Dagblaðið - 16.10.1980, Side 18

Dagblaðið - 16.10.1980, Side 18
18 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16.0KTÓBER 1980. Veðrið Spáfl er breytilegri átt og skýjufluj veðri vfflast hvar um landifl. Dálftil slydda á vestanverflu landinu, annars úrkomulaust Klukkan sex var hœgviflri, 3 stigo frost og skýjafl í Reykjavfc, suflvost an goia, —1 stig og skýjafl á Gufu- skálum, suflvestan goia, 0 stig og skýjafl á Galtarvita, haegviflrí, —5 stig og skýjafl á Akureyrí, sunnangola, — 4 stig og skýjafl á Raufarhöfn, hœg- viflrí —1 stig og skýjafl á Dalatanga, hsogviðri, —3 stig og skýjafl á Höfn og á Stórhöffla var suflaustan gola, 3 stig og skúrír. í Þórshöfn voru 6 stig og rigning, þoka og 8 stig ( Kaupmannahöfn, látt- skýjafl og 1 stíg í Osló, skýjafl og 3 stig ( Stokkhólmi, rignlng og 8 stig ( London, þoka og 1 stig í Hamborg, skýjafl og 11 stig (Paris, rígning og 8 stig ( Madríd, rígning og 11 stig ( Lissabon og ( New York var skýjafl og 13 stig kl. 6 (morgun. V Andlát Loftur Hjartar, sem lézt 8. október sl., fæddist 8. febrúar 1898 á Gerðhömrum við Dýrafjörð. Foreldrar hans voru Steinunn Guðlaugsdóttir og Hjörtur Bjarnason. 22 ára gamall fluttist Loftur til Reykjavíkur og bjó þar síðan. Árið 1930 kvæntist Loftur Guðrúnu Árnadóttur. Eignuðust þau þrjár dætur. Jón Guðlaugsson, sem lézt 8. október, fæddist 6. desember 1913. Foreldrar hans voru Guðríður Þorleifsdóttir og Guðlaugur Egilsson. Jón tók sveins- próf í skipasmíði er hann var orðinn fullorðinn maður. Árið 1946 kvæntist hann Guðbjörgu Jónsdóttur, eignuðust þau fimm börn. María Finnsdóttir frá Austurkoti, sem lézt 1. október sl., fæddist 25. marz 1894 i Hvarfsdal. Fluttist hún ung með foreldrum sínum að Hnúki í Klofnings- hreppi, en um þrítugsaldur flytur hún til Reykjavíkur og þaðan suður í Voga á Vatnsleysuströnd. Árið 1928 kvæntist María Árna Klemens Hallgrímssyni. Lézt hann árið 1965. Þau eignuðust þrjár dætur. Jónina Guðborg Guðmundsdóttir, sem lézt 13. september sl., var fædd 22. október 1909 á Melum á Skarðsströnd. Foreldrar hennar voru Jónína Margrét Guðmundsdóttir og Guðmundur Baldvin Björnsson. Fluttist Jónina ung til Reykjavíkur og bjó fyrst hjá systur sinni. Árið 1931 kvæntist Jónina Baldvin Jónssyni. Eignuðust þau þrjú börn. Richard Rúnar Thom Oddsson lézt af slysförum 6. ágúst sl. Jón Gestur Vigfússon, fyrrum spari- sjóðsgjaldkeri, Suðurgötu 5 Hafnar- firði, er látinn. Jóhann Eyvindsson, Borgarholtsbraut 72, lézt 12. október. Guðrún Hansdóttir frá Þúfu i Land- sveit lézt að Hafnistu 15. október sl. Guðmundur R. Trjámannsson Ijós- myndari lézt 13. október. Stefania Ásmundsdóttir frá Krossum, Hjaltabakka 6, lézt að Hrafnistu 10. október sl. Minningarathöfn fer fram i Dómkirkjunni föstudaginn 17. október nk. kl. 13.30. Jarðsett verður frá Staðastaðarkirkju laugardaginn 18. október nk. kl. 14.00. Ingunn Kristjánsdóttir, Skipholti 28 Reykjavík, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstudaginn 17. októbernk. kl. 10.30. Lilja Einarsdóttir, Norðurbrún 1, sem lézt'7. október sl., verður jarðsungin föstudaginn 17. október nk. frá Foss- vogskirkju kl. 13.30. Kristbjörg Gisladóttir, Smáratúni 19 Keflavik, sem lézt 7. október sl., verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 17. október nk. kl. 14.00. Einar Gunnlaugsson, Burstafelli, sem lézt 10. október, verður jarðsunginn að Hofi laugardaginn 18. október nk. kl. 14.00. Maríus Th. Pálsson verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 17. október nk. kl. 15.00. Sigurður Sigurðsson frá Götuhúsum, Stokkseyri, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 18. október nk. kl. 15.00. Guðríður Þorsteinsdóttir hjúkrunar- kona, Langholti 7 Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugar- daginn 18. október nk. kl. 13.30. Páll J. Leví bóndi á Heggsstöðum verð- ur jarðsunginn frá Melstaðarkirkju laugardaginn 18. október nk. kl. 14.00. Samhjálp Samkoma verður að Hverfisgötu 44 i kvöld kl. 20.30. Stjórnandi Sam Glad. Allir velkomnir. Hjálprœðisherinn I dag kl. 20.30. Almcnn samkoma. Sóra Auður Eir Vilhjálmsdóttir talar. Allir velkomnir. K.F.U.M. A.D. Fundur í kvöld að Amtmannsslig 2B kl. 20:30. Kirkja Póllands. Séra Guðmundur Öskar Ólafsson talar. Allir karlmcnn velkomnir. Háteigskirkja Messa og fyrirbænir i kvöld fimmtudag kl. 8.30 Grensáskirkja Almenn samkoma verður í Safnaðarheimilinu i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Iþróttir Reykjavíkurmótið ■ körfubolta HAGASKÓLI Fimmtudagur 16. októbcer IS—Esja umsjón K.R. 1.0. kl. 20.00. Valur— KR umsjón Esja I. fl. kl. 21.30. Félag áhugamanna um fiskrækt Fundur verður haldinn fimmtudaginn 16. þ.m. kl. 20 að Hótel Esju. Fundarefni: 1. Stofnun félagsframleiðenda laxfiska. 2. Framleiðsla laxfiskafóðurs innanlands. 3. Tryggingamál fiskeldisstöðva. 4. önnur mál. Alliráhugamenn velkomnir. „ Að vera úti á landi á vegum hins opinbera” Nú geta „rauðsokkur” og aðrir, sem hafa á undanförnum árum barizt fyrir jafnrétti karla og kvenna, sann- arlega hrósað happi. Konur hafa nú unnið enn einn sigur á þeirri braut sinni að ná fullu jafnrétti á við karla. Ákveðið hefur verið að fangelsið á Akureyri verði gert að kvennafang- elsi. Þar er því miður aðeins rúm fyrir fjóra fanga, en eins og stendur full- nægir það þörfinni mjög vel, því aðeins eru tveir kvenkyns fangar sem þurfa ,,að vera úti á landi á vegum hins opinbera”. Þetta ásamt ýmsu öðru fróðlegu og „skemmtilegu” kom fram í frétta- tíma sjónvarpsins í gærkvöldi. Þar kom m.a. fram að Félag íslenzkra bókaútgefenda hafnar enn einu sinni beiðni Hagkaups um að fá leyfi til að selja bækur! Þetta eru nú meiri pokakarlarnir, þessir bókaútgefendur. Hafa þeir ekki séð hvernig ,,hagkaups”-verzl- anir eru reknar erlendis, eins og t.d. Macy í New York og Tempo í Sví- þjóð, eða Magasin du Nord í Kaupin- höfn. Þar er hægt að fá allt milli him- ins og jarðar, einnig bækur og lifandi blóm! Myndin um Kjarval, sem Kristján Jónsson kaupmaður tók fyrir rúmum 25 árum, fannst mér nú frekar ómerkileg. Það þarf sennilega „eins mikinn snilling og Kjarval”, til þess að þurfa alla leið austur á Þingvöll, ti! þess að mála mynd af einhverju hugarfósturslegu hrossi! Það var ekkert smávegis sem Björn Th. var andaktugur yFtr þessari mynd! Ef veitt væru nóbelsverðlaun fyrir „Nýjustu tækni og visindi” væri ekki nokkur vafi á að örnólfur Thorlacius myndi fá verðlaunin. Það er nú meira hve sá maður er, eða í það minnsta virðist, fróður og vel inni 1 öllum hlutum. Annaðhvort hefur smekkur minn breytzt eða þá að vinum mínum í bandarískri sjónvarpsþáttagerð hefur eitthvað mistekizt, en mér fannst ekki gaman að þessum „Hjólaþátt- um” Arthurs Hayles. Hvílík bannsett endaleysa. Það virtist eins og höfund- urinn væri að reyna að koma öllum vandræðum í bandarísku þjóðlífi að í þáttunum. Þar var komið inn á miskunnarlausa valdabaráttu hinna ríku, náttúruverndarsjónarmið, svertingjahatur, jafnvel var hægt að koma Víetnamstriðinu inn í þessa fáu þætti — brjálsemi kvenna — og svo endaði allt í „fryd og gammen” eins og þar stendur. Brjálaða ríka (og vonda) kerlingin fórst og sæti „góði” maðurinn fékk sætu góðu stelp- una . . . Alveg getur maður gubbað af allri væmninni. Annars datt mér í hug, á meðan á fréttalestrinum stóð í gærkvöldi og sýnt var atriði frá æfingu Sinfóní- unnar að sennilega eru sinfóníutón- leikarnir á íslandi allra dýrustu tón- leikar i heimi, jafnvel þótt ekki sé miðað við fólksfjölda! Á fjárlögun- um er gert ráð fyrir 754 milljón kr. framlagi til hljómsveitarinnar. Gert er ráð fyrir að miðar seljist fyrir 80 milljónir kr. Það þýðir með öðrum orðum að þessir tuttugu og sex tón- leikar sem sveitin heldur (vanalega eru hljómleikar aðra hverja viku) kosta hvorki meira né minna en 674 milljónir kr. Það er ekkert smáræði! Auðvitað er sjálfsagt að hafa sinfóníuhljóm- sveit og tónleika og allt það, en hvers vegna eiga þeir sem aldrei fara á hljómleikana endilega að greiða fyrir þá sem það vilja. Þeir sem vilja fara á sinfóníuhljómleika geta bara hrein- lega greitt fyrir það sem það kostar! Hjúkrunarfélag íslands heldur félagsfund i Átthagasal. Hótel Sögu. fimmtu daginn 16. okt. kl. 20.30. Fundarefni: Sérkjara- samningar H.F.Í. Kynningarfundur Rauösokka Kynningii' fundurRauðsokkahreyfingarinnar verður i kvöld kl. 20.30. Rætt verður um sögu hreyfingar innar, starf hennar og stefnu. Allir vclkomnir. Síjommalafyndir Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hótel Höfn. Hornafirði. fimmlu daginn 16. þ.m. kl. 20.30 Málshefjendur á fundinum verða alþingisincnnirnir Geir Hallgrimsson og Egill Jónsson. Allir velkomnir. Fulltrúaráð Heimdallar Fundur Verður í fulltrúaráði Heimdallar, fimmtu daginn 16. okt. i Valhöll kl. 20.30. Gestur fundarins verður Ólafur G. Einarsson. formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og ræðir hann um starf þing flokksinsá Alþingi. Tilkynningar Hvafl er Baháí trúin? Opið hús á Óðinsgötu 20 öll fimmtudagskvöld frá kl. 20.30.1 kvöld verður rætt um ástandið i Iran. Allir velkomnir. Fríkirkjan Reykjavík Fermingarbörn vorið 1981 eru beðin að mæta til viðtals og skráningar í kirkjunni föstudaginn 17. október nk. milli kl. 17 og 19. Kvenstúdentafélag íslands byrjar vetrarstarf sitt meö hádegisverðarfundi næst komandi laugardag, 18. október 1980, i veitinga húsinu Torfunni við Lækjargötu og hefst hann kl. 12.30. Þar mun Vilborg Harðardóttir fréttastjóri segja frá kvennaráðstefnum Sameinuðu þjóðanna sem haldnar voru i Mexikó árið 1975 og nú i sumar i Kaupmannahöfn. en Vilborg var i sendinefnd Islands á báðum ráðstefnunum. Annar hádegisverðarfundur er ráðgerður í nóvem ber og verða þar væntanlega rædd skattamál kvenna. Að venju verður svo haldinn jólafundur í byrjun desember, þar sem 25 ára stúdlnur frá M.A. annast dagskrá. Á hádegisfundinum nasstkomandi laugardag munu liggja frammi tillögur um merki fyrir félagið. Týndir hrafnar Magnús í Bilarafvirkjanum í Brautarholli hcfur (ýnt þessum tveimur tömdu hröfnum: Hann frétti af öörum þeirra I Kópavogi. Slminn hjá Magnúsi er 26365. Einnig uppl. i Bllasport, simi 28870 Eiðfaxi Ul er komið 9. tólublað Fiðluxa. I hlaðinu ei m.a. vigt« frá fjóiðungsmóliiHi á Iðavöllum. rælt um Mimarev em. sem er sjúkdðmui e* herjai nijög á hesta eileiulis og Ijallaðer um ymis mót ei haklm hal’a verið i sumái.' Endursýning á Landi og sonum Sýningar á kvikmyndinni Landi og sonum hafa nú verið teknar upp að nýju í Rcgnboganum i Reykjavík. Jafnframt verður myndin sýnd um allt land, þar sem ekki vannst timi til að sýna hana til hlitar fyrr á árinu. Land og synir hafa fengið frábærar viðtökur hvar- vetna erlendis þar sem myndin hefur verið sýnd. Sýningar standa nú yfir á henni í Noregi, þar sem gagnrýnin er einróma lof og jafnvel bent á að norskir kvikmyndagerðarmenn mættu margt af þeim vinnubrögðum læra sem koma fram í myndinni. í þýzka sjónvarpinu ZDF fékk kvikmyndin Land og synir þá umsögn að hún væri eitthvað það allra bezta sem sézt hefði frá Norðurlöndum á undanförn- umárum. Þær sýningar sem nú cru hafnar á Landi og sonum að nýju í Regnboganum verða þær síðustu þvi kvik- myndin verður ekki sýnd í sjónvarpinu að sinni. Kvenfélag Fríkirkju- safnaðarins í Reykajvík heldur basar laugardaginn 18. október nk. að Hall veigarstöðum kl. 14.00. Velunnarar safnaðarins eru beðnir um að koma munum og kökum til: Auðai Guðjónsdóttur Garðastræti 36, Elisabetar Helga dóttur Álfheimum 32, Bertu Kristjánsdóttur Háa leitisbraut 45, Jóhönnu Guðjónsdóttur Safamýri 46 Ágústu Sigurjónsdóttur Safamýri 52 og að Hallveigar stöðum eftir kl. 17.00 föstudaginn 17. október. Tilkynning Henrik Sv. Björnsson, sendiherra, afhenti 9. október Constantin Karamanlis, forseta Grikklands, trúnaðar bréf sem sendiherra Islands í Grikklandi. Mosfellingar Jóhann Einvarðsson alþm. verður til viðtals i Áningu fimmtudaginn 16. okt. milli kl. 18og20. ffúsfreyjxui Húsfreyjan lll er komið 3. löluhlað FJúsfreyjunnar. I hlaðuúi ei m.a. viðtal við lorsctu Islands. I ra íesku og uppvcxti. K vcnnurúóstcfnun i Kuupmunnuhöfn og Viðdauðuns d\ i. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Foröamanna Nr. 197. — 15. október 1980 aiaidovrir Eining kl. 12.00 •Koup Sala Sala 1 Bandarfkjadolar 539,50 540,70* 694,77* 1 Steríingspund 1298,60 1301,50* 1431,85* 1 Kanadadollar 483,35 464,35* 510,79* 100 Danskar krónur 9800,90 9822,30* 10584,53* 100 Norskar krónur 11070,10 11094,70* 12204,17* ioo Snnskar krónur 12913,80 12942,50* 14238,75* 100 Finnsk mörk 14708,30 14741,00* 18215,10* 100 Franskir frankar 12780,16 12788,55* 14067,41* 100 Belg. frankor 1841,90 1848,00* 2030,60* 100 Svlssn. frankar 32665,35 32737,95* 38011,75* 100 Gyllini 27178,80 27239,30* 29963,23* 100 V.-þýzk mórk 29470,40 29583,00* 32489,60* 100 Lfrur 82,23 62,37 68,61 100 Austurr. Sch. 4185,45 4194,75* - 4814,23* 100 Escudos 1068,96 107U5* 1178,49* 100 Pesetar 724,30 725,90* 798,49* 100 Yen 260,19 260,77* 288,85* 1 irskt pund 1116,60 1119,10* 1231,01* 1 Sérstök dréttarróttindi 708,36 709,94 * Breyting frá siflustu skráningu. Simsvarí vegna gengisskréningar 22190.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.