Dagblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 24
Engin hreyf ing á verkfallsmálum á Vestfjörðum: Við erum sveigjanlegir - en útgerðarmenn ekki —segir Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða „Það gerist ekki neitt í verkfalls- málum hjá okkur,” sagði Pétur Sigurðsson formaður Alþýðusam- bands Vestfjarða i morgun. „Guð- mundur Guðmúndsson hefur lýst þyí yfir af hálfu útgerðarmanna, að þeir séu ósveigjanlegir og það þýðir að þeir ætli sér ekki að semja. Við erum aftur á móti sveigjanlegir og sýndum þaðá siðasta fundi.” Nú hefur Verkalýðsfélag Bol- ungarvíkur farið fram á sérviðræður við atvinnurekendur. Rýfur það sam- stöðu verkalýðsfélaganna á Vest- fjörðum? „Það þarf nú að ræða við Karvel um það. Nú annaðhvort er að sýna samstöðu með félögum sinum eða semja sér. Við höfum ekki bannað þeim það. Þeir hljóta að gera það upp við sig um helgina hvora leiðina þeir veljá.” Verkalýðsfélögin á Bíldudal, Suðureyri, Patreksfirði og Flateyri hafa fengið heimildir til verkfalla og er þar lögð áherzla á samstöðu með öðrum félögum á Vestfjörðum og Alþýðusambandi Vestfjarða. Félögin á Súðavík og Tálknafirði hafa enn ekki tekið afstöðu og félagið á Þing- eyri hefur enn ekki sagt upp samning- um sjómanna, en rætt hefur verið um samúðarvinnustöðvun á Þingeyri 20. april nk. -JH. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar: Vetrarvertíð lýkur ekki síðar en viku af maí —og 1. maí á hinu hefðbundna vertíðarsvæði Vetrarvertíðinni lýkur hinn 1. maí siðar en viku af maí, samkvæmt m.a. á fundi hennar i gær. Hún er að Hefðbundin vertíðarlok hafa á hinu hefðbundna vertiðarsvæði, heimildum sem DB telur áreiðan- verulegu leyti byggð á fiskverndar- Iöngum verið talin hinn II. maí. Á samkvæmt ákvörðun stjórnvalda. legar. sjónarmiðum, með sérstöku tilliti til siðustu áratugum hafa lokin þó dreg- Annars staðar á landinu kann henni Ofangreind ákvörðun er niður- hins óvenju mikla afla sem úr sjó izt og oft hafa þau í raun ekki orðið að Ijúka eitthvað siðar, en þó hvergi staða mikilla viðræðna í ríkisstjórn, hefur fengizt þaðsem af er þessu ári. fyrr en undir mánaðamót maí/júní. BS Fjölbreytileg veiði íbugtinni: Fékk 3-4000 svartfugla í netin —og á fjórða tonn af þorski „Við fengum svartfuglinn norður af hrauninu,” sagði Filip Höskuldsson, skipstjóri á Gunnvöru frá Drangsnesi, er DB hitti hann að ijáli i morgun við Reykjavíkurhöfn. Filip sagði að heilu breiðurnar af fugli væru á þessum slóðum (nánar til- tekið er þetta suð- til suðvestur af Akranesi). Þarna væri grunnt og mikið æti. Hann gizkaði á að hann hefði fengið urrr3—4 þús. fugla i netin. Það væri ekki óalgengt að fá svartfugl í net, en ekki svona mikið. „Þetta er ekki gott. Jú, Eggert Gísla- son fékk helling i gær,” svaraði hann spurningu okkar um hvort fleiri hefðu fengið svartfugl og hvernig honum fyndist að fásvona „afla”. Hann sagði að mokveiði væri, en hann hefði rétt verið að byrja og aðeins fengið 3—4 tonn af þorski i gær. Filip kvaðst fá óverulegt verð fyrir svartfuglinn. Og hver keypti svo fugl- inn? Jú, Jón Barðdal var kaupandinn, en hann er meðal þeirra sem stunda svart fuglsskittirí. - EVI Þessi mynd var tekin niöur við Reykjavíkurhöfit um 7-leytið i morgun. Það verður varla hörgull á svartfugli I verzlunum á næstunni. DB-mynd S. frjúlst, áháð dagbJað FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980. Bensínhækkun á mánudaginn Bensínið hækkar í 430 krónur lítrinn á mánudaginn. Ríkisstjórnin hefur afgreitt málið eftir talsverðar vanga- veltur og margra vikna töf. Niður- staðan varð, að fresta skyldi ákvörðun- um um að draga úr skattheimtu rikisins á bensinið og endurskoðun á álagningarreglum. Á mánudaginn taka því gildi allar þær hækkanir sem verðlagsráð hafði lagt til, að viðbættri hækkun vegna hækkunar söluskatts, sem samþykkt var á þingi í gærkvöld. -HH. Hækkun sölu- skattsígegn Efri deild Alþingis samþykkti í gær- kvöld með atkvæðum stjórnarþing- manna gegn atkvæðum stjórnarand- .stæðinga bæði hið nýja orkujöfnunar- gjald (hækkun söluskatts) og lækkun olíugjalds til fiskiskipa. -HH. Innbrota- faraldur? í nótt var brotizt inn i fimm fyrir- tæki í Borgartúni 29. í morgun var ekki Ijóst hverju hafði verið stolið. í fyrrinótt voru innbrotsþjófar einnig á ferð á bilaverkstæðinu Suður- landsbraut 10 og skemmdu þar meðal annars bíl sem þeir óku á verkstæðis- bifreiðina. Öðrum bíl stálu þeir en hann fannst síðan í gærkvöldi. Mikið hefur verið um innbrot í Reykjavik og nágrenni að undanförnu og talsverðar annir hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisinsaf þeim sökum. -GAJ. Sólbrenndirog sællegiráEskifirði Hólmanesið landaði á Eskifirði á miðvikudag 110 tonnum af góðum þorski. Hólmatindur er nú búinn að vera á annan mánuð í viðgerð, en hann er í slipp á Akureyri. Minni skipin fóru aftur á sjó eftir páskana eftir lögskipað stopp. Það er mikill tekjumissir fyrir sjómenn og landverkafólk, sem oft hefur einmitt haft gífurlegar tekjur í pás kahrotunni. Nú gátu sjómenn og fiskverkunar- fólk farið á skiði um þessa löngu hátíð. Er það sólbrennt og sællegt, er engu líkara en að það sé nýkomið frá sólar- löndum. Nú er bara enginn áhyggju- svipur á þvi, eins og oft vill bera við þegar það kemur úr hinum stóra heimi þar sem sólar hefur verið notið. Slík ferðalög verða oft mörgum sinnum dýrari en reiknað er með eftir auglýs- ingum. Á Eskifirði er dásamleg tíð, logn og sólskin. -Regína/abj. TÖGGUR UMBOÐIÐ SÍMI v 81530

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.