Dagblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980. 5 Hitaveitumálið: „Atlaga Zoéga- ættarinnar að ríkisstjórninni” —segir Ólafur Ragnar Grímsson „Zoega-ættin gerir nú atlögu að rikisstjórninni enda er hitaveitustjóri náfrændi Geirs Hallgrímssonar,”, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður þingflokks Alþýðubandalags- ins, I viðtali við DB í gær um deilurn- ar um Hitaveitu Reykjavíkur. „Málið er rammpólitískt,” sagði Ólafur Ragnar. „Hitaveitan á nóga peninga til að sjá þessu fólki fyrir hita,” sagði hann um húsbyggjendur á Reykjavíkursvæðinu. „Spurningin er aðeins um vilja og framkvæmda- röðun.” „Samkvæmt áætlunum um rekstur Hitaveitunnar á seinni hluta þessa árs verður rekstrarhagnaður Hitaveitunnar 1. júlí til 31. des. 1,1 milljarðar. Sú upphæð verður þá til ráðstöfunar til framkvæmda. Framkvæmdakostnaður við dreifi- kerfið er áætlaður um 1 milljarður. Því er nóg fé til að framkvæma öll á- form við dreifikerfið og fleira. Aðeins yrði um að ræða, að „aðrar framkvæmdir”, sem meira eru miðaðar við næstu ár, yrðu að ein- hverju leyti að bíða,” sagði Ólafur Ragnar Grimsson. „I því sambandi vill Hitaveitan panta í ár mikið af efni, sem nota ætti á næsta ári, en árið 1979 var aukning veltufjár mjög mikil, 700—800 milljónir, og hagnaður 1,6 milljarðar. 1 greinar- gerð gjaldskrárnefndar segir, að fengi Hitaveitan þá 60% hækkun, sem hún vill, yrði aukning veltufjár 1980 rúmlega 1,7 milljarðar og tæpir 6 milljarðar yrðu framlag rekstrar til eignamyndunar í ár. Þetta er að sjálf- sögðu langt umfram það, sem nokk- ur rekstraraðili getur vænzt að fá 'fram um þessar mundir.” „Hitaveitan hyggst einnig byggja skrifstofuhúsnæði upp á 300 milljónir, sem er svipuð upphæð og kostnaðurinn er við að sjá því fólki sem hér um ræðir fyrir hita,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson. -HH. Ólafur Ragnar Grímsson: „Spurningin er um vilja og fram- kvæmdaröðun.” „Olafur Ragnar reyndi að hleypa fundinum upp” —segir DavíðOddsson borgarfulltrui Sjálfstæðisflokks- ins um fundinn um málefni Hitaveitunnar „Ég held, að þessi mál hafi skýrzt nokkuð á fundinum. Þar kom það glöggt í ljós, að aliir flokkarnir i borgarstjórn eru einhuga um fjár- Iþörf Hitaveitunnar,” sagði Davið Oddsson, borgarstjórnar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins er DB innti hann álits á stöðu Hitaveitu Reykjavíkur í ljósi fundarins sem haldinn var um málefni Hita- veitunnar í fyrradag. „Hins vegar gefur fundurinn sem slíkur ekki tilefni til bjartsýni varðandi aðgerðir stjórnvalda,” sagði Davið. Hann sagði að níu prósent hækkunin, sem forsætis- ráðherra hefur talað um að sé sanngjörn væri fjarri lagi og gerði Davíð Oddsson: „Vil ekki draga úr hækkunarbeiðninni.” Hitaveitunni engan veginn kleift að standa við skuldbindingar sínar. „Ég vil ekki draga úr þeirri hækkunarbeiðni, sem Hitaveitan hefur sett fram og tel mig ekki hafa neinar forsendur til þess,” sagði Davíð. Hann sagði að umræddur fundur um málefni Hitaveitunnar hefði dálítið farið út I tilgangslaust karp og svo hefði virzt sem tilangur surflra þingmanna er styddu rikisstjórnina hefði verið sá einn að hleypa fundinum upp og hefði það tekizt að vissu leyti. Aðspurður hvaða þingmenn þetta hefðu verið sagði Davið, að það hefði einkum verið Ólafur Ragnar Grímsson. -GAJ. Tillaga um hval- veiðibannið felld — stuðning a.m.k. f imm þjóða hefði þurft í viðbót, svo bannið næði f ram að ganga „Tillaga Bandarikjamanna hlaut ekki tilskilinn meirihluta og skoðast því falliný” sagði Þórður Ásgeirsson skrif- stofustjóri i sjávarútvegsráðuneytinu í samtali við DB þegar hann var inntur eftir afdrifum tillögu Bandaríkja- manna um algjört bann við hval- veiðum. Þórður er nú staddur á árs- fundi Alþióðahvalveiðiráðsins í Brighton á Suður-Englandi. „Tillaga Bandarikjamanna hlaut stuðning þrettán aðildarrikja, níu voru á móti og tveir sátu hjá. Til að ná fram að ganga hefði tillagan þurft að fá 3/4 hluta at- kvæða, eða átján atkvæði en var langt frá því,” sagði Þórður. „Tillaga um bann við hvalveiðum í N-Atlantshafi liggur ekki fyrir, og hún hefði þurft að vera komin fram fyrir upphaf fundar,” sagði Þórður í samtalinu við DB, en rætt hefur verið um að Bandaríkjamenn hefðu vara- tillögu í bakhöndinni um hvalveiðibann í N-Atlantshafi ef tillaga þeirra um algjört hvalVeiðibann yrði felld eins og nú hefur orðið. „Bandaríkjamenn hafa hins vegarborið fram tillögu um bann við veiðum á búrhvölum, en visinda- nefndin mælir ekki með þeirri tillögu,” sagði Þóröur. fslendingar eru ein níu þjóða sem greiddu atkvæði gegn hvalveiði- banninu. Við upphaf fundarins gerðust tvær þjóðir aðilar að alþjóða- hvalveiðiráðinu, hið landlukta Sviss og Oman. Greiddu þau atkvæði með banni á hvalveiðum, enda mun það vera tilgangur þeirra með aðild að ráðinu, að láta slíkt bann ná fram að ganga. Tækninefnd Alþjóðahval- veiðiráðsins er nú að athuga mál ýmissa hvalastofna og mun leggja niðurstöður sínar fyrir fund ráðsins á föstudag. Ársfundinum mun síðan Ijúka á laugardag. -BH. eOabtóttlaður oóarauttleður V : Teg 75 Litur: Hvrtt ledur Stærdir 36 41 Verðkr. 23.860 Póstsendum Skóverzlun Laugavegi95, simi 13570, og Kirkjustrætí 8 v Austurvöll, simi 14181

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.