Dagblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 24
Meirihlutasamstarfinu borgið: Benedikt kom á sáttum Björgvins og Sjafnar —100% f jölgun í borgarmálaráði Alþýðuflokksins að kröfu Sjafnar Bcncdiki Gröndal. forsætis- ráðherra kom á sáltum milli borgar- fulltrúa Alþýðuflokksins, Björgvins Goðmundssonar og Sjafnar Sigur- björnsdóttttr, scm skorizt hafði i odda rneð, eftir að Sjöfn felldi Landsvirkjunarsamninginn i borgar- stjórn. Benediki og Bjarni P. Magnusson, framkvæmdastjóri þing- flokks Alþýðuflokksins, höfðu verið settir til að konta á sáttum. Benediki boðaði Björgvin og Sjöfn í ráðuneyt- ið og hafði þau þar lengi vel, unz sættir tókust. í þessu „leynisamkomulagi" felst, að Sjöfn heitir enn einu sinni að hlita úrskurði borgarmálaráðs flokksins í öllum meiriháttar borgarmálum. Skulu báðir borgárfulltrúar Alþýðu- fiokksins greiða atkvæði eins og borgarmálaráð segir til um. í staðinn fær Sjöfn fram stækkun borgarmála- ráðsins. Í því voru áður 10, og taldi hún þá flesta handbcndi Björgvins. Nú verður fjölgað í ráðinu i 20. Sjöfn væntir þcss að fá eitthvað af sínu liði i ráðið og standa öllu betur eftir. Kosið var í ráðið í fulltrúaráði Alþýðuflokksfélaganna i Reykjavik í gærkvöld. Atkvæði verða talin i dag. Á þessum fundi í gærkvöld sagði Björgvin frá þvi, að samkomulag hefði tekizt. Fundurinn samþykkti traustsyfirlýsingu til beggja, Björg- vins og Sjafnar. Meirihlutasam- starfið i borgarstjórn skyldi halda á- fram. Fundurinn var með friðsemd. Sigurður E. Guðmundsson var endurkjörinn formaður fulltrúa- ráðsins með 51 atkvæði, en Skafti Skúlason fékk 32 atkvæöi. Bragi Jósepsson og hans stuðningsmenn beittu sér fvrir framboði Skafta. -HH. Hinn slasaði liggur á götunni eftir að hafa kastazt út úr bil sinum. Billinn sem ekið var í veg fyrir skemmdist talsvert. DB-mynd: Sv. Þorm. 17 árekstrar urðu í Reykjavik í gær og slösuðust menn í tveim þeirra. Þessi tala þykir á engan hátt óvenjuleg hér í bæ þó hún sé heldur í hærra lagi. Tvisvar urðu slys á fólki i gær. Annað slysið varð á horni Breiðholts- brautar og Seljaskóga. Maður sem kom akandi niður Seljaskóga sá illa út um rúður bíls síns og gerði tilraun til að þurrka af þeim með rúðusköfu. Hann hefur að öllum líkindum ekki séð bil sem kom akandi Breiðholtsbrautina og ók þvert í veg fyrir hann. Áreksturinn var það mikill að ökumaður fyrrnefnda bílsins kastaðist út og meiddist við það eitthvað. En talið 'i' i morgun að meiðslin væru minni háttar. -DS. — segir Birgir ísleifur ,,Ég er að minu leyti mjög ánægður jog ég er þakklátur fyrir þann stuðning, ;sem ég fékk i þessu prófkjöri,” sagði jBirgir ísleifur Gunnarsson, þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í viðtali við DB í morgun. Hann bætti við: ,,Nú er ekki til setunnar boðið. Nú verður tekin upp hörð barátta fyrir sigri flokksins í ai- þingiskosningunum.” ,,Þetta er mesta þátttaka scm. nokkru sinni hefur orðið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins,” sagði Birgir ísleifur. „Hin mikla þátttaka bendir til mikils áhuga sjálfstæðismanna og stuðningsmanna flokksins. Ég vil nú hvetja alla stuðningsmenn flokksins til þess að taka nú höndum saman og stuðla að stórsigri Sjálf- stæðisflokksins í komandi kosningum," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson. -BS. r. » Talið af miklum móð í Valhöll I gærkvöld. Úrslit voru ekki endanlega Ijós fyrr en kl. hálf sex I morgun. DB-mynd: Ragnar Th. Prófkjör Sjálfsfæðisflokksins í Reykjavík: GEIR, ALBERT 0G BIRGIR EFSTIR Geir Hallgrimsson hlaut 4.364 at- kvæði i efsta sæti á lista Sjálfstæðis- Hokksins í Reykjavík í prófkjörinu. Samtals hlaut hann 8448 atkvæði. Albert Guðmundsson hlaut 5.299 atkvæði í I. og 2. sæti, samtals 8.281 atkvæði. Birgir ísleifur Gunnarsson hlaut 5.303 atkv. i 3. sæti, samtals 8.907. Gunnar Thoroddsen hlaut 4.469 atkv. í 4. sæti, samtals i 1.—4. sæti 6.831. Friðrik SophuSson hlaut 5.114 atkv. i 5. sæti, samtals 8.007 atkv. Ellert B. Schram hlaut 6.098 atkv. i 6. sæti, samtals 7.805, Ragn- hildur Helgadóttir hlaut 6.796 atkv. í 7. sæti, samtals 7.069, Pétur Sigurðs- son hlaut 7.386 atkv. samtals í 1.—8. sæti. Guðmundur H. Garðarsson hlaut 5.819 atkv. í I.—9. sæti. Elín Pálmadóttir hlaut 2.882 atkv., Björg Einarsdóttir 2.610 og Jónas Bjarna- son 2.503 atkv., Aðrir fengu minna. 12.215 atkvæði voru greidd í próf- kjörinu. Auðir seðlar og ógildir voru dr.Gunnar ífjórða sæti, Friðrík Sophusson itimmta 576. Talningu atkvæða lauk kl. 5.30 i morgun. Úrslit eru bindandi fyrir þá sem fengu helming greiddra atkv. eða meira. Það magn fengu þeir sem sam- kvæml prófkjörinu eru í 9 cfstu sætunum. Birgir ísleifur Gunnarsson er nýr maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins. Hann fékk flest atkvæði og bind- andi kjör í 3. sæti listans. Gunnar Thoroddsen fór úr 5. sætinu í 4., sem Ellert B. Schram skipaði. Friðrik Sophusson færist upp um eitt sæti. Ragnhildur Helga- dóttir fer i 7. sætið, var í 3. sæti. Guðmundur H. Garðarsson er í 9. sæti, en var í 7. Pétur Sigurðsson heldur sínu 8. sæti. Elín Pálmadóttir heldur einnig sínu 9. sæti. samkv. prófkjörinu. Björg Einarsdóttir var i 18. sæli en samkvæmt prófkjörinu er hún í 11. sæti. -BS. „Ntí ER EKKITIL SETUNNAR B0DKT frjálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979, Bjórkrár og betri skemmti- staðir — ungtfólk með sér- framboð í Reykjavík Hópur ungs fólks i Reykjavík hefur í bígerð að bjóða fram til alþingis- kosninga. Fólk þetta er óánægt með gamla flokkskerfið og vill því reyna nýja leið. Stefnuskrá er i mótun og verður fundur haldinn á morgun til þess að undirbúa stefnuna. Að sögn formælanda hópsins í morgun er hér um að ræða fólk rúm- lega tvítugt, sem ekki hefur mótað með sér fastar flokkslínur. Leggja á áherzlu á mannleg samskipti og félagslegar um- bætur. Unga fólkið mun berjast fyrir bjórkrám og bættum skemmlistöðum. Að loknum undirbúningi stefnu- skrár verður listi unga fólksins á- kveðinn, en formælandinn sagði i morgun að framboðið væri öruggt. -JH. Sexáradrengur undirvörubíl 6 ára drengur Þorfinnur Símonar- son, Bakkatúni 16, varð undir vörubíl i gærdag á Akranesi og beið þegar bana. Drengurinn var að leik klukkan rétt að verða þrjú í gærdag á götunni Merki- gerði er vörubíll kom fyrir hornið á Vesturgötu og lenti hann á drengnum. Ekki er Ijóst um nánari tildrög slyssins en þarna var töluverð hálka vegna ísingar. -DS. , Jvö kerti á sama meiði” — segirJón G. Sólnes, efsti maðurá DD-lista ,,Úr þvi sem komið var reyndist framboð eina leiðin til að koma við prófkjöri sjálfstæðismanna hér. Þetta er listi sjálfstæðisfólks og ég veit að Lárus Jónsson og aðrir myndu hafa vel þegið stuðning þess fólks sem skipar listann okkar,” sagði Jón G. Sólnes, efsti maður á listanum, sem loksins hefur séð dagsins ljós. Farið verður fram á að listinn verði merktur DD, enda lita aðstandendur hans svo á að hann skuli borinn fram í nafni flokksins. Sturla Kristjánsson sálfræðingur skipar 2. sætið, Viktor A. Guðlaugsson |skólastjóri er i 3. sæti og Pétur Antons- son forstjóri í 4. sæti. „Ég ætla ekki að fara að agnúast við vini mína á hinum sjálfstæðislist- anum. Ég lít á listana sem tvö kerti á sama meiði, sveitir vaskra manna á báðum stöðum. Þetta er nauðsynlegt framboð fyrst og fremst vegna þess að okkur var synjað um prófkjör,” sagði Sólnes. -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.