Dagblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR23. JÚLÍ 1980. /■ Éftir iýsingum einnar í blokk eru bóksalar eins ot* þessir hin versta plága og hirða lítt um það þó bannaó sé að selja í húsum fólks. Myndaserían er verðlaunasería úr samkeppni norrænna neytendafélaga. I . •. I • Enginn friður fyrir umferðarsölum: „KÆRU BÓKSALAR, LÁTIÐ MIG í FRIÐr TOGGURHF. SAAB. Hi n n sérstæöi bí 11 frá Svíþjóó umbochð Ein sem býr i blokk skrifr: í nóvembermánuði siðastliðnum flutti ég úr raðhúsi i blokk. Dró ég andann létttara þegar ég kom í mín nýju heimkynni og sá að um leið og maður kemur inn i blokkina blasir við skilti sem á stendur stórum stöfum öll sala bönnuð i húsinu. Þóttist ég himin höndum hafa tekið því í raðhúsinu var aldrei stundlegur friður fyrir mönnum að selja sitthvað. Úrvalið var fjölbreytt, ull- arvettlingar, jólasveinahúfur, merki, blöð, happdrættismiðar, grænmeti, egg, og svo mætti lengi telja. Var ekkert tillit tekið til þess hvort ætla mætti að húsráðendur væru sofandi, merkjasölubörnin voru til dæmis iðulega mætt snemma á sunnudagsmorgnum. Ekkert þýddi að segja þeim að ónáða mann ekki framar því næsta sunnudag komu önnur börn. En léttir minn yftr húsnæðis- skiptunum vegna þessa stóð ekki lengi. Friðurinn fyrir hvers kyns sölu- mönnum er sízt minni. Ég man ul dæmis ekki hve margar ferðir var komið fyrir jólin til þess að reyna að pranga inn á mann jólapappír. En það sem endanlega olli því að ég settist niður og hripaði þessar linur voru orð sem féllu i útvarpsþættinum Syrpu fyrir um það bil hálfum mán- uði. Þessi orð hafa oft hljómað í eyr- um mér síðan. Rætt var við einn af þeim bóksölum, sem ganga í hús að falbjóða vöru sína. Hann var spurður að því hvað hann gerði þegar hann kæmi í fjölbýlishús, þar sem stæði að sala væri bönnuð. Það vafðist ekki lengi fyrir honum að svara. Hringt er áeinni af bjöllunum og þess gætt að hún sé ekki hjá húsverði, hann myndi aldrei hleypa bóksalanum inn. Sá er svarar hringingunni er spurður að því hvort viðkomandi bóksali megi koma upp og ræða við hann andartak. Þessu er oftast ljúfmannlega tekið og dyrnar opnaðar fyrir bókasalanum. Hann fer síðan upp og ræðir við þann sem var svona hjálplegur. Þegar hann síðan kveður spyr hann að því hvort ekki sé í lagi að ganga í fleiri ibúðir. Þeim sem opnaði er vitaskuld alveg sama og segir svo vera. Þá þykist bóksalinn vera búinn að baktryggja sig gagnvart húsverði því hann getur sagt sem svo, „Þessi maður í þessari ibúð veitti mér leyfi.” Sniðugt ekki satt. Bóksalinn tók það fram að þetta teldi hann skyldu sína því allir væru svo ánægðir með þessa þjónustu. Vakin og dregin upp úr baöi En eru það allir? Ég get ekki talið mig eina um það að vera það ekki. Tvisvar i einum mánuði hefur drepið dyra hjá mér maður frá Helgafelli að bjóða mér heildarútgáfu Laxness á spottpris. í fyrra sinnið reif hann mig upp úr baðinu og seinna sinnið vakti hann mann minn sem vinnur vaktavinnu og sefur því á ýmsum tímum. Ég sá ekki manninn í seinna skiptið er hann kom og veit því ekki hvort um var að ræða sama mann í bæði skiptin. Ég hafði tekið skýrt fram við manninn sem kom í fyrra sinnið að við hjónin vildum ekki verzla við hann, vildum við kaupa okkur bækur færum við i næstu bókabúð. SNÖGGUR RÁSFASTUR Nú er ég einmitt komin að því sem mér finnst vera kjarni málsins. Þeir sem kaupa vilja bækur geta annaðhvort farið í bókabúðir, skrifað þangað eða hringt. Sölumennska hús úr húsi er ekki rétt- lætanleg. Sérlega ekki þar sem þess er getið í húsunum að öll sala sé bönnuð. Það verður jú að ætlast til þess að þeir sem selja bækur séu læsir, ekki satt, og þeir eins og aðrir, virði þau boð og bönn sem sett eru. Kæru bóksalar, látið mig og aðra í friði. Lygin: Hún er það ógurlegt alheimsrökkur sem alt gerir heldimt og kalt S.K. skrifar: Þorsteinn Thorarsensen minnist á þessa þulu eða gátu í föstudagsgrein sinni þann II. júlí sl. Hér hafið þið gátuna i heild — ef þið kærið ykkur um. Gátu þessa fékk ég hjá gömlum manni, Benjamin Kristjánssyni, sem lézt fyrir nokkrum árum. Gáta: Kringum oss flœkist eitt kvikindis grey. kvikindi þetta sé ég núna. Höfuðlaust, fótalaust, þei, þei, þei! Sko, þarna hafið þið gömlu frúna! Gamla frúin ergömul i hettunni, gengurþó staflaus á hteðum og sléttunni, skjögrandi, veltandi, skriðandi, smjúgandi, skoppandi, hoppandi, stökkvandi, fljúgandi, laðandi, geysandi, lötrandi, fjúkandi, llðandi, þrammandi, dansandi, rjúkandi. Fer hún um gjörvallan gamlan heim, gestinum taka menn höndum tveim. í Ástrallu ogAmeriku állta flestir hana piku. Einstaka menn segjast ei vilja sjá hana, örfáir reka hana burtu og slá hana. Alstaðar býr hún, öllu viðsnýrhún, fjölrœðin er hún, furðu margt sér hún. Hún á bú hjá brunnunum, íhurðarkvenna munnunum, hún tekur vlns úr tunnunum tappa, ogsegirgott. Hún prédikar með prestunum, hún prangar á gömlu hestunum, hún liggurí vagna lestunum hún lifir nokkuð flott. Oft er húnfalin Ifallegu nöfnunum, feitlagin er hún I stórbókasöfnunum, fylgir hún ætið og alstaðar póstunum ungfrúnna stundum hún hallast að brjóstunum. Hún setur dómþing að dáins börum, hún drýpur afmanna og k venna vörum, hún skrafar I réttar skjölunum, hún skrikir í fundasölunum, hún flakkará llkhúsfjölunum, hún fyllir kirkju afreyk, hún slær bumbu i blöðunum, hún blindar flesta I stöðunum, hún breiðist út hjá böðunum, við horð hún situr keik. Ómandi l Ijóðunum, laðandi I hljóðunum, Iskrandi I peysunum, pískrandi i hreysunum, suðandi á völlunum, syngjandi i höllunum, iðandii ræðunum, riðandi í fræðunum. Grúfir hún yfir öllu sem lifir. Hún er sá andsvali ísþokumökkur scm isböndum reirir mannkynið alt. Hún erþað ógurlegt alheims rökkur sem alt gerir heldimt og kalt. Nokkrar spum- ingar til KSÍ Daði Guðmundsson, Hlíðarstræti 12 Bolungarvik, skrifar: Mig langar til að spyrja mótanefnd 'KSÍ nokkurra spurninga: 1) Hvað olli því að ÍBÍ og Ung- mennafélag Bolungarvíkur voru ekki látin leika saman í fyrstu um- ferð bikarkeppninnar? 2) Þegar mótanefnd KSÍ raðar saman liðum í fyrstu umferð, er þá ekki reynt að hafa kostnað við ferðalög í lágmarki? 3) Hefði ekki verið eðlilegra og ódýrara að UMFB og ÍBÍ hefðu leikið saman í fyrstu umferð? 4) Hvers vegna þarf 4. flokkur UMFB að leika sex útileiki en fær ekki nema þrjá heimaleiki skv. mótaskrá? 5) í B-riðli fjórða flokks eru ein- göngu lið á höfuðborgarsvæðinu eða í næsta nágrenni við höfuð- borgina, aö liði UMFB undan- skildu. Telur mótanefnd KSÍ að réttlátlega hafi verið raðað niður heimaleikjum og útileikjum i þessum riðli? 6) Er það sanngjarnt að eitt lið í B- riðli þurfi að greiða í ferðakostn- að á aðra milljón umfram önnur lið í riðlinum? 7) Þegar þetta er skrifað á fjórði flokkur UMFB eftir að leika tvo útileiki, við Ármann og Selfoss. Ég skora á mótanefnd KSÍ að endurskoða mótaskrána og láta þessa tvo leiki fara fram á heima- veUiUMFB. 8) Skv. mótaskrá áttu ÍK og UMFB að leika í fjórða flokki 3. júlí. Hver var vegna var ekki leikið þá, hver bað um frest, hver ákvað frestun og hver ákvað að leika skyldi 5. júlí? Að lokum vona ég að mótanefnd KSÍ hafi það að leiðarljósi í framtíð- inni að raða leikjum þannig niður að kostnaður við ferðalög komi sem jafnast niður á félögunum. •l

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.