Dagblaðið - 25.01.1980, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980.
9
GEÐÞOTTAAKVGRÐUN RAÐUNEYTIS
HVERNIG KIIjOMETRAGJALD HÆKKAR
— Hækkanimar hjá stóru bílunum virka eins og nýr skattur á dreifbýlisfólk
„Það er ýmislegl fleira athugavert
við nýútkomna reglugerð um inn-
heimtu bifreiðagjalda en þið hafið
þegar bent á,” sagði Stefán Pálsson,
talsmaður Landvara, félags eigenda
stórra flutningabíla, sem kílómetra-
gjaldið kemur harðast niður á.
„f þeirri aukahækkun sem gerð
var á kílómetragjaldinu i júní í fyrra
með reglugerð nr. 241 frá 1979 er
hækkun gjaldsins mjög misjöfn eftir
þyngdarflokkum bíla. í lægsta
þyngdarflokki er hækkunin þá um
33% en á þyngstu bílum er hækkun
53—54%,” sagi Stefán.
I lögum, sem reglugerðir um
þungaskatt og kílómetragjald bif-
reiða eru byggðar á, er ekkert það að
finna sem skýtur lagabókstaf að mis-
jöfnum hækkunum. Það virðist því
duttlungum starfsmanna fjármála-
ráðuneytisins háð hver hækkun
verður á þessum gjöldum.
Stefán Pálsson sagði að hækkun
kilómetragjalds kæmi niður eins og
skattur á þá sem í dreifbýli búa. Í
þyngsta flokki vörubíla eru t.d. allir
vöruflutningabílar sem annast flutn-
inga út á land. Hinn þungi skattur
kílómetragjaldsins leggst á alla
mjólkurbíla og búvöruflutningabila
og lendir því beint ofan á vöruverð.
Stefán benti á að ekkert samræmi
væri milli hækkana kílómetragjalds
hinna stóru flutningabíla og hækk-
unar á olíuverði. Frá þvi á árinu 1978
til janúar í ár hefur kílómetragjald í
hæsta þungaflokki hækkað um
270,51% en á sama tíma hefur olía sú
er bílarnir nota hækkað um 111 %.
Kilómetragjaldið hækkaði milli ára
1978 og 1979 úr 15,60 i 24,70 kr. eða
um 58,33%. Gjaldið var aftur
hækkað í júni 1979 um 51,82% og
varð 37,50 kr. á kílómetra. Núna er
gjaldið 57,80 og hefur þvi hækkað
um 54,13% frá júníverðinu.
Þessi ntikla hækkun samkvæmt
reglugerðinni er ekki studd lagabók-
stafeinsogveraá. -A.Sl.
Guðmundur H. Garðarsson gagnrýnir
Sjálfstæðisflokkinn:
HARÐSNÚINN HÓP-
UR HEFUR SVEIGT
STEFNUNA YFIR Á
ÞRENGRISVIÐ
,,Nú hefurþað gerzt í Sjálfstæðis-
flokknum, að ákveðnum hópi manna
hefur, með markvissu starfi, tekizt að
koma því í kring, að megináherzlan í
stefnumörkun flokksins er á hinum
ihaldssömu atriðum stefnunnar.
Kom það skýrt fram í kosnigna-
stefnuskrá flokksins fyrir síðustu
kosningar. Kostaði það Sjálfstæðis-
flokkinn þúsundir atkvæða.”
Guðmundur H. Garðarsson blaða-
fulltrúi og fyrrum alþingismaður
gagnrýnir starf og stefnu Sjálfstæðis-
flokksins opinskátt og á köflum
harkalega í greinum í Morgunblaðinu
í gær og fyrradag. Framangreind til-
vitnun er tekin úr siðari greininni.
Þar er að finna fleiri athyglisverðar
Guðmundur H. Garðarsson.
staðhæfingar:
„Innan flokksins hafa ætíð verið
ákveðin átök milli hinna íhaldssömu
annars vegar og frjálslyndu hins
vegar”.......,En segja ntá að áhrif
frjálslyndismanna í , Sjálfstæðis-
flokknum hafi farið dvinandi á
síðustu árum. orsakir þess eru marg-
þættar.”
Ennfremur skrifar Guðmundur:
„Ég held, að engum heilvita manni
dyljist sú staðreynd, að hin svo-
nefndu félagslegu sjónarmið hafa
verið á ákveðnu undanhaldi i flokkn-
um. Allavega hafa þau ekki verið virt
sem skyldi til þess að gagn-
kvæma traust milli flokksins og
fjöldans skapaðist með þar af
leiðandi möguleikum til forustu um
lausn mikilsverðra og viðkvæmra
mála.”
„Þá hefur ákveðinn hópur flokks-
manna verið mjög óvæginn i afstöðu
sinni til byggðastefnunnar, sem er
forsenda jafnvægis i byggð lands-
ins.”
„Þaðsem hefurgerzt í Sjálfstæðis-
flokknum, er einfaldlega það, að
harðsnúinn og markviss hópur
manna, hefur sveigt framkvæmd
stefnunar frá frjálslyndi, nútima
félagslyndi og víðsýni yfir á þrengri
svið. Allar áherzlur og stefnumörkun
hefurorðið takmarkaðri.” - ARH
Hindranir stoða litt þegar ungir menn eiga í hlut. Þá stöðva ekki
lítilmótlegar girðingar, a.m.k. ekki ef hœgt er að ná handfestu í víra-
virkinu.
DB-mynd Hörður.
Hvað eru menn lengi á gömlum jeppa til Keflavíkur?
SAKSOKNARILET TIMA-
MÆLA LEIÐINA AFTUR
— tímasetningin stenzt ekki, sagði Jón Oddsson, verjandi Sævars Marinós
„Varðandi Geirfinnsmálið hafa verj-
endur beitt meira ímyndunarafli en
rökum,” sagði rikissaksóknari i seinni
ræðu sinni i Hæstarétti í fyrradag.
Taidi hann flestar athugasemdir þeirra
léttvægar gegn þeini gögnitm sent fyrir
lægju.
Jón Oddsson, verjandi Sævars,
hafði i ræðu sinni fært rök fyrir því að
skjólstæðingur sinn hefði ekki getað
verið í Dráttarbrautinni i Keflavik á
þeim tima sem haldið væri fram, eins
og DB hefur sagt frá.
Byggði Jón staðhæfingu sína á þvi
að mælingar lögreglu á ökuhraða og
vegalengdum gæfu ekki rétta mynd.
Mælingin hefði verið gerð á Volvo-bif-
reið i góðu lagi, en ferðin frá Kjarvals-
stöðum með mörgum viðkomustöðum
að Dráttarbrautinni i Keflavík hefði
verið farin á gamalli jeppabifreið af
Land Rovergerð. Meðalhraði Volvo-
bifreiðarinnar hefði orðið að vera um
120 km rniðað við klukkustund á veru-
legum hluta leiðarinnar, sem farin var.
Þetta gæft þá mynd, sem sannaði fjar-
veru Sævars þar sern hin örlagariku
átök hefðu átt að vera í Dráttarbraut-
inni, á þeim tíma sem allar stað-
hæfingar byggðust á. (
Rikissaksóknari kvaðst telja þessar
athugasemdir Jóns Oddssonar hið eina
sem efnislega mætti með rökum tefla
Iram gegn sínum málflutningi.
Móðir Sævars bar á sínum tíma að
hún, Sævar og Erla hefðu farið ofan úr
Grýtubakka rétt fyrir kl. 20 hinn 19.
nóvember 1974, kvöldið sem Geirfinn-
ur hvarf. Hafi þau komið aftur heim á
Grýtubakka kl. 22.10. Systir Sævars
bar á sömu lund.
„Miðað við þetta er útilokað að
Sævar hafi verið i Keflavík, þegar talið
cr að hringt hafi verið í Geirfinn, eða
nokkurs staðar i námunda við Dráttar-
brautina, þegar átökin áttu að eiga sér
stað, um kl. 22.30,” sagði Jón Odds-
son.
„Tveir rannsóknarlögreglumenn
fengu Sigurð Hauksson vegaeftirlits-
ntann til þess að aka aftur þá leið sem
farin var,” sagði saksóknari i seinni
ræðu sinni. „Notuð var jeppabifreið
með nákvæmum mælitækjum og
akstursleið hin sama og fyrr,” sagði
saksóknari.
Nýja mælingin sýndi að leiðin frá
Vatnsstíg i Reykjavík að Aðalstöðinni i
Keflavik var farin & 33 mínútum og 15
sekúndum. Meðalhraði 84 km ntiðað
við klukkustund.
Meðalhraði á eftirtöldum leiðum var
sem hér segir:
Kjarvalsstaðir — Grýtubakki 40 krn.
Grýtubakki — Hjallavegur40 km.
Hjallavegur — Ásvallagata 45 km.
Ásvallagata — Lambhóll 32 km.
I.ambhóll — Ásvallagata 43 km.
Ásvallagata — Vatnsstígur 36 krn.
„Framburð móður Sævars og systur
verður að skilja með undanþágusjónar-
mið svo nákominna í huga,” sagði sak-
sóknari. Hann kvað það standa eftir
fullsannað að hér hefði ekki verið farið
nteð þeim ofsahraða sem verjendur
héldu l'ram. Fyrri timasetningar gætu
staðizt.
Þessa rannsókn á tímamælingum cr
augljóst að saksóknari lætur rann-
sóknarlögreglu ríkisins gera, þegareftir
að fullyri er um að fyrri mælingar geti
ckki staði/t.
Rétt er að geta þess að verjcndur
töldu cftir sem áður að hraðinn væri
hæpinn, þegar tekið væri tillit til öku-
tækis og hæfni.
-BS.
Tillaga á Alþingi:
Sveigjan-
legur
vinnutími
Á að vera sveigjanlegur vinnu-
tími í rikisfyrirtækjum og ríkis-
stofnunum? Tveir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins, Friðrik
Sophusson og Salóme Þorkels-
dóttir, leggja til, að það verði at-
hugað.
„Sveigjanlegur vinnutínti er
mikilvægt tæki til að koma til
nióts við óskir fólks.sem er þrúg-
að af harðstjórn fasts vinnutíma,
sent tekur ekkert tillit til misntun-
andi aðstöðu einstaklinga í einka-
lífintt,” segja þingntennirnir í
greinargerð.
Í Bandaríkjununt ntunu 6 af
hundraði allra launþega njóta
þessa fyrirkomulags.
Skeljungur hóf tilraun með
sveigjanlegan vinnutíma 1974. í
framhaldi af því hafa nokkur
önnur íslenzk fyrirtæki farið inn
á þá braut. í þeim hópi eru Olíu-
verzlun íslands, Flugleiðir,
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar,
Skýrsluvélar ríkis og Reykja-
víkurborgar og IBM á íslandi.
Flutningsmenn nefna dærni.
Vinnutíma mætti skipta í sveigj-
anlegan tima og skyldutima. Til
dæmis gæti verið, að allir þyrftu
að vera á vinnustað milli klukkan
tiu og þrjú á daginn. Starfsfólk
réði þá sjálft, hvenær það kænii
til vinnu milli átta og tiu á morgn-
ana og hvenær það færi heim
milli ''lukkan fjögur og sex síð-
degis.Tnninn frá 8 til 10 og 4 til 6
kallast þá sveigjanlegur vinnu-
timi. Uppgjör á vinnutímum
getur farið frani einu sinni á dag,
einu sinni í viku eða einu sinni á
mánuði. Verður hver einstakur
starfsmaður þá að hafa náð þeim
heildarstundafjölda, senr krafizt
er á uppgjörstímabilinu.
- HH
Blaðafulltrúi hersins:
Ekkert
íslendinga-
hatur á
Vellinum
„Það er ekki satt að íslend-
ingahatur riki meðal Bandarikja-
manna á Keflavíkurflugvelli eins
og DB lætur að liggja í frétt á
miðvikudag," sagði Perry
Bishop, blaðafulltrúi hersins.
„Fyrirmæli um að íslendingar
borði ekki í klúbbum á vellinunt
eru komin frá íslenzkum stjórn-
völdum og raunar hefðu íslend-
ingar, sem ekki eru í fastri vinnu á
vellinum, aldrei átt að borða i
þeim.”
- JH