Dagblaðið - 21.08.1980, Síða 8

Dagblaðið - 21.08.1980, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980. Glaumbær í Skagaf irði: „Utlendingamir koma aftur og aflur" i' mm Ragnheiður Ólafsdóttir undir myndum af merkismönnum f SkagaHrði fyrr og siðar. Allir veggir f herberginu eru þaktir slfkum myndum. Skagfirðingar virðast hafa veríð óvenju fljótir að átta sig á þvi galdratæki sem Ijósmyndavélin er. R ^ ' ■rr*r jl xjg v 1 Elzti hluti Glaumbxjar er frá árinu 1750. DB-myndir: EH. Baðstofan er það sem mesta athygli vekur i Glaumbæ. „Útlendingar hafa skrífað hingað 'og beðið um leyfi til að fá að heim- sækja staðinn,” sagði Ragnheiður Ólafsdóttir, annar af safnvörðum byggðasafnsins í Glaumbæ, er DB menn litu þar inn á dögunum. Ragn- heiður hafði andartaks rólega stund eftir að nýfarnar voru 5 rútur, bæði með tslendingum og útlendingum. t þann mund sem DB menn svo fóru voru komnar í hlaðið þrjár rútur til viðbótar, hlaðnar fólki. „Hingaö koma svona 200 manns á dag í júlí. t ágúst koma færri. Mest er um útlendinga en þó kemur talsvert af íslendingum líka. Útlendingarnir virðast vera mjög hrifnir og koma margir hingað aftur og aftur. Þeim finnst allt sem þeir sjá mjög merkilegt en sennilega baöstofan merkilegust af öllu,” segir Ragnheiður. Hún skiptist á við aðra konu að gæta safnsins og eru þær hvor sína vikuna. „Þetta er mikið starf. Við erum með opið til kl. 7 á kvöldin og allar helgar,” segir Ragnheiður. Eina bót- in er að ekki þarf hún langar leiöir að fara á vinnustað. Ragnheiður býr í Glaumbæ. „Gamli bærinn í Glaumbæ er I tals- verðum vanda núna. Síöan sögu- aldarbærinn var reistur hafa þeir fáu menn sem kunna vegghleöslur verið uppteknir við hann og enginn mátt vera að því að sinna Glaumbæ. Ungir menn virðast ekki vilja læra vegghleðslu þó þeir gömlu bjóðist til aö kenna þeim hana fyrir ekki neitt,” segir Ragnheiður. Elzti hlutinn af bænum er frá 1750 en sá yngsti frá 1876. Því má nærri geta að ekki veitir af að vera stöðugt að lagfæra til þess að það óviðjafnanlega safn sem er í Glaumbæ fariekki forgörðum. -DS Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki: ÓHRÆDDIR VIÐ NÝJUNGAR í KENNSLU í NÝJUM SKÓLA Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki er eins og fangelsi utan l'rá séð. DB-myndir: EH „Hér voru 82 nemendur á haustönn í vetur og 87 á vorönn. 1 vetur ætlum við að koma hér fyrir 150 á hvorri önn en skólinn á aö taka 400 nemendur full- byggður,” sagði Jón Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Skólinn hefur núna starfað eitt námsár og sagðist Jón ekki sjá annað en að bæði nemendur og kennarar kynnu vel við sig. DB gekk um skólahúsnæðið með Jóni og fræddist um starfsemi skólans. Skólinn er til húsa í gagnfræðaskól- anum á Sauðárkróki. Elzti hluti hússins er frá árinu 1969 en byggingu er enn ekki fulllokið. Nú í sumar var hafin bygging verknámshúss, sem er dýrasta verknámshús sem gert hefur verið í. landinu. i fyrravetur var áætlað aö það myndi kosta 400 milljónir króna. En þar á lika að vanda til allra hluta og kenndar verða hvers kyns iðngreinar. Bóknámsálman og ný álma við heima- vistina eru svo næstar á dagskrá. Heimavistin er hið vistlegasta hús og sagði Jón að mörgum i ríkisbákninu þætti sem þar væri iburður fullmikill þar eð bað væri á hverju herbergi. Hann sagðist vera á annarri skoöun. „Hingað koma nemendur frá öllu Norðvesturlandi. Slíkur skóli sem þessi byggist algjörlega á góðri heimavist. Fólk í dag er ekki vant því að þurfa aö deila baði með tugum manna og værum við aö spara í slikum hlutum sem fólki finnast sjálfsagðir gæti svo farið að viö fengjum engan hingaö,” sagði hann. Mistök í arkitektúr Aðalskólahúsiö er frá götunni að sjá eins og fangelsi. Gluggar eru þar ör- mjóir, þrir saman og langt á milli þeirra. Þegar hins vegar er farið vestur fyrir skólann blasir önnur sýn við. Þar eru bókstaflega heilu veggirnir úr gleri. „Það lítur einna helzt út fyrir að arki- tektinn hafi séð þegar hann var búinn að teikna framhliðina aö fulllitið var um glugga. En frekar en að breyta. henni hefur hann skellt þeim öllum á .bakhliðina,” sagði Jón. En þessi gluggaskipan er ekki það eina sem athygli vekur á húsinu. Yfir anddyrinu er 30—40 fermetra pallur með steyptum brúnum. Út á þann pall er ekki hægt aö komast og varla hægt að sjá út um hina örmjóu glugga. „Þetta er skólabókardæmi um mistök í arkitektúr,” segir Jón. „Gangarnir eru við hliöina og örmjóir og allt þetta pláss til einskis.” . j Heimavistin er vistlegt hús, of vistlegt að dðmi margra I embxttiskeríinu. Miöstöð framhaids- skóla á Norðvesturlandi í kynningarriti um Fjölbrautaskól- ann á Sauðárkróki er lagt til að skólinn verði miöstöð skólahalds á Norður- landi vestra. Allir framhaldsskólar á norðvesturhorninu eru skipulagðir þannig aö nemendur geta skipt um skóla án þess að tapa þeim námseining- um sem þeir hafa unnið sér inn. Próf og nám er samræmt með öðrum orðum. „Þó ekki sébúiðaðsamþykkja frumvarp um framhaldsskóla, sem er mjög miöur, högum við okkur líkt og það væri komið til framkvæmdar. Við miðum við þau drög sem þar eru lögð að framhaldsskóla og hefur verið stuðzt við í öðrum fjölbrautaskólum. Við miðum aðallega viö að fá hingað fólk frá þéttbýlisstöðunum hérna í kring. I vetur verða til dæmis 60% nemenda hér aökomufólk. Við höfum rætt við nágrannabyggöarlðgin um að þau tækju þátt í kostnaði við skólann en ennþá hefur ekki náöst samkomulag þar um. Ríkið borgar 60% af rekstrin- um og helming af framkvæmdum en Sauðárkrókur restina. Það eru mjög framsýnir menn hér í bæjarstjórn. Þeir sjá í hendi sér að á menntuninni byggist það hvort fólk vill vera hér eða ekki. Þess vegna leggja þeir alla peninga sem fært er i skóla,” sagði Jón. í Fjölbrautaskólanum er rekin öld- ungadeild sem 1 sátu i vetur 120 nem- endur. Þar eru kennd ýmis hagnýt fræði eins og heimilishald (þar á meðal gerð skattaskýrslu) og umhirða og við- hald bifreiða. Hefðbundnar greinar eins og tungumál eru líka kenndar. Kennsla fer fram á Sauöárkróki, Hofs- ósi, að Löngumýri og í Varmahlíð. Aðrar forsendur „Þegar við byrjuðum spuröu aðrir skólamenn okkur að þvi hvernig í ver- öldinni viö ætluðum að geta uppfyllt allar námskröfur fjölbrautaskóla í svona lítilli einingu. En það sem við gerum er að reikna út frá öðrum for- sendum. Verulegur hluti af þvi námi sem menn hér eiga kost á er sameigin- legur kjarni sem allir læra. Tungumál, stærðfræöi og slíkt. Síðan velja menn sér brautir og þá skiptist meira niður. En nokkrar námsbrautir eiga enn sam- eiginlegt nám. Það er ekki fyrr en á síð- asta námsári sem sundurgreiningin er algjör. Ennþá höfum viö getað orðið við öllum óskum um nýjar námsgreinar Jón Hjartarson skólameistari Fjöl- brautaskólans á Sauðárkróki. Um ráðningu hans stóð dálitill styr en nú hefur bxjarstjórn einróma farið fram á að hann verði skipaður skólameistari. en þvi miður ekki við öllum um fram- hald í greinum sem menn hafa lært í öðrum skólum. En það kemur allt,” sagði Jón. Nýstárlegt nám Fjölbrautaskólinn hyggst eftir ára- mótin fara út á nýstárlega kennslu- braut. Þar er um að ræða kennslu án eða meö sérstökum réttindum. Kennd verða undirstöðuatriði i vinnutækni og vinnueðlisfræði og undirstööuþættir atvinnulífsins. Nemendur vinna síðan hjá fyrirtækjum og kynna sér þar öll handtök sem fylgja hverju verki. Þetta nám er 1 samvinnu við SERI, námsdeild OECD, Efnahags- og fram- farastofnunarinnar. Kennsla á þennan hátt fer fram í nokkrum OECD lönd- um samtímis. Á næsta ári verður siöan haldin í París ráðstefna um árangurinn í hverju landi og borið saman hvaða námsgrein hefur komið bezt út. Hér á landi á að kenna úrvinnslu land- búnaöarvara og byggingar. 29 fyrir- 'tækjum á Sauðárkróki og nokkrum þar í kring hefur verið skrifað og spurt hvort þau hugsanlega gætu tekið að sér nema úr þessum nýja skóla. Nú er beðið eftir svörum, á þeim veltur öll framkvæmd. „Okkur vantar um það bil 13 mannmánaða vinnu í viðbót til þess að geta komið þessu í framkvæmd og við ætlum að Ijúka henni fyrir ára- mót,” segir Jón og er ákveðinn á svip- inn. Góðir kennarar „Fjölbrautaskólinn hefur verið ein- staklega heppinn að því leyti að hann hefur fengið góða kennara. Bæði menntunarlega og verkfærnislega séð. Á því byggist allt. Oft er það svo með skóla að ekki fást góðir kennarar af því að skólinn er nýr og fáir nemendur. Nemendur vilja síðan ekki koma af því að kennarar eru fáir. Þetta er einn víta- hringur sem okkur hefur tekizt að rjúfa,” sagði Jón Hjartarson skóla- meistari. , . r«c

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.