Dagblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980. 2 Skammdegið nálgast: Allir með end- urskinsmerki Áhugamaður um umferðaröryggi skrifar: Nú er dagurinn tekinn að styttast, skammdegið nálgast. Með hverjum deginum verður erfiðara fyrir öku- menn að fylgjast með gangandi veg- farendum og myrkrið eykur hættuna á slysum. Þeir sem eru gangandi gætu hjálpað verulega til með þvi að ganga með endurskinsmerki. Allir ökumenn hljóta að hafa tekið eftir þvi öryggi sem fylgir því að sjá gangandi mann glampa úr mikilli fjarlægð, vita af honum með nægum fyrirvara. Endurskinsmerki eru ódýr hjálpar- tæki sem geta sparað í peningum miklar fjárhæðir i sjúkrahúsakostn-| aði en miklu dýrmætari eru að sjálf- sögðu þær tilfinningar sem við berum til barna okkar, ættingja og vina. Það ætti því ekki að vera nein spurn- ing. Merkjum okkur og börnin okkar vel fyrir skammdegið með endur- skinsmerkjum. Þessi endursskinsmerki eru öll næid í flíkur en limmerkin eru einnig mjög hentug. Þessi mynd var tekin 1 Vogunum i fyrra, fyrir utan nýja barnaskólahúsið. DB-mynd: ÁP Dapurt félags- líf í Vogunum —áhrifamenn á staðnum hafa algjörlega brugðizt, segir einn íbúinn Hreppsbúi skrifar: í Vogum á Vatnsleysuströnd búa um 400 íbúar. Þar er samkomuhús, ein verzlun, sjoppa, skóli og sjálfvirk símstöð. En félagslífið þar er ekk'i upp á marga físka. Það er nánast ekkert sem ungt fólk getur gert þar í frístundum sínum. Ungmennafélagið á staðnum hefur lítið sem ekkert gert fyrir ungt fólk og aðra. Ágætis knattspyrnuvöllur er i Vogunum en samt starfar ekkert knattspyrnufélag þar, þrátt fyrir að áhuginn sé þar mikill. Það þyrfti að koma á fót knattspyrnufélagi þar bæði fyrir eldri sem yngri og senda það i þriðju deildina. Þó að gott samkomuhús sé í Vog- unum eru þar samt sárasjaldan haldin böll, aðeins þrisvar til fjórum sinnum á ári. Engar kvikmyndasýn- ingar eru eða leikfélag. Ekki er að undra þótt féiagslífið hér sé viðburðasnautt, áhrifamenn á staðnum hafa algjörlega brugðizt. Jamaica er stórhættuleg: Alræmdasta eyjan í Karíbahaf inu —látið ekki glepjast af fSgrum auglýsingum Magnús Guðmiindsson bryti, Pat- reksfirði, skrifar: Ég sá auglýsingu í blaði þar sem ís- lenzk ferðaskrifstofa býður íslend- ingum upp á ferðir og dvöl á eyjunni Jamaica í Karibahafi. Ég varð mjög hissa að sjá og lesa þessa auglýsingu, vegna þess að einmitt Jamaica er al- ræmdasta eyjan í Karíbahafinu og stórhættuleg. Ég kom með skipti til Jamaica fyrir stuttu og varð fyrir miklum von- brigðum, eyjan býður upp á geysi- mikla náttúrufegurð, hálend,, blómum og skógi vaxin frá fjalli til fjöru. En á bakvið alla náttúrufegurðina leyndist ömurlegt ástand meðal eyjar- skeggja. Um leið og búið var að binda landfestar komu menn um borð í skipið og gengu á fund skips- manna og vöruðu okkur við að fara i land, því það gæti kostað okkur lífið eða jafnvel verra, því morð og rán væru framin oft á dag. Ég spurði svertingjann sem kom til mín og tjáði mér þetta hvernig stæði á þessu ástandi og svarið var: Forsætisráð- Frá Jamaica. herrann er kommúnisti og er undir áhrifum frá Kúbu, þess vegna er ástandið svona hérna, fólkið hefur ekki nóg að borða. Ég var matsveinn á skipinu og kom þessi maður inn í eldhús til mín til að aðvara mig, en á meðan hann var að tala við mig kom svertingi inn í eld- húsið að aftan og hirti ruslapakkann og fór með hann í land, sjálfsagt til að éta leifarnar sem hann fyndi í pok- anum. Ég sá svo síðar menn koma um borð og leita í ruslapokunum, sem ég setti aftur fyrir og þeir tíndu upp úr þeim hálfar brauðsneiðar og aðrar Ieifar. Þetta var þá dýrðarljómi kommún- ismans, morð, hroðalegar limlest- ingar, rán og hungur. Brezkt skip lá þarna í höfninni og gekk skipstjórinn í land með konu sinni upp í borg, en þegar þau komu til baka var skip- stjórinn skotinn í hliðinu við höfn- ina. Já, svona er nú ástandið á þess- ari fögru eyju, Jamaica, og ættu menn að hugsa sig tvisvar um áður en þeir láta glepjast á fögrum auglýsing- um. Jólafargjöldin ekki gagnkvæm? 2332-6809 hringdi: Mig langar að spyrjast fyrir um eitt atriði í sambandi við jólafargjöldin. Eru þau ekki gagnkvæm? Þannig er mál með vexti að ég ætlaði að kaupa miða fyrir dóttur mína sem vinnur í sendiráði erlendis. En af því að miðinn gildir fyrir flug að utan þarf að borga meira fyrir hann. Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að hér væri um mis- skilning að ræða, jólafargjaldið gilti í báðar áttir. Hins vegar væru öll far- gjöld miðuð við alþjóðlegan far- gjaldastuðul, flugfélög heimsins hefðu tekið að miða verð fargjalda við þennan stuðul eftir að dollarinn hætti að vera stöðugur gjaldmiðill. Þess vegna hefðu allar breytingar á gengi áhrif á verð farmiða og væri það skýringin á mismunandi verði. Hægfara ökumenn hægra megin ,,Ein pirruð” hringdi: Hvenær ætla hægfara ökumenn að læra að nota akreinar rétt? Þar sem tvær akreinar liggja í hvora átt eiga þeir ökumenn sem ekki eru að flýta sér og aka langt undir eðlilegum ökuhraða að halda sig á hægri akreininni. Það virðist vera nauðsynlegt að brýna þetta fyrir hægfara ökumönnum með reglulegu millibili því ennþá eru allt of margir sem ekki sýna öðrum lágmarks tillits- semi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.