Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 11
DACiBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980. ERLEND MÁLEFNI Gwynne Dyeer illa meðferð sem sumir þeirra urðu fyrir í fangavistinni. Hún hefur neitað að gefa nokkur loforð um að grípa aldrei aftur til þess ráðs að setja hömlur á ritfrelsi eða beita neyðar- lögunum aftur. Hvers vegna hafa indverskir kjós- endur valið aftur þennan valdaglaða stjórnmálamann? Svarið liggur meðal annars í því að kjósendur áttu ekki um svo marga kosti að velja. Staðreyndin mun einnig vera sú að mikill meirihluti Indverja setur kröfuna um lýðræði á oddinn. Janataflokkurinn, sem vann mikinn sigur í kosningunum árið 1977, var í raun ekki nema lauslega tengt kosningabandalag fimm stjórn- málaflokka með mjög mismunandi stefnu. Ekkert annað en sameiginlegt hatur á Indiru Gandhi sameinaði foringja þeirra. Þeir voru flestir aldr- aðir menn, sem voru fastir í innbyrðis valdabaráttu og eigin hagsmunapoti. Enginn tími var til þess að snúa sér að höfuðverkefninu — að stjórna lndlandi. Það var nær algjörlega vanrækt. Verðlag hækkaði stöðugt árin 1977 og 1978. Nam hækkunin um það bil 20% á liðnu ári. Á því tímabili sem Indira stjórnaði i krafti neyðarlag- anna var beitt mjög hörðum aðhalds- aðgerðum, sem héldu verðlagi á Ind- landi vel niðri. Verð matvæla til dæmis lauks hækkaði mjög mikið í fyrra og er nú komið upp fyrir það sem hinn almenni indverski verka- maður ræður við. Janataflokkurinn klofnaði endan- lega á liðnu sumri. Undir stjórn hans var að vísu hætt að beita því sem kalla má stjórnmála ofbeldi. I stað þess var hins vegar komið annað sem olli almennum kjósendum enn meiri ótta. Er það órói og ofbeldi senr byggðist á deilum milli stétta og ætt- og trúflokka. Indiru Gandhi hefur tekizt að koma þeirri trú að meðal landa sinna að hún beri hag hinna fátæku mjög fyrir brjósti. Er þetta þrátt fyrir margar sannanir um hið gagnstæða. Þess vegna sigraði hún í kosningun- um og þá einnig vegna þess að al- menningi leið betur á tímum neyðar- laganna heldur en á rúmlega tveggja ára valdatíma Janataflokksins sem á eftir kom þegar pólitískar deilur blómstruðu svo að enginn tími var fyrir stjórnmálaleiðtogana að huga að efnahagsmálunum. borð í þessar kænur, sem í fæstum tilfellum komast yfirhlaðnar á leiðarenda. Dæmi eru til um það að þeir hafi skotið þessar kænur í kaf rétt utan við landsteinana, eftir að hafa féflett fólkið. Sama er að segja um Kampútseu. Þar hefur flóttafólkið aðallega lagt leið sina að landamærum Thailands, það af því, sem ekki hefur verið stráfellt á leið þangað af her Viet Nam. Það er á vitorði allra, sem vilja vita, að hjálpargögn og nauðsynjar, sem eiga að fara til hins sveltandi fólks eru í leiðinni hirt og notuð af hermönnum Viet Nam. Það fer ekkert leynt að ætlan kommúnistastjórnarinnar í Viet Nam er að útrýma Kampútseumönnum og eru enda á góðum vegi með það. Gjafir til sveltandi þjóðar í Kampútseu konia því aðeins her Viet Nam til góða. Ég ætla aðeins að nefna eitt dæmi um siðferði þessara manna. Stórt vöruflutningaskip var sent frá Bandaríkjunum eftir Viet Nam stríðið til Saigon, hlaðið sekkjaðri kornvöru til gjafar sveltandi fólki í Viet Nam. Þar heimtuðu hafnaryfirvöld þúsundir dollara í hafnargjöld, auk þess sem menn voru settir með stimpla í höndum til að merkja sekkina „Vinargjöf frá Sovétríkjunum”. Svona er búskapurinn á þeim bæ. Þess var getið í blaðafregnum að £ „Gjafir til hungraðrar þjóðar í Kampútseu koma her Víet Nam til góda.” Orðið möppudýr segja heimilda- menn fengið frá bandamönnum Vil- mundar í gulu pressunni. Það hlaut eldskírn sína við þýðingar á öndvegis- bókum og var notað síðar um þátt demókrata í viðreisnarstjórninni sálugu. Það blómaskeið kalla eldri kratar gullöld möppunnar með söknuði. Þannig virðist saga Alþýðu- flokksins ná i halann á sét hring eftir hring. Neðanjarðarhagkerfi var eitt þeirra loðnu hugtaka sem flögruðu stjórnlaust fyrir sjónir hjá Manchest- erskáldinu án sjáanlegra tengsla við raunveruleikann. Kuml og haugfé Fyrir sumarkosningarnar 1978 trúði Vilmundur Gylfason kjós- endum einslega fyrir því að hagkerfi þetta væri að finna einhvers staðar á milli laga í þjóðfélaginu. Við sem höfðum minni þekkingu á jarðlögum í leiðabók hagfræðinnar trúðum varla eigin eyrum. Enda er það tölu- verð röskun á aldagömlum móbergs- lögum á Atlántshryggnum ef dul- búinn hópur manna hefur brett þar upp ermar til að þylja hagfræðifor- múlur langt undir yfirborði jarðar. En Vilmundur lét ekki sitja við orðin tóm heldur bað kjósendur um hjálp til að nálgast þetta kerfi upp á eigin spýtur. Leiðina taldi hann greiðfæra norður eftir þingsölum og niður um skjalageymslu dómsmála- ráðuneytisins. Leikfléttan gekk upp Kjallarinn Ásgeir Haimes Eiríksson og Vilmundur hefur nú haft nægan tima til að rannsaka setlögin undir dómsmálaráðuney tinu. Aðdáendur skáldsins frá Manchester vonuðu þannig hópum saman að lyklavöld Vilmundar myndu leiða þjóðina í allan sannleik- ann um þetta stóra jarðfræðivanda- mál. Mundu jafnvel „Andlit heims- ins víðopna skjár sínar” í flasið á ráðherranum? Eða gefa að lita ,,Ö11 þessi stóru höf" í geymslum Arnar- hvols? Hugsanlega leiðir rannsóknin hann þó aðeins að drjúpandi táradal. Aðdáendur stóðu bókstaflega á önd- inni. 11 Vitað er að á tímum neyðarlaganna greiddu indverskir atvinnurekendur stórar fúlgur i sjóði Kongressflokks Indiru í þakklætisskyni fyrir að fá tækifæri til að arðræna verkafólk jafnhliða því sem launum var haldið niðri og verkföll ekki leyfð. Spilling í opinberu lífi jókst gífurlega og þar var Sanjay sonur Indiru í broddi fylk- ingar. Indverska lögreglan breyttist einnig í ógnvekjandi þjóna harðstjór- anna, — nokkurs konar ríki í ríkinu. í hugum almennings er það þó bezt munað frá þessum .tírna að verðlag var stöðugt, deilur stétta og trúflokka voru tiltölulega litlar og eins og í flestum þeim ríkjum sem taka upp fasiska stjórnarhætti voru lestarnar á réttum tíma. Ekki verður annað séð en gleymdar séu hinar ógnvekjandi sveitir undir stjórn Sanjays sonar Indiru, sem stóðu fyrir ófrjósemisað- gerðunum með illu eða góðu. Gleymdar eru hinar harkalegu að- gerðir, sem stjórnin stóð fyrir til að hreinsa til í fátækrahverfum stór- borganna og öll önnur dæmi um harðstjórnina. Verið getur að hin nýja ríkisstjórn Indiru Gandhi muni ekki samstundis beita slíkum vinnubrögðum á ný. — Samt sem áður má minnast orða einnar frænku hennar, föðursystur I Fööursystir lndiru Gandhi spáir því að ekki verði haldnar frjálsar kosn- ingar aftur í bráð á Indlandi. Hvort það reynist rétt ræðst væntaniega af því hvort forsætisráðherrann telur sigurlikur sínar miklar eða litlar. hennar. ,,Við kynnumst aftur hinni réttu Indiru og ég óttast að frjálsar kosningar verði ekki endurteknar í Indlandi í bráð.” Þetta má vel vera rétt en það fer að öllum líkindum eftir þvi hve Indira telur sigurlikur sinar miklar. Meirihluti hennar er nú svo mikill á indverska þinginu að í fyrsta skipti getur Kongressflokkur hennar breytt stjórnarskránni án þess að þurfa að leita samþykkis þingmanna annarra stjórnmálaflokka. Á alþjóðavett- vangi táknar sigur hennar harðari af- stöðu Indlands gagnvart vestrænum ríkjum og nánari tengsl við Sovét- ríkin. Einnig má búast við tíðari ágreiningi Indverja við næstu ná- granna sína. Við þessu verður hins vegar lítið gert enda er það víst hinn heilagi réttur kjósenda að gera skyssursem ræður. fyrsta flugfarminn með hjálpargögn og meðöl til Kampútseu hafi Cargolux flutt frá Luxemburg til Phnom Penh í Kampútseu. Með i þeirri ferð voru umboðsmaður Rauða krossins og læknir, sem ætluðu að sjá um dreifingu hjálpar- gagnanna. Hvort þeim hefur tekist það hef ég ekki frétt. Stuttu síðar fréttist að slikir aðstoðarmenn væru ekki taldir æskilegir á þeim slóðum. Reynsla mín í Bangla Desh Ég skal fúslega játa? að þetta er ekki eina dæmi þess að söfnunar- vörur hafi ekki komist á leiðarenda. Þegar safnað var vegna flóðanna miklu í Bangla Desh fór ég i áhöfn flugvélar með hjálpargögn til Dacca. Okkur var sagt, af starfsmönnum Rauða krossins þar, að þeim þætti gott ef 20—25% af vörunni kæmist á leiðarenda. Hinn hlutinn lenti hjá svartamarkaðsbröskurum og misindislýð. Kjallarinn Þórður Halldórsson Ég minnist smá atviks úr þessari ferð. Þegar við vorum að afhlaða vélina tók ég eftir 8—10 ára dreng, Arnarhvoll og öndin Geirþrúður Það var því hálf átakanlegt að skoða dómsmálaráðherrann okkar í Kastljósi sjónvarpsins um daginn. Þarna himdi karlgreyið við borðfót- inn eins og sögufrægar botngjarðir væru um það bil að bresta á hverri stundu. Guðmundur G. Þórarinsson skákmaður virtist meira að segja iðandi af mannlífi við hlið ráðherr- ans. Mestu kosningasigrar í sögum lýðvelda geta vissulega leikið skapara sinagrátt á kðflum. Hann var nokkuð rýr fengurinn sem ráðherrann bar á borð fyrir áhorfendur að lokinni förinni góðu ofan i innyfli Arnarhvols. Mancherterskáldið opnaði þjóðinni enga nýja heima úr veröld neðan- jarðarhagkcrfa líkt og Parísarskáldið Jules Verne eftir ferðir um leyndar- dóma Snæfell: jökuls ásamt öndinni Geirþrúði. Það opnuðust engin heimsandlit eða stór höf. Aðeins tár. Þegar burt er skafið Slitrótt tal um loðnar afleiðingar verðbólgu og annað málamyndaraus virðist niður- staða ráðherrans vera á þessa lund: Neðanjarðarhagkerfi er akstur nokkurra einstaklinga í sjálfstæðum atvinnurekstri á milli húsa á eldsneyti sem fyrirtækið greiðir og bókfært er á kostnað. Punktur. Þar með letti þungu fargi af aðdáendum sem áttu von á margfaldri stóriðju á borð við Kröflur og Járnblendiver. Hagkerfí möppunnar Það eru líklega veizluspjöll að stugga við góðum og gildum Alþýðu- flokksmönnum sem eru uppteknir við að hreiðra um sig i kerfum landsins. Allt að einu þá vill undir- ritaður benda á annað hagkerfi sem þrifst ofanjarðar fyrir allra augum: Hagkerfi möppudýrsins. Óheflaðir menn á valdastólum geta auðveldlega byggt upp atvinnubóta- kerfi sem rúmar þeirra nánustu skjól- £ „Óheflaðir menn á valdastólum geta auð- veldlega byggt upp atvinnubótakerfí, sem rúmar þeirra nánustu skjólstæðinga á löglegan hátt. Stundum þurfa þeir þó að bregða sér yfír lagamörkin og oftast fram af siðgæðishamrin- um.” sem var smátt og smátt að þoka sér upp landganginn. Ég safnaði saman nokkru af matarforða okkar í bréf- poka og fékk drengnum. Skinhorað andlitið Ijómaði af þakklæti, sem engin orð þurftu til að túlka. Hvort þetta var hinn eini raunverulegi árangur fcrðarinnar læt ég ósagt. Það hljómar vel í eyrum að svo og svo mikið hafi safnast handa þessum og hinum, sem i nauðum eru staddir. En þegar vafi leikur á hvort kærleiks- verkið kemur að nokkru gagni, nema til að gleðja góðan gjafara, sem gefur I góðri trú, er afrakstur ekki sem erfiði. Verst er þó þegar pólitík blandast í málið. Ég hefi ekkert heyrt frá íslensku Viet-Nam-nefndinni eða menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna. Sá er ef til vill munurinn frá þeirra sjónarmiði, að nú eru það ekki Bandaríkjamenn sem eru að „myrða” i Viet Nam eða Kampútseu. Sumirmissa glæpinn. Þórður Halldórsson, Luxemburg. stæðinga á löglegan hátt. Stundum þurfa þeir þó að bregða sér yfir laga- mörkin og oftast franr af siðgæðis- hamrinum. En það skiptir engu máli því þeir verða aldrei sóttir til saka eða látnir svara til ábyrgðar. Í vinjum þessa hagkerfis dafna þeir sem erfa landið á framfæri ríkis- ins i marga ættliði. Þeir læra snemma á kosti ráðherrabíla fram yfir leigu- bila og yfirburði rikissíma umfram simaklefa. Þeim lærist lika fljótt að risnukostur bragðast mun betur en skrínukostur. Fyrir þá hefur rikis- sjóður aðeins einn hagnýtan tilgang: Hann víðopnar skjár heimsins og öll þessi stóru höf! En það er þessi ásokn möppudýra á opinbert framfæri sem ir að sliga íslenzkt þjóðfélag en ekki bílaákstur manna í einkarekstri. Það er undan- hald þingmanna fyrir krófum allra- handa kjörbarna um ríkisl'orsjá sem magnar verðbólgu á degi iiverjum en ekki islenzkt einkaframtak. Það eru soltin möppudýrin sem naga burðar- bita þessa lands og rifa einstaklinginn á hol svo honum verður um megn að framfleyta dýrasafninu með skatt- krónum sinum. Og það er þessi hópræktun möppudýra sem stærstu hræsnarar íslandssögunnar þykjast jafnan vera að vernda kjósendur sina fyrir i framboðsræðum. En áfram renna krókódílstárin um viðopna skjái heimsins til sjávar i stórum höfum. Ásgeir Hannes Eiríksson, verzlunarmaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.