Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 1
friálst, úháð dagblað 6. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980. 15. TBI.. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐAl.SÍMI 27022. Agæt reynsla af er- lendum kreditkortum — segir Haukur Gunnarsson í Rammagenðinni „Reynsla okkar hjá Rammagerð- ferðatékka. inni af viðskiptum með kreditkorlum er ágæt og hefur stöðugt farið vax- andi á undanförnum árum,” sagði Haukur Gunnarsson framkvæmda- stjóri hjá Rammagerðinni í viðtali við DB í gær. Erlendir ferðamenn verzla mikið i verzlunum Rammagerðar- innar, sem eru bæði á Hótel Loftleið- um og Esju, auk verzlunarinnar í Hafnarstræti. Haukur sagði, að algengustu kreditkortin væru frá American exprés, Visa, Master Charge og Euro- card. Afgreiðsla væri mjög auðveld með þessum kortum og þau ynnu stöðugt á í hlutfalli við venjulega „Notkun kortanna er sérstaklega algeng meðal bandariskra ferða- manna og hún eykst mikið, til dæmis hjá Þjóðverjunum líka,” sagði Haukur Gunnarsson. „Ég tel að sú nýbreytni að gefa fólki kost á að gera viðskipti sín með þessum hætti hér á landi sé ekki nema af því góða og vona sannarlega að þetta fyrsta skref hér innanlands verði lykillinn að þvi að íslendingum verði heimilað að nota kreditkort erlendis. Það er bæði öruggasti og þægilegasti viðskipta- mátinn sem þekkist,” sagði Haukur að lokum. - ÓG Þeir eiga næsta leik Verjendur sakborninga í Guð- mundar- og Geirfinnsmálum: Guð- mundur Ingvi Sigurðsson hrl., verj- andi Erlu Bolladóttur, Jón Oddsson hrl., verjandi Sævars Marinós Ciecielskis, Hilmar Ingimundarson hrl., verjandi Tryggva Rúnars Leifs- sonar, Benedikt Blöndal hrl., verj- andi Guðjóns Skarphéðinssonar, Örn Clausen hrl., verjandi Alberts Klahn Skaftasonar, og Páll A.Pálsson hdl„ verjandi Kristjáns Viðars Viðars- sonar. Fyrstu varnarræðuna flytur Páll A. Pálsson i sínu fyrsta prófmáli i Hæstarétti. Hófst hún kl. 10 í morg- — Sjá ennfremur um Geir- finnsmálið á bls. 9 og bak- síðu. Horfur á alvarleg- um snjóskorti á óiympíuleikunum — erl. fréttlr bls. 6 og 7 Tónverk - ekki myrkraverk — sjá bls. 8 Seðlabankinn mun fylgjast með þróun mála í sambandi við kreditkortin hérlendis — sjá bls. 5 Miklar skipulags- breytingar hjá Eimskip — sjá bls. 5 „nóttinn” frá Keflavík heldur enn áfram v — forráðamenn sænsks 3. deildarliðs koma til landsins í dag í leikmannaleit — sjá íþróttir Fíkniefnadómstóllinn: Ungur maður í viku gæzlu Ungur Seyðfirðingur hefur nú setið manninn landleiðina til Hafnar i í tæpa viku i gæzluvarðhaldi að Hornafirði, þaðan sem hann flaug til kröfu Fíkniefnadómstólsins, en hann Reykjavíkur. verður væntanlega látinn laus í dag Hann mun ekki stórtækur á þessu eða á morgun, að sögn fulltrúa dóm- sviði afbrota heldur tengist hann lítil- stólsins i morgun. lega stóru fikniefnamál sem verið Lögreglan á Seyðisfirði flutti hefur til rannsóknar undanfarið. - GS Tillögum Alþýðubandalagsins illa tekið: ÞAÐEREKKIHÆGTAÐ BYGGJA Á ÓSKAUSTA” „Miklar breytingar þarf frá þess- um tillögum, til þess að þær séu raun- hæf lausn á þeim vanda sem við er að fást,” sagði Tómas Árnason fyrrver- andi ráðherra (F) í viðtali við DB i morgun um tillögur Alþýðubanda- lagsins. Tómas taldi mikið vanta i til- lögurnar, meðal annars vantaði algerlega launamálastefnu. „Þetta eru ævintýri, sem hafa verið reynd áður og ekki gengið, gamalkunnar leiðir,” sagði Vilmund- ur Gylfason ráðherra í morgun um tillögur Alþýðubandalagsins í því formi, sem þær nú eru. Hann sagði, að spurningin væri hvort Alþýðu- bandalagið gæfi möguleika á miklum sveigjanleika frá tillögunum i núver- andi mynd. Magnús H. Magnússon ráðherra sagði í morgun, að sumt væri gott i tillögunum en annað ósk- hyggja. Forystumenn Framsóknar- og Alþýðuflokks töldu í gær engar líkur til að byggja mætti nýtt vinstra sam- starf á tillögum Alþýðubandalags- ins.” Það er ekki hægt að byggja á óskalista,” sagði einn forystumaður Framsóknar. „Sennilegt er, að tillög- unum verði hafnað,” sagði forystu- maður i Alþýðuflokki. Þingflokkur Alþýðuflokksins mun ekki taka afstöðu til tillagnanna fyrr en á morgun, skömmu fyrir næsta formlega fundinn um vinstri stjórn. Efnahagsnefnd Framsóknar skoðar tillögurnar gaumgæfilega í dag en mun ekki taka afstöðu fyrr en á morgun. Búizt er við, að framsóknarmenn svari tillögunum lið fyrir lið, þar sem fram komi mikil gagnrýni á þær. Þjóðhagsstofnun vinnur að útreikningum á tillögum Alþýðu- bandalagsins og skilar þeim væntan- •legaámorgun. -HH. Sji tillögur Alþýðubandalagsins á bls.8. Byggingarskúlptúr Þennan skúlptúr kannast landsmenn mœtavel við, enda okkar uppú- haldsiðja. Við byggjum og byggjum, enda erþað ein tryggasta leiðin til þess að viðhalda verðgildi veikbyggðrar krónunnar. Það er hús verzlunarinnar í nýja miðbœnum sem býr yfir þessum listrœnu verk- pöllum. DB-mynd Ragnar Th.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.