Dagblaðið - 07.01.1980, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1980.
5
Þetta eru „eldhúsumræður” sögðu
sumir um fund Geirs og Steingríms,
sem haldinn var á heimili Geirs
klukkan hálffjögur á föstudag, þar
sem Ragnar Th. tók þessa mynd.
Báðir héldu að Geir
talaði við hinn!
„Fyrstu vikuna eftir að Geir
Hallgrímsson fékk umboð til að
kanna möguleika á stjórnarmyndun
'néldum við alþýðuflokksmenn alltaf,
að hann væri að tala við alþýðu-
bandalagsmenn. Við okkur var sama
og ekkert talað,” sagði forystumaður
í Alþýðuflokknum i viðtali við DB i
gær: „En í ljós kom, að alþýðu-
bandalagsmenn stóðu á þeim tíma í
þeirri meiningu, að Geir og hans
menn væru að tala við alþýðuflokks-
menn.
Þegar þingflokkar Alþýðuflokks
og Alþýðubandalags héldu síðan
fundi á fimmtudaginn, var það hins
vegar meginumræðuefnið á báðum
fundunum að undrast, að Geir hafði
nánast ekki talað við nokkurn
mann!” sagði þessi forystumaður
Alþýðuflokksins.
Um svipað leyti leið vika milli þess,
sem Geir-átti fundi með formanni
Framsóknarflokksins. -HH.
Rannsóknarlög-
reglan rannsakar
árásina
á lögreglustöðina
á Sauðárkróki:
Tjónið
talið á
sjöunda
hundrað
þúsund
SAMEINING HERLU HF OG
PSTEFANSSON HF
TILBÖIA
FYRIR VIÐSRIPTAVINI
BEGGJA AÐILA
- á milli 10 og 20
unglingar yfirheyrðir
„Að svo stöddu bendir ekkert til að
óeirðirnar hafi verið skipulagðar fyrir-
fram af einhverjum sérstökum aðilum,
heldur fremur að einhver galsi hafi
þróazt upp í þessi skrílslæti,” sagði
Magnús Magnússon rannsóknar-
lögreglumaður í viðtali við DB í gær,
þar sem hann var staddur á Sauðár-
króki ásamt öðrum rannsóknar-
lögreglumanni að rannsaka árás
unglingahóps á lögreglustöðina þar á
gamlárskvöld.
Nú er búið að yfirheyra á milli 10 og
20 ungmenni, einkum á aldrinum 14 til
17 ára, og bjóst Magnús við að skýrslu-
töku lyki í dag eða á morgun.
Matsmenn frá fógeta hafa metið
skemmdir og áætla tjónið eitthvað á
sjöunda hundrað þúsund, en lag-
færingar kunna þó að kosta mun hærri
upphæð.
Einn óróaseggjanna var tekinn til
yfirheyrslu í Reykjavík þar sem hann
kom að norðan strax eftir áramótin.
-GS.
Staða ríkissjóðs:
„Kaflaskipti
til hins betra
á síðasta
ársfjórðungi”
1. janúar síðastliðinn tók HEKLA hf. við állri starf-
semi PStefánsson hf.Megin tilgangurinn er að auka
hagkvœmni í rekstri sem tryggja á vöxt og viðgang
fyrirtækisins í framtíðinni.
Viðskiptavinir beggja fyrirtækja njóta góðs af.
HELSTU BREYTINGAR
1. Oll starfsemi sem verið hefur að Hverfisgötu 103
flyst smám saman að Laugavegi 170-172.
2. Oll sala nýrra bifreiða (Volkswagen, Audi, Rover,
Austin, Galant, Lancer, Colt) fer nú fram í
bifreiðasal HEKLU hf. að Laugavegi 170-172.
3. Sala á notuðum bifreiðum fer nú fram í bifreiðasal
HEKLU hf. (áður bifreiðasalur P. Stefánsson hf.)
að Stðumúla 33.
4. l.janúar fluttist sala varahluta * Mitsubishi
bifreiðar í varahlutaverslun HEKLU hf. að Lauga-
vegi 170-172, en flyst fyrir bifreiðar frá British
Leyland 1. mars næstkomandi.
5. Allar viðgerðir á Mitsubishi bifreiðum flytjast nú
þegar að Laugavegi 170-172 ásamt faglærðum
viðgerðamönnum þeirra. Viðgerðir á bifreiðum frá
British Leyland verða fluttar að Laugavegi 170-172
fyrir 1. mars næstkomandi.
BÍLAR í ÖLLUM VERÐFLORKUM
Nú mun HEKLA hf. því bjóða úrval bíla frá 3
löndum, VOLKSWAGEN ogAUDI frá V-Þýskalandi,
GALANT, LANCER og COLTfráJapan ogROVER og
AUSTIN frá Englandi.
— segir fjármálaráðherra AÐLÖGUNARTÍM.I
„Alger umsnúningur hefur orðið í
rikisfjármálunum á síðustu þrem
mánuðum samkvæmt bráðabirgðatöl-
um, sem fyrir liggja,” sagði Sighvatur
Björgvinsson fjármálaráðherra í viðtali
við DB í gær.
„Staðan varð miklu betri en jafnvel
bjartsýnustu menn höfðu þorað að
vona.
Sú jákvæða þróun, sem varð i októ-
ber, hefur haldið áfram. Nú er
augljóst, að um áramótin er rúmlega 6
milljarða inneign á hlaupareikningum
rikissjóðs í Seðlabankanum og skulda-
aukning á árinu 1979 hefur ekki verið
umtalsverð. Árið 1978 mun skulda-
aukning ríkissins í Seðlabanka hafa
numið um 12 milljörðum og 9,5 millj-
arða mínus var í árslok 1978,” sagði
Sighvatur.
Augljóst er að nokkum tíma mun taka að sameina
fyrirtækin að fullu. Því biðjum við viðskiptavini að sýna
þolinmæði ef einhver óþægindi skapast, en sameining-
unni mun verða flýtt sem kostur er.
VIÐGERÐAÖG
VARAHLUTAÞJONUSTA
HEKLA hf. mun kappkosta að veita bestu
viðgerða- og varahlutaþjónustu eftirleiðis sem hingað
til.
uci/i a uc
■ h e» nr
HEKLA HF, símar: Laugavegi 170-172 21240
Síðumúla 33 83104)83105
Hverfisgötu 103 26911
HEKLAHF BÝÐUR NÝJA SEM GAMLA VIÐSKIPTAVINIVELKOMNA
„Þannig urðu alger kaflaskipti á
síðasta ársfjórðungi.” -HH.