Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980. 1980 SUZUKI Verðpr. I.jan. 680.000 Eigum væntanleg Suzuki GT—50 árgerð 1980. Fyrsta sending er þegar upppöntuð. Þeir sem ætla að fá hjól á árinu eru hvattir til að hafa samband við sölumann sem fyrstísíma g^499 ATH.: Eigum enn til örfá Suzuki AC 50 árg. 1979 á mjög hagstæðu verði. SUZUKIUMBOÐIÐ Ólafur Kr. Sigurðsson hf. Réttur áskilinn til verðbreytinga án fyrirvara. Skrifstofustarf Við útgáfu Lögbirtingablaðs og Stjórnartíðinda er skrif- stofustarf, hálfan daginn, eftir hádegi, laust til umsóknar. Krafist er stúdentsprófs, góðrar íslenskukunnáttu og vélrit- unarkunnáttu. Umsóknir sendist skrifstofu útgáfunnar, Laugavegi 116, fyrir 22. þ.m. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 15. janúar 1980. Allar viðgerðir bíla og stillum bílinrt með fullkomnustu tækjum. Pantið tima í t'ma. Einnig bjóðum við Ladaþjónustu LYKILLP Bifreiðaverkstæði Sími 76650. Smiðjuvegi 20 — Kóp. TUkynnmg frá FISKVEIÐASJÓÐI ÍSLANDS um umsóknir um lán á árinu 1980. Á árinu 1980 verða veitt lán úr Fiskveiðasjóði íslands til eftirtalinna framkvæmda í sjávarútvegi. 1. TIL FRAMKVÆMDA í FISKIÐNAÐI. Kinkum verður Idgð áhersla á framkvæmdir er leiða til aukinn- ar hagkvæmni I rekstri og bættrar nýtingar hráefnis og vinnu- afls og arðsemi framkvæmdanna. Ekki verða veitt lán til að hefja byggingu nýrra fískvinnslustdðva eða auka verulega af- kastagetu þeirra, sem fyrir eru á þeim stdðum, þar sem talið er að næg afkdst séu þegar fyrir hendi til vinnslu þess afla, senn gera má ráð fyrir að til falli i byggðarlaginu. 2. TIL FISKISKIPA. Lán verða veitt til skipta á aflvél og til tækjakaupa og endur- bóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. Ekki verða á árinu veitt lán til kaupa á skipum erlendis frá, en einhver lán til ný- bygginga innanlands. Umsækjendur um lán skulu skila umsóknum sínum á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsing- um sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin til greina (eyðublöð fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs, Austurstræti 19, Reykjavík). Umsóknarfrestur er til 31. janúar 1980. Umsóknir er berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1980, nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Allar eldri umsóknir þarf að endurnýja. Lánsloforð Fiskveiðasjóðs skal liggja fyrir, áður en fram- kvæmdir eru hafnar. Japan: Fundu marijuana á gamla Bítlinum Tollverðir fundu í gær 220 grömm af marijuana í fórum Paul McCartney, bítilsins fyrrverandi, er hann kom til Tókió í Japan. Þar var hann að hefja hljómleikaferð með hljómsveit sinni Wings. Var hann í rúmlega einnar klukkustund-u' yfir- heyrslu og síðan úrskurðaður í gæzluvarðhald. Yfirheyrslum átti að halda áfram í dag. — Paul McCartney handtekinn við komuna til Tókíó Japönsk lögregluyfirvöld sögðu í gær að McCartney mundi fá nákvæmlega eins málsmeðferð og aðrir borgarar, sem taldir væru hafa brotið af sér. Hann húgðist halda hljómleika í Japan árið 1975 en þá bönnuðu þarlend stjórnvöld slikt. I þetta skiptið var ætlunin að halda ellefu hljómleika í borgunum Tókíó, Osaka og Nagoya. Þeim hefur nú öllum verið aflýst. Skipuleggjendur þeirra eru sagðir munu tapa jafnvirði nærri tvö hundruð milljóna íslenzkra króna fyrir vikið. Búið var að selja um það bil hundrað þúsund miða á hljómleikana. Fíkniefnalögregla Tókíóborgar verður að ákveða, innan tveggja sólarhringa frá handtöku, hvort mál sem þetta verður sent til opinbers ákæranda. Síðan verður til þess hæfur dómstóll til dæmis að ákveða hvort vísa á McCartney úr landi eða ekki. Verði hann ákærður, getur dómur hljóðað upp á allt að fimm ára fang- elsi og háa fjársekt. FIKNIEFNIN BER- AST MEÐ NATO- HERMÖNNUNUM Norska lögreglan segir að norskir fikniefnaþrælar sæki nú mjög eftir að komast í tæri við erlenda hermenn sem komi til Noregs á vegum Atlantshafs- bandalagsins, til dæmis vegna her- æfinga eða af öðrum ástæðum. Telur lögreglan að mikið af ýmsum fíkni- efnum komi með hermönnum þessum til landsins. Er nefnt að hermenn frá Hollandi, Belgiu, Bretlandi, Bandaríkj- unum, Kanada og Vestur-Þýzkalandi, séu tíðir gestir í Noregi. Tekið er fram að mikið af því magni sem berist af þessum efnum með hermönnunum ætli þeir til eigin nota. Mikið af því komist þó til norskra aðila vegna mikillar ásóknar þeirra í að hafa samband við hina erlendu hermenn. Nokkur óánægja er með það I Noregi að ekkert eftirlit er með slíkum innflutningi erlendra hermanna heldur treysta norsk yfirvöld algjörlega á að viðkomandi heryfirvöld í hverju landi standi nægan vörð um að fíkniefni séu Almennur félagsfundur verður haldinn laugardaginn 19. janúar 1980 að Hótel Esju, 2. hæð, kl. 13.00. Fundarefni: Nýútgefin reglugerð um 27 MH2 tíðnisviðið. Önnur mál. Stjórn deildar 4. OPID KL. 9—9 . Allar skreytingar unnar af fag- mönnum. N.g bllastmSI a.oa.h. é kvöldia IIIOMLAMXIIH HAFNARSTHÆTI Slmi 12717 ekki í fórum þeirra. Slíkt mun þó mjög undir hælinn lagt og misjafnlega litið á slik mál eftir lögum og siðvenjum á hverjum stað. í norska Dagblaðinu var fyrir nokkru varpað þeirri spurningu hvort ekki væri nauðsynlegt að norsk yfir- völd könnuðu hvort norskir hermenn sem kæmu frá þjónustu í gæzluliði Sameinuðu þjóðanna i Líbanon flyttu ekki meðsér einhver fíkniefni við heim- komuna. íran: Pabbinn frá Afganistan og kosning- um f restað Sterkur orðrómur er um það í Teheran í íran að forsetakosning- um, sem samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá á að halda 25. þessa mánaðar, verði frestað. Er þetta vegna skyndifundar sem valda- menn í Lýðræðisflokki mú- hameðstrúarmanna héldu i gær. Þar var til umræðu sá vandi sem skapast hefur eftir að í ljós kom að frambjóðandi flokk^ins er fæddur af afgönskum föður og þvi ekki gildur frambjóðandi. Lýðræðisflokkur múhameðs- trúarmanna er lang áhrifamesta stjórnmálaaflið í íran og flokkur Khomeinís trúarleiðtoga. Mikil fundahöld munu vera í hinni heilögu borg Qom og munu hald a áfram í dag og í kvöld.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.