Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980. Kastljós og meiðyrðalöggjöfin: ERU RITBLEYÐURNAR 0G RITSTJÓRARNIR SAMMÁLA? Bréfritari segir, að ritstjórar blaðanna eigi ekki að ganga I ábyrgð fyrir annars orðum. Halldór Halldórsson skrifar: Forvitnilegar þóttu mér samræður þær sem fóru fram í þættinum Kast- ljós í sjónvarpinu föstudaginn 11. janúar siðastliðinn, þar sem meið- yrðalöggjöfin var til umfjöllunar. Getur nokkur, sem horfði á þáttinn, dregið i efa nauðsyn endurskoðunar laga þessara? Nokkur atriði komu þar fram sem fróðlegt er að skoða nánar. í fyrsta, lagi ummæli Þorsteins Sæmunds- sonar stjarnfræðings og VL-manna á þá leið að lögin væru eins og bezt verður á kosið. Virtist honum þykja það miður, að hann og lagsbræður hans skyldu ekki hagnast á löggjöf- inni. Þeim VL-ingum hefur greinilega ekki skilizt pólitiskt mikilvægi máls þessa, sem þeir sjálfir settu sig í for- svar fyrir. Máttu þeir búast við því, að andstaðan yrði hörð og óvægilega tekið á þeim og gjörðum þeirra af herstöðvaandstæðinga hálfu. Erekki sams konar gagnrýni daglegt brauð stjórnmálamanna og annarra sem eru í sviðsljósinu? Á þetta benti Már Pétursson líka í Kastljósi. I öðru lagi er jafn fáránleg skoðun Matthíasar Johannessens, að ekki ætti að vera hægt að draga menn til ábyrgðar orða sinna með fangeisi eða fjársektum. í þriðja lagi kom berlega í Ijós bók- stafstrú dómaranna í þessum málum þegar ekki er nóg að gangast við rit verkum fyrir dómi til að fá höfundar- réttinn og alls ekki nóg að auðkenna verkin þannig að alþjóð viti hver á i hlut. Þýðir þetta, að Kjarval karlinn hafi ekki verið fremjandi listaverka sinna, þegar hann skrifar bara Kjar- val undir þau? Hér er ég eiginlega kominn að til- efni þessa bréfkorns, sem er að benda á þá ósvinnu, sem nafnlaus bréf og greinar til birtingar í blöðum og tíma- ritum eru. Ég get ekki komið auga á aðra ástæðu fyrir þessu en þá, að menn þora ekki að vera menn orða sinna og fela sig bak við dulnefni eða bókstafi. Þarf að nefna dæmi? Það er af mörgu að taka. Svart- höfði Vísis, Dufgus Tímans, Hákarl Helgarpóstsins, Staksteinar Morgun- blaðsins og nafnlaus eða dulnefnis- bréf allra dagblaðanna eru dæmi um slíkar ritbleyöur. Ennfremur fréttir dagblaða þar sem fram kemur skoðun blaðamanns á mönnum og málefni. Skoðið t.d. Morgunblaðið oft á tíðum. Hér tel ég að eigi að nægja upphafsstafir þar sem það sést hver á í hlut þegar litið er á lista yfir starfsmenn blaðsins t.d. þ.þ. Tímans, ekh. Þjóðviljans. Nú segir einhver að ritstjórinn beri ábyrgð á þess háttar ritsmíðum. Ég get aldrei fallizt á það, að ritstjórar eigi að eða megi ganga í ábyrgð fyrir annars orðum, sem birtast fyrir al- menning. Það elur aðeins á lyddu- skap og heigulshætti við opinberar umræður. Heldur nokkur heilvita maður að ritbleyðurnar og ritstjór- arnir séu sammála í hverri grein sem birzt hefur? Látum dæmin tala: Jónas Kristjánsson segir, að þeir sem orðaðir hafa verið við forsetafram- boð séu allir huglausir nema Albert Guðmundsson, sbr. skrif ritbleyð- unnar Grandvars í DB 9. janúar sl. Eða: Ritstjórar Tímans vilja Andrés Björnsson fyrir forseta, sbr. bréf rit- bleyðunnar Hamars i Tímanum 11. janúar. Þetta er auðvitað fjarstæða. Jafn fáránlegt er, að ritstjóri verði ábyrgur orða slíkra manna. Niðurstaðan hlýtur því að verða, að enginn geti birt bréf sin i fjölmiðl- um nema að kvitta fyrir þau með fullu nafni undir þeim. Að þeir standi þannig ábyrgir orða sinna og ef þurfa þykir fyrir dómi. Meiðyrða- löggjöfinni þarf þá að breyta á þann veg, að menn sanni tilefni fullyrðinga sinna en verði dæmdir ósanninda- menn í viðkomandi máli og greiði fjársektir ella. FRJÁLSLEG UMRÆÐA UM KYNFERDISMÁL ER EKKIKLÁM Adolf skrifar: Grein Grandvars þann 8/1 er slík rökleysa frá upphafi til enda að ég sé mig tilneyddan til að svara henni og þá frá sjónarhóli unglings. Það sem mesta athygli vekur við lestur greinarinnar er gegnumgang- andi misnotkun á hugtakinu klám, og má af orðum hans ætla að hann skilji ekki skilgreiningu þá er i dag er almennt notuð. Hans skilningur á hugtakinu hefur eflaust gengið fyrir um 30—50 árum. Grandvar hefur augsýnilega alls ekki kynnt sér hugsanagang og tals- máta unglinganna í dag. (Það er þó ekki þar með sagt að allir unglingar tali eins og ein af höfuðpersónum sögunnar Sjáðu sæta naflann minn, þ.e. Jörgen). Aðalpersónan, Lars, er ósköp venjulegur unglingur og i sög- unni er honum fylgt í gegnum þá lifs- reynslu í kynferðismálum sem flestir ef ekki allir ganga í gegnum á lifsleið- inni (Vonandi hefur Grandvar ekki farið á mis við þá reynslu, þó skrif hans bendi til þess ). Rétt er að benda Grandvari og öðrum hneykslunargjörnum smásál- um sem eru gersamlega sambands- laus-ar við hugmyndaheim unglinga nútímans á að það telst ekki klám að tala frjálslega og opinskátt urh kyn- ferðismál. Grandvar telur að með útkomu bókarinnar Sjáðu sæta naflann minn sé verið halda viðbjóðslegu klámi að unglingunum. Það er hrein firra. Grandvar ætti að kynna sér „bók- menntir” á borð við Halló og Skúrk áður en hann geysist fram á ritvellin- úm eins og riddari á hvitum hesti til bjargar. hinum saklausu sálum ungviðisins sem hann telur að sé verið að fórna á altari gróðafíkinna bóka- útgefenda sem hljóta styrki frá hinum óforbetranlegu og samvisku- lausu glæponum sem stjórna hinum alræmda sjóði er almennt gengur undir nafninu Norræni þýðingar- sjóðurinn. Heyr á endemi! Grandvar, vilt þú halda þér að þeim aumu aðferðum við kynfræðslu, þ.e. að troða þurrum, ómerkilegum og ófullnægj- andi fróðleik i erfingja landsins gegnum ævagamlar kennslubækur, sem fullar eru af bjánalegum samlík- ingum eins og t.d. „býflugan og blómið”? (Með þessu vil ég samt ekki meina að Sjáðu sæta naflann niinn verði notuð sem kennslubók heldur aðeins að hún er nokkuð raun- sæ lýsing á lífi ungs drengs sem hollt væri fyrir fullorðna að lesa.) Grand- var, — þú veður i villu. — Umræður um kynferðismál eiga ekki að vera kreddubundnar, fullar fordóma og hneykslunar. Því ættir þú að halda þér sem lengst frá öllum opinberum umræðum um kynferðismál. Hlut- verk frelsarans fer þér mjög illa. P.S.: Landsmenn, er ekki kominn timi til að sýna ungunum okkar svart á hvitu að samfarir eru ekki lengur aðferð eingöngu til að geta börn. FORSETINN SITJIÁFRAM ,,Það ber að kanna allar mögulegar leiðir til þess að fá forseta íslands, dr. Kristján Eldjárn, til að gegna forseta- embætti enn um sinn,” segir bréfrit- ari. G.Þ. skrifar: Ég kem hér á framfæri skoðun minni á væntanlegu forsetakjöri. Þar sem stjórnleysi og sundur- þykkja ríkir innan rikisstjórnar íslands og flestir endar eru lausir inn- an launþegasamtakanna tel ég fulla þörf á að haldist óbreyttur sá fasti punktur sem forseti íslands er í íslenzku þjóðlífi. Sigriður Björnsdóttir hringdi og sagðist vilja gera athugasemd við að í kynningu DB á tveimur fyrstu for- setaframbjóðendunum var þess hvergi getið, að þeir væru kvæntir. „Ekki trúi ég því, að þeir ætli að setjast að Bessastöðum án eigin- Þess vegna beri að kanna aliar mögulegar leiðir til þess að fá forseta fslands, dr. Kristján Eldjárn, til að gegna forsetaembætti enn um sinn. Ef sá möguleiki er alls ekki fyrir hendi tel ég timabært að fá hæfa konu i forsetastól, og vil ég benda á Vigdísi Finnbogadóttur leikhús- stjóra. Ég tel hana mjög hæfa konu í það sæti ef hún fæst til að taka það að sér. kvenna sinna. Það er nú svo, að for- setafrúin hverju sinni hefur sinum opinberu skyldum að gegna við hlið manns síns i hans starfi fyrir alþjóð. Hvi ekki að kynna þessar konur, störf þeirra og menntun jafnhliða kynningum á eiginmönnunum?” Forsetafrúin skiptir máli F.inn bezti maður landsliðsins, Bjarni Guðmundsson, i kröppum dansi. JÓHANNINGI ÁRÉTTRILEH) Jón Slefánsson hringdi og kvaðst vilja leggja orð i belg varðandi frammistöðu íslenzka landsliðsins í Baltic-cup. „Ýmsir hafa talað um lé- legan árangur landsliðsins þar. Ég vil benda á, að þarna unnum við stærsta sigur okkar yfir Norðmönnum til þessa, 21 —15. Við höfum tapað með meiraen 10 marka mun fyrir A-Þjóð- verjum, einu sinni með 21 marksmun ef ég man rétt. Leikurinn við V-Þjóð- verja var í járnum framan af. Það var helzt í leiknum gegn Dönum sem frammistaðan varð lakari en búast hefði mátt við. Með tilliti til þess, að hér var nán- ast um unglingalandslið íslendinga að ræða verður árangurinn að teljast góður þar sem keppt var við beztu handknattleiksþjóðir heims. Ég tel að Jóhann Ingi séá réttri leið með liðið. Eftir 2—3 ár verðum við komnir í hóp beztu handknattleiksþjóða heims. Við eigum því að styðja við bakið á Jóhanni í stað þess að gagn- rýna.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.