Dagblaðið - 19.09.1980, Side 2

Dagblaðið - 19.09.1980, Side 2
. Fyrirbyggjum óhugnanlegan sjúkdóm: Mætum í ónæmis- prófin gegn rauðum hundum DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1980. Eitthvað er það nú vafasamt að Bandarikjaher vilji fslenzka flugmenn á orrustuþotur en hvað með þyrlurnar og kafbátacftirlitsvélarnar? Marluug Kinarsdóttir hringdi: næmispróf vegna rauðra hunda á Á Heilsuverndarstftftinni f<*r fram öllum konum frá 16 til 40 ára. beim Sársaukinn af nálinni er sáralitill miðað við þann sem gæti seinna orðið. DB-mynd BP. að kostnaðarlausu og hafa verið send hvatningarbréf til þeirra. Viðbrögð þeirra eru alls ekki fullnægjandi og er ég bæði sár og hissa á slíku áhuga- leysi. Ég tel það mjög mikla framför að hægt skuli að fyrirbyggja að fleiri börn fæðist fötluð vegna þessa óhugnanlega sjúkdóms sem getur læðzt að fólki í svefni og það ekkert vitað fyrr en um seinan, eins og i mínu tilfelli fyrir 13 árum, en þá var engin slík þjónusta. Eins og flestir vita eru rauðir hundar hættulegastir fyrstu mánuði meðgöngutímans og því kannski skaðinn skeður þegar konan fer í fyrstu mæðraskoðun. Því er nauðsynlegt að konur séu öruggar áður en þær verða barnshafandi. Bifreiðaeftirlitsmenn við vinnu slna. DB-mynd: Hörður. ERU AUGU ÞEIRRA LOKUÐ? Okuskírteinið var ógilt H.G. hringdi: Ég rakst á lesendabréf i Dag- blaðinu þar sem spurt var hvers végna Bifreiðaeftirlitið bæði menn um ökuskírteini þegar þeir kæmu með bíla i skoðun. Mér fannst það dálítið broslegt þegar ég sá svar starfsmanns um að verið væri að athuga hvort skírteinið væri í gildi því í sumar komst ég að því að ökuskirteini mitt væri búið að vera ógilt i tvö ár. Hafði ég þó sýnt ökuskirteini mitt við skoðun ’79 en starfsmenn Bifreiðaeftirlitsins greinilega ekkert séð athugavert. Hins vegar var ekkert spurt um ökuskirteinið þegar ég lét skoða bilinn minn í ár. Það virðist þvi sem litið sé á ökuskirteinin með lokuðum augum. ISLENZKA , FLUGMENN A ÞYRLURNAR — Eðlilegur og sanngjarn skerfur okkar til vama vestrænna lýðræðisþjóða „Ættjarðarvinur” hringdi: í framhaldi af fréttum um ósk rikisstjórnarinnar um að Flugleiðir taki að sér flutninga fyrir varnarliðið langar mig að kasta fram nokkrum hugmyndum. Væri ekki eðlilegt að eitthvað af þeim islenzku flug- mönnum, sem nú ganga um at- vinnulausir, fengju vinnu hjá varnar- liðinu? Er einhver munur á því að fljúga björgunarþyrlum varnarliðsins eða þyrlum landhelgisgæzlunnar? Eða að fljúga eftirlitsflugvélum varnarliðsins eða landhelgis- gæzlunnar? Ég treysti islenzkum flugmönnum fullkomlega fyrir þeim verkefnum sem varnarliðið sinnir og með því að koma þeim í vinnu hjá varnarliðinu værum við um leið að leggja eðlilegan og sanngjarnan skerf okkar til varna vestrænna lýðræðis- þjóða. Tommi og Jemi eruekkinóg jSigrún Ragnarsdóttir, Barftaströnd, skrifar: Ég skrifa vegna þess að tvær jsíðustu vikur hefur það gerzt nokkrum sinnum að myndir, sem jhafa verið sýndar í sjónvarpinu, hafa verið bannaðar börnum. Þessu beini ég til þeirra sem starfa á sjónvarpinu vegna þess að börn hafa líka ánægju af þvi að horfa á sjónvarp ef eitthvað er varið i það. Þið verðið að sýna myndir sem börn mega lika horfa á. Tommi og Jenni eru ekki nóg fyrir börnin. Heimavinnandi húsmæður: Komið i mömmuklúbb Vigdís Stefánsdóttir hringdi: 9. september sl. kynnti ég á les- endasíðunni hugmynd um, mömmuklúbba. Nú langar mig að biðja þær mömmur sem áhuga hefðu á þvi að koma í svona klúbb að hafa samband við mig. Ég bý í Breiöholtinu og siminn er 73849. Enn um Gervasoni: Verður að hlíta landslögum Irlu Magnúsdóttir, gæzlukona, skrlfar: Alnafna min, Erla Magnúsdóttir, er stóryrt í skrifum slnurn I DB þann 16. september, er hún vill bjóða Patríck Gervasoni velkomlnn. Vist eigum við islendingar láni að lagna að þurfa ekki að búa við her- skyldu og sömulelftls skiljum við flest þá sem ekki vilja una við hana. En málið er bara ekki svo einfalt og E. M. vill gera það. Maðurinn er Iranskur rlkisborgari og sem sllkur skyldur til að hllta slnutn lands- lögum, Þess vegna er deilt um það hvort hann skuli velkominn eða ekki. Éúð Pr sjálfsagt að bjóða ypíiiomns þá sern hingað vilja koma, en gerum okkur grein fyrir þvi að þegar um það er að ræða að flýja herskyldu þá heyrir það undir afbrot I því landi sem við er átt. Einnig er það þannig I flestum vestrænum löndum og þá sennllega I Frakklandi llka, að þeir sem ýmist vegna trúarskoðana eða sérsta)<ra Hfsviðhorfa prn á móti hpr- mpnmlWt 8Pta átt kastá hví aft sinna öðrum störfum I hernum en þeint sem við köllum venjuleg hermannastörf. Raddir lesenda En skylduna verða þeir samt að inna af hendi. Ómaklegar ásakanir: BORGIN HEFUR GERT ALLT FYRIR HANA Hafdís Harftardóttir (3489-9320) hringdi: Ég er alls ekki sammála þeim á- sökunum, sem komið hafa fram á Félagsmálastofnunina vegna 6 bama móðurjnnar. Það viil svo til, að ég þekki aðeins til málavaxta. Þessi kona býr í húsnæði frá borginni, hún hefur fengið heimilishjálp frá borg- inni og einnig er henni útvegað fæði og |dæði frá borginni- Mér finnst Félagsmálastofnunin hafa gert ailt sem hægt er fyrir konuna. Ekki vinnur manneskjan úti og því þarf borgin að sjá fyrir henni. Ég veit til þess að konan hafi ekki hreinsáð stigaganginn og mér hefur fundizt stundum að krakkarnir séu algerlega eftirlitslausir. Börnin hafa áður verið tekin af henni og fór hún þá með málið í Visi. Það segir sig sjálft að þegar gripið er til þess úrræðis að taka börnin frá henni þá hlýtur eitt- hvað að vera að. -

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.