Dagblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1980. 9. Sjórall DB og Snarfara á laugardaginn: Magnús á „Spörra” tilbúinn í síaginn —Er á minnsta bátnum, 18 feta „Flugfiski” með 175 hestaf la utanborðsvél „Kannanir DB nokkuð réttar” „Mér sýnist að kannanir DB i und- anförnum kosningum hafi verið nokkuð réttar,” sagði Gerður Steinþórsdóttir, einn stuðningskvenna Vigdísar Finnbogadóttur, nýkjörins forseta, er DB innti hana eftir því hvernig henni þættu úrslit kosninganna borið saman við síðustu skoðanakönn- un DB. „Þetta þykja að vísu ekki fræðileg vinnubrögð sem DB notar, en árangurinn þykir góður. Persónulega er ég á móti skoðanakönnunum, þær eru mjög skoðanamyndandi. Maður tekur mark á þeim en í þeim getur verið einhver skekkja þótt þær sýni hvernig straumurinn liggur. En þær gefa á- kveðna visbendingu,” sagði Gerður Steinþórsdóttir. -SA. Gerður Steinþórsdóttir: „Ekki fræðileg vinnubrögð hjá DB en árangurinn þykir góður.” DB-mynd: Bj. Bj. Magnús Soffaniasson frá Grundar- firði, brá sér út fyrir hafnarmynnið i gær á báti sinum, „Spörra”, svo hægt væri að festa þá á filmu. „Ég hætti að leita að kvenmanns- nafninu og gaf bátnum nafnið „Spörri” en það er gælunafn vinar mins,” sagði Magnús Soffaníasson frá Grundarfirði sem kominn er siglandi á hraðbát sínum til Reykjavíkur til að taka þátt í sjóralli DB og Snarfara sem hefst á laugardaginn. Magnús er 19 ára gamall og með honum siglir Þröstur Líndal, 23 ára. Þeir sigldu bátnum frá Grundarfirði til Reykjavíkur í blíðviðrinu á mánudaginn og reyndi sú sigling hvorki á bát né áhöfn, að sögn Magnúsar, nema að þvi leyti að báturinn rakst á eitthvað sem þeir Magnús og Þröstur vita ekki hvað var en eftiruhöggið kennir lítils háttar leka í bátnuní. „Ég á ýmislegt ógert við bátinn og hann verður tekinn upp og athugaður. Það þarf að athuga þennan leka og einnig þarf að athuga hvort önnur skrúfustærð eða lengri skrúfuleggur hentar betur. Við eigum líka eftir að setja grind á bátinn svo tjalda megi yfir hann ef með þarf á siglingunni. En þetta verður í lagi og við mætum á laugardaginn.” Bátur Magnúsar er „Flugfisks- bátur” af minni gerðinni, 18 fet, sams konar og Lára 1 sem Bjarni Björgvins- son og Lára Magnúsdóttir sigldu á kringum landið í fyrsta sjóralli DB og Snarfara. Vélin er 175 hestafla Mariner utan- borðsvél. Á sléttum sjó getur báturinn náð allt að 50 mílna hraða en mikið yfir 40 mílur hefur Magnús þó ekki farið, aðhanssögn. „Til þessa hefi ég ekki siglt neinar langferðir, en mikið verið á Breiða- firðinum og það getur reynt svolítið á mann þar. Meðreiðarsveinninn, Þröstur Lindal, hefur heldur minni reynslu, en ég ber fullt traust til hans — annars hefði ég ekki valið hann,” sagði Magnús og brosti. -A.Sl. Magnús, 19 ára ofurhugi, við stýrið á „Spörra”. DB-myndir Jóh. Reykdal. Indriði G. Þorsteinsson: „í DAG HNEIGIÉG MIG FYRIR SKOD- ANAKÖNNUNUM — en úrslit slíkra kannana þremur dögum fyrir kosningar virka sem rof á hlutleysinu” „Sannarlega verður maður að beygja sig fyrir staðreyndum en þessar staðreyndir lágu bara ekki fyrir þegar ég viðhafði kannski nokkuð harkaleg ummæli um skoðanakannanir Dag- blaðsins fyrir forsetakjörið,” sagði Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur og kosningastjóri Alberts Guðmunds- sonar. „Það hljóta allir að skilja að það fer í taugar kosningastjóra að láta segja sér þremur dögum fyrir kosningar að úr- slitin séu ráðin. Fyrir kosningastjóra er ekkert annað að gera en taka á og ganga fram fyrir skjöldu og láta engan bilbug á sér finna,” sagði Indriði. Hann kvað það ekki þjóna neinum góðum tilgangi að birta úrslit slikra kannana rétt fyrir kosningar. Indriði G. Þorsteinsson: „Fer í taugarnar á kosningastjóra að lála segja sér þremur dögum fyrir kosningar að úrslitin séu ráðin.” DB-mynd: R. Th. Hæfilegan bann- eða friðartima fyrir kosningar taldi Indriða vera 2—3 síð- ustu vikurnar fyrir kjördag. „Öll blöðin viðhöfðu hlutleysi í málflutningi sínum um fram- bjóðendur og kosningarnar. En það er vafamál hvort skoðanakannanirnar geta talizt undanþegnar hlutleysis- prinsippinu. Urslit þeirra geta ekki i eðli sínu túlkað hlutleysi. Ég er sannfærður um að fylgi fram- bjóðenda í Reykjavík hefði orðið allt annað, jafnvel svo þúsundum atkvæða munar, ef skoðanakannanir hefðu ekki farið fram svo nálægt kosningunum. Úrslit skoðanakannananna gáfu stuðningsmönnum ákveðinna fram- bjóðenda ekki frið. Ótaldar eru þær hringingar gallharðra stuðningsmanna sem yfir dundu þar sem látnar voru i Ijósi efasemdir um hvort framfylgja ætti sannfæringu um val forsetaefnis eða hverfa að stuðningi við annan til að forða því að þriðja frambjóðendaefnið hlyti kosningu. Þegar út í slíkt er komið er um at- kvæðagreiðslu óttans að ræða og slíkt samræmist ekki lýðræðinu. Þá verkar skoðanakönnun eins og rof á hlutleys- inu,” sagði Indriði. „En í dag hneigi ég mig fyrir skoðanakönnunum, sem nú i fjórða sinn hafa komizt svo ótrúlega nálægt raunveruleikanum,” sagði Indriði að lokum. -A.Sl. SÓLDÝRKENDUR Höfum opn- að stofu í verslunarmid- stöðinni Nóa- túni 17 með BEL-OSOL sóibekknum. Komið og reynið gæð- in. Losnið við vöðva- streitu og fá- ið brúnan lit. Pantið tíma strax. Só/baðstofan Ströndin Sími 21116.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.