Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980. Erlendar fréttir 8 REUTER n Afganistan: Reka bandaríska blaðamenn Allir bandarískir blaðamenn hafa nú verið reknir frá Afganistan og eiga að vera farnir á brott í síðasta lagi í dag. Um það bil fimmtíu af hinum tvö hundruð erlendu blaðamönnum sem eru í landinu eru frá bandarískum fjöl- miðlum. Norður-írland: Sex sprengingar og þrír létust í lest — þar af tveir taldir hafa verið skæruliðar í sprengjuflutningum Þrir féllu og tveir særðust alvarlega er bensínsprengja sprakk í járn- brautarlest á mesta annatíma rétt við Belfast á Norður-írlandi i gær. Lögreglan telur að tveir þeirra sem féllu hafi verið skæruliðar í IRA- írska lýðveldishernum, sem verið hafi á ferð með sprengjuna, sem ekki hafi verið ætlað að springa strax. Í það minnsta sex sprengjur sprungu viðs vegar um Norður-lrland í gær og nokkrar jarðsprengjur sem ætlaðar hafa verið til að granda brezkum hermönnum fundust áður en þær ollu neinum fjörtjóni. Sprengingin í járnbrautarlestinni varð er hún fór undir brú um það bil 10 km frá miðborg Belfast. Virkaði hún eins og eldvarpa spýtti logum sínum um lestarvagninn og fimm- menningarnir sem féllu eða slösuðust alvarlega áttu sér litla von um björg- un. Aðrir farþegar stukku af lestinni þó hún væri enn á ferð. Sprengjan er ekki talin ha-fa verið margbrotin. Að- eins dós fyllt bensíni og siðan sprengiefnið fest við hana með vír- vafningi. Boðnir800 doll- arar i gullúnsuna Gullverð fór strax upp í 802 dollara únsan er markaður opnaði í Hong Kong í morgun en það er rétt aðeins hærra verð en var á gullmarkaði í New York við lokun i gær. Þar var verðið 800 dollarar sléttir, sem er nærri því að vera jafnvirði 330 þúsunda íslenzkra króna. Verð í New York fór um stund í gær upp í 820 dollara fyrir únsuna. Verðhækkunin varð 70 dollarar á einum sólarhring í Hong Kong. Gullverðið er talið endurspegla áhyggjur alþjóðlegra fjármálaaðila vegna ástándsins í íran og Afganistan auk þess sem það bendir á almenna vantrú á að efnahagsmál heimsins þróist eðlilega á næstu mánuðum. Gullverð hefur stigið gífurlega á undanförnum mánuðum og um 270 dollara á síðustu þrem vikum tæpum. :S ■■ ; - . plÍK: C :•s- ■ Sovézkur hermaður á verði við eftirlitsstöð við þjóðveg f Afganistan. Danmörk: Fundu 107 kg af hassi á Kastrup Læknir, forstjóri og vinkona hans og tveir erlendir menn voru hand- teknir á Kastrupflugvelli við Kaup- mannahöfn eftir að 107 kg af hassi höfðu fundizt þar. Danska fíkniefna- lögreglan skýrir frá því að þessir aðilar hafi að undanförnu staðið fyrir innflutningi á mörg hundruð kílógrömmum af hassi til Dan- merkur. Voru pakkarnir með efninu merktir nöfnum ýmissa fyrirtækja, sem ekki voru til í raunveruleikanum. Að sögn lögreglunnar hefur læknir- inn verið sá sem fjármagnað hefur viðskiptin en forstjórinn hins vegar verið tengiliður við hina erlendu menn tvo, en það er skozkur flug- maður og enskur samstarfsmaður hans. Fylgzt hefur verið með smygl- hringnum í rúmlega ár en grunsemdir vöknuðu er pakki með 100 kg af hassi fannst í flughöfninni í Beirút. Var hann áritaður til Danmerkur. Hefur verið mjög mikil vinna að finna út kerfi hinna fölsku heimilis- fanga. Skozki flugmaðurinn er talinn helzti atvinnumaðurinn af fimm- menningunum en vinkona forstjór- ans hins vegar sögð hafa komið lítið við sögu málsins. Flugmanninn segja dönsk yfirvöld vera atvinnu fíkni- efnasmyglara með góð tengsl í grein- inni. Munu þau meðal annarra vera í Libanon en þaðan komið mest af hassinu til Danmerkur en þó með við- komu i London. Rannsóknastyrkir EMBO í sameindairffræði Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Molecular Biology Organi- /ation, EMBO) hafa i hyggju að styrkja vísindamenn sem starfa i Evrópu og ísrael. Styrkirnir eru veittir bæði til skamms tima (1 til 12 vikna) og lengri dvalar, og er þeim ætlað að efla rannsóknasamvinnu og verklega framhaldsmenntun i sameindaliffræði. Skammtimastyrkjum er ætlað að kosta dvöl manna á erlendum rann- sóknastofum við tilraunasamvinnu, einkum þegar þörf verður fyrir siíkt samstarf með litlum fyrirvara. Langdvalarstyrkir eru veittir til allt að eins árs í senn, en umsóknir um endurnýjun styrks til eins árs i viðbót koma einnig til álita. Umsækjendur um langdvalarstyrki verða að hafa lokið doktorsprófi. Umsóknir um styrki til dvalar utan Evrópu og ísraels koma til álita, en þær njóta minni forgangs. í báðum tilvikum eru auk dvalar- styrkja greidd fargjöld styrkþega milli landa. Umsóknareyðublöð og nánari uppiýsingar fást hjá dr. J. Tooze, Exe- cutive Secretary, European Molecular Biology Organization, 69 Heidel- berg 1, Postfach 1022.40, Vestur-Þýskalandi. Umsóknir um skammtimastyrki má senda hvenær sem er, og er ákvörðun um úthlutun tekin fljótlega eftir móttöku umsókna. Langdvalarstyrkjum er úthlutað tvisvar á ári. Fyrri úthlutun fer fram 30. april, og verða um- sóknir að hafa borist fyrir 20. febrúar, en síðari úthlutun fer fram 31. október, og verða umsóknir að hafa borist fyrir 31. ágúst. A árinu 1980 efnir EMBO einnig til námskeiða og vinnuhópa á ýmsum sviðum sameindalíffræði. Skrá um fyrirhuguð námskcið og vinnuhópa er fyrir hendi í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 15. janúar 1980. —r^ Smurbrauðstofqn BJORNINN NjáUgötu 49 — Simi 15105 Nýkomið FYRIR BÖRNIN BAÐBORÐ KR. 31.270. Glitbrá LAUGAVEGUR 70* S00660. \UTUR:GULT, RAUTT VERDKR. 12.950,- KLÆÐABORÐ KR. 51.840.- GÖNGUGR/ND VERD KR. 14.800.-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.