Alþýðublaðið - 13.12.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.12.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ TvS 'JlíB Jölatrén eru komin. Panta má þau í dag. Arni Erikssou fr SANIKEPNI UM MECCANOSMIÐAR, HKJ Spyrjið ekki um afsláttinn, — en vöru- verðið, og athugið um leið vörugæðin hjá cTCaraíéi fer íram hér í Reykjavfk í Jok þessa mánaðar og geta allir þeir sem eiga „Meccano" tekið þátt i henni. — Þrenn verðlaun verða veitt fyrir bestu gripina; auk þess verða nokkrir bestu gripimir send ir til þátttöku í allsherjar sam- keppninni í Englandi næsta vor. Þeir, sem óska að taka þátt í samkeppni þessari, gefi sig fram i verzl. Arnarstapi fyrir 22. þ. m. 2000 kr. í jólagjöi getið þér búist við að fá, ef þér verzlið við kaupmenn, sem láta yður hafa kaupbætismiða. Alþbl. er blað allrar alþýðu. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. I * . Bitstjóri og ábyrgCarmabur: Ólafur Friðriksson. PrentsmiBjan Gutenberg. ivan Turgenlew: Æekumlnnlngar. eg ekki lengur eg sjálf. Hlustið þér á þetta? Eða leið- ist yður?“ Sanin sat álútur en lyfti þó höfðinu, þegar hún spurði. „Nei, mér leiðist ekki. En eg er að hugsa um, hvers vegna þér séuð að segja mér alt þetta“. María Nikolajsvna færði sig svolltið nær honum. „Eruð þér f raun og veru svo . . . heimskur, eða svo hæverskur að þér viljið ekki viðurkenna að Þér -skiljið ástæðuna til þess?“, Sanin leit aftur upp. „Eg segi yður alt þetta," hélt hún áfram, „af því að mér líkar svo vel við yður. Þér þurfið ekki að verða hissa, eg er ekki að gera að gamni mlnu. Eg vil ekki, ,að þér álítið verri eða annað en eg er. Þessvegna er eg að segja yður alt þetta. Og eg er hreinskilin. Eg skrökva aldrei. Eg veit að þér elskið aðra stúlku . . . og ætlið að giftast henni. . . . Þér verðið þó að viðurkenna að minsta kosti, að eg sé ekki eigingjörn. Annars gætuð þér hér viðeigandi sagt: cela ne tire pas á conse- quence!" Hún fór að hlægja, en þagnaði strax og starði fram fyrir sig eins og hún furðaði sig á því, sem hún sjálf sagði og augun hennar, sem ella voru svo fjörleg og dirfskuleg, brá fyrir eins og kvíða og hrygð. „Hún er slangal" hugsaði Sanin með sjálfum sér, — „en þó falleg slangal „Réttið mér sjónaukannl" sagði María Nikolajevna alt í einu, — „eg ætla að sjá, hvort þessi jeune prem- iere er í raun og veru eins Ijót og hún sýndist. Maður gæti látið sér detta í hug, að leikhússtjórinn hefði ætl- ast til þess að hún yrði ekki til þess að gera unga menn vitlausa." Sanin rétti henni sjónaukann. Um leið og hún tók við honum, strauk hún hægt en þó fast um hetidur lians. „Verið þér nú ekki svona alvarlegur," hvíslaði hún brosandi, „eg skal segja yður nokkuð. Enginn getur fjötrað mig. Eg elska frelsið og viðurkenni að engar skyldur. Færið þér yður svolítið svo að við getum heyrt það sem fram fer!“ Marfa Nikolajevna beindi sjónaukanum í áttina til leiksviðsins og Sanin fór líka að horfa þangað. Þarna sat hann hjá henni f hálfdimmri stúkuni og anaaði að sér ilminum af fötum hennar. Hann endurtók í sífellu með sjáffum sér það, sem hún hafði verið að segja við hann. XL. Leikurinn stóð ennþá í heila klukkustund, en hvor.ki María Nikolajevna né Sanin gáfu honum nokkrurn gaum. Áður en þau vissu, voru þau aftur farin að tala um svipað efni og áður. En nú þagði Sanin ekki. Með sjálfum sér var hann gramur bæði við sig og Maríu Nikolajevnu. Hann reyndi að sanna henni hversu frá- leitnar „kenningar" hennar væru — en eins og henni væri ekki sama um allar „kenningar"! Hann fór svo í kappræðu við hana, hún gladdist yfir því með sjálfri sér, „hann ætlar að fara að láta undan, hann gengur í snörnna!" Hún svaraði honum, hló, viðurkendi að hann hefði á rettu að stauda, sökti sér niður í húgsanir, eða þá að hún hóf kappræðurnar á nýjan leik, en altaf færði hún sig nær honum og horfði svo fást á hann, áð hann gat ekki lengur litið undan. Hann sneri sér að henni og svaraði augnaráði henn- ar með kurteislegu brosi. Henni hafði lika tekist að fá hann til að tala um skyldurnar og heilagleik ástarinnar og hjónabandsins. Það er altaf gott að byrja á slfku efni. Þeir, sem þektu Maríu Nikolajevnu, voru vanir að segja, að undir eins og hægt væri að merkja wðkvæmni í framkomu hennar, þá væri við hinu versta að bú- ast. . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.