Dagblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1980. 2 r Þegjandi samkomulag um hundahald V Unnar M. Andrésson skrifar: Ég get ekki setið á mér að svara „herra hræddum” sem bölsótast yfir hundahaldi i DB. Fyrst skulum við hafa það á hreinu aðhundahald er bannafl í Reykjavik. hn sem betur fer virðist vera eitthvert þegjandi samkomulag um að líða hundagreyin svo framarlega sem þeir valda engum spjöllum og borða ekki mannakjöt. Það liggur við að ég öfundi „hræddan” af því að hafa svona mikið af kátum hundum i kringum sig þegar hann fer út að ganga á kvöldin. Eg trúi hins vegar ekki að þeir séu svo aðgangsharðir viö hann eins og hann fullyröir því að hundar flaöra ekki upp um þá sem sýna þeim fjandskap; það hafa þeir þó fram yfir okkur mannfólkið. Það sannar aðeins hvað borgarbúar eru gjörsneyddir eðlilegri umgengni við náttúruna. í staðinn kemur svo „spísborgaraháttur” og smámuna- semi. Hræddur minn, ég skil ekkert í þér að vera að taka dýrmætt pláss I dag- blaði til að auglýsa sjúklega hræöslu þínavið hunda. Betra efni í kosningasjónvarpi Relflur hringdi: Ég hélt sannast sagna að kosninga- sjónvarpið væri ætlaö fullorðnu fólki en ekki börnum. Samt er engu líkara en svo sé því stöðugt var verið að sýna teiknimyndir og annað barnaefni sem á hvergi heima nema á barnasýningum. Vil ég þá frekar biðja um að fá eitt- hvað annað en þessar teiknimyndir, þaö er þó einu sinni fullorðið fólk sem fylgist mest með kosningasjón- varpi og vakir um nóttina. Þessi hundur la-tur sér hann \iú hundahaldi í léttu rúmi liut’ja. \----------------- l)K-m>nd Árni Páll. MYNDARLEGT SUMARFRÍ PRAKTICA HAGSTÆÐUSTU MYNDA- VÉLAKAUPIN VERÐ FRÁ KR. 124.200.- LINSUR 20-29-35-135-180- 300 MM HOYA FILTERAR IGÍFURLEGU ÚRVALI GERIR GÓÐAR MYNDIR BETRI! Canoii VERÐ FRÁ KR 267.500 AT-1, AV-1, AE-1, A-1 OG F-1 LINSUR; 18-24-28-35-50 MAKRO- 85-100-135-200-300 OG 100-200 OG 70-150 MM ZOOM MYNDAVELA- TÖSKUR 8GERÐIR FRÁKR 11.960 TIL KR 61.550 LANDSINS MESTA URVAL AF LINSUM OG FYLGIHLUTUM MUNIÐ KÆLIGEYMDU FILMURNAR Æ fagmanninum Versllð hia LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI 85811 Sjúklingar sviptir kosningarétti Kristinn Snæland skrifar: Miðvikudaginn 26. júni var ég full- frlskur og eldhress við vinnu mina. Framundan var kosningahelgi með starfi fyrir einn frambjóðandann og loks væntanleg vökunótt við spenn- andi talningu. Undir kvöld miðviku- dagsins gerist siðan eitthvert óhapp við höfuðdælu blóðsins um líkamann og er ekki að orðlengja þaö að nú ligg ég á Borgarspítalanum, óvirkur í bili, en eins fullkomlega fær um aö kjósa og hver annar. Hingað kominn fer ég að kanna hverjar horfur séu á að ég njóti kosn- ingaréttar míns. Þá kemur í ljós að laugardaginn áður fór fram utan- kjörstaðakosning á Borgarspítalan- um þar sem ég lenti inni á miðviku- degi. Liggja fyrir þær upplýsingar að hér verði ekki framkvæmd önnur utankjörstaöakosning fyrir forseta- kosningarnar. En það þýðir að eng- inn þeirra sjúklinga sem óvænt voru lagðir inn á spítalann síðan umrædd- an laugardag á kost á að kjósa og þessir sjúklingar raunverulega sviptir kosningarétti vegna furðulegra vinnubragða yfirkjörstjórnar. Aðeins á sömu deild og ég ligg á munu sex sjúklingar vera undir sömu „sök” seldir, að vera sviptir kosningarétti vegna vanhugsaðra vinnubragða yfir- kjörstjórnar. Vanalega eru menn sviptir kosn- ingarétti vegna glæpamála en við sjúklingarnir hér á Borgarspítalanum sem vorum lagðir inn síðustu vikuna fyrir kjördag erum m.ö.o. látnir fylla flokk sakamanna. Slík framkvæmd kosninga er þeim til skammar sem stjórna, eða þau lög setja sem rétt- læta þessa meðferð sjúklinga. Hér má sjá hinar umræddu framkvæmdlr. DB-mynd Sig. Þorri. Illa staðið að um- ferðar- framkvæmdum Ingólfur hringdi: Eg vil kvarta yfir því hvernig að viögerðarframkvæmdum á Kringlu- mýrarbraut er staðið. Ökumönnum er ekki gefið til kynna að um við- gerðarframkvæmdir sé að ræða fyrr en þeir eru rétt komnir að staðnum. Auðvitað væri nær aö vara menn fyrr viö svo þeir geti þá gert ráðstaf- anir til að skipta um akrein svo þvaga skapist ekki við lokunarskiltið. Ætti að vera einfalt fyrir vegavinnumenn að kippa þessu í liðinn og ættu þeir aðgera það fyrr en seinna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.