Dagblaðið - 30.10.1979, Side 23

Dagblaðið - 30.10.1979, Side 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979. (i Utvarp 23 Sjónvarp ';P: ■ . VERDA ÍSLENDINGAR MED í EUROVISION KEPPNINNI? Ekki verið rætt, segir sjónvarpið Þegar jarðstöðin við Úlfarsfell kemst i gagnið næsta sumar opnast væntanlega sá möguleiki fyrir okkur íslendinga að taka þátt í Eurovision- söngvakeppninni. Skilyrði fyrir því að vera með er fyrst og fremst það að hægt sé að taka beint á móti sjón- varpsútsendingu frá keppninni. DB bar þetta undir Hinrik Bjarna- son forstöðumann lista- og skemmti- deildar sjónvarpsins. Hann tók erind- inu fálega og kvað málið ekki hafa verið rætt. Hins vegar er Dagblaðinu kunnugt um mann sem hefur sent stjórn keppninnar bréf þar sem hann biður um allar upplýsingar og skil- yrði fyrir þátttöku í Eurovision- keppninni. ,,Ég hygg að okkur sé ekki undan- komu auðið að vera með eftir að jarðstöðin er komin í gagnið,” sagði maður þessi sem ekki vill láta nafns sins getið að svo stöddu. ,,Mér er kunnugt um að íslenzkir dægurlaga- flytjendur hafa áhuga á að spreyta sig á þessum vettvangi. Einnig er þetta ein af leiðunum til að koma islenzkri dægurlagatónlist á framfæri á er- lendum markaði.” Jarðstöðin ætti að opna okkur þann möguleika að taka þátt i Eurovision söngvakeppninni. Fullyrt cr að dægur- lagaflytjendur hafi áhuga á siíku. DB-mynd Hörður. DÝRLINGURINN — sjónvarp kl. 21.00: Templar í hlut- SVONA ERUM VIÐ - sjónvarp kl. 21.50: Hvað er gert fyrir fötluð börn í dag? Svona erum við nefnist þátturi sjónvarpi í kvöld kl.' 21:50 i umsjá Astu Ragnheiðar Jóhannesdóttur. Er hann jafnframt síðasti þáttur Ástu Ragnheiðar á yfirstandandi þema- viku barnaársnefndar — Börn nteð sérþarfir. ,,í þessum þætti er fjallað um fimnt fatlanir," sagði Ásta Ragn- heiður um þáttinn. ,,Eg ræði við ung hjón sem eiga tvö börn — bæði hreyfihömluð. Við ræðum um úrræði og stöðu þessara barna í þjóð- félaginu. í þættinum er sýnt brot úr lífi þessarar fjölskyldu. Einnig verður fylgzt með blindum börnum í Kjarvalshúsi. Rætt verður við tvær mæður sem eiga blind börn. Síðan verður fylgzt með einhverfu barni og í því sambandi rætt við barnageðlækni og föður barnsins,” sagði Ásta Ragnheiður. „Fylgzt verður með heyrnarlausu barni og rætt við móður þess og kennara. Að siðustu verður fylgzt með vangefnu barni og rætt við for- eldra þess. Brugðið verður upp myndum af aðstæðum þessara barna í dag og um leið aðstæðum fleiri barna sem likt er á komið,” sagði Ásta Ragnheiður að lokum. Þátturinn er tæplega klukktt- stundar langur og stjórnandi er Þrándur Thoroddsen. - F.I.A verki morðingja Síðasti þáttur Dýrlingsins er á dag- skrá sjónvarpsins í kvöld kl. 21.00. Þátturinn hefst á því að Simon Templar er staddur í Róm þar sem hann verður vitni að því i sjónvarpi að ráða hefði átt olíufursta af dögum. Lífvörður hans fékk skotið í staðinn. Olíufurstinn er með ráð- stefnu í Róm. Kunningi Simons í leyniþjónustu Bandaríkjanna hringir í hann og segist vera í lífshættu og að hann verði að hverfa vegna „leka” í stofn- uninni. Þeir ákveða að nuctast i Róm. Þeir hittast á götuhorni og þar er Cl A maðurinn skotinn til baná. Einn af yFtrmönnum leyniþiónust- unnar kemur þá til Rómar.Honumer ekkert um Simon Templar gefið en þar sem sá myrti var vinur hans leyfir hann dýrlingnum að aðstoða sig. Þeir vita að leigumorðingi sem ætlar að ráða olíufurstann af dögum er væntanlegur til Rómar. Þeir ákveða því að taka hann úr umferð á flugvellinum og að Simon taki að sér hlutverk hans. Þátturinn fjallar síðan um hvernig Simon tekst að glíma við þennan morðhring í hlutverki leigumorðingj- ans. Dýrlingurinn ætti því að geta orðið spennandi i kvöld enda ekki seinna vænna í lokaþættinum. Þátt- urinn nefnist Morðhringurinn og er hann fimmtiu minútna langur. Þýð- andi er Kristmann Eiðsson. - F.I.A Dýrlingurinn Simon Templar fær vart svo fagurt lið með sér í lokaþætt- inum en búast má við að a.m.k. ein komi við sögu. Við upptöku á þættinum Svona erum við. Stjórnandinn, Þrándur Thor- oddsen, slendur við hlið kvikmyndatökuvélarinnar. DB-mynd Bj.Bj.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.