Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 20
„Voruð þið
að skipta”
— spurði annar línuvarð
anna í leik Fylkis og ÍBÍ
Sókndjarfir og baráttublaóir
leikmenn Breiðabliks unnu Vikinga i
Laugardal í gærkvöldi með tveimur
mörkum gegn einu og gat sigurinn
orðið stærri því lokamínútur leiksins
bókstaflega óðu Blikarnir í
marktækifærum, enda Víkingar þá
orðnir einum færri. Með sama áfram-
haldi þurfa Blikarnir vart að óttast fall
í aðra deild. Þvert á móti eiga þeir að
geta unnið hvaða lið sem er, og ef þcir
ráða bót á veilum sem eru i varnarleik
þeirra ættu þeir að geta barizl um
eitthvert ef efstu sætunum í deildinni.
Breiðablik tók forystuna þegar á 6.
minútu leiksins og var það marka-
kóngur liðsins, Ingólfur Ingólfsson sem
skoraði markið með skalla. Markið
kom eftir slæm varnarmistök Vikinga.
Róbert Agnarsson hugðist senda
boltann á Magnús Þorvaldsson, sem
þarna lék sinn 250. leik. Heigi Bentsson
náði hins vegar knettinum af Magnúsi
og komst einn innfyrir vörn Víkings.
Diðrik hálfvarði skot hans, en Ingólfur
Ingólfsson fylgdi vel eftir og skallaði
knöttinn í netið, 1—0.
Aðeins fjórum mínútum siðar
jöfnuðu Víkingar. Þórður Marelsson
skoraði þá gott mark með föstu skoti
eftir sendingu frá Hinrik Þórhallssyni,
1 — 1.
Eftir mörkin dofnaði yfir leiknum,
liðin skiptust á um að sækja og um
tíma leit út fyrir að leikurinn ætlaði að
leysast upp i sama miðjuþófið og i hin-
um hörmulega leik KR og Víkings á
dögunum. Aðeins lifnaði yfir leiknum
á lokamínútum hálfleiksins og þá fékk
Aðalsteinn Aðalsteinsson gott
marktækifæri við mark Blikanna og
Vignir komst í gott færi hinum megin
en hvorugt færanna tókst að nýta.
Blikarnir komu mjög ákveðnir til
leiks í síðari hálfleik og einnig lifnaði
nokkuð yfir framlínu Víkings en þeir
Heimir Karlsson og Lárus Guðmunds-
son komu inn á i staðinn fyrir Helga
Helgason og Gunnlaug Kristmundsson.
Sú ákvörðun þjálfara Víkings að skipta
báðum varamönnunum inn á í hálfleik
átti þó eftir að reynast mjög vafasöm
því þegar nokkrar minútur voru til
leiksloka meiddist Róbert Agnarsson
og Vikingar léku þvi einum færri loka-
mínúturnar.
Fylkir og ísafjörður skildu jöfn, 0—
0, í leik liðanna I 2. deildinni á föstu-
dagskvöld og voru þau úrslit i hæsta
máta sanngjörn. Geta ísfirðingar vel
við unað og hafa nú krækt sér i 5 stig úr
fyrstu þremur leikjum sínum.
Það voru varnir liðanna er réðu
gangi leiksins á föstudag og ekki
skapaðist oft veruleg hætta við markið.
Tvivegis nötruðu þverslárnar þó eftir
þrumuskot leikmanna úr aukaspyrn-
um. Áttu ísfirðingar fyrst hörkunegl-
ingu i þverslána en Fylkismenn svöruðu
fyrir sig er Hilmar Sighvatsson skók
þverslá marks ísfirðinga.
Annars vakti það mesta athygli
blaðamanns að annar línuvörðurinn
virtist alls ekki starfi sínu vaxinn.
Fylgdist illa með leiknum og virtist með
hugann við flest annað en það sem
gerðist á vellinum. Gáði hann til veðurs
á milli þcss sem hann spókaði sig i blið-
unni og spjallaði við nærstadda. Gekk
svo langt að hann tók yfirhöfuð ekki
eftir því er Fylkismenn skiptu einum af
leikmönnum sínum útaf. „Strákar,
voruð þið að skipta?” spurði hann
undrandi er hann áttaði sig á því að
einn leikmanna bar óþekkt númer.
Varð piltur að gera svo vel að gefa
skýringu á því hvi i ósköpunum hann
hefði vogað sér inn á völlinn án þess að
iáta línuvörðinn vita. Þarna hefði
dómarinn átt að gripa inn i og gefa gult
spjald.
Góður sigur
Þórsá65ára
afmælinu
Þórsarar hófu loks að leika í 2. deild-
inni á föstudag og yfirspiluöu þá slaka
Ármenninga á Akureyri. Sigurinn varð
hins vegar ekki nema 3—0 og var það í
minnsta lagi eftir gangi leiksins.
Þór sótti stift ailt frá byrjun en
Ármenningar áttu ekki minna í
leiknum til að byrja með. Vörn þeirra
og markvarzla var hins vegar óörugg og
á 13. minútu kom fyrsta markið. Var
það Óskar Gunnarsson er það skoraði
eftir góða fyrirgjöf Guðmundar Skarp-
héðinssonar. Annaö markið kom á 24.
minútu og var þar Rúnar Skarphéðins-
son að verki. Þriðja markið kom siöan
strax i upphafi siðari hálfleiks og var í
cign Guðmundar Skarphéðinssonar.
-GS.
Vafasamt víti
Þróttur sigraði nágranna sina úr Austra
2—1 i hörkuleik á föstudag þar sem
jafntefli hefði að flestra mati verið
sanngjarnast. Björgúlfur Halldórsson
skoraði fyrir Þrótt á 15. mínútu en
Austramenn jöfnuðu metin eftir að
markvöröur þeirra hafði varið vita-
spyrnu. Var þar Hjálmar Ingvarsson að
verki. Sigurmark Þróttar kom stöan
um 5 min. fyrir leikslok úr vitaspymu.
Þórhallur Jónasson skoraði úr því af
öryggi.
Réttlætinu fullnægt
—er Haukar og KA skildu jöf n á laugardag
Haukar og KA deildu með sér stigun-
um í viðureign liðanna i 2. deild á
laugardag. Lokatölur urðu 1—1 og
verða að teljast sanngjörn úrslil þegar á
heildina er litið. Telja má vist að bæði
þessi lið komi til með að berjast um
sigurinn i deildinni ásamt Fylki og ís-
firðingum, sem virðast vera að ná sér
aftur á strik eftir magurt sumar i fyrra.
Það var Jóhann Jakobsson sem
skoraði fyrra mark leiksins er skammt
var til leikhlés. KA hafði sótt mun
meira í fyrri hálfleiknum og forysta
þeirra fyllilega verðskulduð. í siðari
Heimsmet í sparakstri
Óvenjulegt heimsmet var setl i
Sydney i Ástralíu i gærdag. Carol
Darwin, 20 ára símadama, setti þá.
heimsmet í sparaksri er hún ók
ökutæki sinu 2699 milur á einu galloni
af bensini. Það þýðir að hún ók 950
kilómetra á hvcrjum lítra. Ærið
merkilegur árangur atarna. Vélin var
aðeins 10 kúbika mótor úr módelflug-
vél. Gamla heimsmetið i slikum spar-
akstri átti Breti siðan í fyrra.
Meðalhraði Darwin var um 25 km/klsl.
hálfleiknum sóttu Haukar mjög í sig
veðrið og Ólafur Jóhannesson jafnaði
metin með hálfgeröu heppnismarki.
Hann spyrnti af um 20 metra færi.
Knötturinn fór í einn varnarmanna KA
og hoppaði síðan I markið án þess að
Aðalsteinn markvörður, sém var
kominn úr jafnvægi, fengi rönd við
reist.
Óskar Ingimundarson skoraði mark
fyrir KA í fyrri hálfleiknum, sem virtist
gott og gilt, en var dæmdur rang-
stæður. Virtust menn ekki á eitt sáttir
við þann dóm því um millimetraspurs-
mál var að ræða í því tilviki. Þó hefði
verið ósanngjarnt ef KA hefði farið
norður með bæði stigin þannig að rétt-
lætinu var fullnægt í leikslok.
-SSv.
Völsungur á
topp 2. deildar
Völsungar tylltu scr á toppinn í 2.
deildinni um helgina með góöum sigri
yfir Selfyssingum á Húsavík. Loka-
tölur urðu 2—0 eftir að heimaliðið
hafði leitl 1—0 i leikhléi. Völsungur
hafði tögl og hagldir allan timann og
sótti stíft. Selfyssingar fengu sárafá
tækifæri sem eitthvað var spunnið i en
létu samt ekki deigan síga.
Það var fyrrum Fylkismaðurinn,
Ómar Egilsson, sem skoraði fyrra mark
Völsungs í fyrri hálfleiknum en í þeim
siðari bætti Gisli Haraldsson öðru við.
Völsungur hefur nú hlotið 6 stig úr
fyrstu þremur leikjum sinum en þess
ber þó að gæta að liðið hefur leikið við
fremur létta mótherja til þessa. Staðan
í 2. deildinni er annars þessi eftir þrjár
umferðir:
Völsungur 3 3 0 0 4—0 6
ísafjörður 3 2 1 0 7—4 5
KA 2 110 5—1 3
Haukar 3 111 5—6 3
Þór 1 1 0 0 3—0 2
Fylkir
Þróttur
Ármann
Selfoss
Austri
3 111 3—3 3
2 10 1 4—4 2
3 0 1 2 3—7 1
3 0 1 2 3—6 1
2 0 0 2 1—3 0
-GS/SSv.
Smythe var
sterkastur
Des Smyth frá írlandi varð hlut-
skarpastur i Newcastle 900 golfmótinu
sem lauk um helgina. Hann kom inn á
276 höggum — höggi á undan
Burroughs frá Englandi og Grcg
Norman frá Ástraliu. Margir frægir
kappar voru á meðal þátttakenda og
má þar nefna Sandy Lyle (278), Peter
Townsend (279) Hugh Baiocci (279),
Brian Barnes (281), Tony Jacklin (282)
og Bakdovina Dassau (283).
Hinn marksækni framherji Breiðabliks Ingólfur Ingólfsson er nú næstmarkahæstur í 1. deild með 4 mörk. Hér er hann á fullri ferð í átt að marki Vikings í gærkvöldi.
m -i)B-ni\nd:SS\.
Barattuglaðir Blikar
sigruðu Víkinga 2-1
—Sigurinn gat allt eins orðið stærri og Breiðablik virðist ekki líklegt til að
standa í f allbaráttu í sumar
Á 64. minútu komst Heimir
Karlsson i dauðafæri við mark Breiða-
bliks en Guðmundur Ásgeirsson mark-
vörður Blikanna varð vel. Blikarnir
brunuðu upp og endaði sókn þeirra
með því að Sigurður Grétarsson
skoraði mjög glæsilegt mark,
þrumuskot í stöng og inn eftir slæm
varnarmistök Víkinga. Tvívegis rétt á
eftir fékk Sigurður góð marktækifæri
sem ekki tókst að nýta.
Eftir þetta tóku Víkingar að sækja
meira en von þeirra um að ná jafntefli
varð að engu þegar Róbert Agnarsson
varð að yftrgefa völlinn á 83. minútu.
Blikarnir voru óheppnir að bæta ekki
við mörkum á lokamínútunum. Vignir,
Sigurður og Ingólfur fengu þá allir
tækifæri til að auka muninn en tókst
ekki að nýta færin.
Lið Breiðabliks er léttleikandi og
skemmtilegt, skipað ungum og bar-
áttublöðum leikmönnum. Sérstaklega
eru framlínumennirnir Ingólfur Ing-
ólfss., Sig. Grétarsson og Helgi
Bentsson skemmtilegir leikmenn og
Vignir er einnig mjög góður á
miðjunni. Þór Hreiðarsson og Einar
Þórhallsson, gömlu mennirnir í liðinu,
láta ekki heldur sinn hlut baráttulaust.
Guðmundur Ásgeirsson stóð fyrir sínu
í markinu. Veikleiki liðsins virðist eink-
um fólginn í bakvarðarstöðunum
Iveimur.
Lið Vikings olli vonbrigðum eins og
, i leiknum gegn KR um daginn og virðist
satt að segja ekki liklegt til afreka i
sumar. Þórður Marelsson einn stóð
upp úr með baráttu og dugnaöi, auk
l þess sem mark hans var mjög fallegt.
-GAJ.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1980
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir