Dagblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLt 1980. 23 SLÖKUNAR- ÆHNGAR —útvarp kl. 23,15: Geir Viðar kynn- ir hvfldarslökun NORDURHJARAFÓLK - útvarp kl. 21,15: YFIRUT YFIR MENN- INGARSÖGUINÚÍTA Norðurhjarafólk nefnist erindi sem Bjarni Th. Rögnvaldsson flytur í kvöld um atvinnuhætti og menningu inúíta. í maimánuði flutti Bjarni erindi um listsköpun meðal frum- byggja. Erindið byggði hann á eigin rannsóknum og annarra á lífi, menningu og listsköpun meðal inúíta. Inúitar eru frumbyggjar Alaska, Kanada, Grænlands og Síberíu nefndir, en í kvöld flytur Bjarni stutt yfirlit yfir menningarsögu frum- byggja tveggja fyrstnefndu landanna með samanburði við sögu þessa fólks' í Síberíu og áGrænlandi. „Ég lýsi með nokkrum skýrum jdæmum þeim breytingum sem orðið hafa á siðvenjum, atvinnuháttum og menningu þessa fólks með tillkomu tæknialdar. í fyrsta lagi fjalla ég um isiðvenjur sem eru að hverfa og hins ívegar um siðvenjur sem hafa haldizt allt til okkar tíma. Sem dæmi um sið- venju sem enn er haldin tek ég „Naluqatak” (vorhátlð hvalanna) sem er eins konar lokadagur hval- | veiðimanna, og lýsi ég því hvernig svona hátíð fer fram,” sagði Bjarni Th. Rögnvaldsson. -SA. Rætt verður um siðvenjur inúita, sera við þekkjum kannski betur undir nafninu eskimóar, i þættinum Norðurhjarafólk i kvöld. ,,í fyrri þættinum var kynnt svo- nefnd stigslökun en núna kynni ég hvíldarslökun,” sagði Geir Viðar Vilhjálmsson sem í kvöld segir fólki til við slökunaræfingar í útvarpi. Hvíldarslökun er aðferð sem þjóð- verji að nafni Schultz fann upp fyrir um hálfri öld. Hún byggir á því að ímyndunaraflinu er beitt til að ímynda sér hita í líkamanum. Með þvi er hægt að fá sjálfvirka taugakerfið til að stilla sig inn á lífeðlislega slökun, eins og Geir Viðar komst að orði. Við þessa aðferð eykst blóðstraumurinn um háræðakerfi líkamans og líkamshiti hækkar um allt að eina gráðu á celsius. Að sögn Geirs Viðars gilda ákveðnar almennar reglur um slökun en þar sem skapgerð fólks er mjög mismunandi er ákaflega einstaklingsbundið hvernig aðferðum er beitt við slökun hjá hverjum og einum. Til eru fjölmargir möguleikar við djúpa slökun en slökunaræftngar hafa hin siðustu ár verið mun meira stundaðar af almenn- ingi en áður. Að loknum slökunaræfingunum verður leikin tónlist og sagði Geir Viðar að fyrst yrði leikinn miðhluti keisarakonserts Beethovens. Síðara verkið er siðan hluti úr sálumessu eftir Fauer og nefnist sá í paradís. -SA. 4 Geir Viðar Vilhjálmsson sálfræðingur kennir fólki að slaka á í útvarpi i kvöld. m I GÆRKVÖLDI GAMAN AÐ TALA SAMAN? Útvarpið byrjaði, þetta fyrsta kvöld sitt í sumar án samkeppni við sjón’varpið, alveg prýðilega. Eftir frétdr kom þáttur sem er nýr af nál- inni og heitir AUt i einni kös. Þar létu þeir Hrafn Pálsson og Jörundur Guðmundsson gamminn geisa og það prýðisvel. Þeir komu víða viö og gerðu góðlátlegt grín að málefnum líðandi stundar. Sérlega fannst mér gaman að innsýn þeirra í líf hjóna. Hjónunum kom afar vel saman, eða hitt þó heldur og áttu mörg sameigin- leg hugðarefni. Sérlega þótti þeim gaman að tala saman, en það var hins vegar erfiðara fyrir þau að hlusta hvort á annað. Ég get hins vegar alls ekki hrósað músíkþættinum Myrkir músíkdagar 1980. Þeir báru nafnið meðréttu. Janusz Korczak, barnavinurinn, óð eld og brennistein fyrir munaðar- laus gyðingabörn í heimaborg sinni Varsjá. Þau voru öll, ásamt Korczak tekin af lífi í heimsstyrjöldinni. Það á ekki af Gyðingum að ganga. Enn eru þeir ofsótdr, þótt aldrei hafi það verið eins slæmt og í slðustu styrjöld. Manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður heyrir hvernig nasistar gátu farið að ráði sínu. Undarlegt að enn skuli vera til í heiminum nasistahreyfing. Því miður, það er samt sem áður stað- reynd. Fleira bitastætt var í útvarpinu og ég ætlaði mér heldur betur að hlusta á Beðið eftir Godot í þætdnum á hljóðbergi, en þá komu gestir. Ég vil hins vegar eindregið hvetja fólk til þess að fylgjast með þeim þætti. Þar er oft hin mestu gullkorn að finna. -EVI. Henson er hér i miðjum aðdáenda- og afkvæmaskaranum. Prúðu leikararnir halda áfram Sá ótd hefur gripið um sig að Prúðu leikararnir kunni bráðlega að leggja upp laupana. Hefur þessi orðrómur komizt á kreik og valdið aðdáendum Prúðu leikaranna ugg vegna þess að brátt rennur út fimm ára samningur sá er Henson (prúðupabbi) gerði við ATV sjónvarpsstöðina brezku um framleiðslu þáttann. Henson þessi (ekki sá sami og framleiðir iþrótta- búningana) hefur staðið i því megin- hluta ævi sinnar að búa til alls kyns brúður. Leikur hann einnig aðalhlut- verkiö i Prúðu leikurunum, rödd sjálfs Kermits. Kveðst Henson vilja sjá brúður sínar áfram um einhvern tima a.m.k. en það gæti þá oröið i einhverri breyttri mynd frá því sem nú er. Trudeau enn upp á kvenhöndina Pierre Trudeau forsædsráðherra Kanada er enn á ný kominn með konu sér við hlið, eftir að hún Magga yfirgaf hann fyrir nokkrum árum. Að þessu sinni er það ungfrú Súsanna Perry sem hefur það starf með höndum að vera blaðafulltrúi forsædsráðherrans. Myndin hér að ofan var tekin af hjónaleysunum þar sem þau voru saman i London nýlega, bæði í opin- berum og einka-erindagjörðum. Af Margréti fyrrum frú Trudeau er það að frétta að hún ku lif hátt í Nýju Jórvík, hafandi það gott á hæstu stöðum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.