Dagblaðið - 22.09.1980, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 22.09.1980, Blaðsíða 36
Svínamálið í Grindavík: Vildi kenna honum að snúa sér að rottunum — segir Jón Óskar Ágústsson sem kastaði rottu framan í formann heilbrigðisnefndar í Grindavík — Svínunum verður slátrað í dag „Ég vildi með þessu kenna honum sem formanni heilbrigðisnefndar að snúa sér heldur að rottunum en að vera sífellt að rífast í konu minni og dóttur yfir svínum sem búið var að ákveða að slátra,” sagði Jón Óskar Ágústsson sjómaður og svínabóndi í Grindavík í samtali við blaðamann DB. Eins og greint var frá í DB á laugardaginn réðst Jón Óskar að for- manni heilbrigðisnefndar í Grinda- vík, Hjalta Magnússyni, síðastliðinn fimmtudag og dengdi framan í hann rottu þannig að sá á Hjalta. Kærði Hjalti atburðinn til rannsóknar- lögreglunnar i Keflavík, sem nú hefur málið til meðferðar. ,,Ég gerði þetta lika í þeim tilgangi að Hjalti yrði kallaður fyrir þar sem hann var i vitorði með þeim sem Svin Jóns Óskars sem siðustu daga hafa veríð geymd i kofa við Hólskot i Grinda- vik. Svinunum verður slátrað f dag þar sem Jóni Óskari hefur ekki tekizt að fá neinn samastað fyrir þau eftir að kofinn sem þau voru geymd i var brenndur fyrir rúmri viku. DB-mynd: Sigurður Þorri. brenndu svínakofann. Ég var búinn að segja lögreglunni áður en kveikt var í að hann hefði heyrzt hóta íkveikju. Mér finnst furðulegt að vitni sem heyrði hann hóta þessu skuli ekki hafa verið kallað fyrir. Mér finnst skritið að lögreglan skuli hafa sleppt að rannsaka hvort formaður heilbrigðisnefndar hafi lagt á ráðin með að brenna svínakofann,” sagði Jón Óskar Ágústsson. - Jón Óskar bætti því við að svínun- um yrði slátrað i dag. Eftir að svína- kofinn var brenndur hefur Jón Óskar fengið inni með svínin í fáeina daga i kofa við Hólskot í Grindavik. Rannsóknarlögreglan i Keflavík staðfesti í samtali við blaðamann DB í morgun, að hún hefði nú þetta mál til meðferöar. -GAJ. TÆTT OG TRYLLT HJA STAKKI Björgunarsveitin Stakkur i Grindavik hélt árlega torfæruaksturskeppni sina í gær I sigurvegarinn, Gunnlaugur Bjarnason, ösla upp úr drullupyttinum i enda síðustu að viðstöddu miklu fjölmenni. Fór keppnin vel fram og var spennandi en hér sésl | þrautarinnar sem lögð var fyrir keppendur. JÁK / DB-mynd Jóhann Kristjánsson. Fyrsta brúðkaupið á Hveravöllum: Sungið og dansað uppi / óbyggðum — er Bergrún og Gunnar veðurathug- unarmenn á Hveravöllum gengu í það heilaga „Það hefur aldrei áður farið fram brúðkaup hér. Við höfum lengi ætlað að gera þetta og iétum svo verða af þvi,” sagði Bergrún Gunnarsdóttir í samtali við DB I morgun. Á laugar- dag var haldið sérstætt brúðkaup á Hveravöllum er þau Bergrún Gunn- arsdóttir og Gunnar Pálsson er starfa við veðurathuganir fyrir Veðurstof- una gengu i það heilaga. „Það var sólarlaust hérna en ekk- ert kalt, hefði þó mátt vera betra veður. Séra Hjálmar Jónsson á Ból- stað kom hingað og gaf okkur saman og það tóks't mjög vel, var bæði lát- laust og hátíðlegt,” sagði Bergrún ennfremur. „Hingað kom rúta úr bænum með nánustu vinum og ættingjum, eitt- hvað um 30 manns. Við vorum með matarveizlu og siðan var dansað og sungið fram eftir nóttu. Eg held að allir hafi skemmt sér mjög vel enda var þetta ákaflega gaman og sér- stakt,” sagði Bergrún. Ungu hjónin hafa verið á Hvera- völlum i rúmt ár og ætla að verða eitj ár í viðbót. - ELA frjálst, úháð daghlað MÁNUDAGUR 22. SEPT. 1980. ASÍ-samningarnir: Launaliðurinn enn óræddur „Næsta skrefið hlýtur að verða að ræða launaliðinn. Hann er enn óræddur eftir samningafundi um helg- ina,” sögðu samningamenn í morgun um viðræður Alþýðusambandsins og vinnuveitenda. Samningamenn sögðu að sérkröfur hefðu verið ræddar um helgina. Vafa- laust yrði þó lítið átt við þær að þessu sinni. Svonefndur B-liður í kjarna- samningum, liður sem fjallar um allt annað en flokkaskipun og launaliðinn, mun að mestu biða. Stefnt er að því að samræming verði gerð í sérkröfu- málum hinna ýmsu félaga, en það tekur tíma. ASÍ-menn ræddu i gær við ráðherra um „félagsmálapakka” og möguleika á skattalækkunum. Lítið bar til tíðinda á þeim fundi og málin ekki útrædd. Flokkaskipunin er enn ófrágengin. — Samningafundir verða væntanlega í allandag. -HH. Kindakjöt hækkar — kartöflur lækka í dag hækkar kindakjöt. Grunn- hækkunin er 11% en hinar ýmsu afurðir kindarinnar hækka mismikið. Læri, hryggir og lærissneiðar hækka t.d. um 20—26% en innmatur um 11%. Niðurgreiðslur á kindakjöti verða óbreyttar. örlitil lækkun verður á íslenzkum kartöflum. Þærlækkaum 1 kr. kilóið. Kindakjötshækkunin veldur um 1% hækkun á verðbótavisitölunni. -KMU. Eigendur lóða í Grjótaþorpi: Mæta ekki á boðaðan fund Eigendur og forsvarsmenn lóða i Grjólaþorpi hafa sent borgarstjóranum í Reykjavik, borgarráðsmönnum og forstöðumanni borgarskipulags undir- ritað bréf þar sem segir að undirritaðir muni ekki mæta á boðaðan fund á Kjarvalsstöðum vegna skipulagshug- mynda í Grjótaþorpi. Jafnframt lýsa þeir sig reiðubúna til viðræðufundar við rétt borgaryfirvöld um hagsmunamál þeirra og borgar- innar á þessu svæði. Þó aðeins ef á þeim fundi verði auk réttra fulltrúa borgarinnar þeir aðilar sem teljast eig- endur lóða í Grjótaþorpi. -ELA. LEÍTHÁFÍKAÐ SJÚKLINGI — fannst innilokaiur á rSntgenherbergi Sjúklingur á Landspítalanum, á sjötugsaldri, var í gærkvöldi talinn týndur og óttaðist starfsfólk spítalans að hann hefði jafnvel haldið á braut frá sjúkrahúsinu á sokkaleistunum, klæddur buxum, skyrtu og léttri peysu. Lögreglumenn svipuðust um eftir tnanninum á annan tíma án árangurs, enda fannst sjúklingurinn þá inni á einu röntgenherbergi spítalans og hafði þar lokazt inni á einhvern hátt. Varð honum ekki meint af þessu ævintýri. 21.SEPT.: 10587 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum. 22. SEPT.: 10857 Braun hárliðunarsett RS 67 K Vinningshafar hríngi | (sfma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.