. Á einu bretti koma nefnilega i heimsókn rithöf- undarnir Eiv Költzow, Kjell Hegge- lund og Willy Dahl, — en sá síðast- nefndi er kannski þekktastur fyrir bókmenntagagnrýni, svo og mörg bókmenntafræðileg verk. Liv Költzow er fædd 1945 og er í hópi þeirra rithöfunda í Noregi sem um miðjan sjöunda áratuginn fylklu sér um hið róttæka bókmenntatima- rit háskólans í Osló, Profil. Sá hópur var mikill aflvaki í norskum bók- menntum og í honum voru margir þeir sem mest hafa látið til sín taka á því sviði hin síðari ár. Költzow gaf fyrst út bókina Öyet i treet árið 1970, en í henni er sal'n smásagna, fimm alls. Ungar konur og uppvaxnar 1 tveim þeirra eru unglingsstúlkur aðalpersónur og í þremur leika upp- vaxnar konur aðalhlutverk. En höfundur fjallar þar ekki sérstaklega um kvennamál heldur skrifar hún út l'rá tilvistarlegum forsendum. Hins vegar fjallar næsta bók hennar Hvem bestemmer over Björg og Unni (1972) um kvenréttindabaráttuna. Aðalhlutverk leika þær vinkonurnar, Björg og Unni, — hálfþrítugar konur. Bakgrunnur þeirra er ólikur og vandamál sömuleiðis. Skáldsagan fjallar um konur og hlutverk kvenna og reynir að draga fram almenn sann- indi sem heimfæra mætti á flestar konur. Historien om Eli frá 1975 mætti túlka bæði sem samantekt og framhald beggja fyrri bókanna. Hér er rakin saga konu frá fæðingu og þar til hún nær fullum þroska og höf- undi er í mun að s> na þáinnrætingu sem hún verður fyrir í barnæsku sem æ síðan stjornar viðbrögðum hennar. Ljóðog bókmenntafræði Költzow rær á sömu mið i leik- ritinu Jenteloven sem ritað er í sam- vinnu við leikara og leikstjóra. í Norræna húsinu mun hún væntan- lega ræða afstöðu sína til bókmennta og lesa upp úr verkum sínum. situr Dag Solstad. Heggelund situr við hlið hennar. Að baki henni l.is Költzow. í Profil hópnum var einnig Kjell Heggelund, sem fæddur er árið 1932. Hann gaf út fyrstu bók sína, Ijóða- bókina Reisekrelser, árið 1966, þar sem hann skrifar um eigin ævi i formi ferðalags. I min tid (1967) gengur út á samband höfundar við ákveðna konu. Ári siðar gaf hann út gjörólíka bók, Punkt 8, þar sem hann notar málfar vikublaða og auglýsinga i Ijóðrænum tilgangi. Árið l%6 gaf Kjell Heggelund siðan út verk af bókmenntafræðilegum toga, Fiksjon og virkelighet, og á árunum 1970—74 var hann ritstjóri timaritsins Vinduet. Sjálfur er hann bókmenntafræðingur að mennt og hel'ur sérhæft sig í 18. aldar bók- menntum norskum. Hann ætlar að ræða hér um Petter Dass, prestinn og skáldið sem öðrum betur túlkaði hversdagslegt strit almúgans. Helsta verk hans er Norðurlandstrómet sem dr. Kristján Eldjárn sneri á íslensku eins og kunnugt er. Almennar vinsældir Innlifun hans og samkennd með lífi og starfi almennings greiddu fyrir almennum vinsældum kvæða hans. í fyrra kom á bókamarkað itarleg um- fjöllun um ævi og kveðskap Petters Dass sem varð mjög vinsæl en hún heitir Rapport om Petter Dass — presten som diktet makt til folket og er eftir Svcrre Inge Apenes. í þeirri bók er rætt um tengsl skáldsins og umhverfis og túlkun hans á því, t.d. frásögn hans af Sömum sem hann vissi litið sem ekkert um en úthrópaði samt sem illmenni og handbendi Djöfulsins. Vandamál Sama og náttúruvernd almennt hafa einmitt verið í sviðsljósinu i Noregi nú i haust vegna áforma um byggingu Alla orkuversins svonefnda. Um Bóhema Willy Dahl ætlar síðan að halda tölu um þjóðfélagsgagnrýni og andól' i Noregi á 19. öld. Sjálfur hefur hann spannað afar vitt svið i vcrkum sínum, hefur m.a, rannsakað afþreyingarbókmenntir l'yrr og nú, Ingeborg Donali skrifað um bókmenntafræði og bók- menntasögu svo og ritgerðir. Einnig hefur hann skrifað skopstælingar á nútímabókmenntum undir dulnefni. Hér segir hann m.a. I'rá Bóhema hreyfingunni, scm var talsvert aðsópsmikil i norskum bókmenntum á árunum eftir 1880. Bóhemarnir voru listamenn og hugsuðir sem flæktus’t um höfuðborgina cn hug- myndafræðingur þeirra var maður að nafni Hans Jæger — en þeir höfðu megnustu andúð á þvi samlélagi sem þeir tilheyrðu. Þeir rituðu ófagrar lýsingar á fátækt og nauð, flettu ofan af hinu tvöfalda kynferðissiðgæði borgarastéttarinnar og lofsungu vændi og frjálsar ástir og sögðu þær æðri hjónabandinu. Helstu bækur þeirra Bóhema eru Kra Kristiania- bohemen eftir Jægcr og Alherline eltir C hristian Krog sem báðar \oru gcrðar upptækar og urðu tilefni lang- varandi og biturra deilna. -II). Fötluð börn frá Reykjavik og aðstandendur þeirra gerðu góða ferð til Akureyrar um helgina. Að sögn Ingimars Eydal á Akureyri kom um 20 manna hópur i heimsókn til Akureyrar og er slík ferð orðin árviss viðburður, þvi þetta er fjórða árið í röð sem fölluð Revkjavikurbörn heimsækja Akurevri í fylgd með aðstandendum sínum. Börnin fóru á fóringjanámskeið skáta á Akureyri og skátarnir léku við þau og gáfu þeim hressingu. Þá var farin hringferð um Eyjafjörð og Grundarkirkja skoðuð. Hópurinn fór Fötluð Reykjavíkurbörn í heimsókn á Akureyri: Góð ferð um Akureyri og Eyjafjörð Nurses have it, segja blessaðir kanarnir, en þær hafa fleira en blfðuna og umhyggjuna, blessaðar hjúkrunarkonurnar. Þær eru t.d. brosmildar með afbrigðum, enda skemmti Jóhanna Stefánsdóttir sér konunglega með börnunum f Bautaveizlunni. Ljósmyndir Fax. Kristinn og Ingimar nutu ekki sfður en aðrír skemmtunar skátanna á Hrafnagili (Ingimar er þessi efnismeiri). einnig í heimsókn að Stóra-Hamri þar scm fiósið var skoðað, en þar cr fyrir- myndarbú. Börnin dvöldust síðan hiá Kiwanit- mönnum á Akurevri og enduðu heim- sóknina með því að sjá Galdrakarlinn i Oz hjá Leikfélagi Akureyrar. Aðalhvatamaður að þessari t'erð var Kristinn Guðmundsson, en ferðin var styrkt at' Kiwanisfélögum i Reykjavík. Á Akurcyri voru börnin gestir Kiwanis- klúbbsins Kaldbaks en margir aðrir greiddu götu barnanna. Leikfélagið bauð börnunum í leikhúsið og Flugleiðir veittu 50a/o afslátt af ferða- kostnaði fram og til baka. lngimar sagði að allir sem beðnir voru um liðsinni hefðu l'úslega vcitt það og fyrir.það bæri að þukka. -JH. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979. Norðmenn á ferð Norrænar bókmenntir

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.