Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980. 7 Erlendar fréttir REUTER Forsetakosn- ingar í íran Forsetakosningar eru í íran í dag. Fimm frambjóðendanna hafa lofað Khomeini trúarleiðtoga því að styðja sigurvegarann að kosningunum loknum. Khomeini er sjálfur á sjúkra- húsi i Teheran vegna hjartaáfalls. L.æknar segja hann við góða heilsu. Brezkar aðgerðir vegna Afgan- istanmálsins Brezka rikistjórnin hefur tilkynnl um ýmsar aðgerðir sinar vegna ihlutunar Sovétmanna í Afganistan. Lán vegna viðskipta landanna verða stöðvuð. Hætt verður ýmsum sam- skiplum á sviði stjórnmála, menningar og lista. Thatcher forsætisráðherra Breta styður hugmyndir um að íþrótta- menn fari ekki til ólympiuleikana i Moskvu á sumri komanda. Formaður brezku ólympíunefndarinnar hefur lýst fullri andstöðu við slikar hugmyndir. Tiif heimasigrar! „Leikir liðsins féllu margir niður í fyrra vegna slæms veðurs og árangurinn hefur verið að koma í Ijós á síðustu vikum. Tiu leikmannanna hafa eignazt börn með eiginkonum sínum og sá ellefti hann er jú pipar- sveinn.” Þetta sagði Ken Coughlin, formaður knattspyrnuliðsins Avon Dynamos, sem er áhugamannalið i Bristol á Englandi. DB hefur áður skýrt frá þessum atburðum en hér með birtist mynd af liðinu ásamt erfingjunum tíu, fimm stúlkum og fimm drengjum. Að sögn eiginkvennanna er ekki nokkur vafi á að frestun á leikjum liðsins er meginorsök barneignanna. Átta þeirra höfðu ekki átt börn erfingjana líu enfyrirmiðju í fremriroð silur piparsveinninn nieð fólknöttinn. áður. Var mikill munur á þ\ í hve ást- mannahæfileikar eiginmannanna blómstruðu til muna betur en áður, að sögn kvenna þeirra. l.iðsstjórinn segir aftur á móti að fæðingar barnanna hafi haft mjög góð áhrif á leik liðsmannanna enda hafi árangurinn batnað til muna i ár miðað við í fyrra. Erlendar fréttir Stálu bflnum, flota- skjölum og 18byssum CHRYSLER GEFUR HVERJUM KAUP- ANDA 50 DOLLARA Þjófar stálu bílaleigubifreið, skjöl- um frá bandaríska flotanum og auk þess 18 byssum frá tveim liðsforingjum sem voru á ferð nálægt borginni Napolí á ftalíu. Að sögn lögreglunnar ítölsku bilaði bifreið liðsforingjanna og stigu þeir út til að kanna málin. Þá kom skyndilega ókunnur maður aðvifandi, stökk inn í bifreið þeirra og ók á brott. Honum fylgdi önnur bifreið sem kom aðvífandi. Liðsforingjarnir bandarísku voru á leið með skjölin og byssurnar á herflug- völl nærri Napóli en þar átti það að fara um borð í flugvél. Yfirmenn bandaríska hersins á Italíu neituðu í gærkvöldi að segja neitt um alburð þennan. ítalska lögreglan sagði að enn væri það hulin ráðgála hvort þarna hefðu verið á ferð njósnarar and- stæðir bandarískum hagsmunum, skæruliðasveit í mannránshugleiðing- um eða aðeins réttir og sléttir þjófar. sama hvaða bifreiðategund hann kaupir Ef þú festir kaup á einhverri bifreið i Norður-Ameríku frá og með næstu mánaðamótum eru Chryslerverksmiðj- urnar reiðubúnar að greiða þér fimmtíu dollara í reiðufé. Gildir þetta jafnt hvort sem þú kaupir Chrysler bifreið eða einhverja aðra tegund, til dæmis Ford eða frá General Motors. Eina skilyrðið mun vera það að við- komandi aðili hafi komið til einhvers umboðsmanna Chryslers í Norður- Ameríku og skoðað bifreiðir þeirra. Fari svo að væntanlegir kaupendur festi nú kaup á Chrysler fá þeir auk 50 dollaranna, ókeypis viðgerðir og eftirlit tneð bifreiðinni í eitt ár og skilarétt í einn mánuð eða innan 1600 km aksturs. Allt þetta gerir Chrysler fyrirtækið til að reyna að lokka til sin hugsanlega kaupendur. Fyrirtækið hefur farið hallloka á bifreiðamarkaðinum vestra vegna minni eftirspurnar eftir eyðslu- frekum bifreiðum. Bandaríska rikið veitti fyrirtækinu nýlega 1,5 milljarða dollara aðstoð til þess að ekki þyrfti að koma til lokunar þess. Skákmótið í Hollandi: Jafnt hjá Browne og Guðmundi Skák þeirra Guðmundar Sigurjóns- sonar og Browne frá Bandarikjunum i áttundu umferð á skákmótinu í Hoog- ovens i Hollandi endaði með jafntefli. Seirawan, hinn ungi Bandarikjamaður, á biðskák gegn landa sinum Lev Alburt og heldur forustu á mótinu þar sem hann hefur 5,5 vinninga og biðskák en Browne 5,5 vinninga. Viktor Kortsnoj stórmeistari er kom- inn i þriðja sæti með fimm vinninga, eftir sannfærandi sigur fyrir banda- riska stórmeistaranum Robert Byrne. Biðskákir verða tefldar i kvöld og síðan lokið á morgun, sem er frídagur á mótinu í Hoogovens. Önnur úrslit í gær urðu þau að Van Der Wiel sigraði landa sinn Gert Ligterink, Sunie á biðskák við Kovacevic, Biyiasis aðra við Hans Ree og Timman sigraði landa sinn Böhm. Staðan er þá Seirawan 5,5, og biðskák Browne 5,5, Kortsnoj 5, Biyiasis 4,5 og biðskák, Ree og Alburt 4 vinningar og biðskák, Timman 3,5 Sunie 3 og biðskák, Guðmundur og Van Der Wiel 3 Böhm 2,5 og Ligterink 2 vinningar. NÝ SEND/NG komin aftur af Convoy og Convoy kr: 7.080,- tengivögnum Tenaivaan — 7.760.- móddbHðinl SUDURLANDSBRAUT 12 _SÍMI 32210 M

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.