Dagblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980. Spurning dagsins 3 Eigendur Hlíðarenda: Frá slvsstaðnum I Sundahöfn. DB-mynd RúnarGunn. Orðum kranamanna í Sundahöfn mótmælt Kristján Heimir Lárusson kranaeig- andi hringdi: í biaðinu á föstudaginn er viðtal við kranamenn í Sundahöfn. Sögðu þeir þar að líklegt væri að þeir menn sem eiga sjálfir þá krana sem þeir vinna á trössuðu fremur viðhald þeirra en ef utanaðkomandi menn Kökur geta verið misdýrar en eins og Kjartan Lárusson bendir á, fer \errt þeirra eftir hrácfninu. Verðmismunur á kökum á Eddu-hótelunum ísfirðingur hringdi: Ég fór í ferðalag um daginn ásamt 7 manns öðrum, þrem fullorðnum og þrem börnum. Við fengum okkur kaffi á tveim Eddu-hótelanna og furðaði okkur sá mismunur sem var á verðinu. Á Blönduósi kostaði kaffi og kók 500 krónur og kökuskammtur 700. í Bjarkarlundi kostaði hins veg- ar kaffið og kókið 700 krónur og kökuskammtur sem var nær ná- kvæmlega eins og á Blönduósi kostaði 1500 krónur. Þegar ég kom heim hringdi ég svo í Eddu-hótelið hér á ísafirði og fékk þær upplýsing- ar að verð á kaffi og kökum þar væri 2.500 krónur. Nú langar mig að vita i hverju þessi verðmunur felst og hvort ekki eru einhver ákvæði um það hvað svona megi kosta á Eddu- hótelunum. Svar til ísfirðings: Hjá Kjartani Lárussyni, forstjóra Ferðaskrifstofu ríksins, fékk DB þær upplýsingar að í vor hefði verið ákveðið að kaffi og kökur á Eddu- hótelunum ætti að kosta á bilinu 1500 til 2000 krónur. Þvi hefði ís- firðingurinn greitt 200 krónum meira fyrir skammtinn í Bjarkarlundi en hins vegar 300 krónum of lítið á Blönduósi. Annars sagði Kjartan að meta yrði það hverju sinni á hvað selja ætti kökuskammtinn, verðhans færi eftir því hráefni sem í kökunum væri hverju sinni. Öllu erfiðara væri að átta sig á verðinu á kökuskammtinum á ísafirði þar sem ísfirðingurinn fór ekki á hótelið, heldur hringdi. Gæti þvi verið að ekki hefði verið um sömu kökur að ræða á ísafirði og á hinum hótelunum tveimur. vinna á krönunum. Þessu langar mig að mótmæla. Ég held satt að segja að mennirnir hafi ekki vitað um hvað þeir voru að tala. Það er rétt hjá þeim að eftirlit með krönum mætti vera meira en ég tel blöðin ekki réttan vettvang til að ræða um slíkt heldur ætti að boða til fundar með krana- mönnum, kranaeigendum og öryggiseftirlitinu. Þeir segja, mennirnir í viðtalinu, að kraninn sem brotnaði hafi átt að geta lyft 45 tonnum. Það er ekki rétt. Hann er gerður til að lyfta 36.4 tonnum. Og ef hann á að hafa brotnað vegna mikils álags daginn áður brotnuðu kranar víst daglega. Þegar byrjað var að hífa stóð sá kraninn sem ekki brotnaði það langt frá skipinu að hann stóð ekki nema á einum fæti. En það var hamast við að reyna að hífa þangað til allt var orðið rauðglóandi. Kraninn var siðan færður og þá rétt hafðist þetta. Á krana starfa oftast tveir menn og er reynt að láta þá vera báða viðstadda þegar eitthvað þungt er híft. í þessu tilfelli var bara einn við kranann. Sá er mest ber á í blöðum og átti að vera með hinum var hins vegar uppi í húsi og lét ekki sjá sig. Eitt enn. Sá kraninn sem stóðst þessa þungu raun var á föstudaginn óvinnufær vegna sprungna sem í hann voru komnar. Þær voru víst búnar að vera að ágerast lengi þannig. að ekki var flýtt sér við viðhaldið þar. Stækkið staðinn — svo gestir þurfi ekki að bíða Eyjólfur Sverrisson hringdi: j Á laugardagskvöld fórum við hjónin ásamt öðrum hjónum út að borða og lögðum leið okkar í Hlíðar- enda. Við komum þangað um hálfníu en þá var allt fullt, svo við urðum frá að hverfa. Við komum aftur klukkan 10 og vorum þá svo heþpin að fá borð og nú langar okkur að skora á eigendur staðarins að stækka við sig svo að gestir þurfi ekki að bíða eftir borði. Það var tekið alveg sét staklega vel á móti okkur. Maturinn var á góðu verði og öll þjónusta og allt annað til fyrirmyndar. Hrlngiö í sinia milliK11.3^ krifio eðas RÝMINGARSALA! Vegna breytinga í verslun vorri seljum við í þessarri viku ýmsar geröir húsgagna, s.s. sófasett, svefnbekki, borð, skrifborð og margt fleira með allt að 30% afslætti. Nú errétta tækifærið til að gera virkilega góð kaup í húsgögnum. Opið til kl. 7 alla daga vikunnar. HUS/Ð Reykjavíkurvegi 78,Hafnarfiröi,sími 54499 Endur- sýnið gömlu skemmti- þættina A.J. skrifar: Mig langar til að spyrjast fyrir um það hvort sjónvarpið geti ekki aftur sýnt þá skemmtiþætti sem boðið var upp á á fyrstu árum sjónvarpsins. Þeir voru með hljómsveitum Ólafs Gauks, Ingimars Eydals, Ríó tríóinu og fleirum. Er ég viss um að margir hefðu gaman af að sjá þá. Hvaða sælgæti finnst þér bezt? Hugrún Þorsleinsdóttlr: Mér finnst allt nammi vera jafngott. Sigrún Helga Ómarsdótlir: Tyggi- gúmmí er bezt. Anna Gunnarsdóttir: Saltlakkrís er beztur. Sigrún Bragadóttir: Saltlakkrís. Sigrún Gunnarsdóttlr: Mér finnst salt- lakkris lika beztur. ÞórhildurÓmarsdóttir: Súkkulaði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.