Dagblaðið - 07.02.1980, Side 8

Dagblaðið - 07.02.1980, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980. mínícare RAFGEYMIR Sterkastur í sínum stærðarflokki f0 mm x 220 mm m/pólum. 15 amp. wið — 18°C ðrir betur iar um þennan frábœra raf- i hjá okkur. JLL H.F. kjavík — S. 84450. Sonnenschein Utanmál 260 mm x 1i 70 ampt. og 3 Geriai Allar nánari upplýsinc geym SMYR Ármúla 7 — Rey PIPER - CHEROKEE TILSÖLU Upplýsingar í síma 74406og25643. Fólag farstöðvaeigenda á íslandi 1970 - lOára — 1980 Tíu ára afmælisárshátið félagsins verður haldin 23. feb. í Festi Grindavik og hefst kl. 19.00 mcð horðhaldi. Aðgöngumiðar cru seldir á skrifstofu félagsins Siðumúla 2, simi 34100. Verð kr. 11.000. Sætaferðir verða á árshátiöina og er það ekki innifalið í miðaverði.. Stjómin. Snyrtinámskeið Námskeiðin hefjast að nýju á snyrtistofu okkar að Laugavegi 19, 3. hæð, mánu- daginn 11. febrúar. Hvert námskeið stendur 2 kvöld. Kennt verður: Handsnyrting, hvernig gera má við neglur og lengja þær. Umhirða húðarinnar og dagleg snyrting. Kvöldsnyrting þar sem hver og ein fær make up ásamt persónulegum leiðbeining- um. Guðrún Ó. Sveinsdóttir Kristin A. Thoroddsen. LAUGAVEGI19 — REYKJAVÍK — SÍMI17445 Tortryggni yfirskoðunaimanna ríkisreikninga gagnvart Ferðamálaráði vakin: Reikningar ráðsins duttu út úr kerf inu Eru nú í gaumgæfilegrí athugun ásamt — um árabil — reikningum Sölustofnunar lagmetis Reikningar Ferðamálaráðs eru nú mjög undir smásjá hjá yfirskoðunar- mönnum rikisreikninga. Lita að minnsta kosti einhverjir yfir- skoðunarmanna það alvarlegum augum að reikningar ráðsins „duttu” á enn óútskýrðan hátt út úr heildar- reikningum ríkisins um nokkurra ára tímabil. Er það mál nú í nákvæmari skoðun. Samræmt álit yfirskoðunar- manna liggur enn ekki fyrir, enda hjá þeim verkaskipting og síðan umræða um atriði sem upp konia og einnig þær athugasemdir sem Ríkisendur- skoðunin hefur gert. Eitt atriðið, sem sagt er í sérstakri skoðun, er að Halldór E. Sigurðsson hafi meðal sinna síðustu embættis- verka sem samgönguráðherra ákveðið að formaður Ferðamálaráðs skyldi ekki njóta launa sem starfandi formaður. Ferðamálaráð lét ekki verða af því að framkvæma þessa ákvörðun ráðherra og var af ein- hverjum ástæðum talið hjá ráðinu að þessi ákvörðun héldist ekki eftir stjórnarskiptin 1978. Hermt er að eitthvert uppgjör hafi farið fram milli ráðuneytis og for- manns Ferðamálaráðs vegna þessara ofgreiddu launa. Það atriði, ásamt athugasemdum Ríkisendurskoðunar við reikninga Ferðamálaráðs, er núí sérstakri skoðun hjá yfirskoðunar- mönnum ríkisreikninga svo og það af hverju og hvernig það gat skeð að reikningar Ferðamálaráðs „duttu” út úr kerfinu um heildarreikninga rikisins. Reikningar Sölustofnunar lag- metisins eru einnig í meðferð yfir- skoðunarmanna, en samræmt álit þeirra um þá liggur ekki fyrir. Ríkis- endurskoðunin endurskoðar ekki sjálfa reikninga Sölustofnunarinnar, heldur aðeins reikninga þróunarsjóðs stofnunarinnar. Yfirskoðunarmenn skoða þá hins vegar alla í samhengi. Munu einstakir kostnaðarliðir vegna risnu svo og ferðakostnaður stjórnar- manna hafa verið litnir tortryggnis- augum. Yfirskoðunarmenn vilja hins vegar ekki ræða einátaka liði fyrr en samræmt álit þeirra liggur fyrir. -A.St./ÓG. Stjóm dr. Gunnars aö fæðast Dr. Gunnar Thoroddsen hélt 1 gær áfram stjórnarmyndunarviðræðum sinum. Bjarnleifur tók þessa mynd síðdegis af dr. Gunnari og væntanlegum samstarfsmönnum hans. Við borðið má einnig sjá Pálma Jónsson (D), Eggert Haukdal (L), Jón Helgason (B), Tómas Árnason (B), Steingrim Hermannsson (B), Hjörleif Guttormsson (G), Ólaf Ragnar Grímsson (G) og Svavar Gestsson (G). Kviðdómur vinsældavals DB og Vikunnar: 35 AF 44 SKILUÐU ATKVÆÐASEDLUNUM „SamvaUnn hópur einstaks heiðursfólks,” sagði Sverrir Garðarsson, formaður Félags islenzkra hljómlistarmanna (t.h.), um þátttakendur i kviðdómi Stjörnu- messunnar þegar atkvæði voru talin á skrifstofu FÍH f gærkvöld. Með á myndinni eru Stjörnumessustjórarnir Helgi Pétursson og Ómar Valdimarsson. DB-mynd: Ragnar Th. Af 44 þátttakendum í „kviðdómi” vinsældavals Stjörnumessu Dag- blaðsins og Vikunnar skiluðu samtals 35 atkvæðum sinum. Að verulegu leyti voru þau í samræmi við niður- stöður Iesenda blaðsins, en nær sex hundruð þeirra sendu inn atkvæða- seðla. Þeir 44, sem fengu atkvæðaseðla til nafrilausrar útfyllingar, voru eftir- taldir: Birgir Hrafnsson verzlunar- maður, Ásta R. Jóhannesdóttir dag- skrárgerðarmaður, Aðalsteinn Ingólfsson, menningarritstjóri DB, Jónas R. Jónsson, hljóðupptöku- maður Hljóðrita, Helgi Pétursson, ritstjóri Vikunnar, Finnur Torfi Stefánsson lögfræðingur, Gunnar Gunnarsson verzlunarmaður, Ómar Valdimarsson, fréttastjóri DB, Egill Eðvarðsson dagskrárgerðarmaður, Ásgeir Tómasson blaðamaður, Eyjólfur Melsteð, tónlistargagnrýn- andi DB, Þorgeir Ástvaldsson plötu- snúður, Gunnar Salvarsson, tón- listargagnrýnandi Vísis, Eiríkur S. Eiriksson, tónlistargagnrýnandi Tímans, Halldór Andrésson, tón- listargagnrýnandi Mbl., Vilhjálmur Ástráðsson plötusnúður, Gísli Sveinn Loftsson plötusnúður, Jón Þór Hannesson kvikmyndagerðarmaður, Þórarinn J. Magnússon, ritstjóri Samúels, Ólafur Hauksson, ritstjóri Samúels, Þorsteinn Eggertsson texta- höfundur, Ágúst Atlason tónlistar- maður, Ólafur Laufdal veitinga- maður, Örn Petersen verzlunar- maður, Árni Þórarinsson ritstjóri, Sigurður Árnason, hljóðupptöku- maður Tóntækni, Gunnar Þórðarson tónlistarmaður, Gunnar Smári hljóð- upptökumaður, Guðmundur Árni Stefánsson, blaðamaður v/Helgar- póstinn, Björgvin Halldórsson tón- listarmaður, Magnús Eiriksson tón- listarmaður, Egill Ólafsson tónlistar- maður, Björgvin Gíslason tónlistar- maður, Magnús Kjartansson tón- listarmaður, Reynir Sigurðsson tón- listarmaður, Magnús Ingimarsson tónlistarmaður, Pétur Kristjánsson tónlistarmaður, Björn Vignir Sigur- pálsson, ritstjóri Helgarpóstsins, Rúnar Vilbergsson tónlistarmaður, Sigurjón Sighvatsson kvikmynda- gerðarnemi, Þórður Árnason tón- listarmaður, Ásgeir Óskarsson tón- listarmaður, Karl Sighvatsson tón- listarmaður, Tómas Tómasson tón- listarmaður.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.