Dagblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1980. Á myndinni má sjá hluta þeirra sem biðu einn daginn eftir matarskammtinum i landamærabúðunum í Nong Chan. Hver maður fær tuttugu kíló af hrisgrjónum og á viku hverri fengu um 30 þúsund manns hrisgrjón og önnur matvæli sem þeir fóru meö yfir landamærin til Kampútseu. kaupa nær allan varning á markaðinum fyrir hinn nýja gjald- miðil landsins, riel. Markaðirnir í Sisoponog Battam- bang, sem er höfuðborg héraðsins 50 kílómetra suðaustur frá Sisopon, eru miklar andstæður smáverzlananna, sem eru í smáþorpunum við þjóðveg númer fimm sem liggur i norður frá Pnom Penh. Oftast hafa þessar smá- verzlanir aðeins upp á að bjóða lítils- háttar af hrísgrjónum, sykri, lauk, tóbaki og ef til vill smávegis af sápu. En það kemur út á eitt því fólkið í þessum smáþorpum hefur ekkert á milli handanna til að verzla fyrir. Það verður því ljóst að þegar ferðast er eftir þjóðvegi 5 frá Pnom Penh um héruðin Kompong Chang, Pursat og Battambang að matar- skortur ríkir nú jvegar erfiðustu mánuðirnir fara í hönd. f Battambanghéraði, sem fór illa í hungursneyðinni í fyrra, er augljóst hversu mikil þörf er fyrir matvælin sem koma frá alþjóðlegu hjálpar- stofnununum á thailenzku landa- mærunum. Margra daga f erð að baki frá landamærunum Hægt og rólega silast þungt hlaðnar uxakerrur með hrísgrjón og sáðkorn sem kemur frá landa- mærunum. Ferðin sækist seint vegna ástands veganna en nú stendur regntíminn yfir og nær brátt há- Viðbótarmarkaður — fyrirhvað? Nú hefur ríkisstjórnin skipað þriggja manna ráðherranefnd til þess að gera tillögur um ráðstafanir til að mæta rekstrarvanda frystihúsanna, birgðasöfnun hérlendis og erlendis og sölutregðu, einkum á Bandaríkja- markaði. Allir vita að Bandaríkin hafa verið langstærsti markaðurinn fyrir íslenzkar sjávarafurðir um áratugi. Og í ár er ekki annað að sjá en út- flutningur tii Bandarikjanna ætli að Kjallarinn Geir Andersen /<PN marki. Ein vagnalestin, sem frétta- maður Reuters hitti 35 kílómetra fyrir austan Battambang, hafði átta daga ferð að baki frá aðaldreifingar- stöðinni með hrísgrjón og sáðkorn í Nong Chan á landamærunum. Þessir bændur gætu hafa verið meðal þeirra síðustu til að fara slíka ferð, að minnsta kosti i bili, því hersveitir Víetnama hafa nú lokað leiðunum frá Nong Chan inn til Kampútseu. Á meðan aðaláhyggjur svarta- markaðsbraskaranna og ibúa stærri bæjanna, einkum Pnom Penh, eru hvort verzlunarvarningur heldur á- fram að berast frá Thailandi, þá er þó mikilvægara fyrir Battambang og reyndar allt landið að næg matvæli séu fyrir hendi og nægilega mikið af sáðkorni berist svo hægt sé að planta nógu miklu svo landið verði sjálfu'sér nægt á því sviði á næsta ári. Það hefur verið sífellt vandamál hjá stjórninni í Phom Penh að koma matvælum til landsmanna allt frá því að alþjóðlegt hjálparstarf hófst fyrir ári. Fulltrúar hjálparsamtaka halda verða meiri á sjávarafurðum en nokkru sinni fyrr. Þannig var út- flutningsverðmæti okkar til Banda- rikjanna orðið tæpir 28 milljarðar króna fyrir fyrstu fjóra mánuði þessa árs á móti rúmum 18 milljörðum árið 1979, að langmestu leyti sjávaraf- urðir. Ef við ætlum nú að leita að viðbótarmarkaði erlendis, hvar á þá að leita? Á að reyna að ná markaði í löndum Vestur-Evrópu? Halda menn að þjóðir þeirrar álfu séu ginnkeyptari fyrir þeim vörum.sem ekki seljast í Bandaríkjunum vegna hroðvirkni í vinnslu hér heima? Aldeilis ekki. Slíkt væri barnaskapur að ætla. Sannleikurinn er sá að i Banda- rikjunum er nægur markaður fyrir fisk. Hins vegar er það staðreynd að í Bandaríkjunum er víðtæk neytenda- könnun gerð með vissum millibilum í öllum rikjum og sú könnun er mjög virk og nákvæm. Neytendasamtök þar eru sterk og almenningur lætur ekki bjóða sér vörur til manneldis, að ekki sé nú minnzt á erlendar, nema þærséu betri en innlendar. Við íslendingar gætum þó átt stærri hlut i þeim verðmæta markaði, sem Bandaríkin öll eru, ef fylgt hefði veriö ráðum Jónasar Jónssonar fyrrum ráðherra, að gera alhliða viðskiptasamning við Bandaríkja- menn samhliða varnarsamningi til langs tima.Þetta var talið óráð þá af skammsýnum stjórnmálamönnum og af því súpum við seyðið nú. Og enn ætlum við ekki að læra — eða hvað? þvi fram að matvælasendingarnar yfir landamærin frá Thailandi hafi orðið til þess að bjarga lífi margra í vesturhluta Kampútseu. Stöðvunin á flæöi hjálpargagna frá thailenzku landamærunum kemur á mjög slæmum tíma, einmitt þegar framundan eru erfiðustu mánuðirnir fyrir uppskeruna í árslok. Hver áhrifin verða á uppskeruna sjálfa er ekki ljóst en þau þurfa ekki að vera svo mikil. Að sögn fulltrúa hjálparsamtaka hafa um 22 þúsund tonn af sáðkorni verið send yfir landamærin til Battambang. Yfir- völdin vilja að fólk hætti að ferðast til og frá landamærunum en fari i þess stað að planta hrísgrjóna- plöntum. f viðtali, áður en kunnugt varð um átökin á landamærunum, sagði yfir- maður landbúnaðarmála i Battambang, Niv Narin, að það væri fólkinu sjálfu fyrir beztu ef ferðalög- in yrðu stöðvuð. Það virðist því að hernaðarvél Víetnama hafi tekizt það sem aðrir hafa reynt nú um hríð, að fá fólk til að halda kyrru fyrir. Þetta hefur leitt af sér þær hugleiðingar hvort landa- mæraátökin hafi verið ætluð til að stöðva hjálparstarfið og verzlunina á landamærunum. Talsmenn Víetnama í Pnom Penh neita þessu. Þeir segja að farið hafi verið út í aðgerðirnar á landamærunum vegna þess að Thai- lendingar hafi verið að senda her- menn rauðu khmeranna og aðra and-: stæðinga stjórnarinnar yfir landa- mærin. Niv Narin sagði að nú væri fyrir hendi i Battambang mun meira sáðkorn en á siðasta ári og i heild væri ástandið betra, einkum veðráttan, en í fyrra bættust þurrkar við hungur og átök. Þegar hann var spurður um hjálpina sem bærist yfir landamærin, viðurkenndi hann að vissulega hefðu bændurnir komið með mikið af sáðkorni frá Nong Chan og öðrum stöðum, en hélt því jafnframt fram að mikið af því hefði verið borðað vegna matvælaskorts. Hvað er framundan? Það er augljóst að ef landamæri Thailands og Kampútseu verða lokuð lengi, mun fljótlega sverfa að íbúum landamærahéraðanna í Kampútseu. Það gefur auga leið að þegar um 30 þúsund manns hafa fengið 20 kiló hver vikulega i dreifingarstöðinni í Non Chan og sú dreifing hættir snögglega þá munar um minna. Að vísu berast þær fréttir frá Phom Penh að æ betur gangi að dreifa matvælum þaðan út um byggðir landsins. f dag er mikið magn matvæla og lyfja flutt á degi hverjum flugleiðis frá Bangkok yir til Pnom Penh. Thailenzk yfirvöld stöðvuðu þessa flutninga, þegar átökin urðu á landa- mærunum en leyfðu þá fljótlega á nýjan leik af „mannúðarástæðum”. Hefjist ekki matarflutningar yfir landamærin fljótlega má búast við að 1 haust verði ástandið víða slæmt í vesturhéruðum Kampútseu. Hækkun íbúðaverðs Verðbólgan hefur haldið áfram síðustu mánuði með svipuðum hraða eða 4—5% á mánuði til jafnaðar. Þetta hefur valdið miklu umróti í þjóðfélaginu og verðmæti margra hlutahefurverið valt. Það er því nokkurt gleðiefni aö fasteignir hafa staðið af sér verðbólguna og haldið velli, en með þessari fullyrðingu á ég við að íbúðir hafa á almennum markaði hækkað meira en margir aðrir hlutir og gert betur en mæta hækkun t.d. á byggingarkostnaði. Frétt Fasteigna- mats ríkisins Nýlega kom í blöðum sú frétt, og var þar vitnað 1 Fasteignamat ríkisins, að íbúðaverð hefði hækkað síðasta eitt og hálft ár meira en flestir aðrir hlutir. Var þar gerður ýmiss konar samanburður. í þessu sambandi var svo lagt út af þessu þannig, að slík þróun væri óeðlileg og fasteignakaup væru nú óhag- stæðari en áður og fleira í svipuðum dúr. Fullyrðingar af þessu tagi eru meira en vafasamar. Þegar fasteignir hækka umfram aðra hluti í óðaverð- bólgu, bendir það fyrst og fremst til þess, að margir telja verðmæti pen- inga varðveitast vel í fasteign og telja hana tryggustu fjárfestinguna. Þetta er því í verki sú trú, að þarna sé hægt að fá verðtryggingu, sem ekki verði fölsuð með opinberu valdboði. Verðtrygging skuldabrófa Eins og kunnugt er gengu i gildi fyrir réttu ári lög og reglur, sem heimila verðtryggingu skuldabréfa í fasteignakaupum. Þau má binda svokallaðri lánskjaravísitölu, sem er 2/3 hlutar byggingarvísitala en 1/3 framfærsluvísitala. Þessi háttur hefur samt ekki náð vinsældum eða útbreiðslu. Þarna kemur margt til. Ekki er alveg á hreinu, hvernig slík verðtryggð skuldabréf koma út við skattlagningu, t.d. eru verðbætur þeirra hugsanlega skattskyldar Kjallarinn Lúðvík Gizurarson tekjur, og svo má lengi telja.Einnig hafa ýmsir vantrú á lánskjara- vísitölunni og telja hana ekki eins trygga og t.d. byggingarvísitöluna eina, en þannig voru spariskírteini ríkissjóðs verðtryggð áður og er af þvi góð reynsla. Verðtryggingaröld Þótt verðtryggingaröld sé hafin, finnst ýmsum hún fara hægt og illa af stað. Það þarf aö fá fólk til að trúa verðtryggingunni, þannig að allir sannfærist um að hún sé sönn en ekki að hluta fölsuð. Einnig þarf að vera hægt að breyta t.d. verðtryggðum skuldabréfum í peninga með iéttu og þægilegu móti. Þegar mörg önnur trygg sparnaðaráform heldur en fasteign eru fyrir hendi, fer mesta spennan úr fasteignamarkaðinum. Þá skrúfar verðbólgan siður upp verð íbúða. En meðan stjórnvöld eru ekki meira sannfærandi um það, að þau vilji koma með heiðarlega og ófalsaða verðtryggingu sparifjár og veðskuldabréfa, þá má áfram búast við því, að kaup á fasteign verði eina trygga vörnin í verðbólgunni. Lúðvik Gizurarson, hæstaréttarlögmaður. £ „Þótt verðtryggingaröld sé hafín, fínnst ýmsum hún fara hægt og illa af stað. Það þarf að fá fólk til að trúa verðtryggingunni, þannig að allir sannfærist um að hún sé sönn én ekki að hluta fölsuð.” Ný alda eftirspurnar Hvernig sem málunum er velt fyrir sér er það staðreynd að hvergi mun verða eins auðvelt að viðhalda markaði fyrir fiskafurðir okkar og í Bandaríkjunum. Þar er auðvitað um nokkur ,,ef” að ræða eins og annars staðar. Stærsta ,,ef-ið” er hins vegar varöandi það að tryggja sölu- markaðnum sambærilega vöru í gæðamati og þá sem keppt er við. Það er lágmarksskilyrðið. Næsta skrefið er að fara fram úi samkeppnisvörunum í gæðamati — og það ætti að vera auðvelt fyrir okkur fslendinga ef rétt er á málum haldið. Nafnið ísland og afleidd vörumerki geta tryggt okkur auðveldustu söluvöru i fiskafurðum sem um getur. Nöfn og lýsingarorð, sem eiga rætur að rekja til íss og ómengaðra hafsvæða, geta haft úr- slitaáhrif á sölu fiskafurða hvarvetna í heiminum. Þetta hefur ekki sizt mikið að segja i Bandarikjunum þar sem hrein- læti í meðferð matvæla, gerilsneyðing og hreinsun hvers konar situr i fyrirrúmi hjá neytendum, þegar þeir velja milli vörumerkja. Það eru því fremur kaldranaleg örlög, sem við fslendingar þurfum að sæta, þegar fiskafurðir okkar safnast upp í birgðum hér heima og erlendis vegna ófullnægjandi eftirlits í vinnslu þessarar vöru. f nýjasta timaritinu „Airline and Travel Food Service” er því haldið á lofti að í Bandaríkjunum muni fisk- afurðir verða meðal eftirsóttustu matvæla þar í landi, m.a. á veitinga- húsum og um borð í almenningsfar- artækjum, vegna sívaxandi eftir- spurnar almennings eftir kolvetnis- snauðri fæðu og fæðu með fáum hitaeiningum. Þekkt fyrirtæki vestanhafs, „The Roper Organization”, hefur gert könnun á því meðal bandarískra neytenda hver tilhneigingin er hjá þeim þegar valið er á milli rétta á veitingahúsum og víðar. Þar kom fram að meira en 43% þeirra sem spurðir voru sögðust leggja áherzlu á að neyta einhverrar fisktegundar oftar en þeir hefðu áður gert. Þessi könnun var gerð í októbermánuði sl. og tók til karla og kvenna á aldrinum 18 ára og eldri. Slíkar kannanir sem þessi sýna aug- ljóslega hvert stefnir að þvi er varðar möguleika á sölu fiskafurða vestan- hafs. Það ætti því að vera óþarfi fyrir okkur fslendinga að leggja árar í bát vegna alhæfðra ummæla um sam- drátt í efnahagslífi Bandaríkjanna. Hann nær a.m.k. engan veginn til sölu á gæðafiski þar í landi. En samkeppni annarra þjóða í sölu fisk- afurða vestanhafs verður að mæta með hugarfarsbreytingu okkar sjálfra á sviði vöru- og vinnsluvönd- unar. Betri nýting flestra fisktegunda er og atriði sem mun verða að taka fyrir því það er staöreynd, að ákveðnir hlular l'isksins geta orðið mjög verð- iriætir í söltt ef rétt er staðið að kynningu. Eilt dæmið um slíkt eru þorskgellur sem hafa verið og eru enn illa nýttar til sölu á erlendum markaði enda lítið sem ekkert kynnt- ar, en þær koma vel til álita sem verðmæt vörutegund, hliðstæðar ostrum annars vegar og t.d. kálfa- kjötsréttinum „ris de veau” hins veg- ar, auk ýmissa annarra hugsanlegra matreiðsluaðferða. Hér skal þó staðar numið að sinni því þessi þáttur málsins er efni i margar blaðagreinar og umræður manna. ^ „Sannleikurinn er sá aö í Bandaríkjunum er nægur markaður fyrir fisk ... Neyt- endasamtök þar eru sterk og almenningur lætur ekki bjóða sér vörur til manneldis, að ekki sé minnzt á erlendar, nema þær séu betri en innlendar.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.