Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.01.1980, Qupperneq 32

Dagblaðið - 07.01.1980, Qupperneq 32
Strandaði í Rifshöfn um miðnættið: VEBUROFSINN HRAKTI SKIPID UPP A SKER — varðskip náði Hamri SH-224 af strandstað í morgun Rétt fyrir miðnætti í nótt strandaði 280 tonna skip frá Hellissandi, Hamar SH—224, við innsiglinguna í landshöfninni í Rifi. Lenti skipið upp á svokallaðri Tösku sem er sker við innsiglinguna. Snarvitlaust veður var þegar at- burðurinn átti sér stað, 10 vindstig suðsuðaustan. Skipið skemmdist töluvert mikið og sjór kom i lestar og vélarrúm. Björgunarsveitin í Hellissandi var kölluð út og siðan kom varðskip til aðstoðar. Gat það eftir ítrekaðar til- raunir náð skipinu af skerinu kl. 6.30 i morgun. Engin meiðsl urðu á mönnum. Varðskipið kom síðan Hamri SH—224 inn aðbt7ggju þar sem tveir slökkvibílar frá Ólafsvik og Hellis- sandi hafa síðan unnið við að dæla upp úr skipinu til að halda þvi á floti þar til viðgerð lýkur. Að sögn fréttaritara DB á Hellis- sandi hafa skip oft áður strandað á þessu skeri. Skipstjórinn á Hamri er öllum hnútum kunnugur þarna en hann réð ekki við bátinn i veðurofs- anum og því fór sem fór. -GAJ/HJ, Hellissandi. Tilraunir Geirs hófust Alvöru viðræður um stjórnar- myndun undir forystu Geirs Hall- grímssonar hófust nú um helgina. Þá var nokkuð skipulega farið að ræöa málin 6 fundum fulltrúa sjálfstæðis- manna og annarra flokka hvers i sínu lagi. Þá komu fram tillögur frá sjálf- stæðismönnum um efnahagsmál, sem getið er i forsíðufrétt í blaðinu. Áður höfðu ailar viðræöur verið mjög i lausu lofti. Sjálfstæðismenn höfðu rætt við mann og mann úr hin- um flokkunum og oft lítið sem ekkert við helztu áhrifamennina. í Alþýðu- bandalaginu var til dæmis talað við Guðmund J. Guðmundsson formann Verkamannasambandsins og Haraid Steinþórsson framkvæmdastjóra Bandalags starfsmanna rtkis og bæja en sáralitið við áhrifamestu forystu- menn. Við framsóknarmenn var lílið sem ekkert rætt í viku. Málin eiga nú að fara að skýrast, eftir að komnar eru efnahagstillögur s'em ræða má. Fundir verða i dag i þingflokkum Alþýðubandalags og Alþýðuflokks og efnahagsnefnd i-'ramsóknar. Fundur vcrður á morg- un í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Þing kemur saman á morgun eftir jólahlé. - HH Hveragerði: Hálft hundrað í nýrri öld- ungadeild ,,Það vcrður ekki Ijóst fyrr en i kvöld hversu margir hefja nám en við gcrum ráð fyrir svona 40—50 manns,” sagði Bjöm Pálsson kenn- ari og áfangastjóri við nýslofnaða öldungadcild i Hveragerði. Deildin sem tekur til starfa i kvöld er með santa sniði og öldungadeildin við Menntaskólann i Hamrahlið. Nem- endur hinnar nýju öldungadeildar munu taka stúdent--próf fá Hamra- hliðarskólanum og er nám þeirra undir eftirliti skólans. Bjöm var spurður um ástæðuna fyrir stofnun þessarardeildar. y. ,,Þó nokkuðaf fólki úr lágsveitum Árnessýslu og frá Selfossi og í kring hefur sótt Öldungadeildina í Hamra- hlíð. Okkur þótti vegalengdin á milli full löng, t.d. drjúg viðbót við fullan vinnudag,” sagði Björn. 8— 9kennararverðaviðhinanýju deild og opnast með henni möguleiki til stúdentsprófs sem ekki hefur áður verið fyrir hendi á Suðurlandi. -DS Þrettándaskemmiun á Selfossi: Stúfur síðastur úr byggð Síðasti jólasveinninn hvarf til óbyggða í gœr — á þrettándanum. Þeir rauðklceddu draga sigþví I hlé nœstu mánuðina, eða þar til þrettán dagar eru til nœstujóla. Selfyssingar héldu upp á þrettándann I gœrkvöld með blysjor og brennu. Ungir sem aldnir úr Árncssýslu og viðar kvöddu jólin á þennan hefðbundna hátt. Eftir myndinni að dœma er jólasveinninn Stúfur síðastur þeirra brœðra til að hverfa úr byggð aðþessu sinni. — Þrettándaskemmtun Selfyssingafór hið beztafram. Vin sást ekkiá nokkrum manni. -Á T/DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson Þjóðhagsstofnun: Tillögur krata óútreiknanlegar Þjóðhagsstofnun telur sig ekki geta reiknað út efnahagstillögumar, sem Alþýðuflokkurinn lagði fram i vinstri viðræðunum. Til þess vanti í tillögurnar ýmsa pósta. Ætlunin var að reikna útkomu úr þessum tillögum, til dæmis varðandi verðbólgu og kjaraskerðingu, á sama hátt og Þjóðhagsstofnun hafði gert um tillögur, sem framsóknarmenn báru fram. Slíkur útreikningur átti að koma að gagni í framhaldinu á viðræðum milli hinna ýmsu flokka um hin ýmsu stjórnarmyndunar „mynstur”. Þjóðhagsstofnun fékk það út úr tillögum Framsóknar, að kjaraskerð- ing samkvæmt þeim yrði 5—6 prósent á þessu ári og 3 prósent á hinu næsta. Alþýðubandalagsmenn hafa síðan borið brigður á þennan útreikning og sagt, að tillögur Framsóknar þýði 20—30 prósent kjaraskerðingu. Það er einkum spurningin um, hvaða hækkun á verði innfiuttra vara skuli reiknað með sem þessum ágrciningi veldur. Þjóðhagsstofnun fékk út, að sam- kvæmt tillögum Framsóknar kæmist verðbólgan niður í um 40% í lok þessa árs og ekki í 30% fyrr en i apríl 1981. Alþýðubandalagið gerði í vinstri viðræðunum einnig tillögur um efna- hagsmál en vildi ekki að Þjóðhags- stofnun reiknaði þær. -HH. frfálst, úháð riagblað MÁNGDAGUR7.JAN. 1980. Margeir og Jón L í Prag: „Ekki öll nótt úti” „Nei. Við erum ekki sérlega ánægðir með árangurinn. Við höfum verið frekar óheppnir. Þaðer þó ekki öll nótt úti enn þar sem mótið er rétt rúmlega hálfnað,” sagði Margeir Pétursson er DB ræddi við hann frá Prag i morgun þar sem hann tekur þátt i alþjóðlegu skákmóti ásamt Jóni L. Árnasyni. Að loknum 8 umferðum hefur Margeir 4,5 vinninga og Jón L. hefur 3,5 Efstur er llic frá Júgóslavíu með 5,5 vinninga. Margeir sigraði Hruska frá Tékkóslóvakiu i gær og Jón L. gerði jafntefli við Tékkann Ambroz. I 7. umferð gerði Margeir jafntefli við liic en Jón tapaði fyrir Meduna frá Tékkóslóvakíu. -GAJ. Verðmætum stolið úr nýbyggingu Eiganda nýbyggingar að Þverárseli 8 brá heldur betur í brún er hann kom i hús sitt um helgina. Óboðinn gest hafði borið að garði og húsið allmiklu fátækara eftir heimsókn hans en áður. Þjófurinn hafði á brott með sér 20 Danfosshitastilla og 6 Danfosskrana, auk þess ferðaútvarpstæki, heftibyssu, slípirokk og fleira smádót. Þetta þjófnaðarmál, ásamt innbroti i sumarbústað á Rjúpnahæð, er í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu rikisins. -A.St. LUKKUDAGAR: 1. JANÚAR: 29855 Philips vekjaraklukka m/útvarpi 2. JANÚAR: 10069 Braun hárliðunarsett, RS67K 3. JANÚAR: 29591 Sharp vasatölva, CL8145 4. JANÚAR 980 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum 5. JANÚAR 2246 Reiðhjól að eigin vali frá Fálkanum 6. JANÚAR: 25515 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanurn 7. JANÚAR: 20440 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum Vinningshafar hringi í síma 33622.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.