Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980. PLO 0G ARAFAT HÓTA NORDMONNUM HÖRDU Félagar PLO samtaka Palestínu- araba eru æfareiðir norskum stjórn- völdum fyrir það sem þeir telja arg- asta dónaskap og lítilsvirðingu. Or- sökin er sú að Jasser Arafat, leiðtogi PLO, hefur lýst áhuga sínum á að heimsaskja Norðurlöndin og þar á meðal Noreg. Norsk stjórnvöld hafa sagt að Arafat hefði fulla heimild til að heimsækja landið en ekki yrði um að ræða neins konar opinbera mót- töku vegna hans. Talsmaður PLO í Stokkhólmi hefur haft stór orð um Norðmenn vegna þessa máls og lýst því yfir að þeir muni gjalda þessa illilega. — Það eru 160 milljónir araba í heiminum og auk þess 600 milljónir múhameðstrúarmanna, sem styðja Palestínuaraba og PLO samtökin — sagði talsmaðurinn. Viö munum hér eftir tala illa í eyru þessa fólk um Norðmenn og Noreg. Norska stjórnin hefur valið leið ein- angrunarinnar með því aö neita að taka á móti Arafat með opinberri viðhöfn. Norsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að ekki séu neinar aðstæður til að taka á móti Arafat sem þjóðhöfð- ingja. Ef hann komi hins vegar til Noregs þá muni embættismenn ræða við hann. Einnig hefur komiö fram aö ekkert muni því til fyrirstöðu að PLO samtökin opni skrifstofu í Osló ef þauóski þess. Norðmenn hafa verulegra við- skiptahagsmuna að gæta 1 arabalönd- unum og i ríkjum múhameðstrúar- manna. Meðal annars eru þeir að byggja upp áhugaverðan framtíðar- markað i írak. Frydenlund utanríkisráðherra Noregs segir að ekki séu neinar aðstæður i Noregi til að taka á möti Jasser Arafat leiðtoga PLO samtakanna sem þjóð- höfðingja. —neitað að veita honum opinbera móttöku í Osló þó hann komi til Noregs Margir hópar koma til New York þessa dagana til að vekja athygli á ýmsum er haldið. Á myndinni eru andstæðingar núverandi stjórnar I Mið-Amerikurikinu áhugamálum sínum vegna flokksþings bandariska Demókrataflokksins sem þar F.l Salvador sem vilja mótmæla stuðningi stjórnarinnar I Washington við hana. Skákeinvígin: Jafntefli á Italíu enfrestað íBuenosAires Tólftu skákinni i einvígi þeirra Viktors Kortsnojs og Lev Polugajevsky i Buenos Aires var frestað í gær. Var það hinn siðarnefndi sem óskaði eftir frestinum. Skákin verður að öllu óbreyttu tefld á morgun. Kortsnoj hefur nú 6 vinninga gegn fimm vinning- um Polugajevskys. Nægir Kortsnoj jafntefii í tólftu skákinni til sigurs. Þar með er hann kominn í fjögurra manna undanúrsiit i keppninni um að fá heim- ild til að tefla við heimsmeistarann Anatole Karpov. Jafntefii varð í sjöundu skák þeirra Lajos Portisch og Roberts HUbner í Abano á Ítalíu í gær. Allar skákirnar sjö hafa endað í jafntefli og þykir ein- vigi stórmeistaranna heldur tíöindalítið til þessa. Hilbner hafði hvítt og byrjaði með enska leiknum. Lítið fjör var á tafl- borðinu og eftir 42. leik bauð Portisch jafntefli sem Hílbner þáöi umsvifa- laust. I REUTER p Og morðin halda áfram: 27 FALLA í INDLANDI Að minnsta kosti tuttugu og sjö manns féllu í átökum lögreglu og múhameðstrúarmanna i borginni Moradabad á Indlandi í gær. Kom til átaka vegna útisamkomu sem haldin var í tilefni þess að föstumánuðurinn er liðinn samkvæmt boðum Kóransins helgustu bók múhameðstrúarmanna. Meðal hinna föllnu er að sögn ind- versku fréttastofunnar þrír lögreglu- þjónar og sex börn. Lögreglan hóf skothríð að mann- fjöldanum.þegar húnvargrýtt. Einnig var skotið af húsþökum í nágrenni mótmælanna. Einnig voru nokkrir þeirra sem féllu í gær stungnir til bana en aðrir brenndir inni. Upphaf óeirðanna í gær var það að fólk sem var í helztu mosku í Morada- bad í gærmorgun sá dýr tilsýndar sem það taldi vera svín. Stóðu þá morgun- bænir múhameðstrúarmanna yfir. Fór þá allt i bál og brand og grjóti var kastað og skotum hleypt af. ...og 191Guatemala Tólf hermenn féllu í gær i Guate- mala er ráðizt var á þá úr launsátri. Að sögn yfirvalda í landinu félu auk þess sjö óbreyttir borgarar á liðnum sólar- hring. Hermennirnir féllu er vinstri skæruliðar réðust að herfiokki sem var á ferö um það bil tvö hundruð kíló- metra frá Guatemalaborg. Meðal hinna föllnu voru tveir lög- fræðingar sem féllu fyrir byssukúlum óþekkts morðingja á götu i höfuðborg- inni. Gömul kona féll fyrir byssukúlu í borginni Coran. ...og 7 ÍEI Salvador Lögreglan í E1 Salvador felldi sjö vinstri sinna í skotbardaga í morgun. Þá átti að hefjast þriggja daga alls- herjarverkfall sem vinstri menn hafa boðaö til gegn hinni frjálslyndu herfor- ingjastjórn landsins. Svo virtist þó sem lítil þátttaka æ.tlaði að verða i verkfall- inu. Verzlanir og skrifstofur voru flestar opnar og umferð virtist með eðlilegum hætti í höfuðborginni San Salvador og öðrum borgum landsins. f síðasta verkfalli sem vinstri menn boðuðu til í júni síðastliðnum var mjög mikil þátttaka. 1 fyrri verkföllum tóku hinsvegar færri þátt. Tilgangur vinstri manna er sá að reyna að koma herstjórninni frá völd- um. Hún hefur ríkt síðan í október síðastliðnum, þegar annarri og íhalds- samari herstjórn var velt úr sessi. Stuðningsmenn Khomeinis trúarleiðtoga I Iran héldu mótmælafund fyrir utan sendiráð Bandarikjanna i Stokkhólmi fyrir nokkrum dögum. Tveir mótmælend- anna meiddust eitthvað i átökum við lögreglu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.