Dagblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1980. 5 Forsetaef nið Vigdís Finnbogadóttir sótt heim: Bessastaöakökumar boðnar með kaffínu — Ótalin skeyti hafa boriztfrá (>jóðL höfðingjum víða um | heim oglands- mönnum. Blóni og; blómakörfuróg i jafnvel fiskur til hins nýkjörna forseta 1 .IÓMAS HAT, ALDSSON Skeytabunkinn sem borizt hefur til Vigdisar er stór, bxöi frá þjóðarleiðtogum og tslendingum. Vænst þótti henni þó um kveðju tveggja litilla stúlkna i Breiðholti, kort og litla postulinsstyttu, en Vigdis heldur einmitt á sendingu stúlknanna. þeir vita hvaða persóna hún væri og hvaða þjóð íslendingar væru meðal þjóða. Þá væri mikið spurt um verðbólguna á íslandi. „Églegg mikla áherzlu á það,” sagði Vigdís, ,,að íslenzka þjóðin lifir við sömu kjör og iðnvæddar stórþjóðir og að því marki höfum við náð á aðeins um hálfri öld.” Gleöi og stolt Vigdís var að því spurð hvernig tilfinning það væri að taka við embætti forseta íslands? „Gleði, stolt og ósk um að geta gegnt því embætti með sama hæti og ég hef gegnt öðrum störfum. Mér hefur, að ég held, tekizt að gegna embættum mínum sæmilega. Við íslendingar höfum býsna margt að segja öðrum þjóðum. Ég er friðarsinni. Ég mun koma því til skila. Ég hef lengi fylgzt með alþjóðlegri umræðu um það hvernig heimurinn er samansettur úr hernaðarbandalögum, gráum fyrir járnum, og muninum á iðnvæddum og vanþróuðum þjóðfélögum. Ég veit hve miklu er eytt í hernaðaruppbyggingu og það er óendanlega miklu meira sem eytt er í að búa til vígvélar til að eyða lífi en að vernda mannlíf og byggja upp líf. Ég er bjartsýnismanneskja, það eflir til dáða. Svartsýni minnkar vinnuþol og þrek. Ég vil að við íslendingar séum bjartsýnir til að auka okkur þrek.” Svo sem eðlilegt er hefur hinn nýkjörni forseti fengið margar heimsóknir. Vigdís gat þess sérstaklega að í gærmorgun komu tveir geðþekkir piltar til hennar af togaranum Ingólfi Arnarsyni. í stað blóma færðu þteir Vigdísi fisk. „Okkur grunaði það að þú fengir svo mikið af blómum að okkur datt í hug að gefa þér ftsk,” sögðu strákarnir. Þeir færðu Vigdísi síðan stóran pakkaaf flökuðum ftski. „Það er ákaflega fallegt að láta sér detta þetta í hug,” sagði Vigdis. -JH. Bessastaðakökurnar bráðnuðu í munni í gær á heimili nýkjörins forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur. Blaðamenn sóttu hana heim síðdegis og var vel við hæfi að bjóða Bessastaða- kökurnar með kaffinu. Raunar eru blaðamannafundir misjafnlega vel sóttar samkundur, en undirritaður man ekki eftir betri mætingu á slíkan fund en í gær. Þar var mættur fulltrúi frá hverjum miðli en slíkt heyrir til undan- tekninga. En þaðer heldur ekki kosinn forseti á hverjum degi og því var tilvalið að bregða sér í Bessastaðakökur, sem standa konfekti ekki að baki. En fleira heyrði til undantekninga á fundinum í gær en almenn mæting. Menn voru stundvísir. Það gerist ekki nema mikið liggi við. Hjá blaðamönnum er hið akademíska korter við lýði og það kort- er verður stundum að hálftíma. Ótalin skeyti Falleg blóm og blómakörfur skreyta stofu Vigdísar og ótalin skeyti hafa borizt eftir kosninguna. Skeytin eru frá öllum helztu þjóðhöfðingjum og for- ystumönnum hins vestræna heims og þegar blaðamenn komu vantaði aðeins skeyti frá Carter Bandaríkjaforseta i hópinn. Carter sá þó að sér og barst kveðja hans og árnaðaróskir til Vigdís- ar meðan gestirnir stóðu við. Hljótt hefur hins vegar verið yfir þjóð- höfðingjum austan við járntjald og hafa engin skeyti borizt þaðan. Ekki má gleyma skeytum frá íslendingum, sem eru fjölmörg og einnig frá fjölmörgum kvennasamtök- um m.a. grænlenzku kvennasam- tökunum. Vænzt þótti Vigdísi um kveðju tveggja litilla stúlkna i Breiðholtinu. Þær sendu henni kort og litla postulínsstyttu. Stúlkurnar eru Sæunn Stefánsdóttir Æsufelli 2, Vigdis Finnbogadóttir með skeytið sem barst frá Carter Bandaríkjaforseta meðan blaðamenn dvöldu á heimili hennar i gær. stuðningsmenn Vigdísar, enda sendu sjómenn á Guðbjarti henni blóma- körfu. Þá barst blómakarfa frá Fyrsta embættis- verkið verflur á Ljósmyndarar blaðanna beittu margvíslegum líkamsæfingum til þess að ná sem beztum myndum, enda reyndi á þá þar sem þeir voru allir komnir saman. aðdáandi Vigdísar, eins og hún segir og Svava Helga, „þín heilagaelsku vina”. Togarasjómenn voru dyggir stuðningsmönnum Guðlaugs Þorvalds- sonar. Allir meðframbjóðendur Vigdis- ar sendu henni heillaóskaskeyti. Stöðugt samband vifl erlenda blaflamenn Vigdís var í allan gærdag í stöðugu sambandi við erlenda blaðamenn en greinilegt er að kosning konu í þjóð- höfðingjaembætti á Íslandi hefur vakið heimsathygli. Hún sagði að erlendu blaðamennirnir legðu mesta athygli á það að kona hefði verið kosin. Þá vildu „Það er bezt að nota víkingahnifinn á skeytið frá Carter.” Hrafnseyri „Það eru allar líkur á því að meðal minna fyrstu embættisverka verði á Hrafnseyri 3. ágúst nk. Þar á að halda mikla hátíð. Ég tel þetta merkilega til- viljun og mér er það sérstaklega kært að fá þannig að minnast Jóns Sigurðs- sonar, sem forseti íslands, með bisk- upnum yfir íslandi.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.