Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 24
Ungur maður slasaðist illa um borð í togara —Þyrla med lækni um borð sótti manninn vestur fyrir Reykjanes og kom með hann á Borgarspítalann í morgun Tuttugu og tveggja ára gamall aðstoð meö þyrlu og að fá lækni með mílur vestur af nesinu þegar þyrlan toghlera, sem verið var aö hala inn. Reykvíkingur, skipverji á skuttogar- i þá för. Sagði Hannes Hafstein, fór í fyrstu skimu i morgun til móts Var ekki Ijóst hvort maðurinn myndi anum Bjarna Benediktssyni, meiddist framkvæmdastjóri SVFÍ, að læknir viðskipið. halda hendinni, en hann var tekinn í mjög alvaiiega á hendi í nótt. Skipið af Borgarspitalanum hefði veriö Þyrlan var komin með hinn særða aðgerð þegar við komu þyrlunnar til var þá að veiðum vestur af Reykja- fenginn til að fara með þyrlunni til unga mann um kl. 6 í morgun. spítalans. nesi. móts við skipið, sem þá hafði siglt i Reyndist hann mjög illa sár á hendi -A.St. Slysavarnafélaginu barst beiðni um átt til Reykjavikur og var um 20 eftir að hafa klemmzt milli víra og Komdu, kisa mín. Það fer velá með þessum litlu leikfélögum, stúlkunni og kisunni, enda veðurgott og hentugt til slíkrar útivistar á gangstéttinni. Vonandi helzt veðurblíðan áfram þannig að vináttu- böndin rofni ekki. DB-mynd Ragnar Th. Miss Young International: Unnur var kosin „ungfrú vinátta” — úrslitin verða kunn á sunnudag „Mér lízt afskaplega vel á stúlk- una. Hún er fersk og þægileg i fram- komu og veit alveg hvað hún er að gera með því að fara sem fulltrúi ís- lands í keppnina,” sagði Einar Jóns- son umboðsmaður fegurðarsam- keppna erlendis er Dagblaðið ræddi við hann í morgun um árangur Unnar Steinsson í keppninni Miss Young International. Unnur var í gær kjörin Ungfrú vin- átta. Það eru keppendurnir sjálfir, sem standa að þeirri kosningu. Á þriðjudaginn var hlaut hún titilinn Ungfrú stundvísi. „Anna Björnsdóttir hlaut einmitt titilinn Ungfrú vinátta, þegar hún tók þátt í fegurðarsamkeppni hér um árið,” sagði Einar Jónsson. „Það er mikill áfangi út af fyrir sig fyrir þátt- takanda í fegurðarsamkeppni, ef hún kann að nýta sér hann.” Unnur Steinsson er sautján ára gömul. Hún starfar sem tízkusýn- ingastúlka i París. Hún var ein átta stúlkna, sem tóku þátt í keppninni Fulltrúi ungu kynslóðarinnar, og þóttiþarberaaf. Úrslit keppninnar Miss Young Int- ernational verða kunn þann 17. ágúst. Keppnin er japönsk, og fer nú í fyrsta skipti fram utan þess lands. — Er íslendingar tóku fyrst þátt i keppninni báru þeir sigur úr býtum. Þá hlaut Henný Hermannsdóttir titil- inn Miss Young International. -ÁT. jJnnur Stelnsson fulltrúi ungu kyn- slóðarlnnar, eins og hún kom lesend- um Vikunnar fyrir sjónlr. Út á þessa mynd hlaut hún elnmitt starf sem tlzkusýnlngastúlka I Paris. Ljósm.: Ragnar Th. Sigurðsson. Hlé í viðræðum ASÍog VSÍ: „Stingur í augunaðsjá launamuninn” — segir Ouðjón Jónson formaður Félágs járniðnaðarmanna ,,Við tökum okkur hlé i samninga- viðræðunum til að aöilar geti áttað sig á útkomunni í sampingsdrögum opin- berra starfsmanna viö ríkisvaldið sem nú liggja fyrir. Óneitanlega stingur i augun að sjá þann mikla mun sem er á kaupi opinberra starfsmanna annars vegar og ASÍ-manna hins vegar fyrir sambærileg störf,” sagði Guðjón Jóns- son formaöur Félags járniðnaðar- manna við Dagblaðið í morgun. „Launamunur á félögum ASÍ og BSRB var mikill fyrir og við ætluöum að draga úr þeim mun. Þess vegna er nauðsynlegt að staldra nú viö og kanna stöðuna betur þegar svo virðist að samningar séu að takast í kjaradeilu opinberra starf smanna. ’ ’ Viðræöunefnd Alþýðusambandsins og samningaráð Vinnuveitendasam- bandsins komu saman til fundar í gær og er nýr fundur boöaður á mánudag- inn. Munu samningamenn nota tímann til að átta sig á innihaldi samningsdraga opinberra starfsmanna og rikisins sem allir eru sammála um að hafi áhrif á gang viðræðna á næstunni. „Framkvæmdastjórn Vinnuveit- endasambandsins heldur fund i dag um samningamálin,” sagði Þorsteinn Páls- son framkvæmdastjóri VSf í morgun. „Meginatriðið er að átta sig á þeirri útgjaldaaukningu sem felst í samning- um opinberra starfsmanna. Við vitum enn ekki hver hún er, en það er mál sem vinnuveitendur hljóta að taka mið af.” Samninganefnd BSRB heldur fund á þriðjudaginn og ákveður hvort sam- komulagsdrögin, sem lágu fyrir á þriðjudagsmorguninn, skuli taka gildi sem kjarasamningur opinberra starfs- manna. Ef niðurstaðan verður á þá leið, verður samningurinn kynntur al- mennum félögum i BSRB sem síðan greiða um hann atkvæði í allsherjarat- kvæðagreiðslu. -ARH. i' i i írjálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST1980. Deilt um útreikning á vísitölunni — kauphækkun l.sept. yfir 8% Hvernig á að reikna vísitöluna? Flestir hefðu víst haldið, að sérfræð- ingar kerfisins væru nokkuð sammála um það, en nú er komið babb í bátinn. Efnahagsnefndarmenn stjórnarliða hafa lent í klandri, af því að Hagstofan hefur verið að reikna verðbreytingar á vörum fram yfír 1. ágúst, segja nefnd- armenn. Þannig kemur út meiri hækk- un vísitölu og launa 1. september en nefndin gerði ráð fyrir. Nefndarmenn segja, að Þjóðhagsstofnun og Hagstof- an séu ósammála um hvernig reikna eigi vísitöluna. Nefndin reiknaði með um 7,5 prósent kauphækkun 1. sept- ember. Nú stefnir í að kauphækkunin fari yfir 8 prósent. -HH. Nefndin gerir ekki tillögur um „óbætta gengis- fellingu” Efnahagsnefndin gerir ekki tillögur um verulega gengisfellingu, sem yrði ,,teHn út úr visitölu”, þannig að verð- hækkanir af hennar völdum yrðu ekki bættar í kaupi. Tillögur nefndarinnar miða að því að hafa gengissig sem minnst með því að draga úr kostnaði útflutningsfyrir- tækja. Vafalaust verður þó um talsvert gengissig að ræða, en ekki eru á þessu stigi tillögur um að það verði ekki bætt í kaupi. DB skýrði fyrir nokkru fráum- ræðum sem áttu sér stað um slíka „gengislækkun utan við vísitölu”. Efnahagsnefndin hefur ekki valið þann kost að leggja slikt til, gagnstætt því sem segir í einu dagblaðinu í dag. -HH. að hafa brotið und- irstöðurnar á Hellnum: Lýsa ábyrgð á hendurLÍÚ „Fólkið á Hellnum var mjög ugg- andi yfir framgangi máls þessa og sá fram á, að næsta skref LÍÚ-manna yrði að koma sumarbústöðum fyrir i skyndingu á undirstöðunum með ólög- mætum hætti án þess að nokkur fengi spornað við yfirgangi þeirra,” segir meðal annars í fréttatilkynningu frá íbúum Hellna á Snæfellsnesi. Sjö karl- menn á Hellnum hafa nú játað við yfir- heyrslur hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins að hafa hinn 24. júlí sl. brotið niður undirstöður sumarbústaða sem LÍÚ hyggst reisa þar á staðnum. 1 fréttatil- kynningunni segir, að íbúar Hellna hafi gripið til þess eina úrræðis sem þeim var tiltækt til þess að stöðva frekari ólögmætar framkvæmdir LÍÚ-manna og lýsa íbúarnir fullri ábyrgð á hendur LÍÚ-mönnum. -GAJ. IUKKUDAGAR: 14. ÁGÚST: 28716 Vöruúttekt að eigin vali frá .Liverpool. Vinningshafar hringi isíma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.