Dagblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980. Lokað vegna sumarleyfa frá 28. júlí til 18. ágúst. I IBÍLASKOÐUN &STILLING ai3 loo HÁTÚN 2a HJOLA- LJÓSA- VÉLA- STILLINGAR KEFLAVIK - ATVINNA Við auglýsum eftir starfskrafti hálfan daginn fyrir verktakafyrirtæki. Vinnutími fyrir hádegi. Starfið er fólgið í almennum skrifstofustörfum (launaútreikningar og bókhald). Upplýsingar gefnar í síma 92-3899 eða 92-3677. Nesgarður hf, Faxabraut 2. Nei takk ... ég er á bílnum ||U^JFERÐAR Auglýsing Með tilvisun til 17. og 18. gr. laga nr. 19 frá 8. maí 1964, auglýsist hérmeð breyting á staðfestu aðalskipulagi Reykjavíkur 1962—'83 að því er varðar vegakerfi borgarinnar innan Hringbrautar—Snorrabrautar, þannig: 1. Suðurgata frá Túngötu að Geirsgötubrú vcrði felld niður. 2. Suðurgata milli Hringbrautar og Túngötu verði felld niður sem stofn- braut og breytt i tengibraut. 3. Kirkjustræti—Amtmannsstfgur—Grettisgata falli niður sem samfelld tengibraut og hver um sig breytist i safngötu eða húsagötu. 4. Vonarstrætiverðitengibraut(kemuristaðKirkjustrætis). Breyting þessi var samþykkt i skipulagsnefnd 2. júni 1980 og í borgarráði 3. júní 1980. Uppdráttur og aðrar upplýsingar liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Borgarskipulags, Þverholti 15, næstu 6 vikur frá birtingu þess- arar auglýsingar. Athugasemdir, ef einhverjar eru. skulu hafa borist Borgarskipulagi innan 8 vikna frá birtingu þessarar auglýsingar, eða fyrir kl. 16.15 þann 17.september 1980. Þeirsemeigigeraathugasemdirinnan tilskilins frests, teljast samþykkir breytingunni. Borgarskipulag Reykjavíkur Þverhotti 15, 105 Roykjavik. \ Samningamálin: Þorsteinn er úr leik — sagði Snorri Jónsson forseti ASÍ á samningaf undi í gær „Þetta er nú ekki samninga- veður,” sagði Guðlaugur Þorvalds- son ríkissáttasemjari þegar samninganefndir ASÍ og Vinnumála- sambands samvinnufélaga komu til fundar hjá honum í gærdag. Átti Guðlaugur hér við blíðviðrið og sólina, sem stafaði geislum sínum inn um gluggann í húsi sáttasemjara í Borgartúni. ’Vafalaust kysu samningamenn fremur að fá að njóta góða veðursins, í stað þess að sitja innilokaðir á fundi. Samninga- mennirnir létu sig nú samt hafa það, þrátt fyrir góðviðrið og settust að samningaborði þó svo hugur þeirra hafi e.t.v. leitað á mið jveirra hugsana, hvort ekki mætti nota þetta veður á einhvern annan hátt og betri. Á meðan samninganefnd ASÍ var að safnast saman í einu herbergja sáttasemjara hélt viðræöunefnd Vinnumálasambandsins inn á fund sáttanefndarinnar. Skömmu seinna fór kjarni úr samninganefnd ASÍ inn á fundinn. Stóð sá fundur ekki lengi, Vinnumálasambandið skýrði frá hug- myndum sínum og tilboði, sem kjarnanefnd ASÍ-samninganefnd- arinnar hélt rakleitt og glaðhlakka- lega með til sinna manna. „Þorsteinn er úr leik, hann vill ekki vera með lengur,” sagði Snorri Jónsson forseti ASÍ er hann skauzt léttur á fæti inn á fundinn með samherjum sínum. Átti hann hér við Þorstein Pálsson fram- kvæmdastjóra VSÍ. Var auðsætt á ASÍ mönnum að þeim þótti sem Vinnumálasambandið hefði afhent þeim eitthvað meir en lítið bitastætt á „kjarnafundinum.” Hallgrímur Sigurðsson, formaður Vinnumálasambands samvinnufélaga vildi ekki láta uppi hvað það hefði verið sem hann afhenti ASÍ-mönnum og olli hinni óblöndnu ánægju þeirra, „þetta er ekki orðið fjölmiðlamál,” ASt-menn ganga inn á „skyndi-samningafundinn” i gær. Fremstur er Snorri Jónsson forseti ASt, þá Karl Steinar Guðnason varaformaður Verkamannasam- bandsins og fyrir aftan Snorra Ásmundur Stefánsson framkvæmdastjóri ASt. DB-mynd: Bj.Bj. sagði Hallgrímur, í samtali við DB. Sú ákvörðun ASÍ að óska eftir viðræðum undir forystu samninga- nefndar við Vinnumálasambandið, virðist ætla að verða til þess að brjóta ísinn í þessum samninga- viðræðum, þó svo að VSÍ segði sig úr samningaviðræðunum á meðan þessir aðilar ræddust við. -BH. Bíóauglýsingalaust Morgunblað í hálft ár: HEFUR NÚ ORÐIÐ ENGIN Á- HRIF Á AÐSÓKN AÐ BÍÓUNUM rætt við þrjá forst jóra kvikmyndahúsanna Bíóauglýsingar hafa ekki verið i Morgunblaðinu frá því í febrúar í vetur, að því undanskilduað Gamla bíó. auglýsir ehn i blaðinu. Raunar hafa þær íslenzkar myndir, sem sýndar hafa verið, einnig verið auglýstar, en þá á kostnað framleiðenda. Félag kvik- myndahúsaeigenda tók sig saman um að hætta bíóauglýsingum í Morgun- blaðinu, þar sem forstjórar kvik- myndahúsanna töldu verðið þar allt of hátt og margfalt á við það sem greitt er öðrum dagblöðum. Dagblaðið leitaði til þriggja for- stjóra kvikmyndahúsanna og spurði þá um aðsókn þetta hálfa ár, sem liðið er frá þvi að bíóauglýsingar lögðust af í Morgunblaðinu. Grétar Hjartarson, forstjóri Laugarásbiós og formaður Félags kvik- myndahúsaeigenda sagðist ekki merkja neinn samdrátt hjá sér vegna þessa. Árni Kristjánsson, forstjóri Austur- bæjarbíós sagði að ómögulegt væri að dæma um það hvort auglýsingaleysið í Morgunblaðinu hefði áhrif. Austur- bæjarbíó hefði verið með íslenzka mynd fram í apríl og hefði hún verið auglýst. Júní hefði verið nokkuð daufur, en þar hefði veðrið að Qllum likindum mest að segja, þar sem mjög gott verður drægi úr bíósókn. Júlímánuður væri hins vegar svipaður og í fyrra. Friðbert Pálsson forstjóri Háskóla- bíós sagði að i upphafi hefði munað um þetta, en þau áhrif hefðu farið dvínandi og væru nú að engu orðin. Fólk gengi nú að auglýsingunum vísum annars staðar. „Við teljum ekki ástæðu til þess að hreyfa við þessu máli”, sagði Friðbert. „Háskólabíó eitt þarf yfir þúsund manns á mánuði, bara til þess að borga auglýsingar i Morgunblaðinu. Það teljum við að borgi sig ekki.” -JH. w STÓRLEIKUR 0 VIKUNNAR Á LAUGARDALSVELLI Víkingurgegn Fram í 8 liða úrslitum Bikarkeppni KSÍkl. 20 í kvöld á Laugardalsvelli VÍKINGUR FRAM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.