Dagblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. MARZ 1930.
3
ER RÉTT AB HLÆJA AÐ
DAUÐA 06 DRÁPUM?
I.A. skrifar:
i Dagblaðinu 27. febrúar sl. er
grein eftir einhvern, sem kallar sig
bióunnanda. Honum finnst, að ekki
eigi að sýna viðkvæmni í kvikmynda-
húsum, þegar þar eru sýnd slys og
dráp, sé slíkt aðeins sett fram á
skemmtilegan hátt. Hann segir m.a.:
,,í kvikmyndum kemur það oft
fyrir að þegar einhver drepst er það
sett fram á svo skemmtilegan hátt að
maður kenist ekki hjá því að
hlæja. . . . Það getur t.d. verið mjög
kátlegt að sjá hressan dreng rekast á
Ijósastaur og drepast. Ekki gæti ég
grátið í vasaklút við slik atriði.”
í kvikmyndum er stundum reynt
að gera slys og manndráp skemmtileg
svo að allir áhorfendur geti hlegið að
voveiflegum atburðum. Reynt er að
gera endaskipti á hlutunum, þannig
að rangt sé talið rétt, ljótt sé talið
fallegt, slys og dráp sé talið el'lir-
sóknarvert hlátursefni. Þannig er nú
vlerið að reyna að ala þjóðina upp,
ekki sízt ungu kynslóðina, með þvi að
bera fram i sjónvarpi og í kvik-
myndahúsum, afskræml lífernismat.
Það striðir á móti heilbrigðu
siðgæðismati og raunar allri heil-
brigðri hugsun að gleðjast yfir
slysum, dauðsföllum og manndráp-
um, eins og reynt er að lýsa svo
„fagurlega” í nefndri grein. Hitt er
heldur, að slikt mat, stríðir á móti
góðleika i hugsun og kærleika til
náungans, sem ætti þó að vera
hverjum manni i blóð borinn.
Afskræming mannlegra til-
finninga er eitt af hættumerkjum
nútimans. Tilfinningaieysi gagnvart
þjáningum annarra er helstefnu-
einkenni, sem mun vera að færast í
vöxt, enda að því stuðlað af fjöl-
miðlum, þar á meðal af sjónvarpinu,
sem flesta daga flytur morð og dráp
inn á hvert heimili og miðar þannig
að slævingu heilbrigðra tilfinninga
fyrir lifi og dauða.
Sjónvarpið gæti hér verið í farar-
broddi og stuðlað að göfgi i hugsun
og sannri andans menningu, langt
umfram það, sem verið hefur til
þessa.
Spurning
Ertu búinn að telja
fram til skatts?
Linar Pélursson verzlunarmaður: Nei,
ég er ekki búinn að þvi. Ég ætla að gera
það um helgina.
Ríkisstjórnin kanni
atvinnumálin
á Eyrarbakka
eins og í Eyjum
Kyrbekkingur hringdi:
Ég heyrði i útvarpinu, að rikis-
stjórnin sé búin að skipa nefnd til að
kanna ávinnuástandið i Vestmanna-
eyjum.
Ég held, að það væri full ástæða
fyrir rikisstjórnina að láta kanna
atvinnuástandið á Eyrarbakka, þar
sem atvinnuleysi er landlægt á hverju
ári.
Svo dæmi sé tekið, þá er konan
min með 60 atvinnuleysisdaga frá 4.
október og út febrúar. Ég held að
það væri verðugra verkefni fyrir
ráðamenn að gera eitthvað i atvinnu-
niálum Eyrbekkinga heldur en Vest-
mannaeyinga.
Sjálfur bjó ég í Vestmannaeyjum í
26 ár og ætti því að geta borið þessa
tvo staði saman i atvinnulegu tilliti.
Það er ekki vafi á þvi að Eyrarbakki
er verr settur.
Dulbúin
eignakönnun?
Þormóður Guðlaugsson nnr. 9702—
6939 skrifar:
Mér brá óneitanlega illa er skatt-
stjóri fullyrti á beinni linu, að það
yrði trúnarmál milli sín og fram-
teljanda ef hann gæfi upp númer
innlagsbókar. Þetla stenzt ekki þvi
að um leið og bókareigandi er búinn
að skjalfesta bók sína á framtalið er
hún orðin opinber fjölda manns
til sýnis rikisskattalögreglunni og
fleirum. Þessi inneign hefur hingað
til verið skattfrjáls og hvað getur
skattstjóra varðað um skaltfrjálsar
eignir skattborgaranna?
Það fæst ekki heldur staðizt, að
hann geti fengið hjá bönkum
uppgefnar tölur um inneign fram-
teljanda því ekki fékk Svavar
Gestsson, fyrrverandi viðskipta-
ráðherra þetta upp gefið á sinum
tinia og ætti hann þó að hafa verið
valdameiri en skattstjóri.
Er skattstjóri kannski að mata
almúgann eða er þetta kannski
dulbúin eignakönnun?
Úr plastverksmiójunni á Eyrarbakka.
'~„Ekki fékk Svavar Gestsson þetta
uppgefið á sínum tíma,” skrifar Þor-
móður Guðlaugsson.
VOLARÉ PREMIER station 1978
sjálfsk., vökvast. 318 ci. vél ek.
30 þús. km. Brúnn. 7.2 m.
D0DGE ASPEN SE 1979 4 dyra, 6
cyl., sjálfsk., vökvastýri, ek. 20
þús. km. Slffurgrár. 7.4 m.
D00GE ASPEN SE 1977 station.
6 cyl., sjálfsk., vökvastýri, ek. 27
þús. km. Brúnn. 6.2 m.
D0DGE ASPEN SE 1977 2ja dyra,
6 cyl., sjálfsk., vökvastýri, ek. 26
þús. km. Silfurgrár. 5.9 m.
D0DGE SWINGER 1976,2ja dyra,
6 cyl., sjálfsk., vökvastýri, ek.
53 þús. Hvítur 4.5 m.
D0DGE DART Custom 1974 4
dyra, 6 cyl., sjátfsk., vökvastýri,
ek. 108 þús. Blár 2.8 m.
CHRYSLER LeBaron station 78,
glæsilegur vagn með öllu, ek. 15
þús. km. Brúnn. 8.5 m.
DODGE MAXIVAN 1977 sæti f. 7
farþega, sjálfsk., vökvastýri, ek.
43 þús. Grár. 6.9 m.
Athugið að SIMCA er billinn
fyrir islenskar aðstæður, spar-
neytinn, rúmgóður og sterkur
- bíllinn sem endist.
SIMCA 1508 GT 1978 ekinn
23 þús. km, fallegur lúxusbíll.
Koparbrúnn. 4.9 m.
SIMCA1307 GLS 78.4.2 m.
SIMCA1508 GT 77 . . 4.4 m.
Simca 1307 GLS 76.
SIMCA 1100 LE 1979 ekinn
aðeins 10 þús. km.
SIMCA 1100 GLX 77.3.4 m.
SIMCA 1100 LE 77 .. 32 m.
SIMCA1100 Special 74.1.8
SIMCA 1100 sendibill 1979,
pþinn 16 þús. km. Vinsælasti
sendibíllinn. Rauður. 3.8 m.
VOLVO 244 GL 1979’ek, 16 þqs.
km, vökvastýri, útvjsegulb. upp-
hækkaður. Rauður. 8.4 m.
VOLVO 245DL78........7.3 m.
VOLVO 144 DL 74 .... . 4.2 m.
VOLVO 144 ÐL 72......2.6 m
JEPPARIÚRVALI: m.a.
FORD BRONCO RANGER 1976
ek. 52 þús. km, sérstaklega vel
með farínn bíll. 6.2 m.
CHEROKEE 76..........6.5 m.
RAMCHARGER 75........4.9 m.
BLAZER CHEYANNE 73.4.5 m
MAZDA 323 station 79 . . 4.5 m.
TOYOTA COROLLA sport 75. 2.9
MB GALANT 74.........2.6 m.
FIAT 127 900/L 78....3.2 m.
FIAT132 GLS 77.......3.9 m.
. . . 2.8 m.
. . . 3.2 m.
ALLEGRO 77 . .
MINI1000 79. .
FORD MAVERICK 74 ... 2.9 m
MERCURY COMET 77 . . 4.9 m
ÚDÝRIR BÍLAR:
VW 1300 72 ... . 850 þús.
SAAB 96 70 ... . 900 þús.
CORTINA 71. . . . . 900 þús.
PEUGEOT 504 70 1500 þús.
CHRYSLERSALURINN
SUDURLANDSBRAUT 10 - SÍMAR 83330 - 83454
Kristján Finnbogason afgreiðslu-
maður: Já. Það er hálfur mánuður eöa
þrjár vikur síðan ég lauk þvi. Ég fékk
viðskiptafræðing til að gera það fyrir
mig. Nei, ég veit ekki, hvernig skatt-
arnir koma út hjá mér. Það veit enginn
ennþá, hver skattstiginn verður.
Davíð Sigurðsson.Kiat-umboðinu: Nei,
ég er ekki búinn að þvi. Ég er með
fyrirtæki og ég læt þá sjá um þetta.
Gunniaugur Árnason verkstjóri: Já, ég
er búinn að þvi. Ég fékk endurskoð-
anda til að sjá um þetta fyrir mig og
hann var að gleðja mig með þvi, að
sennilega fengi ég meiri skatt i ár en i
fyrra þar sem ég hef ekki barnafrádrátt
lengur og hafði góðar tekjur.
Jón Kjartansson afgreiðslumaður:
Nei, ég er ekki búinn að þvi. Ég ætla að
gera það kl. 2 i dag. Ég fæ niann til að
gera þetta fyrir mig.
Páll Magnusson blaðamaður: Net, ég
geri hana á morgun. Ég fæ aðstoð til
þess hjá kunningja.