Dagblaðið - 01.11.1980, Síða 5

Dagblaðið - 01.11.1980, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980. 5 Kóngsdóttir og biðlar hennar (Anna S. Einarsdóttir, Sólveig Halldórsdóttir, Helga Thorberg). Hárkollurnar gerði Guðrún Auðunsdóttir úr verksmiðjuafgöngum af islenzku garni. DBmvndir Gunnar Örn. Undurfagurt barnaleikrit hjá Alþýðuleikhúsinu: Kóngsdóttirin sem ■ ■ ■■■ * ■ ■ frumsýnt í kunm ekki að tala ssr* Á morgun klukkan 3 frumsýnir Al- þýðuleikhúsið ævintýri um litla prins- essu sem ekki kann að tala. En eins og tiðkast um prinsessur á hún sér marga aðdáendur sem meira en fegnir vildu eiga hana fyrir konu. Þeir fara hug- prúðir að kanna fjarlæga stigu ef ske kynni að þeir fyndu eitthvert ráð til að gefa henni mál. Eins og oft vill verða í ævintýrum kemur ógnarstór dreki til sögunnar og . . . nei, það er bezt að segja ekki meira. Leikritið er samið með það fyrir aug- um að heyrnarlaus og mállaus börn geti haft gaman af því. Leikararnir lærðu táknmál heyrnarlausra og flytja text- ann ýmist á því eða á jvessu talmáli okkar hinna, og stundum hvoru tveggja í senn. En hvenær sem kóngs- dóttirin birtist á sviðinu þagnar tal og táknmál og látbragð verða ríkjandi. Þá öðlast þeir áhorfendur sem fulla heyrn hafa stutta innsýn í þá veröld þar sem allt er þögult. Sýnt í dagheimilum og skólum Næsta ár verður ár fatlaðra og hlýtur sýningin nokkurn styrk frá fram- kvæmdanefnd þess. Leikritið er eftir fínnskan höfund, Christinu Anderson, en þýðingu gerði Þórunn Sigurðar- dóttir sem einnig er leikstjóri. Leik- endur eru Sólveig Halldórsdóttir, Ragnheiður Arnardóttir, Helga Thor- berg og Anna S. Einarsdóttir. Leið- beinéndur i táknmáli heyrnardaufra voru Berglind Stefánsdóttir og Vil- hjálmur G. Vilhjálmsson. Ljósa- og. hljóðmeistari er Ólafur Thoroddsen, aðstoðarmaður leikstjóra Sif Breið- fjörð en leikmynd, brúður og búninga hefur Guðrún Auðunsdóttir hannað. En leikhópurinn hefur sjálfur saumað það allt saman, m.a. úr hveitipokum, svo fallega lituðum að það er veizla fyrir augað. Leikritið verður sýnt um helgar í Lindarbæ og auk þess á dagheimilum og skólum, eftir pöntunum. (Pantana- simi 21971 kl. 1—3.) Það er mjög vel við hæfi yngri barna sem njóta ekki flókinna samtala í leikhúsi en stálp- uðum og fullorðnum ætti heldur ekki að leiðast. -IHH Af börnunum á þessari mynd hafa tvö fulla heyrn, tvö eru heyrnarskert en öll fylgjast þau með sýningunni af lifi og sál. Frá vinstri: Harpa, Eyjólfur, Rannveig, Margrét Petersen, sem er húsmóðir I heimavist Heyrnleysingja- skólans, og Inga Lára. Formaður Verndar og SÁÁ situr inni á Litla-Hrauni Nýlega kjörinn formaður Verndar, Hilmar Helgason stórkaupmaður, situr nú inni á Litla-Hrauni. Var hann fluttur þangað siðari hluta dags í gær og settur inn að eigin beiðni. Að athuguðu máli féllst dómsmálaráðu- neytið á að gefa Hilmari kost á því að deila kjörum með refsiföngum á Litla-Hrauni skamman tíma. Með þessu hyggst Hilmar afla sér þekking- ar á fangelsismálum frekar en unnt er með öðrum hætti. Fleiri erú að staðaldri í fangelsum en fangar. Nægir að nefna fanga- verði eð'a gæzlumenn. Til þess að skilja hvernig helzt er hægt að styðja refsifanga til auðsóttari aðlögunar að samfélaginu, þegar afplánun lýkur, verða menn að þekkja þann sérstaka heim sem fangelsi eru. Undantekningarlítið hljóta menn refsivist á íslandi fyrir afbrot sem framin eru í fylliríi og/eða neyzlu vímugjafa. Nú er liðið nokkuð á ann- að ár frá því Samtök áhugamanna um áfengisvarnir, SÁÁ, fengu leyfi til þess að halda reglulega fundi með vistmönnum á Litla-Hrauni. Er fundamynstrið sniðið eftir gagn- kvæmum tjáningarsamkomum AA- samtakanna sem SÁÁ hefur notað til að treysta viðleitni félagsmanna til þess að neyta ekki áfengis. Nú hafa fangar á Litla-Hrauni fengið leyfi til að gera sér skautasvell þegar frystir. Skilningur stjórnvalda á knýjandi þörf fyrir jákvæða tóm- stundaiðkun fanga í afplánun er fyrir hendi. Fangar hafa þarna átt frum- kvæði að nýjum þætti. Þess skal getið að engir skautar eru hins vegar til á Litla-Hrauni. Hvern daginn sem er verður þeirra þörf en fjárhagur einstaklinga I fangelsum er yfirleitt bágborinn. Hilmar Helgason losnar af Hraun- inu í helgarlokin. -BS Daihatsu Charade 1979, rauóur, ekinn 32 þús. km. Veró 4,8 millj. (skipti á ódýrari bfl, vantar 2 milljónir). Lada Topas 1600 station 1980, drapp- iitur, útvarp, cover á sætum, grjóthlif, sem nýr, ekinn 4 þús. km. Verð 5 milljónir. Skipti. GMC Siera Grande 1977, brúnsanser- aður, ekinn 33 þús. km, 8 cyl. (400 cc) með öllu, veltistýri, splittað drif, auka- tankur. Yfirbyggdur hjá R. Valssyni. Verð 11,5 millj. (skipti á ódýrari). Concord 1978, gulur, m/vinyl, ekinn 40 þús. km, 6 cyl. með öllu. Utvarp, krókur. Verð 6,8 millj. (Skipti á Peugeot 304, Golf, Honda o.fl.). Galant 1600 1977, gulur, útvarp. Verð 4,8 millj. Skipti möguleg á ódýrari bil. VW 1200 1974, drappl., vél ekin 60 þús. km, útvarp, snjódekk. Verð 1600 þús. Mazda 929 L 1979, gullsanseraður, ekinn 7 þús. km, 5 gira. Tilboð. Skipti möguleg. Fiat 131 Mirafiori 1979, rauður, ekinn 25 þús. km, útvarp + segulband. Verð 5,6 millj. ----|| || Fiat 128 S 1978, rauður, fallegur bfll. Verð 3,5 millj. Góð lán. Datsun dfsil ’79, grásanseraður, ekinn 75 þús. km, útvarp og segulband. Toppbill. Verð7,8 millj. Alfa Romeo GTV ’78, svartur, ekinn 38 þús. km. Glæsilegur sportbill. Skipti möguleg á góðum jeppa (Lada Sport). Verð 9 millj. VW Derby ’78, grænn, ekinn 27 þús. km, útvarp + segulband. Verð 5,5 millj. Grettisgötu JX3’ 12-18 BILA- markaðurínn Sími 25252 Lada Sport 1979, grænn, ekinn 18 þús. km. Verð 5,3 millj. V W Golf L 1979. Brúnsanseraður, ek- inn 31 þús. km. Verð 6,4 millj. Bronco ’74, rauður, 6 cyl., beinsk. Verð 3,9 millj., skipti á fólksbfl. VW 1200 1974, drapplitaður. Vél ekin 60 þús. km. Útvarp, snjódekk. Verð 1600 þús. Lancer Celeste Coupé 1978. Brún- sanseraður, 5 gira, ekinn 27 þús. km. Fallegur sportbill. Verð 6 millj. Daihatsu Charmant 1979. Grænn, ek- inn 10 þús. km, útvarp, snjódekk + sumard. Verð 5,1 millj. SELJENDUR ATHUGIÐ Bíllinn selst fyrr, ef hann er á sýningarsvæði okkar, hreinn og snyrtilegur

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.