Dagblaðið - 20.03.1980, Síða 3

Dagblaðið - 20.03.1980, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980. 3 Lúaleg aðför löggjafans gegn sparifjáreigendum þeim er raunverulega hafa haldið þjóðfélaginu gangandi Ellilífeyrisþegi skrifar: Aðför löggjafans þykir nú með ólíkindum lúaleg gagnvart þeim þegnum þjóðfélagsins er sýnt hafa þann nauðsynlega skilning og það já- kvæða viðhorf að spara og leggja til hliðar einhvern hluta launanna eða aflafjár, til tryggingar gegn áföllum og til elliára, því allir vita að ekki verður lifað af þeim smánarbótum sem kallaðar eru ellilifeyrir í þessu landi. Allir vita að skylda hvers þess er leggja vill peninga í banka að gefa upp til skattyfirvalda ekki aðeins fjárhæð og nafn banka heldur einnig númer bankabókar og allar innistæður, hverju nafni sem nefnast, er ekkert annað en eigna- könnun. Tilgangurinn getur verið sá einn að reyna að klófesta eignir sparifjáreigenda. Þokkalegt athæfi, eftir að fram hefur farið stórfeUdur þjófnaður frá þeim þjóðfélags- þegnum er ginntir hafa verið til að „Meðan núverandi ástand ríkir 1 skattalöggjöf skyldi enginn vera svo fávls og óhollur sjálfum sér og slnum að láta sig dreyma um að biðja lánastofnanir að á- vaxta fé sitt,” segir bréfritari. DB-mynd Ragnar Th. leggja fé inn í banka með loforðum um raunvexti, er nú hafa verið svikin á grófasta hátt. Þessi upptaka eigna hefur farið fram um fjölda ára og nú skal gengið milli bols og höfuðs þess auðtrúa fólks, sem gegnt hefur því lífsnauðsynlega hlutverki aðsjá lána- stofnunum fyrir rekstrarfé og raunverulega haldið þjóðfélaginu gangandi. Hér er aðeins eitt að gera til að kenna misvitrum og miður velvilj- uðum löggjafa þá einu lexíu er hann myndi skilja: Þið sem eigið eitthvert sparifé, takið það út úr bönkum og spari- sjóðum ef minnstu líkur eru á því að forstöðumenn lánastofnana brjóti þann trúnað er milli þeirra og innleggjenda á að vera. Meðan núverandi ástand ríkir i skattalöggjöf skyldi enginn vera svo fávis og óhollur sjálfum sér og sínum, að láta sig dreyma um að biðja lánastofnanir að ávaxta fé sitt. Sá mun verða veginn og léttvægur fundinn og hljóta skaða fyrir heimsku sina. Spurning dagsins heidur þú að verði næsti forseti íslands? Sverrir Gunnarsson, starfsmaöur í Hagkaupi: Higum við ekki að segja, að það verði ríkissáttasemjarinn, Guðlaugur Þorvaldsson. Ég hugsa að ég styðji hann. Bláfjöll í 10 fréttimar Skíöamaður hringdi: Ég og fjölskylda mín förum oft á skíði um helgar. En undanfarnar tvær helgar hefur orðið minna úr túrnum en efni stóðu til. Við höfum tekið daginn snemma og ekið upp í Bláfjöll. En þegar þangað var komið var skíðasvæðið í bæði skiptin lokað. Þegar við komum heim var einmitt verið að segja frá þeim sannleik í há- degisfréttum útvarpsins. ísland úr NATO: Undirlægju- Nú langar mig að koma þeirri ósk minni á framfæri að getið verði um það i fréttunum kl. 10 á laugardags- morgna hvort Bláfjallasvæðið er opið eða ekki. Of seint er að fá þessar upplýsingar um hádegið. Eða þá að skilti verði komið upp strax í Ártúns- brekkunni um hvort svæðið er opið. Slíkt skilti er nú aðeins við inngönguna inn á svæðið. Ég veit að i gangi er simsvari sem á að veita manni upplýsingar um það hvort svæðið er opið en eftir að vera tvisvar búinn að setja fjölskylduna á simavakt og reyna að ná sambandi í klukkutíma og einn og hálfan tíma, er ljóst að eitthvaö meira verður til að koma. Frá skiðalöndunum I Bláfjöllum. hátturí utanríkis /S málum Unnar Brynjarsson, Hrærekslæk, N- | Múlasýslu, skrifar: Tilefni þess að ég skrifa þessa grein er fréttapistill nokkur sem ég þef hér fyrir framan mig og birtist i DagÉláðÍnú' þann 18. febrúar síðast- liðinn. Þar stendur meðal annars: „Stefna ríkisstjórnarinnar verður óbreytt í utanríkismálum.” Á öðrum stað stendur: „Enda þótt ekki hafi verið mörkuð tæmandi stefna rikis- stjórnarinnar í utanríkismálum er það ljóst að fram verður fylgt óbreyttri stefnu varðandi Nató og öryggi Íslands.” Nú er það svo, að það er framsóknarmaður sem fer með utan- ríkismál sem utanríkisráðherra. Þarf fáum að koma á óvart þó fram-1 sóknarmönnum geðjist vel að því að koma í framkvæmd slíkri undir-| lægjustefnu. Hitt er verra, að Alþýðubanda-1 lagið virðist samþykkja slíkan ósóma með þögninni. Eða er það ef til vill áhugaleysi vegna valdanna i ráðherrastólunum? Beinast liggur við að ætla að Alþýðubandalagið hugsi sér að þurrkast út í næstu kosningum, svo ábyrgðin verði því ekki að fótakefli. Væri ekki hugsanlegt fyrir islendinga að leita eftir einhvers konar samvinnu við hlutlausar þjóðir ef nauðsynlegt reynist að hafa herstyrk aðbaktryggingu? ísland úr Nató. Herinn burt. Kaaio ARMULA 38 (Selmúla rnegim 105 REYKJAVÍK SIMAR: 31133 83177 PÖSTHÖLF 1366 Sendum í póstkröfu Allt tílhljómfli HEIMILID — £ DÍSKÓTEKIÐ Guðbjartur Kristjánsson, 13 ára: Ég veit alveg hver það verður. Það verður Albert Guðmundsson. Björn Jóhannesson, 13 ára: Eg er ekki viss uin hvor verður hlutskarpari Alberl eða Vigdís. Mér er alveg sama hvort þeirra nærkosningu. Ásdis Jensdóttir, húsmóöir: Það verður Vigdis Finnbogadóttir. Ég ætla að kjósa hana. Hún hefur svo margl gott tilaðbera. Margrét Björgvinsdóttir, húsmóöir: Ætli það verði ekki Vigdis Finnboga- dóttir. Sjálf er ég ekki búin aðgera upp viðmig hvernégkýs. Þórarínn Kristjánsson, 15 ára: Ég hcld, að það verði Albert Guðmundsson vegna þess að Vigdís mun taka svo inikiö fylgi frá Guðlaugi.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.