Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980. MSBlxm ■ fijálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. " ^ ' Framkvœmdastjörí: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Fréttastjórí: Ómar Valdimarsson. SkrífstofustjÓrí rítstjóman Jóhannes ReykdaL iþróttjr. Hallur Símooarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Asgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atii Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgoir Tómasgon, Braqi 'SÍgurösson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Ema V. IngóHsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, jÓlafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. M Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleífur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóósson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þoríeifsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Drerfing- ,arstjórí: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverhohi 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot Dagbiaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun Arvakur hf., Skerfunni 10. ____________ _________ _ Áskrrftarverð á mánuðí kr. 5.000. Verð I lausasölu kr. 250 eintakið. ’ Dularfullt kjöthvarf Kjöthvarfið mikla er sjálfsagt tilefni húsleitar hjá þeim aðilum, sem fá af-' urðalán og birgðagreiðslur fyrir að geyma kjöt frá því í fyrrahaust. Einföld lögreglurannsókn ætti að leiða hið sanna í ljós. Samkvæmt skýrslum eiga að vera *til i landinu 2000—3000 tonn af dilkakjöti eða um þriggja mánaða birgðir. Enda hefðu ekki verið seld fyrir slikk úr landi 5000 tonn af l. og 2. flokks kjöti, ef hætta væri á kjöt- skorti. Svo ber það allt í einu við, þegar niðurgreiðslur hækka,að dilkakjöt verður allt að því ófáanlegt. Samt ætti að vera mjög erfitt að losna við skráðar birgðir fram að næstu sláturtíð. Þeir, sem kjötið skammta á Reykjavíkursvæðinu, bera því við, að hinar miklu birgðir hljóti að vera í ein- hverjum frystihúsum úti á landi. Samt hafa þessar birgðir ekki fundizt og auðvitað ekki fengizt á markað. Þetta hneykslismál hefur vakið grunsemdir um, að ekki sé allt með felldu. Annaðhvort sé umtalsverður hluti þessa kjöts seldur fyrir löngu eða eigi að bíða eftir hærra verði á nýslátruðu í haust. Þeir, sem dilkakjötið geyma, þurfaá meðan ekki að endurgreiða afurðalán, sem þeir hafa fengið á lágum vöxtum. Þar á ofan fá þeir greiðslur fyrir kostnað við birgðahald. Þetta kerfi freistar og spillir. Það er leikur einn að stela peningum með því að til- kynna sölur of seint. Þannig er hægt að liggja á afurða- láni í næstum heilt ár. Og þannig er í næstum heilt ár hægt að fá birgðagreiðslur út á ekki neitt. Tilefni lögreglurannsóknar er fengið. Stjórnvöld hafa í hundraðasta skipti reynt að falsa vísitöluna með þvi að hækka niðurgreiðslur á dilkakjöti. Almenningur vill notfæra sér þessa búbót, en grípur í tómt. Þeir, sem lána afurðalán, og þeir, sem greiða birgða- fé, hljóta að vita, hverjum þeir greiða og hversu mikið. Það hlýtur því að vera hægt að finna þriggja mánaða birgðirnar og koma einhverju af þeim í lóg fyrir slátur- tíð. Auðvitað þarf að hafa hraðar hendur í málinu, því að fljótlega verður búið að koma sölu- og birgðatölum í eðlilegt horf. En hér er því miður um forréttindaaðila að ræða, svo að rannsóknin verður víst engin. Ef svo ólíklega vildi til, að birgðirnar miklu mundu finnast, situr enn eftir grunurinn um, að ætlunin hafi verið að nota þær í kjötvinnslu, þegar nýja verðið er komið á haustslátruðu dilkunum eftir rúman mánuð. Öllum má ljóst vera, að óþarfi er að skammta þriggja mánaða birgðir til rúmlega eins mánaðar neyzlu. Og öllum má ljóst vera, að 5000 tonn eru ekki gefin til útlanda á kostnað skattgreiðenda til að búa til kjötskort. Engan veginn dugir að segja, að birgðirnar séu ein- hvers staðar úti á landi. Ef þær eru til, þá þarf að finna þær og koma þeim til neytenda. Framhald skömmt- unar er bara staðfesting á, að um geigvænlegt svindl sé að ræða. Höfðingjarnir, sem ætluðu að lagfæra vísitöluna með því að leggja fé skattgreiðenda í auknar niður- greiðslur, eiga nú leikinn. Kjöthvarfið hefur gert þá að fíflum. Þeir geta aðeins rétt hlut sinn með því að finna blessað kjötið. AF HVERJU RÍD- UR ALDA M0RDA NÚ YFIR? —skýrínguna er ekki að finna meðal arabaþjóða eða múhameðstrúarríkia Gamli ættarhöfðinginn í virki sínu í fjöllum Norður-Sýrlands var sér- fræðingur í að ráða andstæðinga sína af dögum. Hann var uppi fyrir átta öldum. Aðferö hans var sú að senda menn sína uppdópaða af „hashish” til morðanna. Hann var þó hreinn viövaningur í samanburöi við núver- andi morösérfræðinga í Mið-Austur- löndum. Við skulum taka nokkur dæmi af „afrekum” þessara nútíma morðkónga. Hinn 11. júní síðastliðinn rann út sá frestur sem Gaddafí forseti Líbýu hafði gefið landflótta löndum sínum til að snúa aftur til stns heima eða verða afmáðir ella. Á næstu tíu vikum féllu tíu líbýskir útlagar fyrir hendi útsendara Líbýustjórnar. Komu þeir frá „alþýðuskrifstofum” eða sendiráðum hennar. Fjórir út- lagar voru drepnir í Róm, tveir í London, einn í Beirút, einn í Bonn, einn í Aþenu og einn I Mílanó. Á einni viku um miðjan júlí drápu tyrkneskir hryðjuverkamenn fyrrum forsætisráðherra Tyrklands, sendi- menn sýrlenzku stjórnarinnar myrtu fyrrum forsætisráðherra þar í landi á skrifstofu tímarits þess sem hann gaf út í Paris. Morðingjar á vegum írans- stjórnar gerðu tilraun til að myrða Baktiar, fyrrum forsætisráðherra landsins. Þar voru Palestinuskæru- liðar á ferð en Arafat leiðtogi PLO samtaka þeirra hafði lánað klerka- stjórninni i íran nokkra sérþjálfaða morðingja. Þeim mistókst þó morðið á Baktiar en tveir saklausir Frakkar létu lífið í árásinni. Hinn 27. júli sl. kastaði Palestínu- maður tveim handsprengjum að hópi gyðingabarna. Einn drengur lét lífið og tuttugu særðust. Skýringin sem Palestínumaðurinn gaf á verknaði ERLEND MÁLEFNI Gwynne Dyeer » sínum var sú að líta ætti á baxm sem Ttrás á ísrael. „Þeir drápu iíka börn okkar.” Hinn 31. júlí myrtu félagar í Leyni- her Armeníu tyrkneskan sendimann og 14 ára dóttur hans í Aþenu. Kona hans særðist alvarlega. 1. ágúst sl. handtók lögregla tvo íranska sendimenn, sem störfuðu við sendiráð lands síns í Austur-Þýzka- landi. Höfðu þeir meðferðis tösku fulla af sprengjum. Var ferðinni heitið til byggingar þar sem kúrdiskir námsmenn héldu fund. Var ætlunin að sprengja bygginguna i loft upp. Tveim dögum áður hafði austurríska stjórnin rekið tvo íranska sendi- menn úr landi fyrir að hafa staðið að sprengjuárás á íranska sendiráðið í Vín. Þar særðust sex manns. í Mið-Austurlöndum er ástandið til muna alvarlegra en annars staðar. Hryðjuverkamenn drepa sjö til tíu manns daglega í Tyrklandi. Morðin á vegum stjórnvalda í íran eru jafnvel fleiri. Nýlegt dæmi er um að kona sem dæmd hafði verið til dauða var grafin i jörðu upp aö hálsi en síðan grýtt til dauða. í írak ríkir Saddam Hussein for- seti. Hann hóf valdaferil sinn með því að reyna að ráða forvera sinn af dögum. Það mistókst. Þar mun ástandið nú vera þannig að ríkis- stjórnin lætur drepa hvern þann sem hugsanlega gæti verið henni and- vígur. írakskur embættismaður sagði af dæmafárri hreinskilni: „Allir íbúar í írak vita af refsingunni fyrir að vinna með útlendingum eða að taka þátt í starfsemi stjórnarand- stöðuflokksins. Ef þú ert andstæð- ingur byltingarinnar þá verður þú tekinn af lífi.” Nýlöggengu í gildi í Sýrlandi í liðnum mánuði. Samkvæmt þeim eru það landráð að vera meðlimur i flokki stjórnarandstöðunnar. Fengu félagar hans eins mánaðar frest til að ganga úr flokknum. Þeir sem búa erlendis fengu þó tveggja mánaða frest. Yfirmorðingi þeirra Sýrlend- igna er Rifst Assad, bróðir forseta landsins. Hann sagði: „Við vitum hvar óvinir okkar eru og við munum elta þáuppi og útrýmaþeim.” Sama er uppi á teningnum í Líbanon. Þar eru aðeins tvær leiðir til að leysa pólitísk deilumál, annað- hvort með rifflum eða hríðskotabyss- um. Líbanon er heldur varla til leng- ur sem raunverulegt ríki. Þessi morðalda verður alls ekki kennd við araba. Hún ríkir ekki í löndunum við Persaflóann eða í f— HVERT STEFNIR? - Það er orðin áleitin spurning hjá ýmsu fólki á líðandi stundum, hvort okkar lofsungna lýðræðisform i stjórnarháttum sé ekki tekið að feta sig óæskilega mikið í átt til öngþveitis og sjálfseyðingar. Sá orðrómur hefur lengi á okkur mörlöndum legið að við látum illa að hvers konar stjórnun ofan frá. Að vísu þurfa þeir eiginleikar ekki ætíð að flokkast undir veikleika varðandi þjóðfélagslega velferð — stundum fremur það gagnstæða. En hitt fer i verra, ef við hættum að láta að stjórn eigin skynsemi og hlutlægra álykt- ana, ef persónuleg sjálfselska, eigin- girni, neyslugræðgi og upphefðar- streð ýta til hliðar eða úthýsa með öllu þeim mannlífsþáttum hvers ein- staklings, sem eiga að bera uppi raun- gildi manndóms og sannrar mennt- unar. í þjóðlífi okkar má víða sjá veg- vísa, sem benda til blindsiglingar út i ófæruna. Einna skýrast lýsa þeir sér í hinu mikla áflogastriði um skiptingu efnislegra verðmæta í samfélaginu. Það reiptog hefur lengi viðgengist í okkar þjóðlífi, en verður stöðugt glórulausara og illvígara með árun- um. Einstaklingar og þrýstihópar ýtast á um það sem kalla mætti nei- kvæðan samanburð i launamálum, og gætir þess einkum í fremstu fylk- ingum hins sjálfumglaða sjálf- stjórnaraðals í kerfinu. Einn aðilinn leitar uppi annan, sem hefur náö að pota sér í hærri launastiga, og síðan hefst kunnur baráttuslagur, sem oft kallast leiðrétting í fréttum fjölmiðla. Hins vegar varðar sömu aðila í raun ekkert um hina, sem tekjulega standa þeim neðar. Og bak við allt þetta strið er svo ríkjandi sá frumskógur flókinna launakerfa og launataxta- fjöldi, að eigi er á færi annarra en langskólaðra sérfræðinga i tölvisi að botna nokkuð í þeim ósköpum. Auk þess má fullyrða að víðs vegar i launakerfmu tíðkist undirborðs launaaukar og alls konar duldar premiur og fríðindi, sem gætt er af kostgæfni að eigi verði á vitorði al- mennings. Vitnar um vanþroska Hvers vegna er þetta svona? Það þýðir ekki aö segja heilbrigðu hugs- andi fólki að þetta sé þjóðhagslega hagkvæmt hvað þá nauðsynlegt. Það sjá allir sem vilja að þetta vitnar ein- ungis um vanþroska og handahóf i samfélagslegri stjórnun og um óheil- brigðan samskiptamáta. Að vonum vakti það þjóðar- hneyksli, þegar þingmenn ætluðu að gauka að sjálfum sér riflegri kjarabót á sama tíma og landsfeður töluðu um aö svigrúm skorti í þjóöarbúinu til verulegra úrbóta til handa láglauna- fólki. Þegar þjóökjörnir þingfull- trúar stíga slík vixlspor og auglýsa um leið algeran skort á réttlætis- DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980. Morðalda sú cr gengur yftr viruist aóauega eiga upptök sin.á þvi svæði heimsins sem markast af Tyrklandi og Afganistan i norðri og Libanon og trak i suðri. neinu öðru ríki Norður-Afriku en Líbýu. Hins vegar gengur aldan yfir riki þar sem arabar eru ekki, til dæmis Tyrkland, fran og Afganistan. Ekki er heldur hægt að rekja hana til múhameðskra öfgamanna. í ríkjum þar sem meirihluti þeirra býr, allt frá Indónesíu til Senegal, er ástandiö ekki þannig að morðæði ríki. Aðeins fá þessara ríkja eru auðug af olíu og aðeins fá þeirra eru beint tengd átökum við Israel. Skýr- inguna er þvi heldur ekki að finna í þessu. Raunverulega liggur þetta „morð- svæði” heimsins I heimshluta sem markast af Afganistan og Tyrklandi i norðri og Líbanon og lrak í suðri. Aðeins Líbýa liggur utan þessara 'marka. Skýringin á morðæðinu í Líbýu liggur að öllum líkindum hjá hálfbrjáluðum þjóðhöfðingja, sjálfum Gaddafi. f hinum löndunum kennd auk megnustu fyrirlitningu á dómgreind almennings, þá er orðið vandséð hvar vænta má heilbrigðrar forsjár gagnvart opinberum hags- munum hinna almennu þjóðþegna. Auðvitað stenst ekkert þjóðfélg svona glórulaust hagsmunastríð til lengdar. Reynt er að breiða yfir brest- ina hverju sinni með opinberri mynt- fölsun og um leið rýrnandi verðgildi gjaldmiðilsins. Árangurinn hefur orðið sívaxandi verðbólga, sem allir segjast andvígir, en enginn vill einu né neinu kosta til að bæta úr. Enda er flest mas um hana I þvílikum haltu- mér-slepptu-mér dúr.að niðurstaðan hlýtur að verða óbreytt ástand í besta falli um ófyrirséða framtíð. Stjórnmálamenn tala mikið um þjóðarhag og þjóðarvilja, en á nokk- uð sérkennilegan hátt. Ef sá mál- flutningur er nánar skoðaður, kemur oftast í ljós að orðið þjóð er í því sambandi látið merkja þann hóp ein- staklinga, sem ræöumaður telur sig sérstakan umbjóðanda fyrir. Af þannig málflutningi mætti því ráða að margar þjóðir byggju i landinu. Þvílíku masi er því oftast tekið sem markleysu, sem virkar á áheyrandann sem málefnalegt tóm. Varðgæsla um meflalmennskuna Annars er orðin full þörf á að endurhæfa markgildi sumra yfir- er ástandið hið sama. Þar rikja ann- aðhvort meirihlutahópar sem standa saman á trúarlegum eða ættflokka- grunni. Andstaðan gegn þeim er mjög hörð og herská. í öllum þessum ríkjum er veruleg tilhneiging til að tala um vinstri og hægri menn. Staöreyndin er þó sú að þarna berjast hinir ýmsu ætt- eða trú- flokkar innbyrðis og mismunur þeirra á ekkert skylt við hefðbundna skiptingu í vinstri og hægri menn. Lítið virðist vera hægt að gera til að koma í veg fyrir þessa morðöldu. Ef landamærum væri breytt þar um slóöir mundu að likindum aöeins myndast nýjar samsteypur samstarfs- manna eða andstæðinga. Einnig virðist lítið hægt að gera til að halda niðri moröárásum á heimaslóðum. Hins vegar er rétt að muna að þarna er alls ekki á ferðinni nein sér- stök araba eöa múhameðstrúar morðhreyfmg. gripsmikilla orða í þjóðtungu okkar, sem orðið hafa fyrir hnjaski og út- þynningu af gálausri misnotkun mál- óöra atkvæðaveiðara. Auk áður- nefnds ótímabærs stagls um þjóðar- hag og þjóðarvilja er mikið talað um staðreyndir hér og staðreyndir þar! Stundum kemur þetta þannig út, þegar deilumál eru uppi, að ein svo- nefnd staðreyndin stangast á viö aðra, svo úr verður staöleysa í raun. Þvílíkur merkingarvana orðaskakst- ur á vettvangi stjórnmálaumræðna getur ekki höfðað til hygginna áheyr- enda. Fremur hlýtur honum að vera stefnt til hinna leiðitömu og lltilsigldu í andanum. Með þess konar umfjöll- un mála snýst keppnin um málfylgi hinna trúgjörnu og geðþóttasinnuðu, sem byggja afstöðu sína á undir- mennskri yfirborðsafstöðu, en ekki um traust og ígrundað málefnalegt samstarf. Og komist menn til forræð- is með þessum hætti, þá verður fram- haldið að raða um sig í helstu trún- aðarstöður atkvæðalitlum jábræðr- um, sem líklegir eru að veita gagn- rýnislausa þjónustu. Þannig verður til óformleg varðgæsla um meðal- mennskuna, eða tæplega það, í æðstu stjórnun samfélagsins, og nær oft að festast í sessi um æðilangt tímaskeið með kerfisbundnum starfs- reglum. Af því leiðir að flestir þýðingarmestu þættirnir í stjórnun þjóðmála verða ekki ætið til lykta leiddir samkvæmt mati og yfirsýn ^ „Er okkar lofsungna lýöræöisform í stjórnarháttum tekiö að feta sig óæski- lega mikið í átt til öngþveitis og sjálfseyðing- ar?” 11 Hundakúnstir niður- greiðslnanna hvernig eru hagsmunir neytenda tryggðir? Niðurgreiðslur á landbúnaðar- vörum skipta þúsundum milljóna krónaáári. Þær eru fjármagnaðar með pen- ingum, sem við, skattgreiðendurnir, eigum, og tilgangurinn er einungis að blekkjaokkur. Niðurgreiðslur skapa engin verðmætí Þegar niðurgreiðslur voru auknar wi fyrrahaust og eins núna, kom í ljós, iað skýrslur Framleiðsluráðsins um kjötbirgðir munu vera mjög óná- kvæmar. Af blaöaskrifum má ráða, að möguleikar séu á þvi að svikja út úr rikissjóði stórfé með því að gefa ekki upp sölu á kjöti fyrr en löngu eftir að hún hefur átt sér stað, og þar með fá greitt geymslugjald fyrir kjöt, sem ekki er til. Auk þess hafa við- komandi með þessum hætti undir höndum miklar fjárhæðir I formi af- urðalána, sem greiddir eru mjög lágir vextir af. Nú er það staðreynd, að svo að segja öll sláturhús og kjötheildsala i landinu eru nú á einni hendi, sem þó virðist ekki fylgjast betur með en að framan greinir. Þegar meira en þriðjungur kjötsins er greiddur af almannafé og reynt er að telja okkur trú um, að verið sé að bæta kjör hinna lægstlaunuðu, er því einmitt öfugt farið, því að þeir, sem hafa peninga og aðstöðu, hamstra, en hinir fáekki neitt. Niðurgreiðslur nema nú 10 til 15 þúsund krónum á hvern skrokk, svo að hér er ekki um neina smáupphæð að ræða 1 heild. Fjölskyldan, sem gat bætt þremur skrokkum í frystikisturnar, náði út úr kerfinu 39—45 þúsund krónum. Hin fjölskyldan, sem átti enga frystikistu og enga handbæra peninga, fékk ekkert. (Við megum ekki gleyma að Kjallarinn ÓskarJóhannsson „það er verið að bæta hag hinna lægstlaunuðu”!) Spurningum ósvarað Neytendur og skattgreiðendur, sem unnið hafa fyrir þeim fjár- munum, sem notaöir eru 1 þessar ’hundakúnstir, eiga heimtingu á aö fá ’skýr og undanbragðalaus svör viö því, hvernig hagsmunir þeirra eru tryggðir gegn misferli, sem gæti numið milljónatugum, ef ekki hundruðum milljóna. Ég bið því Dagblaðið að afla öruggra heimilda um eftirtalin atriði: 1. Þegarskortureráódýnikjöti, eins og nú á sér stað, hver gætir þess þá, að til dæmis viðskiptavinir kaupmanns í þorpi úti á landi hafi sömu möguleika á kjötkaupum og viðskiptavinir kaupfélagsins? 2. Hver hefur með höndum eftir- lit með kjötbirgðum frystihúsanna? Hvernig er því eftirliti háttað og hve oft ferþaðfram? 3. Setjum svo, að sami aðili reki sláturhús, kjötheildsölu og smásölu. Hvaða trygging er fyrir því, að ekki sé hægt aö hagræða tölum uppi á skrifstofu, þannig að niður- greiðslurnar verði hagkvæmari fyrir fyrirtækið? Lftílsvirðing Persónulega þekki ég marga starfsmenn sláturhúsa og frystihúsa, og hef ég ekki ástæðu til að trúa neinu misjöfnu um neinn þeirra. Þeir munu þess vegna fagna því að verða hreinsaðir af þeim grunsemdum, sem birgðaskýrslurnar hafa vakið hjá fólki. Að lokum þetta: Það er litils- virðing við heilbrigða skynsemi venjulegs fólks, að því skuli ekki vera treyst til að ráöstafa tekjum sinum. Stjórnmálamennirnir, þjónar þess, taka af fólkinu þúsundir milljóna ár- lega til að fremja með sjónhverf- ingar i formi niðurgreiðslna og vísi- tölukúnsta. Óskar Jóhannsson, kaupmaður. £ „Af blaðaskrifum má ráða, að möguleik- ar séu á því að svikja út úr rikissjóði stór- fé með því að gefa ekki upp sölu á kjöti fyrr en löngu eftir að húnhefur átt sér stað.” bestu og færustu manna, heldur fremur 1 takt við ýmsa sérhyggju og skammsýni i þágu hugsanlegra vin- sælda i augnablikinu meðal hinna ýmsu hagsmunahópa. f þessum efnum verður engin bót á ráðin með frumkvæði eða stjórnun ofan frá. Varla er heldur þess að vænta að einn eða fáir hugsjónamenn fengju miklu um þokað til gagn- gerðra úrbóta, þótt slíkir fyrirfyndust I okkar hugsjónasnauöa neysluþjóö- félagi. Hér á við það sem einhvers staðar stendur: „Lýður, bíð ei lausnarans, en leys þig sjálfur”. Sem betur fer virðist hið fastmót- aöa, þjónustuglaða og sauðtrygga flokkafylgi vera nokkuð tekið að riðlast um þessar mundir. Það bendir t'l að þeim fari ört fjölgandi, sem teknir eru að byggja afstöðu sína á sjálfstæðara mati I stjórnmálum en áður. En það þarf ekki endilega að þýða miklar breytingar til batnaðar þegar i stað. Þó fólk taki sjálft að þenkja og álykta, fremur en að fela öðrum það fyrir sina hön'd, þá er óraunhæft að líta svo á að sú við- leitni ein tryggi rétt mat og niður- stöður á stundinni. En haft það við rök að styðjast, að los um flokkafjötra merki aukið sjálfstæði í hugsun og persónulegu mati á samfélagslegri stjórnun, þá er stefnt 1 rétta átt. Og þá má vænta verulegra úrbóta er fram líða stundir. Það er nú einu sinni svo, að þégar menn fjalla um deilumál út frá íhug- un og óháðu skynsemismati, þá leiðir það oftast til verulegrar samstöðu fyrr ensíðar. Tveir draugar fyrir einn Á það hefur verið bent æði oft, aö við búum við kostbærar matvæla- og Kjallarinn Jakob G. Pétursson orkuauðlindir á heimsmælikvarða, auk viðunandi tæknivæðingar. Þrátt fyrir það höfum við orðið að þola sí- felldan barlóm um efnahagsvand- ræöi árum saman og fáum ekki greint nokkra viðunandi lausn f þeim efnum í fyrirsjáanlegri framtíð. Hvernig leyfist okkur, sem bókaðri menn- ingarþjóð, að klúðra þannig sam- búðarháttum okkar og standa í stöð- ugri innbyrðis frumskógarbaráttu? Vissulega er hér fyrir hendi íhugunar- efni, sem ekki flokkast undir smá- muni. Oftast er fjallaö þannig um efna- hagsmál okkar, að úrræða er leitað fyrir augnablikið, en höfuðvandinn falinn óljósri framtíð. Með því móti vekjast jafnan upp tveir draugar fyrir hvern einn, sem kveðinn er niður. Og kröfuþrýstingurinn eykst í öllum áttum og verður æ illskeyttari. Hinir mannlegu þættir 1 fari þegnanna hljóta að rýrna og formyrkvast í réttu hlutfalli við ágirndarástríðu og áhyggjur sem henni eru samfara. Til- litssemin þurrkast út og sanngirnin markast af ágóöaaukandi saman- burði. f framhaldi af þvi verður bak- grunnur nauðsynlegra samskipta að köldum strlðsvettvangi, þar sem metið er til framtaks og réttlátra gerða aö geta hlunnfarið náungann i viðskiptum og stjórnsýslu. Þegar þvílík slökun á samskipta- iegu siðgæði hefur náð vissu marki t lifsmunstri þjóöar, þá missir lýð- ræðisformið raungildi sitt. Það getur að visu varað um stund, en þá hættir því til að veröa fljótlega að slíkum óskapnaði að fáir vilji við una. Og þá er jarövegurinn orðinn plægður og kostaríkur fyrir hvers konar öfga- stefnur og einræðisöfl. Að lokum: Varla er rætt svo við mann í fjölmiðlum um þessar mundir, að sá hinn sami flýti sér ekki að lýsa yfir aö hann sé bjartsýnis- maður. Vonandi fylgir þeim yfirlýs- ingum full meining. En bjartsýni einnar þjóðar má sin ekki mikils nema að baki henni standi eitthvað meira en brosmildar yfirlýsingar. Afgerandi grundvöllur raungildrar bjartsýni meðal okkar, þessara fáu þjóðþegna, er að við náum að vinna saman að sameiginlegum hagsmun- um og höfnum hinu gegndarlausa sérhagsmunastreði, er sífellt magnar öfund og ágirnd. Gott og farsælt þjóðskipulag bygg- ist ööru fremur á samábyrgð og rétt- lætiskennd einstaklinganna. Jakob G. Pétursson kennari, Stykkishólmi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.