Dagblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLl 1980. / Loftbrú með vopn til Thailendinga —ástandið orðið alvarlegt að mati Carters Bandaríkjaforseta vegna ógnana Vietnama Jimmy Carter Bandarikjaforseti hefur tilkynnt að loftbrú verði mynd- uð á milli Bandaríkjanna og Bangkok í Thailandi. Flytja á vopn þangað austur en Carter telur ástandið þar orðið mjög alvarlegt vegna endurtek- inna árása Vietnama inn fyrir landa- mæri Thailands. Vopn og skotfæri af ýmsu tagi fyrir 3,5 milljónir dollara eða jafn- virði rétt um 1,8 milljarða íslenzkra króna verða nú flutt með sérstökum hraða yfir Kyrrahafið og til Bang- kok. 1 tilkynningu Bandarikja- stjórnar segir að Thailandsstjórn hafi þegar greitt fyrir þessi vopn. Hins vegar var tilkynnt í Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, að Bandarikjastjórn mundi standa undir kostnaði við sendingu vopn- anna flugleiðis. Mun hann nema um það bil einni milljón dollara. Er það sagt gert vegna hins alvarlega ástands sem sfcapazt hafi vegna áreitni Vietnama á landamærum Thailands og Kampútseu. Auk vopnanna, sem Thailendingar hafa þegar greitt, ætlar Jimmy Carter að beita sér fyrir að flýtt verði afhendingu á þrjátíu og fimm M-48 skriðdrekum. Einnig munu Banda- ríkjamenn senda ýmiss konar vopn að auki til Thailands. Að sögn fulltrúa utanríkisráðu- neytisins i Washington hafa sum þeirra vopna sem nú er ákveðið að fari til Thailands áður verið ætluð til sendingar til annarra landa. Dæmi var tekið um Norður-Yemen á Arabíu- skaganum en það ríki verður nú að bíða eitthvað lengur en áætlað var eftir vopnum sem það mun fá frá Bandaríkjunum. Fuíltrúi ráðuneytis- ins sagði í gær að hersveitir Vietnama væru enn í Kampútseu þar sem landið liggur að Thailandi. Ástandið þar væri mjög viðkvæmt en ekki væri barizt þar þessa stundina. Kaupmannahöfn: Stefnuvotturinn missti tölurnar en hélt lífinu Stefnuvottur í Kaupmannahöfn missti nokkrar tölur af skyrtu sinni, en hélt lífinu, er ofbeldisseggur búsettur á Norrebro lagði til hans hnífi. Sá ofbeldissinnaði hafði gerzt brotlegur gegn dönsku vopnalögunum og mis- þyrmt lögreglumanni. Er stefnuvotturinn bankaði upp á á heimili ofbeldismannsins til að tilkynna honum að hann ætti að mæta fyrir rétti, fékk hann fyrst í stað nokkur vel valin ókvæðisorð. Síðan dró hinn upp hníf og hefði votturinn ekki verið snar í snúningum og stokkið aftur á bak hefði hann án efa fengið kutann í belg- inn. Hann slapp hins vegar með að missa nokkrar tölur af skyrtunni. Við þetta varð stefnuvotturinn hræddur og hringdi á lögregluna. Þegar í stað komu tveir lögregluþjónar á staðinn. Þeir sprengdu upp dyrnar og handtóku kauða. ÞARFASTI ÞJÓNNINN Farartæki í Thailandi eru frumstæð og mikiö af matvæla- flutningum þar fara fram á vögnum sem dregnir eru af uxum en uxinn er þar þarfasti þjónninn. Bifreiðir hjálparstofnana, eins og þessi sem er i baksýn, skera sig þvi rækilega úr. M.vndin er tekin i einum flóttamannabúðunum þar sem flóttafólk frá Kampútseu dvelur. l)B-mynd JR. Bandaríkin: Formleg tilkynning frá Anderson John Anderson, fulltrúadeildarþing- maður repúblikana í Illinois í Banda- ríkjunum, lýsti því formlega yfir í gær- kvöld að hann væri staðráðinn í að keppa á móti Jimmy Carter og Ronald Reagan í komandi forsetakosningum. Hann býður sig fram utan flokka. „Ég trúi því nú, að óháður fram- bjóðandi geti sigrað þessar kosningar og lýsi í dag formlega yfir framboði mínu,” sagði Anderson á blaðamanna- fundi í gærkvöld. Siðustu tvo mánuði hefur hann kannað möguleika sína á að ná kjöri. Hann telur sig þurfa á fimmtán milljón dollurum að halda til að kosningabaráttan verði árangursrík. Á fundinum með blaðamönnum til- kynnti Anderson jafnframt að hann hygðist á sunnudaginn hefja kynn- ingarferð sína um Mið-Austurlönd og Evrópu. Hann hyggst vera tíu daga í förinni og reyna að sannfæra þjóðar- leiðtoga vinveitta Bandaríkjamönnum um að hann sé hæfur stjórnandi lands- ins. í förinni notar Anderson þotu frá Flugleiðum. Anderson barðist fyrir því að verða frambjóðandi repúblikana í forkosn- ingum og skoðanakönnunum síðastlið- inn vetur. Hann og George Bush lutu í lægra haldi fyrir Ronald Reagan. Anderson er í frjálslyndari armi Repú- blikanaflokksins. John Anderson sem nú býflur sig fram til forseta Bandarikjanna mun næst- komandi sunnudag hefja tiu daga ferð um Evrópu og Mið-Austurlönd. Fram- bjóðandinn hefur tekið á leigu þotu hjá Flugleiðum til fararinnar. Amnesty International um Rúmeníu: Nauðungarvinna, vist á geð- sjúkrahúsum og brottrekstur — bíður þeirra sem ekki fara eftir opinberu Ifnunni í málf lutningi — st jórnarskráin setur hömlur á mál- prent- og f undaf relsi Amnesty International tilkynnti í dag að rúmönsk yfirvöld beiti marg- víslegum refsiaðgerðum, bæði lögleg- um og ólöglegum, gegn þeim sem fara út fyrir opinber mörk tjáningar- frelsis í stjórnmálalegum, trúarlegum eða öðrum félagslegum málflutningi. í 20 blaðsíðna skýrslu um mann- réttindamál i Rúmeníu telur Amnesty International upp refsingar á borð við fangelsun, nauðungarvinnu, inni- lokun á geðsjúkrahúsum og skort á lögvernd. Samtökin benda enn- fremur á ofsóknir á hendur einstakl- ingum, hótanir og brottrekstur úr starfi eða þá nauðungarflutninga milli starfsgreina. Stjórnarskrá landsins setur hömlur á mál-, prent- og fundafrelsi og kveður á um refsingar fyrir það sem nefnt er ,,að bera út óhróður um ríkið”. Þeim sem fengið hafa fang- elsisdóm af svo augljósum pólitískum ástæðum, hefur heldur fækkað á siðustu árum að því er virðist, en nokkrir andófsmenn hafa verið ákærðir fyrir glæpi eins og „sníkju- lifnað” og „kynvillu” eftir því sem skýrslan segir. Amnesty Internatio- nal telur ásakanir þessar vera órétt- mætar. Meðal þeirra sem hlotið hafa refs- ingu eru meðlimir í óopinberu verka- lýðsfélagi, félagar í óleyfilegum trú- málahreyfingum, þeir sem óskað hafa eftir að flytjast úr landi og enn- fremur þeir sem gagnrýna þær að- gerðir rikisins sem brjóta í bága við almenn mannréttindi. Eitt tilfelli sem getið er um í skýrsl- unni er mál Janos Török, efnaverk- smiðjustarfsmanns og meðlims í kommúnistaflokknum, en á fundi á vinnustað sínum í Cluj í marz 1975, gagnrýndi hann það kerfi sem notað er við kosningar til þjóðþingsins. Hann var handtekinn og sagt er að hann hafi sætt alvarlegum pynding- um við mjög langar yfirheyrslur. Hann var lokaður inni á geðdeild og fékk nauðugur stóran skammt af ró- andi lyfjum. Hann losnaði af sjúkra- húsinu í marzmánuði árið 1978 og hefur síðan verið í stofufangelsi og einungis fengið að fara að heiman einu sinni í mánuði til viðtals viðgeð- lækni. Hann er aðeins einn af fjölda and- ófsmanna sem hafa'verið lokaðir inni á geðdeildum, þó svo rúmönsk lög ætli þau örlög einungis þeim sem eru sjálfum sér og öðrum hættulegir, eða þá þeim sem séð verður að muni fremja alvarlegan glæp. í febrúar 1979 var stofnað óopin- bert og óháð verkalýðsfélag rúm- enskra verkamanna og hefur meðlim- um þess verið refsað á margvíslegan hátt: Dr. Ionel Cana var dæmdur til fimm og hálfs árs fangelsisvistar í júni 1979 fyrir sakir sem enn hafa ekki fengizt opinberaðar. Aðrir hafa fengið mildari dóma fyrir brot eins og að dreifa upplýsingum erlendis í óleyfi og fyrir sníkjulifnað. Georghe Brasoveanu hagfræðingur mun hafa verið lokaður inni á geðsjúkrahúsi í marzmánuði árið 1979 — í fimmta skipti á átta árum — eftir að hafa gagnrýnt stefnu stjórnarinnar. í ágúst árið 1977 fóru námumenn í Ceausescu forseti Rúmeniu er sá sem mestu ræður þar I landi. Þrátt fyrir tiltölulega sjálfstæða stefnu gagnvart Sovétrikjunum og vinsæld- ir á Vesturlöndum vegna þess þá hefur forsetinn ekki uppi neina til- burði um að veita þegnum lands sins meira frelsi. t Rúmeníu þykir einna minnst tjáningarfrelsi af komm- únistarikjum Austur-Evrópu. Jiu dalnum í verkfall vegna deilu um eftirlaun og öryggisbúnað. Þeir sem voru áberandi í þeirri baráttu voru handteknir og sendir án dóms til vinnu i öðrum héruðum undir lög- reglueftirliti. Nokkrar heimildir herma að tveir verkfallsleiðtogar hafi látizt skömmu eftir verkfallið og hafi lögreglan aldrei gefið fullnægjandi skýringu á dauða þeirra. Rúmönsk yfirvöld hafa borið á móti þessum upplýsingum. Gheroghe Rusu hagfræðingur sótti um að fá að flytjast til Frakklands árið 1977 til þess að geta verið hjá konu sinni og barni. Hann var hand- tekinn og sakaður um kynvillu, en sýknaður fyrir rétti i Búkarest vegna skorts á sönnunum. Seinna var hann þó dæmdur til þriggja ára fangelsis- vistar þegar sækjandinn andmælti úrskurðinum. Þeir sem farið hafa í hungurverk- fall eða hafa haft uppi aðrar aðgerðir til stuðnings kröfunni um að fá að flytjast úr landi, hafa verið fangels- aðir eða lokaðir inni á geðdeildum. Hins vegar hafa aðrir andófsmenn verið ofsóttir unz þeir tóku við vega- bréfum og fóru úr landi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.