Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980. MMBIAÐIÐ Útgofandi: Dagblaðið hf. * Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjóffsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhonnos Reykdal. Iþróttir: Hallur Sknonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aöstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrfmur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaöamenn: Anno Bjornoson, Atli Rúnor Halldórsson, Atli Steinorsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóro Stefánsdóttir, Elfn Albortsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlougur A. Jónsson, Ólafur Goirsson, SigurÖur Sverrisson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnlerfur Bjornlorfsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sœvor Baldvinsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorlorfsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing arstjóri: Már E.M. Holldórsson. Ritstjórn Sfðumúla 12. Afgreiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsfmi bloösins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Síöumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskríftarverð á mánuöi kr. 4500. VerÖ f lausasölu kr. 230 eintakið. Formaður fæddur Fæðing nýs formanns Alþýðubanda- lagsins hefur ekki gengið þrautalaust, en Svavar Gestsson er talinn verða arf- taki Lúðvíks Jósepssonar, þegar lands- fundur Alþýðubandalagsins kýs nýjan formann á hausti komanda. Margir álitu því réttmætt, að Svavar reyndi stjórnarmyndun að Lúðvík frágengnum. En þá bar það til tíðinda, að lL-manna þingflokkur Alþýðu- bandalagsins klofnaði í tvo Hftffjaijja-Jhluta. Möguleiki á vinstri stjórn er mjög 'Veikur- og óvíst, hve feituin hesti Svavar Gestsson ríður frá tílraun sinni. Víst er, að þeir, sem áður reyndu myndun stjórn- ar, Steingrímur Hermannsson og Geir Hallgrímsson, bættu ekki stöðu sína. Steingrímur eyðilagði mögu- leika sína með ótímabærum yfirlýsingum um, að hann vildi ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum. Geir Hall- grímsson stóð of losaralega að sinni tilraun. Margir al- þýðubandalagsmenn telja, að Svavar eigi ekki að miða eingöngu við vinstri stjórn. Fljótt eigi að koma á dag- Inn, hvort von sé um vinstra samstarf. Takist það ekki, ættu alþýðubandalagsmenn að setjast niður strax um helgina og kanna möguleika á öðrum stjórnarmynstr- um, svo sem samstjórn við Sjálfstæðisflokk og Fram- sókn eða nýsköpun með eða án Alþýðuflokks. Svavar Gestsson verður að gæta þess að verða ekki staðinn að tímasóun með því að gera eingöngu mála- myndatilraun. Það mundi veikja stöðu hans í hörðum átökum, sem verða á næstunni meðal þeirra persónu- leika, sem berjast um völdin í flokknum. Átökin í þing- flokknum milli Svavars og Ragnars Arnalds sýna, að fast verður sótt. Að Lúðvik Jósepssyni frágengnum standa fjórir „persónuleikar” upp úr röðum alþýðubandalags- manna, Svavar, Ragnar, Ólafur Ragnar Grímsson og Hjörleifur Guttormsson. Stjarna Kjartans Ólafssonar, varaformanns flokks- ins, hefur lækkað. Hann tók þann kost á síðasta kjör- tímabili að andæfa gegn vinstri stjórninni. Kjartan lagði ríka áherzlu á hermálið, sem aðrir forystumenn flokksins vilja fórna. Hann gerðist „kjördæmis- potari” og lét þjóðmálin að öðru leyti lönd og leið, þegar hann varð undir í flokknum. Síðan missti hann þingsæti sitt. Varaformaðurinn er því talinn úr sög- unni íbaráttu ,,persónuleikanna”. Stuðningsmenn Svavars Gestssonar vilja telja hann ,,fremstan meðal jafningja”. Hugmyndin er, að „per- sónuleikarnir” skipti á milli sín helztu áhrifastöðum. Þegar stungið var upp á Ragnari Arnalds til for- mennsku í þingflokknum í vetur, lét tillögumaður það fylgja, að hann reiknaði þá með, að Svavar Gestsson fengi formannsstöðuna. Ragnar sætti síðan gagnrýni í þingflokknum, þótti fara eigin ferða og vera lítið ,,diplómatískur” í sam- skiptum við aðra. Þetta háði honum i sennunni nú í vikunni. Átökin voru fyrirsjáanleg fyrir hinn sögulega þing- flokksfund. Þess vegna var fram á síðustu stundu reynt að fá Lúðvík til að taka sjálfur að sér að leiða stjórnar- myndunarviðræður, þegar forseti íslands bað hann þess. Svo knappt stóð, að ekki hafði verið frá málinu gengið, þegar Lúðvík átti að mæta hjá forseta klukkan hálftólf. Lúðvík stóð fast á því, að hann tæki umboðið ekki sjálfur. Eftir fund forseta með Lúðvík var þing- flokksfundinum fram haldið. Við atkvæðagreiðslu fengu Svavar og Ragnar 5 atkvæði hvor, en einn seðill var auður. Hlutkesti var látið ráða. Uppgjörið stóð í aðalatriðum milli Reykjavíkurþingmanna, sem studdu Svavar, og landsbyggðarmanna. Örugglega verður framhald á slíkum átökum milli ,,persónuleika”Alþýðubandalagsins, þótt formaðurinn sé fæddur. Indland: ^ VERÐA FRJALSAR KOSNINGAR EKKI HALDNAR AFTUR? því er spáð að brátt muni stjórn Indiru Gandhi beita sömu harðstjómaraðgerðum og á tímum neyðarlaganna Þegar ljóst var orðið að Indira Gandhi og Kongressflokkur hennar hafði unnið yfirburðasigur í kosning- unum á Indlandi á dögunum gaf hún að sjálfsögðu út yfirlýsingu þar sem hún sagði meðal annars að hvorki Janataflokkurinn né aðrir gætu að staðaldri blekkt almenning. Indverjar hafi vaknað upp við vondan draum og séð að þeim hafi orðið á mistök í kosningunum 1977. Því miður er það aftur á móti svo að hægt er að blekkja almenning nær því hvenær sem þess er óskað. Það sést bezt á hinum mikla sigri sem Indira Gandhi vann í nýliðnum kosningum. Einnig er auðveldlega hægt að blekkja sjálfan sig eins og flestir fréttaskýrendur gerðu eftir að ind- V verskir kjósendur steyptu henni af stóli forsætisráðherra eftir ellefu ára Setu og þar af tæplega tvö síðustu árin í krafti harðsnúinna neyðarlaga. Kjósendur voru ekki að lýsa ósk sinni um afturhvarf til lýðræðis, frjálsra fjölmiðla, almennra mannréttinda eða annarra þeirra atriða, sem Indira og stjórn hennar hafði fótum troðið á tímum neyðarlaganna. Þeir voru heldur ekki að lýsa andúð sinni á þeirri spillingu sem blómstraði í land- inu undir verndarvæng Sanjay sonar hennar. Hinar rúmlega þrjú hundruð og fimmtíu milljónir kjósenda voru að taka afstöðu til málefnis sem hafði valdið ótta og skelfingu á nærri hverju heimili á Indlandi. Þar er átt við áætlun sonarins um ófrjósemis- aðgerðir, sem jafnvel mátti fram- kvæma gagnstætt vilja viðkomandi. Áhrif þessarar áætlunar á kosninga- úrslitin árið 1977 sjást vel á því að í suðurhluta landsins þar sem hún var ekki komin til framkvæmda hélt Indira og flokkur hennar fylgi sínu allvel. Hún hefur aldrei beðið þjóð sina afsökunar á hinum forkastanlegu neyðarlögum, sem hún beitti af mikilli harðýðgi, þegar hún sá að horfur voru á að dómstólar mundu hrekja hana frá völdum. Indira Gandhi hefur heldur ekki gert neina tilraun til að réttlæta þær fjölda- handtökur sem hún stóð fyrir á and- stæðingum sinum og þaðan af síður r Koma safnanir að gagni? í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 23. des. sl. er vel sktifuð grein eftir Gústaf Bollason að Laufási við Eyjafjörð, þrettán ára dreng. f grein hans kemur fram áskorun um gjafir í söfnun til hjálparstarf- semi Rauða krossins og kirkjunnar vegna hungursneyðarinnar í Kampútseu. í þessa söfnun er búið að gefa milljónatugi. Tilgangurinn með þessu er öllum ljós, að reyna að koma til liðs við sveltandi þjóð hinum megin á hnettinum. 1 barnslegri trú á hið góða hefur fjöldinn fetað sömu slóð og Laufás- drengurinn. í góðri trú leggur hver sitt lóð á vogarskálina til hjálpar. Hverjum og einum er að sjálfsögðu í sjálfsvald sett hvernig hann ver sínum fjármunum. Sé hins vegar sett af stað almenn fjársöfnun í nafni kærleikans ætti það, að mínu mati að vera lágmarkskrafa hvers gefanda, að vissa sé fyrir því að gjöfin komi að gagni og til þeirra sem safnað er fyrir. Það vantar þvi miður mikið á, aðsvosé. Eins og allir þekkja af fréttum hefur flóttamönnum frá Viet Nam í tugþúsundatali verið bjargað úr sökkvandi fleytum um öll höf í nágrenni Indónesíu, Hong Kong og Malasíu. Stjórnvöld i Viet Nam eru að reka þetta fók af höndum sér (óæskilega einstaklinga) en nota í leiðinni neyð þess til að neyða það til að leggja fram sinn síðasta eyri til greiðslu fyrir leyfi til að stíga um V Mappan, dýrið og möppudýrið Vilmundur Gylfason dómsmála- ráðherra í umboðslausri starfstjórn hefur skipað fallinn flokksbróður sinn af Alþingi í stöðu umboðsmanns við ráðuneyti sitt. Finnur Torfi Stefánsson, búandi á eyðibýli norður í landi, hefur þegið bitlinginn með þökkum. Báðir hafa gleymt siðferðis- úttekt á mannorði Geirs Hallgríms sonar fyrir svipaða ráðningu sumarið 1978. Bitlingarnirétabörninsín. Brauðið og ketillinn Finnur Torfi er ásamt Vilmundi gott eintak af þeirri nýkynslóð ung- krata sem nú leysir foreldra sina af hólmi við kjötkatla Alþýðuflokksins i ríkissjóði. Það er söguleg mótsögn við ævi fiokksins að ætla þeim löngun til að standa mikið á eigin fótum í brauðstritinu á meðan ennþá lifir undir kötlunum. Kjósendur mega heldur ekki krefja Vilmund Gylfason um óþarfa tillits- semi í þeirra garð þegar krónuvon leynist i dómskerfinu og harður vetur framundan á eyðibýlum norðan heiða. Slíkt er ranglátt við innsta eðli jafnaðarstefnunnar á íslandi. Alþýðuflokkar skipta ekki endilega um sál þótt börnin brúi kynslóðabilið um tíma. Áhugamenn um velfarnað dóms- málaráðherra mega því lifa áfram í góðri von um að ráðherranum endist þingheilsan þangað til losnar um for- stjórastöðu hjá Tryggingastofnun ríkisins. Mappan ogdýrið Undirritaðan langar til að lesa hér lítið ljóð með leyfi viðstaddra: Og því er eins og andlit heimsins viðopni skjár sínar: lit öll þessi stóru höf — eða eru þau kannske tár? Þetta er hluti af kvæðinu Tilbrigði um Frið eftir Vilmund Gylfason og tekið úr ljóðabókinni Myndir og Ijóðbrot sem ort var í Manchester og víðar en Helgafell gaf út árið 1970. Vilmundur skaut öðrum niðjum Alþýðuflokksins ref fyrir rass með hamagangi í garð nokkurra manna í öðrum stjórnmálaflokkum. Oft og einatt sótti hann sér styrk i dýpstu fúkyrðabrunna landsins. Þekktast er líklega tökuorð hans um löglega hluti en siðlausa. Það er fengið að láni hjá Jónasi Jónssyni frá Hriflu sem notaði það fyrst um kunna ójafnaðarmenn úr bernsku jafnaðar- stefnunnar á íslandi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.