Dagblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 1
frfálst úháð dagmað 6. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ1980 — 165 TBL., RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. Banvænt eiturgasið lítt varið við sundlaugina í Laugardal: 2 tonn afklórgasi i timburskúr við útibúningsklefa —ískúrnum er engin loftræsting og engar bruna varnir, en fjórirSOO kgklórgaskútar. Lækigasúr aðeinseinum yrðiLaugar- dalurinn undirlagður f óvörðum skúr við sundlaugarnar í Laugardal er mikið magn klórgass, sem notað er til blöndunar í vatnið í laugunum. f skúrnum eru fjórir 500 kg kútar eða alls tvö tonn og er einn kútur tengdur í senn. Kútarnir liggja á gólfinu. Skúrinn er hlaðinn.með timburklæðningu og í honum er nánast engin loftræsting og engar brunavarnir. Skúr þessi stendur við hlið útibúningsklefa kvenna. Klórgas þetta er flutt inn frá Dan- mörku og hefur til þessa komið frá Dansk Sojakagefabrík i Kaupmanna- höfn, þar sem gífurlega öflug spreng- ing varð á dögunum. Gas er á öllum kútunum, jafnvel eftir notkun, því ekki má tæma þá. Svo sem framhefur komið í Dagblaðinu er klórgasið ban- eitrað og sprengihætta mikil af því. Klórgasið i laugunum er blandað vatni i litlu magni. Það myndar ildi og drepur sýkla i vatninu. Áður en skúr þessi var byggður við Laugardalslaugarnar var aðeins pláss fyrir tvo kúta inni og stóðu þá að jafnaði tveir utan dyra i sólarljósi og regni á vixl. Raki má alls ekki komast að gasinu, verja ber kútana fyrir sólarljósi og hiti gassins má ekki fara yfir40 gráður. Leki hefur komið að kút i Laugar- dalslaugunum. Gasið, sem er þyngra en andrúmsloft, leitaði þá út og barst ofan í laut, þar sem fólk var í sólbaði. Svo vel vildi til að maður sem til þekkti kannaðist við lyktina af gasinu og því var hægt að forða fólki úr lautinni og skrúfa fyrir lekann. Ragnar Steingrímsson forstjóri Laugardalslaugarinnar sagði í morg- un, að vissulega mætti aðstaðan vera betri. Loftræsting væri engin og brunavarnir engar. Þá væri skúrínn mjög nálægt búningsklefa kvenna. Ef alvarlegt óhapp yrði skipti fjar- lægðin þó kannski ekki öllu máli, þvi þá væri allur Laugardalurinn undir- lagður. Ragnar sagði að menn væru fljótir að átta sig á lyktinni af klórgasinu, ef leki yrði og væru gasgrímur til staðar fyrir starfsmenn. Starfsmenn vél- smiðjunnar Hamars sæju um að skipta um kúta. Á þessum kútum eru viðkvæmir kranar og eirleiðslur, sem ■ reglulega þarf að skipta um, þar sem eirinn verður stökkur af gasinu. „Þetta er bölvaður óþverri,” sagði Ragnar. „Framtíðin er sú að notaður verði klórvökvi þannig að koma megi i veg fyrir þá hættu sem er af klórgas- inu. Klórgasið er notað í fleiri laugum en hér í Laugardalnum, en Klórgaskútarnir i röð á skúrgólfinu. Eins og sjá má er aðstaða öll bágborin til hér er það aðeins í meira magni. Þá er meðferðar á hinu stórhxttulega efni. I baksýn er Ragnar Steingrimsson forstjóri aðstaða mjög slæm í skúrnum og t.d. Laugardalslaugarinnar á tali við blaðamann. Á innfelldu myndinni má sjá kran- engin færibönd til þess að flytja kút- ana á kútnum og mjó eirrörin sem flytja gasið. anatilogfrá.” -JH DB-mvndir RagnarTh. Sumarbros á starfsvelli Hún er hýr á svip þessi feiiega telpe sem Dagbleðsmenn hittu á starfsvellin- um við Laugarnesskóia i gœr. Og tilefnið líka ærið: óvanaleg sumarbliða i höfuðborginni undanfarna daga. Áfram má vænta sóiar i dag, að sögn Haf- liða Jónssonar veðurfræðings, en þó aðeins með köflum. Síðdegis má búast i/ið skurum á Suð vesturlandi. Lægðardrag er á Grænlandshafi og kann það að hafa áhrifá veðrið eftir morgundaginn. En við þökkum fyrir meðan sóiin skín og vonum að Guð gefi hana ertthvað áfram. - GM / DB-mynd: Ragnar Th.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.