Dagblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 4
18 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980. c) Heildarskaði af völdum tjónsins og fjárhæð tjónbóta. Vegna tapa á útistandandi kröfum sem ekki stafa af atvinnurekstri. a) Hvenær lánið var veitt eða í ábyrgð gengið og af hvaða ástæðum. b) Nafn lántakanda, nafnnúmer og lögheimili. c) Leggja þarf fram vottorð og gögn með umsókn fyrir þvi að útlán sé tapað eða ábyrgð fallin án mögu- leika til endurkröfu. Vegna þess aö umsœkjandi lœtur af störfum vegna aldurs. a) Hvenær umsækjandi lét af störfum eða mun láta af störfum. b) Áætlaðar tekjur, þ.m.t. bætur og styrkir, umsækjanda á yfirstand- andiári. Val á frádrætti Staðfesta skal með x i 'iðkomandi reit þá frádráttarreglu sem framteljendur velja. Hjónunt ber sameiginlega að velja sönni frádráltar reglu. Þeir framteljendur, sem óska þess að skattstjóri velji frádráttar- regluna fyrir þeirra hönd, skulu ekki merkja þessa reiti en geta þess í lið „Athugasentdir framteljanda”. bls 17 en jafnframt ber þeim að fylla út fjár- hæðir skv. báðum frádráttarreglunum, þ.e. bæði fremri og aftari samtöludálk liða T 8 — T 13, sbr. nánari skýringar í leiðbeiningum um liðinn „Frádráttur D og H eða fastur frádráttur”. Undirritun framtals Þegar útfyllingu framtalseyðublaðs- ins er lokið að öllu leyti skal það undir- ritað i þessum reit. Hjón skulu bæði undirrita framtalseyðublaðið. Vanti undirskrift annars hvors hjóna er framtalið talið ófullnægjandi (sania gildir þótt annað hvort þeirra hafi cngar tekjur). Ef annað hvort hjóna getur ekki undirritað framtalið vegna fjarveru, veikinda eða af öðrum óviðráðanlegum ástæðum, skal geta þess og ástæðu í liðnum „Athuga- semdir framteljanda”. T 1. A-tekjur Reitur [21] Hér skal færa laun og endurgjald fyrir hvers konar vinnu, starf eða þjön- ustu, sem innt er af hendi fyrir annan aðila. Hér með teljast t.d. biðlaun, starfslaun, nefndarlaun, stjórnarlaun, eftirlaun og orlofsfé, þ.nt.t. fæðingar- orlofsgreiðslur. Hér skal enn frentur færa verkfærapeninga, flutningspen- inga og aðrar hliðstæðar starfstengdar greiðslur, svo og framlög og gjafir sem gefnar eru sem kaupauki. Hvorki skiptir máli hver tekur við greiðslu né í hvaða gjaldmiðli goldið er. Vinni fram- teljandi hjá lögaðila, sem hann telst tengdur vegna eignar- eða stjórnar- aðildar hans, maka hans eða ófjárráða barna og launatekjur hans eru lægri en þær hefðu orðið ef hann hefði innt starf sitt af hendi fyrir ótengdan aðila, ber honum að telja launatekjur sínar i þessum reit en auk þess skal hann telja 'fram i reit [24] mismun þessara launa- tekna og þeirra launa sem hann hefði haft fyrir starf sitt á vegum ótengds aðila. í lesmálsdálk skal rita nöfn launagreiðenda og launaupphæð í kr. dálk. Ef launagreiðendur eru fleiri en rúmast í lesmálsdálki, þrátt fyrir mögulega tvískiplingu lesmáls- og kr. dálka, er framteljendum bent á að nota „Framhaldsblað” sem fæst hjá öllunt skattstjórum og umboðsmönnum þeirra. Síðan skal leggja allar launa- fjárhæðirnar saman og færa í einni samtölu í reit [21] Ef vinnutímabil framteljenda er aðeins hluta úr ári eða árslaun óeðlilega lág skal gefa skýr- ingar i athugasemdalið á 4. síðu fram- tals, ef ástæður, svo sem nám, aldur, veikindi o.fl., koma ekki fram á annan hátt á framtali. ATHYGLI LÍFEYRISÞF.GA er vakin á því að þrátt fyrir breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt skulu tekjur af lífeyri teljast i liðnum T 5. Aðrar A-tekjur á þann veg er fyrir er mælt i leiðbeiningum við lið 1 5. Reitur [22] Hér skal færa ökutækjastyrki sem launþegarfágreidda. Skiptir ekki máli í hvaða formi ökutækjastyrkurinn er greiddur, hvort heldur sem föst árleg eða tímaviðmiðuð greiðsla, sem kílómetragjald fyrir ekna km, eða sem greiðsla eða endurgreiðsla á rekstrar- kostnaði ökutækis að fullu eða að hluta. Um frádrátt vegna kostnaðar á móti ökutækjastyrk visast i leiðbeiningar við reit [32]. Reitur [23] Hér skal færa dagpeninga og ferðapeninga sem vinnuveitandi hefur greitt launþega vegna ferða á vegum hans utan venjulegs vinnustaðar. Sama gildir um fengið risnufé. Um frádrátt vegna kostnaðar á móti ofangreindum greiðslum vísast í leiðbeiningar við reit [33]. Reitur [24] Hér skal færa reiknuð laun við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starf- semi; við atvinnurekstur maka eða v.ið atvinnurekstur og starfsemi sem unnin er í sameign með öðrum. Launin skulu ekki reiknuð lægri en þau hefðu orðið ef starfið væri unnið á vegum óskylds eða ótengs aðila. Fyrir þessum reiknuðu launum skal gera grein á sér- blaði með eða með athugasemd á rekstrarreikningi. Sjá ennfremur leiðbeiningar við reit [21] um störf hjá tengdum lögaðila. T 2. A-tekjur, hlunnindi. Reitur [25] Hér skal færa alla fæðispeninga eða fæðisstyrki, sem launþegar hafa fengið greidda fyrir sig og fjölskyldu sína. Ekki skiptir máli hvort greiðslan er fyrir fullt fæði eða hluta, innan eða utan heimilissveitar. Sérstök athygli er vakin á því að greiðslur sem sjómenn'á íslenskum fiskiskipum fá frá áhafnadeild afla- tryggingasjóðs til að standa undir fæðiskostnaði sínum um borð i íslenskum fiskiskipum telst ekki til tekna. Um þann hluta fæðispeninga sem ekki er talinn framteljendum til hags- bóta og færist sem frádráttur vísast til leiðbeininga við reit [34] Reitur [26] Launþegar skulu telja hér til tekna fæði sem vinnuveitandi lét þeim í té endurgjaldslaust (frítt). Rita skal daga- fjölda i lesmálsdálk og margfalda hann rneð: 2.700 kr. fyrir fullt fæði fullorðins 2.100 kr. fyrir fullt fæði barns 1.050 kr. fyrir hluta fæðis (ein máltíð). Allt fæði, sem fjölskyldu launþega er látið í té endurgjaldslaust hjá vinnuveitanda hans, ber að telja hér til tekna á sama hátt. Sérhver önnur fæðishlunnindi, látin launþega og fjölskyldu hans í té endur- gjaldslaust, ber að telja til tekna á kostnaðarverði. Um þann hluta fæðishlunninda sem ekki er talinn framteljendum til hags- bóta og færist sem frádráttur vísast til leiðbeininga við reit [34]. Sérstök athygli er vakin á því að fritt fæði sjómanns, er hann fær hjá út- gerðarmanni um borð í skipi, telst ekki til tekna. Reitur [27] Hafi framteljandi (og fjölskylda hans) afnot af íbúðarhúsnæði, sem vinnuveitandi hans lætur honum í té endurgjaldslaust, skal framteljandi rita í lesmálsreit fjárhæð gildandi fast- eignamats þessa íbúðarhúsnæðis (þ.m.t. bílskúrs) og lóðar og mánaðar- fjölda afnota. Telja skal til tekna í reit [27] 2,7% af þeirri fjárhæð fyrir ársafnot en annars eins og hlutfall notkunartima segir til unt. Hafi launþegi afnot íbúðarhúsnæðis sem vinnuveitandi hans lætur honum i té gegn endurgjaldi, sem er lægra en 2,7% af gildandi fasteignamati hlutaðeigandi íbúðarhúsnæðis (þ.m.t. bilskúrs) og lóðar, skal meta launþega mismuninn til tekna eftir þvi sem hlutfall notkunartima segir til um og telja til tekna í reit [27] Sá hluti orkukostnaðar launþega, sem vinnuveitandi hans greiðir skal einnig talinn hér að fullu til tekna. Endurgjaldslaus afnot launþega á orku (rafmagni og hita) skulu talin að fullu til tekna í reit [27] á kostnaðar- verði svo og húsaleigustyrkur, sem vinnuveitandi greiðir launþega sínum. Um þann hluta húsnæðishlunninda, sem ekki er talinn framteljendum til hagsbóta og færist sem frádráttur, vísast til leiðbeininga við reit [34]. Reitur [28] Til tekna í reit [28] skal færa fatnað sem vinnuveitandi lætur framteljanda í té án endurgjalds og ekki er reiknaður til tekna í öðrum launum. Tilgreina skal hver fatnaðurinn er og telja til tekna skv. mati sem hér segir: Einkennisföt karla 50.400 kr. Einkennisföt kvenna 34.600 kr. Einkennisfrakki karla > 39.000 kr. Einkennisfrakki kvenna 25.800 kr. Ef ellihrumleiki, veikindi, slys eða mannslát hafa skert gjaldþol manns verulega, þá er skattstjóra heimilt að veita lækkun á tekjuskattsstofni. Þá er nauðsynlegt að fullnægjandi greinargerð fylgi framtali umsækjanda, þar sem m.a. þarf að taka fram eftirfarandi: a) Útgjöld umfram venjulegan kostnaö og I hverju fólgin. b) Málsatvik vegna veikinda eða slyss og hve lengi má ætla að afleiðingar þeirra vari. c) Áætlaðar tekjur, bætur og styrkir umsækjanda á yfirstandandi ári. d) Læknisvottorð fylgi. Fatnaður, sem ekki telst einkennis- fatnaður skal talinn til tekna á kostnaðarverði. Sé greidd ákveðin fjárhæð í stað fatnaðar ber að telja þá fjárhæð að fullu til tekna með öðrum launum í reit [21] Um þann hluta fatnaðar- hlunninda, sem ekki er talinn fram- teljendum til hagsbóta og færist til frá-> dráttar, visast til leiðbeininga við reit [34]. fiehur [ 29] Hafi framteljandi haft afnot af bif- reið sem vinnuveitandi lét honurn endurgjaldslaust í té skal meta afnotin til tekna sem hér segir: Fyrir fyrstu 10.000 km afnot 86 kr. pr. km. Fyrir næstu 10.000 km afnot 75 kr. pr. km. Yfir 20.000 km afnot 68 kr. pr. km. \ Láti vinnuveitandi launþega í té afnot bifreiðar gegn endurgjaldi, sem lægra en er framangreint mat, skal mismunurinn teljast launþega til tekna. Reitur [30] Hér skal færa á kostnaðarverði öll önnur hlunnindi sem framteljendur hafa fengið og ekki eru talin í öðrum reitum þessa liðar. Fjárhæðir í reitum [25]—[30] skal leggja saman og færa i samtöludálk. T 3. Frádráttur A. Reitur[31] Hér má færa þá upphæð sem framteljanda á aldrinum 16—25 ára var skylt að spara og innfærð er í sparimerkjabók árið 1979. Skyldusparnaður er 15% af launa- tekjum eða sambærilegum at- vinnutekjum, sem unnið er fyrir á árinu. Sparimerkjakaup umfram skyldu eru ekki frádráttarbær. Reitur [32] í þennan reit má færa til frádráttar á móti ökutækjastyrk sbr. reit [22] sannanlegan kostnað vegna rekstrar ökutækisins við öflun þessara tekna. Þvi aðeins telst ökutækja- kostnaður sannaður að fullnægt sé öllum neðangreindum skilyrðum: 1. að fram sé lögð á þar til gerðu eyðublaði (Ökutækjastyrkur og ökutækjarekstur), eða á annan jafn fullnægjandi hátt, nákvæm sundurliðun á heildarrekstrar- kostnaði ökutækisins, þ.m.t. árleg fyrning bifreiðar sem reiknast 385.000 kr. Árleg fyrning annarra ökutækja en bifreiða reiknast 10% af kaupverði (stofnverði). Fyming ökutækis sem notað er hluta úr ári reiknast hlutfallslega. 2. að fram sé lögð á sama eyðublaði og um ræðir i 1, eða áannanjafn fullnægjandi hátt, greinargerð um heildarnotkun ökutækisins á árinu, þannigsundurliðuð: a. Hinkaafnot í km. b. Notkun i þágu vinnuveitanda í km. c. Akstur á milli heimilis og vinnustaðar í km. Hafi framteljandi ekki rétt til frádráttar fargjalda vegna langferða milli heimilis og vinnustaðar skal reikna til notkunar í þágu vinnuveitanda 70% og til einkaþarfa 30% aksturs milli heimilis og vinnustaðar. Hafi fram- leljandi hins vegar rétt til frádráttar largjalda vegna langferða milli heimilis og vinnustaðar skal allur akstur milli heimilis og vinnustaðar teljast til einkaþarfa. 3. að fram sé lögð greinargerð frá vinnuveitanda um ástæður fyrir greiðslu ökutækjastyrksins og hvernig hún hefur verið ákvörðuð. Til frádráttar skal leyfa þann hluta af heildarrekstrarkostnaði bif- reiðarinnar, sem svarar til afnota hennar í þágu vinnuveilanda, þóað há- marki þá fjárhæð sem út kemur með því að margfalda með 86 kr.þákíló- metratölu sem ákvörðuð hefur verið sern akstur i þágu vinnuveitanda. Aldrei leyfist þó hærri fjárhæð til frá- dráttar en talin er til tekna sem ökutækjastyrkur. Þó skal þess gætt við ákvörðun þessara afnota að eðlileg- ur akstur vegna einkanota hafi komið fram. (7.000 km án aksturs milli heim- ilis og vinnustaðar eru taldir hæfileg viðmiðun í flestum tilvikum). Séu einkaafnot lægri ber framteljanda að láta fylgja fullnægjandi skýringar á þessu fráviki, t.d. á framhlið eyðublaðsins. Frá kröfunni um sannanlegan öku- tækjakostnað og þar með um út- fyllingu og skil greinds eyðublaðs er þó fallið í eftirtöldum tilvikum: a. haft framteljandi í takmörkuðum og tilfallandi tilvikum notað ökutæki sitt í þágu vinnuveitanda síns að beiðni hans og fengið endur- greiðslu (sem talin er til tekna eins óg hver annar ökutækjastyrkur) fyrir hverja einstaka ferð. í slíkum tilvikum skal framteljandi leggja fram akstursdagbókaryfirlit eða reikninga sem sýna tilgang aksturs, hvert ekið og vegalengdí km ásamt staðfestingu vinnuveitanda. Sé þessum skilyrðum fullnægt og talið að hér sé um raunverulega endur- greiðslu afnota að ræða í þágu vinnuveitanda, enda fari þau ekki i heild sinni yfir 3.000 km á ári, má færa til frádráttar fjárhæð sem svarar til kílómetranotkunar rnarg- faldaðrarmeð86 kr„ þóaldreihærri fjárhæð .mi talin var til lekna. b. hafi Iramteljandi fengið greiðslu frá ríkinu á árinu 1979 fyrir akstur (eigin) ökutækis síns í þess þágu og greiðslan verið greidd skv. samningi, samþykktum af fjár- málaráðuneytinu, er framteljanda heimilt, án sérstakrar greinar- gerðar, að færa til frádráttar sömu upphæð og talin var til tekna vegna þessarar greiðslu, enda liggi fyrir eða framteljandi láti I té eftir á- skorun ótvíræða sönnun þess, að samningur, samþykktur af fjár- málaráðuneytinu, hafi verið í gildi á árinu 1979. Sama regla skal gilda um þá ökutækjastyrki er ákveðnir eru af Alþingi. Skattstjórum er heimilt að fallast á notkun þessarar matsreglu í sambandi við ökutækjastyrki sem greiddir eru af sveitarstjórnum, stofnunum, sjóðum og félögum, enda sýni þessir greiðsluaðilar fram á það við hlutaðeigandi skattstjóra að akstursþörf og ákvörðun greiðslu ökutækjastyrkja sé innan svipaðra reglna og gilda við ákvörðun á greiðslu ökutækja- styrkja sem samþykktir hafa verið af fjármálaráðuneytinu. Rehur [33] Dagpeningar, ferðakostnaður, risnukostnaður. Fródróttur vegna greiddra dagpen- inga Frá dágpeningum, sem vinnuveit- andi hefur greitt launþega vegna ferða hans utan venjulegs vinnustaðar á vegum vinnuveitandans og taldir eru til ttkna í reit [23] leyfist frádráttur, þó eigi hærri fjárhæð en talin er til tekna,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.