Alþýðublaðið - 14.12.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.12.1921, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið G«i&A 1921 Miðvikudaginn 14. desemfaer. 288 tölnbl. Ijvita uppretsnin. Þ*ð er engum blöðum um það nð fletta lengur, að það sem fór frarn hér í bæ hinn 23 nóv., og og dagana á undan, var hvorki meira né minna en það, að auð- va*dið safnaði liði og kúgaði Jón Magnússon, sem flest er betur gefið en einurðin, til þess að gefa sér lögregluvald Herkóngar auð- valdsins heimtuðu Jón Hermanns’ son lögreglustjóra settan af, líkleg- ast af því að þeir hafa ekki treyst sér ti! þess að hafa hann í vas- anum, en Jón Magnússon þorði hvorugt, hvorki að setja Jón Hermannsson af, né heldur að óhlýðnast auðvaldinu. Hann fann þá um það heillaráð að setja einn lögreglustjóra til, án tillits til þess að slfkt vitanlega er með öllu gersamlega ólöglegt og óleyfi- legt En hvað gerði þaðf Þeir voru hvorki þá né síðar að hugsa um hvort þeir brytu lögin, enda er allur ferili hvíta liðsins ein löng keðja af iagabrotum, eins og sýat mun verða fram á hér í blaðinu þegar rúm vinst til. Og þó þóttust þeir vsra að þessu af því að þeim ofbyði lagabrot óiafs Friðrikssonar. En auðvitað var slíkt bara átylla. Tilgangurinn var að nota nú þctta tækifæri til þess að losna við Ólaf, annaðhvort um stundarsakir eða þá fyrir fult ög alt. Einstaka auðvaldsmaður lét sér um munn fara að það væri nú svo sem enginn skaði að þvf þó að óiaíur yrði .óvart" fyrir skoti, þó munu fæstir hafa gert sér von um svo „heppileg* máls- lok. En hitt hugðu þeir, að koma Ólafi f fangeisi í nokkur ár, 2 tii 3 sögðu sumir, en aðrir komust upp f 6 til 8 ár! En þeir voru að minsta kosti lðusir við hann á meðan, og svo getur margt breyzt á nokkrum árum. Sumir bogna andlega við slíka fangelsisvist, og þó kannske að vonlftið væri urn slíkt með Ólaf, þá fá sunair tær- ingu af henni og deyja alveg eðlilegum dauðal En hvernig gerðu þeir sér von um, að hægt væri að dæma Ólaf til margra ára fangelsisvistar? Ja, sumir gerðu sér auðvltað enga hugmynd um það; þeir nautsterku eins og Sigurjón og Hallgrímur Benediktsson hafa vafalsust hugs- að, að ef Ólafur bara væri lltinn inn, þá þyrfti ekki að láta hann út aftur fyrst um sinn. Þetta eru hvorttveggja menn sem ganga röskan án þess vitið flækist fyrir þeiml Hinir, sem meir hugsuðu, sáu, að það þurfti einhverja átyllu, eitthvert tilefci, og þeir voru held- ur ekki i vandræðum. Erlendís hefír auðvaldinu oft gefist það vel að stofna til óeirða, og kenna svo verkaiýðnum um. Þess vegna var ráðið hér að safna liði, fá mönn- um byssur, skotfærí og brennivín, þá mátti alt af búast við mann- drápum, og svo mátti alt af kenna Ólafi Friðrikssyni um, segja að alt væri „æsingum" hans að kenna. Og þeir sem drepnir væru, það var svo sem ekki hætta á þvf, að það yrðu menn af auðvalds- flokknuts, heldur bara óbreyttir verkamenu, sem engin eftirsjón væri fl En þetta fór’nú eitthvað öðru vfsi en ætlast var til. Hvít- liðarnfr komu í hendingskasti með líkbörur upp að húsinu í Suður götu, en þeir urSu hryggir frá að hverfa á ný, þeir fengu ekki tæki- færi tii þess,. að drepa einn ein- asta naaunl Atlagan var því ger samlega mishepuuð. Úr þvf ekki tókst að kotna af stað neinum manndrápum, þá var óþarfi að safna saman 400 manns, þá hefðu fjórir menn eins ve!, eins og fjög- ur hundruð, getað handtekið Ólaf á götunni, þvf allir vissu, að hann fór allra riana ferða og einn sfns liðs, ait fram að þeira degi er hann var handtekinn. Hér þurfti því eitthvað uýtt. Þess vegna var gerð húsrannsókn hjá Olafi, vafalaust aí þvf, að hvít- líðið gerði sér þá tálvon, að það mundu finnast einhverjir pappírar bjá Olafi, sem hægt væri að byggja á ákæru urn, sð hann hefði ætlað að gera bolsivika-uppreist, enda gengu ýmsar sögur um það bæði á undan og eftir, t. d. að Olafur mundi ætla að hertaka stjórnar- ráðið, Islandsbanka og mjólkur- búðina f Tjarnargötu I Hverc árangur húsrannsóknin raundi bera, gat nú hver maður með nokkurnveginn heilbrigða skynsemi gert sér í hugarlund fyrlrfram, því hér hefir vfst eng- um dottið í hug að gera uppreist fyr eu auðvaídinu hugkvæmdist uppreist sú, er þeir gerðu 23. nóvember. En hvað hefir auðvaldið' unnið á með uppreist sinni? Hafa ekki áhrifin orðið alveg gagnstæð þeim sem það ætlaðht til, sem sé, þau að vekja. verkalýðinn eftlr endi- löngu íslandi til meðvitundar um hættu þá er stafar af auðvaldÍKu, sem vel má bú&st við að þá og þegar úthiuti meðal dáta sinna skotvopnum og brennivíni og líti Iffiáta alþýðumenn. Eitt er áreiðaniegt, það er að alþýðan ætlar engan vopnaðann fiokk, sem þá og þegar ræðst á hana, að þola hér f landi. x. Kveikja ber á bifreiða- og reiðhjólaljóskerum eigi síðar ea kl. 3 f kvöld. f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.