Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 34

Dagblaðið - 10.11.1980, Blaðsíða 34
34 ✓ DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1980. Annáll Flugleiðamálsins, risavaxnasta vandamáls fyrirtækis á íslandi: FYRST BEÐtt) UM AÐSTOÐ VEGNA ATLANTSHAFSfLUGS —svo kom beiðnin um S msllj. dollara ábyrgð sem Flugleiðir töldu sig „eiga inni” og f engu í maí í vor skildu þeir hvorki upp né niður í gangi l"áls,"s e"8 ‘ þaft er. j einni deild er verið að Málið hefur rugla/.t þar vegna þess hve ^ er á sama tlma verið að raeða frumvarp til aðstoðar við 6 • heiW Am blandast saman 1 frásögnum ræðaskýrslusamgönguráöherraum máh , p6litískum tilgang. í td- sumra fjölmiðla. Ofan á bætist annars vegar og ásakan.r um gangslausu karp. um áBæ‘' eð®.u„leiðamálið, svo stórt i sniðum sem það er. a slíkan bióðnýtingaráform hms vegar. Flug siiht karp kostar. þvæling ekki skilið - og Þ^r ^r ^,^^^ er beiðm Flugleiða til rikisstjörna Mál Flugleiða er nanast þríþæt . .. ( N.Atlantshafsflugi. Luxemborgar og Íslands um a^t'jö veg « ^ ( , þátt. þad Cr beiönii Flug- Annar þáttur er e.ns konar m.l þát: , yet,na iántöku til bjargar rekstr.n- leiða í febrúar sl. um 5 milljðn dolla A beiðnina var fallizt og nm Þá ríkisáhyrgð töldu Flugle.ð.r s.g „e.ga mn. ábvrgðin veitt 9. maí 1980. F. leiöa 15. ágúst sl. um 12 milljún dala Þriðji og síðasti þátturinn er -Ijast ekki - ríkisábyrgð fyrir láni - og hæm «PPh*A£: Bo ^ liggur 1 frumvarp. fyr.r 1. og 3. þáttur málsins er (J^nJU ^ N.AtlantshafSnugið. Hins vegar er Alþingi. Þar er annars vegar t.llag ríkisábyr(,ð vegna iauSafjárskorts. heimildarákvæði um 12m.llj rakinn ( eins konar annál. Er það von 1973 Stofnl'undur Flugleiða var haldinn 20. júli 1973 og á fyrsta stjórnarfundi félagsins I. ágúsl I973 tóku Flug- leiðir formlega við stjórn Flugfélags íslands og Loftleiða hf. Mats- nefnd eigna félaganna tók þá lil starfa en skilaði ekki af sér fyrr en i febrúar I976. Fyrsti aðalfundur Flug- leiða var ekki haldinn fyrr en I0. júní 1976. Fyrstu rikisábyrgðir sem hægt er að tengja N-Atlantshafsflugi er að linna í fjárlögum I973. Þar var heimildarákvæði um ríkisábyrgð á 5 milljón dollara láni. Það lán tóku Loftleiðir h.f. og er það síðan að fullu greitt. 1974 og 1975 7. októberlok 1974 báðu Flugleiðir um rikisábyrgð fyrir lánum til kaupa á tveimur DC-8-63 flugvélum af Seabord World Airlines. Var sú ábyrgð veitt eftir miklar umræður á Alþingi, og að uppfylltum vissum skilyrðum. Samþykkt ábyrgð varð að upphæð 13,5 milljónir dala til flug- vélakaupanna og jafnframt sam- þykkti Alþingi lög um ábyrgð fyrir 5 milljón dala láni til handa Flugleið- um. Það lán var aldrei tekið. Er nú mikið vitnað í umræður sent 1975 urðu á Alþingi unt þessar ábyrgðar- veitingar. Sagt er að þingmenn hafi afgreitt þær með ,,bundið fyrir augu" þar sent ntargir kvörtuðu unt skort á upplýsingunt um hag Flug- leiða þá. í sambandi við ábyrgðarveiting- arnar 1975 voru skipaðir eftirlits- ntenn með fjárhagslegri stjórn Flug- leiða. Störfuðu þeir næstu árin. Eftirlitsmaður sá er samgönguráðu- neytið skipaði með Flugleiðum var leyslur undan störfum með bréfi 22. ágúst 1978. Þar segir að þar sem ,,greitt hefur verið af téðu láni eins og til var ætlast og hitt rekstrarlánið aldrei tekið sé ekki ástæða til frekara eflirlits”. Eftirlitsmaður fjármála- ráðuneytisins lenti hins vegar í stjórn Flugleiða og situr þar enn. 1978 Upphaf þess kreppuástands, sem nú ríkir hjá Flugleiðum má rekja til haustins 1978. Þá stefndi i mikla erfiðleika. Viðbrögð Flugleiða voru að skrifa bréf 30. október til stjórn- valda í Luxemborg og fara fram á niðurfellingu lendingargjalda fyrir 1978 og I979. Þarlend stjórnvöld höfðu veitt slika aðstoð í erfiðleikum félagsins á árunum 1973/74. 1979 14. marz 1979 hittust embættis- menn frá Luxemborg og íslandi á fundi í Lux með fulltrúum Luxair og Flugleiða. Þar var staða félagsins og erfiðleikar i Norður-Atlantshafsflugi ræddir i sambandi við beiðni Flug- leiða um niðurfellingu lendingar- gjalda. 8. mai 1979 fóru Flugleiðir fram á það bréflega við utanrikisráðuneytið, að heimiluð yrði tímabundin niður- felling lendingargjalda á Keflavíkur- flugvelli vegna N-Atlantshafsflugs- ins. Málaleitun þessi fékk ekki afgreiðslu. 1980 15. janúar 1980 kemur samgöngu- ráðherra Lux til íslands til'viðræðna við samgönguráðherra íslands. Embættismenn sátu fundinn með þeim svo og ráðamenn Flugleiða, Luxair og fulltrúar flugmálastjórna landanna. Þarna var lögð .áherzla á mikilvægi náinnar samvinnu yfir- valda um flugmál, svo og nána sam- vinnu flugfélaga beggja landa í ljósi harðrar samkeppni, einkum á N- Atlantshafi. Lýst var yfir, að haldið yrði áfram könnun leiða til aðstoðar við Flugleiðir við að komast úr nú- verandi vandræðum. Einnig var iýst áhuga stjórnvalda á að flugsam- göngur milli Lux. íslands og Banda- ríkjanna héldu áfram með hæfilegri tiðni. í kjölfar þessa fundar voru ákveðnir fundir embættismanna landanna og fulltrúa flugfélaganna. Voru þeir fundir haldnir í Lux 10. og 17. marz 1980. Beðið um aðstoð í millitíðinni, eða 28. febrúar, rit- uðu Flugleiðir fjármálaráðherra íslands bréf, þar sem óskað var eftir að félaginu yrði veitt ríkisábyrgð að upphæð 5 milljónir dala á grundvelli heimildar, sem samþykkt var 1975, en var ekki notuð þá. Tekið er fram í þessu bónarbréfi, að heildarskuldir Flugleiða með ríkisábyrgðum nemi á þeiri stundu 6.833.333 dollurum, en það séu eftirstöðvar af 13.450.000 dollara láni þvi sem fyrirtækið tók 1975 við kaup á tveimur DC-8 flug- vélum. 21. marz 1980 er einn af mörgum fundum forráðamanna Flugleiða með ráðamönnum haldinn í sam- gönguráðuneytinu. Til er óstaðfest fundargerð um þennan fund, þar sem segir að Örn Johnson stjórnarfor- maður hafi þá munnlega beðið um aðstoð ríkisstjórnarinnar til endur- reisnar N-Atlantshafsfluginu. Stein- grimur hefur dregið þessa fundargerð fram sem eina af sönnunum um að Flugleiðir hafi beðið um aðstoð. 24. og 25. marz fer Steingrímur ráðherra til fundar við samgönguráð- herra Luxemborgar. Þar verða þeir sammála um að leggja til við viðkom- andi ríkisstjórnir., að Flugleiðum verði veitt aðstoð til þess að halda A- fluginu áfram um sinn á meðan nýr grundvöllur verði kannaður. I fundargerð þessa fundar segir nt.a. að báðir aðilar hafi hug á að kanna nýjar leiðir til að tryggja sam- göngur yfir N-Atlantshaf. Var ákveð- ið að fulltrúar flugfélaga beggja landa skyldu hittast á fundi, ásamt nauðsynlegum embættismönnum landanna fyrir I. september og hafa forgöngu um lillögugerð að fram- tíðarlausn þessara samgangna. Steingrímur undirgekkst á þessum fundi að leggja til við rikisstjórnina: — að lendingargjöld í Keflavik yrðu felld niður fyrir árin I979, 1980 og 1981. — að Flugleiðum verði veitt 5 milljón dala ríkisábyrgð og rikis- ábyrgð fyrir frekari upphæðum verði skoðuð með velvilja. — að leitað verði eftir því við Bandaríkjastjórn að Flugleiðir fái stærri hlut í farþega- og farmflutn- ingum fyrir varnarliðið. — að leita leiða til að lækka út- gjöld Flugleiða vegna aðstöðu félags- ins á Keflavíkurflugvelli. — að leita annarra leiða til að- stoðar við Flugleiðir i núverandi erfiðleikum félagsins Á móti lofuðu Luxarar niðurfell- ingu lendingargjalda sömu ár og margvíslegri aðstoð innan ramma laga við hugsanlegt nýtt flugfélag sem falið yrði samgöngur á N-Atlants- hafi. Tillaga um aðstoð lögð f ram í ríkisstjórn 27. marz gerði Steingrímur grein fyrir þessu samkomulagi á ríkis- stjórnarfundi. Lagði hann til að að- stoðin við Flugleiðir yrði bundin við rikisábyrgð og niðurfellingu lend- ingargjalda, þar til athugun um nýjan grúndvöll fyrir A-flugið, sem ráð- herrarnir urðu sammála um, hefði farið fram. Það átti að verða fyrir I. sept. Til þess að ræða beiðni Flugleiða um ríkisábyrgð fyrir 5 milljón dala láni, sem fram kom í bréf Flugleiða 28. febrúar og áður er getið, var annars vegar skipuð nefnd þing- manna úr öllum flokkum og hins vegar fól ríkisstjórnin þremur ráð- herrum að vinna að málinu. Þessar nefndir sátu marga fundi saman og voru embættismenn á þeirh öllum og stjórnendur Fluglciða l'raman af. Var fljótlega fallizt á nauðsyn rikis- ábyrgðar en einnig að setja þyrfti henni skilyrði. Ræddi samgönguráð- herra þau á mörgum fundum með forráðamönnum Flugleiða. 21. april staðfestir Sigurður Helga- son forstjóri í bréfi til samgönguráð- herra samþykki Flugleiða við, að tveir eftirlitsmenn fylgist með fjár- hagslegum ákvörðunum félagsins, að Flugleiðir muni i samvinnu við Flug- virkjafélag Islands og rikisstjórnina vinna markvisst að þvi að færa allt viðhaid flugflota félagsins til íslands og loks að yfirlýsing Flugleiða frá 19, júní 1978 varðandi störf ísl. flug- manna hjá Air Bahama sé í fullu gildi. Tekur forstjórinn þó fram að þessar yfirlýsingar séu óþarfar, því slík skilyrði hafi félagið áður afgreitt. Flugleiðir fengu 5 milljón dala ríkisábyrgð í maí 1980 7. maí 1980 tilkynnir samgöngu- ráðherra fjármálaráðuneytinu að ráðherranefndin hafi fallizt á .veit- ingu ríkisábyrgðarinnar að fengnum skilyrðum. 9. maí fól fjármálaráðuneytið Rikisábyrgðasjóði að ganga frá ábyrgðinni gegn tryggingum. í fram- haldi af þessu voru Birgir Guðjóns- son og Baldur Óskarsson skipaðir eftirlitsmenn ríkisins með Flugleið- um. Hins vegar hefur nefnd sú sem kanna átti heimflutning viðhalds flugflotans ekki verið skipuð. Rætt um vanda At- lantshafsflugsins Á grundvelli samþykkta fundarins í Lux 25. marz sl. um framtið N- Atlantshafsflugsins hófust tíðir fundir. Ræddu Flugleiðamenn marg- oft við fulltrúa Luxair í júní, júli og ágúst og sátu þá fundi embættis- menn í Luxemborg. Fram komu til- lögur um nýtt flugfélag, að jöfnu i eigu Flugleiða og Luxemborgar- manna. Yrði heimilisfang þess í Luxemborg og gert var ráð fyrir að það keypti DC-8 þotur Flugleiða. Flugleiðamenn lögðu fram rekstrar- áætlanir, sem yfirvöld i Lux töldu óraunhæfar, en Luxarar tóku hug- myndunum að öðru leyti vel. Ríkis- Sameining fiugfélaganna hefur dregifi dilk á eftir sár — og deilur mefl flugmannafélögunum tveim- ur eru að mati stj&rnarmanna Flug- leifla ein af ástœðum þess hvernig komið er fyrir félaginu. stjórn Luxemborgar samþykkji víð- tæka aðstoð við stofnun nýs félags. Og til að samgöngurnar til Banda- ríkjanna legðust ekki niður meðan unnið væri að stofnun nýja féiagsins bauðst ríkisstjóm Luxemborgar tU að greiða það tap sem Flugleiðir áætl- uðu að yrði á Atlantshafsflugi næsta árið. Þarna kom hugmyndin að 3 milljón dala stuðningi Luxemborgara við Flugleiðir auk niðurfellingar lendingargjaldanna. Jafnframt hétu yfirvöld í Luxemborg fjárfestingar- stuðningi við nýtt flugfélag um Atlantshafsflugið sem nemur um 3 milijörðum isl. króna. Sú aðstoð er bundin því að nýja félagið verði heimilisfast í Luxemborg. islenzka ríkisstjórnin taldi ýmsa annmarka á þvi að stofnað yrði nýtt fiugfélag um þetta flug sem skrásett yrði í Luxemborg. Samt taldi hún ekki rétt að setja fótinn fyrir þá hug- mynd, vegna framtíðar flugsins og til þess að tryggja þátttöku Flugleiða í því og atvinnu islenzks starfsfólks við það flug. Þetta breyttist fljótt, þvi nú tóku hinir alvarlegri og stærri þættir málsins aðgerast. -A.St. „Topparnir" þrír sem hvað mest mæðir á: Úrn Ó. Johnson, Sigurður Helgason og Alfreð Eliasson. DB-mynd: Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.