Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980. 4 i' DB á ne ytendamarkaði ERNA V. INGÓLFSDÓTTIR Man ekki eftir annarri eins mergð af berjum segir Hjördís Alda Hjartardóttir ,,Ég man ekki eftir því að hafa séð aðra eins mergð af berjum síðan ég var barn,” sagði Hjördis Alda Hjart- ardóttir, sem tíndi heilmikið af dá-> góðri stærð af krækiberjum á fyrstuj dögum ágústmánaðar. ,,AÖ vísu man ég að það var mikið af berjum fyrir fjórum árum, en ekki nærri eins mikið og núna. Þá voru þau líka miklu minni á þessum árs- tíma. Berin núna eiga eftir að stækka mikiö og þroskast en ég er búin að| gera saft úr þeim, sem ég tíndi og húni eralveg fyriftak.” _•! Og þaö eru orð aö sönnu því að við fengum eina flösku af henni og smökkuðum. Það lá í augum uppi að við fengjum líka uppskriftina hjá Hjördisi. ,,Ég fékk 20 lítra af hreinni saft (án sykurs úr þvi sem ég tíndi,” sagði Hjördís. ,,Ég á góða berjapressu en þrátt fyrir það sigta ég í gegnum grisju eftir að ég er búin að pressa berin. Kjötpoki er ágætur. Síðan setti ég 700 g af sykri í hvert; kíló og 4—5 matsk. af betamon út í alltsaman. • Ég sýð aldrei berjasaft en hún geymist prýðilega hjá mér þrátt fyrir það. Það gerir betamonið. Mér finnst bezt að nota flöskur undan tómatsósu undir saftina, því að tapparnir eru svo góðir.” Og nú er um að gera fyrir fólk að hafa berjatínurnar með í förum, þeg- ar lagt verður af stað út í náttúruna. Varla þarf aö segja nokkrum frá því hvaö ber eru holl. Saftin er góð út á skyr, í súrmjólk, út á ísinn og svo vitanlega í súpur og grauta. -EVI. Nafnréttar Dulnefni sendanda: íiú er öldin önmir-ná er emmess ísöld Af hverju eru ekki til kar- töf lur í lausu Tómatar og gúrkur á öskuhaugum: Forkastanlegt að kasta matvöru —segir varaf ormaður Neytendasamtakanna ,,Á meðan það er ekki heilbrigðis-. atriði er alveg forkastanlegt að kasta matvöru á haugana,” sagði Jónas Bjarnason, varaformaður Neytenda- samtakanna, er viö spurðum hann hvaö honum fyndist um þá ákvörðun Sölufélags garðyrkjumanna að kasta tómötum og gúrkum á öskuhaugana. Þorvaldur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sölufélags garðyrkju- manna, sagði í viðtali við DB á mánudag, að þarna hefði verið um úrgang að ræða sem ekki hefði verið hægt að selja. Yfirleitt væri þessi vara nýtt hjá Ora og Val, en þeir væru í sumarfríi, þess vegna væri óvenju miklu hent. „Matarvenjur íslendinga eru alltafi að breytast,” sagði Jónas. „Það hef- ur ekki reynt á það hvort neytendur myndu vilja kaupa tómata og gúrkur i heilum kössum og nýta þetta grænmeti á annan hátt en þeir eru vanir. Vitanlega þyrfti verðið að vera lágt, en það þyrfti ekki að koma niður á sölu á fyrsta flokks vöru.” -EVI. i?***- emmessréttur Isaldarínnar Eyjólfur Sigurðsson hringdi: Mig langar að koma á framfæri hvort ekki sé hægt að hafa í verzlunutrv kartöflur í minni pakkningum. Égbýeinneins og fleiri og hef litla peninga milli handanna. Nú fást ekkert nema íslenzkar dýrar kartöflur og þegar ég kaupi þær í 2 1/2 kg pakkningum skemmast þær bara hjá mér. Við hringdum í Jóhann Jónas- son, forstjóra Grænmetisverzlunar landbúnaöarins. Hann sagði að það væri bannað af heilbrigöiseftirliti ríkisins aö selja kartöflur í lausu í verzlunum. Græn- metisverzlunin hefði ekki aðstöðu til þess að pakka í minni pakkningar. Til þess þyrfti að kaupa dýrar vélar. Hins vegar gætu menn fengið kar- töflur í eins litlum pakkningum og þeir vildu, kæmu þeir á markaðinn í Grænmetisverzluninni. Jóhann sagöi að fólk hefði hamstraö dönsku kartöflurnar og magn það sem átti að endast í 3—4 daga fór á 2 dögum. önnur sending af dönskum kartöflum er komin til landsins. í 2 1/2 kg pakkningum kosta út- lendu kartöflurnar 184 krónur hvert kílóen þæríslenzku 51 Ikr. Von er til þess að íslenzku kar- töflurnar muni lækka um helgina, þegar 6 manna nefndin kemur saman. -EVI. Hún Heiga Kristjánsdóttir, afgreiðsiustúlka i Blómavaii, er hér með prýðisgrænmeti. Varaformaður Neytendasamtakanna segir að þótt 3.-4. flokks tómatar og gúrkur yrði selt á niðursettu verði i heilum kössum þyrfti það ekki að koma niður á sölu I. flokks vöru. DB-mynd R. Th. Lesandi vill koma þvi á framfæri að gott væri að fá kartöflur í minni pakkningum en nú eru til. Bezt er aö geyma saftina i flöskum undan tómatsósu, segir Hjördís Alda og gefur okkur uppskrift að berja- saft. DB-mynd Einar. Emmessréttur ísaldarinnar: Hver lumar á beztu uppskriftinni? Uppskriftasamkeppnin að góðum Emmess ísréttum er í fullum gangi og nú eru berin komin. Þaögæti verið á- gætt að búa til uppskrift með góðum bláberjum og fleira góðgæti. Eftir miklu er að sækjast. Verðlaunin eru: Ferð til Portoroz, Rimini eða úttekt fyrir 10 þús. kr. i Klakahöllinni. Við birtum hér seðilinn og hvetjum ykkur til þess að nota hug- myndaflugið. -EVI.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.