Dagblaðið - 22.09.1980, Page 20

Dagblaðið - 22.09.1980, Page 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1980. Iþróttir Iþróttir I ð Iþróttir Iþróttir Neal nýtti ekki vítaspymu sem Liverpool fékk á „The DelF’ - brenndi af í fjarveru McDermott en meistararnir náðu jafntefli. Ipswich með þriggja stiga forskot Englandsmeislarar Liverpool og Southampton með Kevin Keegan í broddi fylkingar skildu jöfn, 2—2, á The Dell á suðurslröndinni á laugardag í þeim leik 1. deildarinnar er mesta athygiin beindist að á laugardag. Úr- slitin voru i heildina litið sanngjörn þó svo að Liverpool nýtti ekki vitaspyrnu, sem liðið fékk minútu áður en David Fairclough skoraði jöfnunarmark liðsins með góðum skalla eftir að Phil Neal hafði þeyst upp hægri kantinn og gefið vel fyrir markið. Southampton var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og þá varð Clemence þrívegis að taka á honum stóra sínum til að afstýra marki. Leikurinn hófst vel fyrir Liverpool þvi strax á 9. mínútu skoraði Graeme Souness laglegt mark eftir að hann hafði tekið 30 metra sprett og snúið á vörn Dýrlinganna. Spyrnti hann knett- inum í gagnstætt horn, er hann var kominn inn i vítateiginn. Ekki liðu nema 7 minútur þar til Southampton jafnaði metin. Eftir hornspyrnu tókst Chris Nicholl, miðverði, að jafna eftir darraðardans i markteignum. Southampton náði betri tökum á leiknum eftir því sem á hann leið og markið lá i loftinu. >að koma á 33. mínútu, en var ærið klaufalegt. Ísraelinn Avi Cohen lagði þá boltann beint fyrir fætur Phil Boyer, sem hafði lítið fyrir því að skora. Clemence var hins vegar ekki ánægður með frammi- stöðu varnarmanna sinna og lét þá hafa það óþvegið. í siðari hálfleiknum snerist dæmið algerlega við og það fór mjög i taugar leikmanna Southampton að sjá að þeir höfðu ekki þá yfirburði er einkenndu leik liðsins i fyrri hálfleiknum. Á 55. mínútu handlék McCartney knöttinn innan vitateigs og dómari leiksins, sem reyndar vakti undrun og gremju áhorf- enda jafnt sem leikmanna út leikinn fyrir undarlega dóma, dæmdi umsvifa- laust vitaspyrnu. Terry McDermott, vítaskytta Liverpool-liðsins, hafði orðið að fara útaf í fyrri hálfleiknum vegna meiðsla og kom Sammy Irwin í hans stað. Það kom þvi í hlut Phil Neal, fyrrum vítakóngs á Anfield, að framkvæma spyrnuna. Það tókst hins vegar ekki betur til en svo að knött- urinn fór framhjá markinu. Áfallið virtist ekki hafa mikil áhrif á leikmenn liðsins því mínútu síðar náðu þeir að jafna metin. Lokakaflinn var mjög harður og sló í brýnu á milli Kevin Keegan og fyrrum félaga hans. Fékk Keegan gult spjald á- samt nokkrum öðrum, fyrir að sparka Ray Kennedy niður aftan frá. Phil Thompson var ekki ánægður með aðfarirnar og sendi Keegan tóninn og um tima leit út fyrir að þeir ætluðu í hár saman. Greinilegt að ekki ríkir neinn bróðurkærleikur með þessum fyrrum félögum. Southampton-liðið virðist þegar hafa tapað þeim frískleika er einkenndi liðið í fyrstu leikjunum og það var spá undirritaðs þá og er enn að liðið verði ekki á meðal þriggja efstu liða er upp verður staðið í vor. En litum á úrslitin: l.deild Aston Villa-Wolverhampton 2—1 Birmingham-West Bromwich I —1 Brighton-Norwich 2—0 Everton-Crystal Palace 5—0 Ipswich-Coventry 2—0 Leeds-Manchester Utd. 0—0 Manchester C.-Stoke 1—2 Middlesbrough-Arsenal 2—1 Nottingham Forest-Leicester 5—0 Southampton-Liverpool 2—2 2. deild Blackburn-Grimsby 2—0 Bolton-Swansea 1—4 Bristol City-Notts. County 0—1 Cardiff-Bristol Rovers 2—1 Chelsea-Preston 1 — 1 Derby-Wrexham 0—1 Luton-Orient 2—1 Newcastle-Oldham 0—0 Sheffield Wed.-QPR 1—0 Shrewsbury-Cambridge United 2—1 West Ham-Watford 3—2 3. deild Barnsley-Swindon 2—0 Blackpool-Brentford 0—3 Charlton-Colchester 1—2 Chester-Burnley 0—0 Chesterfield-Newport 3—2 Fulham-Walsall 2—1 Huddersfield-Sheffield U. 1—0 Hull City-Portsmouth 2—1 Millwall-Exeter 1—0 Oxford Utd.-Carlisle 1—2 Plymouth-Gillingham 4—1 Rotherham-Reading 2—0 4. deild Doncaster-Southend 1—0 Northampt.-York C. 2—0 Scunthorpe-Stockport 2—0 Tranmere-Torquay 1—0 Aldershot-Mansfield 1—0 Crewe-Halifax 2—1 Hartlepool-Hereford 2—0 Peterbor.-Bournem. 1—0 Port Vale-Darlingt. 4—2 Rochdale-Bradford C. 0—2 Wigan-Bury -2—1 Wimbledon-Lincoln 0—1 Leicester á eftir að vera i basli með að halda stöðu sinni i deildinni og fékk nú sinn annan 0—5 skell í röð. Það var þó fátt sem benti til slíks stórsigurs framan af því Mark Wallington varði eins og hetja i markinu og eigi sjaldnar en þrivegis sýndi hann snilldartilþrif. Honum tókst þó ekki að ráða við skot Frankie Gray á 24. mínútu og þannig var staðan, 1—0, fram á 72. mínútu er Larry May braut óþarflega á einum sóknarmanna Forest innan vítateigs. John Robertson skoraði örugglega úr spyrnunni og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk Forest. Gary Birtles bætti þriðja markinu við á 80. mínútu, þá skoraði Gary Mills, en hann kom inn á sem varamaður og á 88. mínútu skoraði Birtles aftur og auðmýking Leicester var alger. Forest-liðið er afar sterkt á heimavelli, rétt eins og Liverpool, en á i basli áútivöllum. Crystal Palace fékk svipaða útreið og Leicester gegn Everton á Goodison Park. Everton-liðið er í mikilli framför og leikur nú stórgóða knattspyrnu. Það gerir Palace reyndar líka ef svo ber undir og menn undrast að liðið skuli nú sitja á botni deildarinnar. Ekkert mark var gert i fyrri hálfleiknum og fyrsta markið kom ekki fyrr en á 58. minútu er Bob Latchford, sem ekki hefur skor- að allt of reglulega að undanförnu, ikoraði gott mark. Hann bætti siðan tveimur mörkum við á næstu 10 mínútum og fullkomnaði þrennu sína. John Gidman skoraði siðan úr vita- spyrnu og síðan bætti Peter Eastoe við marki — hans sjötta i haust. Manchester City, sem íslenzkir sjónvarpsáhorfendur sáu leika prýðilega gegn Forest á laugardag, tapaði enn — nú fyrir Stoke, sem spáð var falli af flestum enskum blöðum, áður en keppnistímabilið hófst. Adrian Heath gerði sér lítið fyrir og labbaði í gegnum vörn City á 35. mínútu á laug- ardag og sendi siðan á Loek Uresem, sem skoraði. Aðeins fjórum mínútum siðar sendi Ursem á Paul Champman sem skoraöi annað mark Stoke. Dennis Tueart minnkaði muninn á 44. minútu með ágætu marki en ekki tókst City að jafna metin í síðari hálfleiknum. Þó fékk Kazimirez Deyna dauðafæri á 90. minútu — ,,an absolute sitter” eins og BBC orðaði það — en tókst ekki að skora. Kevin Reeves lék ekki með City og við það vantaði mikið bit i sóknina hjá Maine Road-liðinu, sem hlýtur þó að fara að rifa'sig upp úr drómanum. Ipswich hefur nú náð þriggja stiga forskoti á næstu lið í deildinni eftir 2— 0 sigur á Coventry og auðvitað var það Johnnie Wark, sem skoraði bæði mörkin. Hann hefur nú gert 6 mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins og þaö þó hann leiki ekki stöðu framherja. Er reyndar sóknartengiliður hjá liðinu. Coventry hélt út í 57 mínútur en það var einkum stórbrotin markvarzla Les Sealey, sem hélt liðinu á floti. Hann réð þó ekki við tilraunir Wark á 57. og 64. mínútu og Anglíu-liðið siglir nú lygnan sjó á toppi deildarinnar. Hins vegar virtist toppsætið hafa dálítið taugaálag í för með sér fyrir Ipswich því leikmenn liðsins voru engan veginn sannfærandi framan af. Um leið og fyrra markið hafði litið dagsins ljós var aldrei nein spurning um hvar sigurinn hafnaði. Gamla kempan Emlyn Hughes varð fyrir þvi óláni að senda knöttinn í eigið net strax á 4. mínútu leiks Aston Villa og Úlfanna á Villa Park. Tony Morley brunaði þá upp kantinn og þrumaði fyrir markið. Boltinn skauzt til í hálu grasinu og small á fæti Hughes og, þreyttist þaðan í netið án þess að Paul Bradshaw gæti rönd við reist. Mel Eves tókst að jafna fyrir Úlfana um miðjan síðari hálfleikinn en David Geddis skoraði sigurmark Villa skömmu siðar. Hann hefur verið valtur i sessi í liðinu frá því hann var keyptur frá Ipswich og lengst af verið á sölulista. E.t.v. kemur þetta mark honum á sporið á ný. Allan Clarke stýrði Leeds í fyrsta skipti á laugardag og mótherjarnir voru ekki af lakara taginu — Manchester United. Leikurinn var þó lengst af slakur og það var ekki fyrr en í lokin að smá fjör færðist í hann. Þá varði Gary Bailey meistaralega frá Brian Flynn og hinum megin sýndi John Lucic enn stórbrotnari tilþrif er hann varði frá Jimmy Greenhoff, sem var aftur í fremstu víglínu hjá United. Jordan er enn meiddur og Andy Ritchie kemst ekki i lið. Boro lagði Arsenal að velli á Ayrsome Park í Middlesbrough með mörkum þeirra Proctor og Armstrong i síðari hálfleik eftir að Graham Rix hafði fært Arsenal forystu i leiknum. Mick Robinson og Gary Stevens skoruðu mörk Brighton gegn Norwich og Brighton vann þar með sinn fyrsta sigur í 6 leikjum. Birmingham og Albion deildu stigunum á St. Andrews’. Givens skoraði fyrir heima- liðið en Alistair Brown fyrir gestina, sem þurfa þó ekki annað en að taka næsta strætó til að komast á St. Andrews . Tottenham og Sunderland skildu jöfn i marklausum leik á White Hart Lane og eftir að hafa gert átta mörk i fyrstu þremur leikjum sínum hefur Tottenham ekki fundið leiðina í mark andstæðinganna. Nú þrjú markalaus jafntefli í röð. Beztu færi leiksins fékk Bryan „pop” Robson á 27. minútu en Barry Daines varði mjög glæsilega frá honum. í 2. deildinni heldur Blackburn sínu striki og vann enn einn sigurinn um helgina og hefur ekki fengið mark á sig á heimavelli. Það voru þeir Garner og Stonehouse sem skoruðu mörk iiðsins. West Ham er komið í 2. sætið og náði að sigra Watford og yfirvinna „timbur- mennina” frá í leiknum gegn Castilla i vikunni. Ekki höfum við nema einn markaskorara í leiknum en nýliði að nafni Barnes skoraði eitt marka Hammers. Don Masson skoraði mark County 8 mínútum fyrir leikslok en i lokin var þeim David Rodgers hjá Bristol og Rachid Harkouk hjá County vikið af leikvelli. Pearson skoraði mark Wednesday, sem er ofarlega á töflunni — þökk sé heimavellinum. Þar voru þó engir áhorfendur í stæðum gegn QPR vegna fyrirmæla enska knatt- spyrnusambandsins. Staðan í deildunum er nú þannig. -SSV. l.deild Ipswich 7 6 10 14—3 13 Nottm. Forest 7 4 2 1 15—5 10 Southampton 7 4 2 1 13—7 10 Liverpool 7 3 3 1 14—6 9 Everton 7 4 12 11—7 9 Aston Villa 7 4 12 8—7 9 Manch. Utd. 7 2 4 1 9—2 8 Sunderland 7 3 2 2 10—5 8 Arsenal 7 3 2 2 9—7 8 Tottenham 7 2 4 1 8—7 8 Middlesbrough 7 3 2 2 10—11 8 Coventry 7 3 13 8—8 7 WBA 7 2 3 2 7—8 7 Brighton 7 2 2 3 10—11 6 Birmingham 7 14 2 9—10 6 Stoke City 7 2 2 3 8—15 6 Wolves 7 2 14 5—8 5 Norwich 7 2 0 5 9—14 4 Leeds Utd. 7 12 4 5—12 4 Leicester 7 2 0 5 4—14 4 Manch. City 7 0 3 4 8—16 3 Crystal Palace 7 10 6 10—21 2 2. deild Blackburn 7 5 2 0 13—4 12 West Ham 7 4 2 1 13—5 10 Notts. County 7 4 2 1 9—8 10 Swansea 7 3 3 1 10—6 9 Sheffield W. 7 4 12 8—5 9 Derby County 7 4 12 9—9 9 Oldham 7 3 2 2 7—4 8 Wrexham 7 3 2 2 10—8 8 Newcastle 7 3 2 2 7—10 8 Cardiff 7 3 13 10—10 7 Luton Town 7 3 13 8—10 7 Bolton 7 2 2 3 9—8 6 Orient 7 2 2 3 11 — 11 6 Chelsea 7 14 2 9—10 6 Watford 7 3 0 4 9—11 6 Preston 7 14 2 5—7 6 Shrewsbury 7 2 2 3 8—12 6 Cambridge 7 2 14 8—10 5 Grimsby 7 13 3 4—8 5 QPR 7 12 4 7—7 4 Bristol Rovers 7 0 4 3 4—11 4 Bristol City 7 0 3 4 3—7 3 enski boltinn meó eigin augum Einstök ferð fyrir alla knattspyrnuunnendur Viö bjóöum áhugamenn um ensku knatt- spyrnuna velkomna í einstaka knattspyrnuferð til Englands. Þrír stórleikir 7. okt. Liverpool - Middlesbro 8. okt. Manch. Utd. Aston Villa 11. okt. Manch. Utd. - Arsenal Brottför 7. okt. Verð kr. 310.000 Innifalið i veröi er flug til Glasgow, flutningur til Manchester og gisting þar meö morgunverði, íslensk fararstjórn og flutningur og miöar á ofangreinda leiki. Takmarkaö sætaframboö. Samvinnuferóir-Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.