Dagblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. — LAUGARDAGUB 26. JAN. 1980 — 22. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALStMI 27022. heimsmetíö áístandi íhaust Tékkneski stórmeistarinn W. Hort hefur tekið mjög liklega i þá hug- rnynd Skáksambands íslands að hann komi hingað til lands siðar á árinu og endurheimti heimsmct sitt í fjöltefli. Eins og menn muna setti Hort heimsmet i fjöltefli í Valhúsaskóla 23.—24. april 1977 er hann tefldi við 550 íslendinga. Svisslendingurinn Werner Hug bætti svo þetta mct á siðasta ári er hann tefldi fjöltefli við 560 menn. Vinningshlutfall hans var þó langt í frá eins hátt og hjá Hort og ekki tefldi hann heldur við eins marga í einu. Engu aðsiður hefur Hort fullan hug á að cndurheimta þetta met og lét hann þá ósk i ljós í samtali við Einar S. Einarsson, forseta Skáksambands- ins, að af þessu gæti orðið næsta haust. Það voru Dagblaðið og Skák- samband íslands sem stóðu fyrir fjöl- tefli Horts i Valhúsaskóla á sínum tima. -GAJ. Sjálfstæðismenn jákvæðir gagnvart Benedikt — Benedikt vill hætta en sumir alþýðuflokks- menn vilja að hann reyni betur Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru á þingflokksfundi í gær sam- mála um að það væri skylda stærsta flokksins að taka þátt í stjórnar- myndun. Fundurinn var jákvæður gagnvart tilraun Benedikts Gröndals og tilbúinn til viðræðna á grundvelli tillagna Benedikts eða öðrum grund- velli. Þingflokkurinn hafði þó ýmis- legt við sum atriði í tillögum Bene- diktsaðathuga. Benedikt Gröndal mun vilja skila umboði sínu en sumir aðrir forystumenn Alþýðuflokksins vilja að hann reyni betur. Fundur í þing- flokki Alþýðuflokksins í dag mun ákveða hvort Benedikt hættir „Styð Guðlaug” — segir Reynir Ármannsson „Það er engin leynd yfir því að ég styð Guðlaug Þorvaldsson rikissáttasemjara í forseta- kosningunum,” sagði Reynir Ármannsson, formaður Neyt- endasamtakanna, í samtali við Dagblaðið. „Ég hef staðið fyrir söfnun fyrir hann og mun leggja mig all- an fram við að afla honum aukins fylgis,” sagði Reynir. -GAJ. — Sjá einnig stuðningsmannalista Péturs Thorsteinssonar bls. 7. tilraunum sínum eða ekki. Það kom alþýðuflokksmönnum á óvart, að sögn þeirra, að Framsókn skyldi vísa tillögum Benedikts á bug eins afdráttarlaust og raunin varð. Sumir alþýðuflokksmenn sögðu að synjun Framsóknar hefði byggzt á áhuga þeirra á að Steingrímur Hermannsson yrði forsætisráðherra en ekki Benedikt. Framsóknarmenn sögðu hins vegar að tillögur Bene- dikts hefðu sýnt óbilgirni. Þingflokkur Alþýðubandalagsins vísaði i gær á bug tillögum Benedikts og taldi mörg atriði í þeim „ýmist óframkvæmanleg eða stórhættuleg. ” -HH. Ráðherrar í utanþingsstjórn? Þingmenn velta fyrir sér í spjalli í setustofu Alþingis hverjir muni líklegastir til að verða ráðherrar í utanþingsstjórn. Mest hafa verið nefndir Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, sem sennilega yrði forsætisráðherra, Jón Sigurðsson þjóðhagsstjóri, SÍS-mennirnir Erlendur Einarsson og Valur Arnþórsson og bankastjórarnir Helgi Bergs og Jónas Haralz. -HH. Seppi horfir spekingslega á endurnar á Tjörninni. Hann og húsmóðir hans hafa vœntanlega farið tilþess að gefa öndunum eins og margir aðrir gera þegar kalt er í veðri og ís á Tjörninni. Þá veitir öndum ekki af einhverju góðu í kroppinn. Kannski vaknar í seppa veiðieðlið þegar hann sér fuglana fyrirframan sig, en hann sigrast á freistingunni. Þetta er máltíð andanna en ekki hans. DB-mynd Magnús Hjörleifsson. Hús flutt frá Akranesi til Reykjavíkur — í fylgd lögreglumanna fjögurra umdæma Gamalt timburhús á Akranesi sem þar bar nafnið Jörvi og stóð við Vesturgötu 89 lagði i gær af stað á vagni til Reykjavíkur. Þar er húsið búið að fá pláss í vesturborginni. Svona flutningur húsa úr öðrum kjördæmum mun næsta fátíður. Á ferð sinni til höfuðborgarinnar fékk húsið nokkurs konar þjóð- höfðingjafylgd. Lögreglumenn úr fjórum lögsagnarumdæmum áttu að fylgja því. Lögreglan á Akranesi fylgdi því út fyrir bæinn þar sem lög- reglumenn sýslumannsins i Mýra- sýslu tóku viö og fylgdu þvi rúmlega inn i Hvalfjarðarbotn. Þar tóku iög- reglumenn úr Hafnarfirði við og fylgdust með húsflutningnum að bæjarmörkum Reykjavikur nálægt Korpu þar sem Reykjavíkurlögreglan tók við. Minnir þetla nokkuð á boðhlaup FRÍ i sumar. Húsið verður til bráðabirgða sett .á svæði nálægt BÚR á Meistara- völlum en mun síðar fá sinn fram- tíðarstað cins og önnur gamalmenni sem til höfuðborgarinnar flytja. -A.Sl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.