Dagblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980. Moskvu, eru ráðamönnum þar Iltt að skapi. Greinilegt er að innrásin í Afgan- istan og deilur sem hafa staðið um það mál hafa mjög aukið á við- kvæmni ráðamanna í Sovétríkjunum í þessum efnum. Dagana áður en ólympíuleikanir hófust kom berlega í ljós hve miklar áhyggjur ráðamenn höfðu af því að almennir borgarar fengju einhvern pata af þeirri miklu andúðaröldu sem gekk yfir heiminn eftir að kunnugt varð um innrás sovézka hersins inn í Afganistan. Þetta kom meðal annars i ljós þegar bandaríska sendiherranum í Moskvu var neitað um að fá að ávarpa hlust- endur í sovézku útvarpi hinn 4. júlí síðastliðinn, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Venja hefur verið aö flytja slíkt ávarp þann dag um mörg undanfarin ár. Ástæðan sem gefin var upp var sú að í ræðu sendiherrans var tilvísun til Afganistanmálsins. Neitaði hann að fella hana á brott. Síðan var franska sendiherranum neitað um að flytja ávarp til sovézku þjóðarinnar hinn 14. júlí síðastliðinn, á Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka. Og hver var ástæðan? Jú, í ræðunni var minnzt á Afganistan. Taldi sendiráð Frakka að þarna væri farið mjög fint í sakirnar og til- mælum um að fella greinina niður úr ræðunni var hafnað og ræðan ekki flutt. Erlendir sendimenn ríkisstjórna eru ekki þeir einu sem lenda í vand- ræðum vegna óeðlilegs taugatitrings Sovétmanna vegna flutnings fregna aö og frá Sovétríkjunum. Franskur sjónvarpsfréttamaöur sem ætlaði að skýra frá því að ræða franska sendi- herrans hefði fallið niður mátti biða rólegur. Honum var hreinlega neitað um öll tæki sem nauösynleg voru til að hann gæti komið frétt sinni sóma- samlega frá sér. Sovézk yfirvöld neituðu lika vestur-þýzku sjónvarps- stöðinni WZUT um að senda efni. Ástæðan var sú að í fréttum sjón- varpsmanna kom fram, að á ól- ympíuleikunum í Moskvu væri íþróttum og stjórnmálum blandað saman. Meira að segja sjálfur Killan- in lávarður, forseti alþjóðaólympíu- nefndarinnar mátti sætta sig við að verða fyrir barðinu á ritskoðun sov- ézkra stjórnvalda. — Á fundi með fréttamönnum i Movksu sagði forset- inn að Moskvuborg hefði hlotnazt það að halda ólympíuleikana í viður- kenningarskyni fyrir hið mikla fram- lag sitt til iþrótta en ekki vegna neinna pólitiskra orsaka. Daginn eftur fundinn birtist frá- sögn af honum I Sovét sport — íþróttadagblaði í Moskvu. Þar hafði orðunum „ekki vegna neinna póli- tískra orsaka” verið sleppt. Erlendir fréttamenn í Moskvu þurfa venjulegast ekki að gangast undir ritskoðun með fréttir sínar. Menn áttu heldur ekki von á að svo yrði á ólympíuleikunum. Nokkrir árekstrar urðu þó á milli vestur-þýzks sjónvarpsfréttamanns og sovézkra ritskoðara vegna þess að þeim vestur- þýzka var neitað um aðstoð við verkalýðsleiðtoga eða stjórnmála- manna að skera niður launataxtamis- muninn (væntanlega þora hvorugir). Verkamannasambandið og Vinnu- veitendasambandið hafa verið að hreyfa þessu að undanförnu og til að koma skriðunni af stað þarf vissulega að koma hreyfingu á fyrsta steininn. Enn má nefna nýjustu fréttir af málmiðnaðarmönnum, en könnun kjararannsóknarnefndar hefur leitt í ljós að yfirborganir i þeirri grein nemi 10—46%. Laun þeirra sem höfðu 46% yfirborgun geta þó alls ekki talizt há, sé t.d. miðaö við þarfir vísitölufjölskyldunnar. Launamismunurinn Til þess að sjá þann launamismun sem orðinn er, mest vegna alls konar sérsamninga, skulu rakin nokkur dæmi um laun fyrir svipuð eða sömu störf I mai sl. 1. Vörubifreiðarstjóri hjá Steypu- stöðinni hafði 1.777 krónur á tím- ann en bifreiðarstjórar hjá Sem- entsverksmiöju ríkisins munu hafa haft 3.300 krónur á tímann. 2. Verkamaður í fiskvinnu á Stokks- eyri hafði rúmar 1.500 krónur á tímann, verkamaður í Grindavík rúmar 1.600 krónur en í Reykja- vik nær 1.800 krónum á tímann. 3. Iðnaðarmenn á Reykjavíkur- Glugginn Sigurbergur Bjömsson orkugjafinn sem fáanlegur var utan náttúruaflanna og lítil áhersla var lögð á að leita nýrra valkosta. Það var þvi ekki fyrr en olíuútflutningur frá íran stöðvaðist og olía hækkaði í verði vegna minni framboðs sem. iðnríkin fóru að leita nýrra orkugjafa og nú vegna tveggja ástæðna: í fyrsta lagi vegna þess að það var nú fyrst að svæðinu voru með allt frá tæpum 2.000 krónum á tímann og upp undir 2.500 krónur. Varðandi fyrsta liðinn er megin- reglan sú, þó Steypustöðin hafi verið nefnd í því dæmi, að vörubifreiðar- stjórar verktaka almennt munu fá greidd laun nákvæmlega eftir taxta og án bónusaeða aukagreiðslna. Um laun bifreiðarstjóra hjá Sem- entsverksmiðjunni hef ég engar nán- ari upplýsingar en fullyrðingar um einhverja aukasamninga. Varðandi annan liðinn má bæta því við að með bónusum eða auka- greiðslum geta laun fiskverkunar- fólks verið allt frá þessum lægstu, um 1.500 krónur, og upp í 10.000 krónur á tímann. Svo tiltekið dæmi sé nefnt hefur fiskverkunarmaður t.d. hjá ís- birninum rokkaö í útborguðum laun- um milli 2.700 og 2.900 króna á tim- ann og fískverkunarkona í Hrað- frystistöðinni frá 2.000 til 3.000 krónaátímann. Varðandi þriðja liðinn, iðnaðar- mennina, mun raunin vera sú að raf- virkjar hafa verið i hærri kantinum og algeng timalaun þeirra voru i maí 2.435 krónur. Allmargir og flestir aðrir iðnaðarmenn höfðu í mai lægri tímalaun. Við þetta verður að bæta að staðreynd er, þrátt fyrir allt tal um uppmælingaraðal, að einungis lítill verða hagkvæmt aö leita nýrra leiða og í öðru lagi vegna þess hve vestræn- ar þjóðir voru að verða háðar Araba- ríkjunum ogduttlungum þeirra. Verð á olíu í dag ákvarðast af mörgum þáttum t.d. að miklu leyti af þvl magni sem olíurikin hafa í jörðu. Á meðan Saudi Arabía hefur geysilegar oliulindir neðanjarðar eru þeir áhugasamir að halda verðinu niðri, halda friðinn og lengja þann tíma, sem olian á fyrir höndum sem aðalorkugjafi. Hinsvegar hefur íran ekki svo mikinn olíuforða og vill hækka verðiö og fá eins mikið og mögulegt er fyrir olíuna þann tiltölulega skamma tíma sem þeir eru hennar aðnjótandi. En auðvitað eru pólitiskar ástæður einnig mjög veiga- mikill þáttur í olíuverði O.P.E.C. ríkjanna. Kol og kjarnorka í dag Nú í dag eru um það bil 20% af orku Bandaríkjanna unnin úr kolum og um 5% koma frá kjarnorku. Þessir tveir orkugjafar eru mun meiri mengunarvaldar heldur en olía og þó eru kol heldur verri en kjarnorka í dag. Mengunarráðuneytið banda- ríska (E.P.A) hefur nú sett strangar kröfur um mengunarvarnir við notkun kola. Bandarísk fyrirtæki barma sér mjög við að framkvæma viðeigandi mengunarvarnar- ráðstafanir og segja að notkun kola borgi sig nú tæpast en láta þó undan að senda frétt sína. Ástæðan var sú að hann var sakaður um að hafa rætt við sovézka andófsmenn. Svo mun þó ekki hafa verið. Virðist málið hafa sprottið upp af misskilningi hins sovézka ritskoðara. Vestur-þýzki fréttamaðurinn vísaði málinu til Eurovision, samtaka vestur-evr- ópskra sjónvarpsstöðva. Þrátt fyrir að lítið verði um venju- lega ritskoðun þá munu fréttamenn í Moskvu margir hverjir vinna undir mjög óþægilegum þrýstingi og við óþægilegar aðstæður. Vafalaust mundu ráðamenn í Sovétríkjunum vilja að fréttaflutn- ingur frá Moskvu á meðan á ólympíuleikunum stendur væri eins og innrásin í Afganistan hefði aldrei verið og sextiu ríki heims ekki ákveðið að hunza leikana. Ólíklegt er að þeim verði að þeirri ósk sinni eða fái til þess aðstoð frá þeim frétta- mönnum sem nú eru i Moskvu eða þá þeim útlendingum sem þar eru gestir. Þess vegna er ráðamönnum í Moskvu ekki rótt þegar þeir hugsa til hverjar fréttir kynnu að berast frá borginni á næstu dögum. hluti iðnaðarmanna vinnur í upp- mælingum eða akkorði og auk þess gefa þær greiðslur sárasjaldan þær ævintýralegu tölur sem oft er verið að flagga með. Dæmi má enn nefna frá hinni ný- birtu könnun Kjararannsóknar- nefndar en þar segir að yfirborgan- irnar til málmiðnaðarmanna séu til komnar vegna þess að þeir njóti litt eða ekki bónusa eða uppmælingar- vinnu. Meðal rafvirkja er svo dæmið þannig að miðað við landsmeðaltal munu 4—5% stéttarinnar njóta upp- mælingarvinnu, sem gefur 20—40% launaviðbót, og sýnir þetta væntan- lega aö uppmælingar skipta ekki máli í þeirri stétt. Aðlifa Séu öll þessi dæmi tekin sem að framan eru rakin kemur í ljós að dag- vinnutekjur þeirra stétta sem teknar eru sem dæmi liggja milli ca 260 þús- und króna á mánuði og ca 500 þús- unda króna. Dæmi um laun með bónusum eru svo fá að óhætt er að líta fram hjá þeim. Visitölufjölskyldan, sem er tæp- lega fjórar manneskjur, þurfti í maí samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands 540 þúsund krónur til að lifa á mánuði. Það er þannig Ijóst að þrátt fyrir iðnmenntun, bónusa og alls konar aukagreiðslur er útilokað fyrir allan meginþorra launþega að lifa af laun- um sinum með vísitölufjölskyldu. Þess skal svo jafnframtvgæta að gífurlegur fjöldi launþega hefur eng- ar aukagreiöslur, bónusa né mæling- ar. Það gæti farið svo að ung hjón sem eignast vildu barn yrðu að auglýsa sem svo: „Óskum eftir að kynnast góðum hjónum sem vilja taka þátt í að fjármagna uppeldi á einu barni”. Væntanlega yrði siðan dregið um hvor konan yrði vanfær en hin þrjú gætu svo með sameiginlegum launum staðið undir þessari nýju vísitölufjöl- skyldu. Leitað ráða Það er skylda stjórnmálamanna, verkalýðsleiðtoga og atvinnurekenda að leita leiða til þess að unnt sé að greiða ekki lægri laun en sem nemur t.d. þeirri upphæð sem tvær mann- eskjur gætu lifað af. Þeir aðilar sem nú telja ekki svig- rúm fyrir kauphækkanir skulu svip- ast um i buddum verkamanna og iðn- aðarmanna, þá gæti skeð að þeir kynnu aö skammast sin og tækju til að skera upp vitleysuna. Loks vil ég benda þeim ritstjórum og Öörum skriffínnum, sem leggja áherzlu á að bæta þurfi lægstu laun- in, á þá staðreynd, sem aö framan greinir, eða þá að flestir launþegar sem taka laun eingöngu eftir beinum samningum eru láglaunafólk. Blessaðir, hættið því Jjessu kjaft- æði en krefjist þess i staö einungis launaréttlætis i landinu, og þá yrðu láglaunataxtarnir ekki einu sinni til. Kristinn Snæland. £ „Um gífurlegt ósamræmi getur verið aö ræða á launum manna viö sömu störf innan sömu stéttarfélaga.” er þeir sjá hina ákveðnu og hörðu málafylgju mengunareftirlitsins, sem á stöðugt í málaferlum við bandarísk fyrirtæki, auk þess sem það setur fyrirtæki óspart undir smásjá til að kanna hvort reglunum sé hlýtt. Skýrsla bandarísku vlsindaakademlunnar Nýlega kom út mjög ítarleg skýrsla frá bandarisku vísindaaka- demiunni, þar sem hún fer ofan í saumana á orkuöflun á árunum 1985 —2010. Þar segir að litil von sé til þess að kol verði framtíðarorkugjafi þar sem við brennslu á kolum myndist of mikið af kolvetni sem muni, er tímar líði, frar.ikalla breytingu á loftslagi í heiminum. Hinsvegar segir akademian að meiri framtíð sé í karnorku við framleiðslu á rafmagni, þar sem hún sé bæði mengunarminni og ódýr. Ennfremur gagnrýndi visindaakademian ákvörðun Carters forseta að stöðva þróun á nýjum kjarnaofni vegna þess hve skammt það úraníumgagn sem vitað er um á jörðinni muni duga, eða eitthvað fram eftir 21. öldinni. Nýi kjarna- ofninn gerir það mögulegt að nýta úraníum í þúsundir ára, en skilar mjög geislavirkum úrgangi sem væri nýtanlegur í smíði á kjarn- orkuvopnum. Einnig sagði í skýrslunni að vegna þess hve sólar- orkan virtist dýr í vinnslu væri ólíklegt að hún næði að vera stærri hluti en 5% af orkuframleiðslu Bandaríkjanna á þessari öld. Þó mælti akademían meö áframhald- andi rannsóknum og sagði að mögulegt væri að auka hlut sólar- orkunnar með skattlagningu á óendurnýjanlega orkugjafa. Að lokum var tekið fram i skýrslunni að mest aðkallandi i dag værí að þróa nýja tegund af fljótandi orkugjafa. Hvað býr í f ramtíðinni? í Bandarikjunum eru nú mjög miklar rannsóknir í gangi til lausnar á orkuvandanum. Rannsóknirnar spanna allt frá orkusparnaði og orkuöflun með sól, vindi, uppgufun stöðuvatna, jarðvarma og jafnvel á hvernig hægt sé að ná meiri oliu úr gömlum uppþornuðum olíuholum. Þessar rannsóknir eru framkvæmdar af háskólum, fyrirtækjum og ein- staklingum. Árangurinn hefur verið misjafri en i sumum tilfellum nokkuð góður. T.d. tókst uppfinningamanni í Colorado að finna nýja afkastamikla aðferð við að breyta kolum í fljótandi orkugjafa. Líklegt er að sólarorka muni gegna stærra hlutverki í fram- tiðinni, en aðallega við orkuvinnslu af þökum fyrir viðkomandi byggingar og til að „mata” rafmagn inn í orkulínur eftir föngum. Svipað má segja um vindorku. Nú nýlega hefur verið úthlutað styrkjum til að kanna þessa möguleika og setja „sólarsellur” (silicon photovoltaic cells) í framleiðslu sem munu framleiða tiltölulega ódýrt rafmagn. Það er næstum ómögulegt að spá fyrir um hvað framundan er vegna þess hve margar nýjar leiðir og aðferðir við orkuöflun virðast vera í athugun en víst er að athyglisvert verður að fylgjast með framþróun þessara mála á næstu árum eða jafnvel mánuðum. Sigurbergur Björnsson, Las Cruces New Mexico. £ „Fróöir menn segja, aö næstu 10 árin muni veröa mjög varasöm fyrir iðnríkin.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.