Alþýðublaðið - 14.12.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.12.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐtJBL AÐIÐ Verztnnin Ijamrar, Frakkastíg 7, 2000 króriur gefir|5 ftdur Höggvinn sykur, 55 aura >/j kg. Víking mjólk, 1 kr. dósin. Fíiasta Vanellc-súkkulaði og Dan- ica súkkulaði, ákaflega ódýrt. Ci cao og Kaífi, sem alia hressir. Ágætu hrísgrjónin og ljúífengu baunirnar. Ávexti í dósum og óheroju af brau’ii Sápur. Kerti Öi og margt flcira. Allir tii min. Hjartanlega velkomnir. Vinsamiegast jioiv. ^eigi jónsson. Verzlumn „Skógafoss" Aðaistræti 8. — Sími 353. Nýkomið: Kryddvörur alls- konar. Ávextir i dósum. Matvör- ur ailskonar. Hreinlætisvörur o m. m. fl. Pantanir sendar heim. Tvö þúsund krónur gefa eftirtaldar verzlanir viö- skiftavinum sfnum i J ó i a g j ö f. Verziun Jóhanns ögm. Oddssonar, Laugaveg 63. L. H. Miiller, Fataverzlun, Austurstræti 17. E J«cobsen, Vefnaðarvöruveizlun, Austurstræti 9 Verzlunin Björninn, Vesturgötu 39. Laugavegs Apótek. Húsgagusverziunin Afratn, Ingólfsstræti 6 Verzlun Hjáimars Þorsteinssoaar, Skólavörðust?g 4. Jón Sigmundsson, Skrautgripaverzlun, Lsugaveg 8. Bókaverzlun ísafoldar. Austurstræti 8 Tómas Jónssoo, Matarverzlon, Laugaveg 2 Theódór Magnússon, Brauðbúðin, Frakkastíg 14 og Vesturgötu 54 R. P. Leví, Tóbaksverzlun, Austusstræti 4 Vigfús Guðbrandsson, Klæðskeravinnustofa, Aðalstræti 8. O Ellingsen, Veiðarfæraverzlun, Hafnarstræti 15. B. Stefánsson & Bjarnar, Skóverzlun, Laugaveg 17. Júltus Bjömsson, Rafmagnsáhaldaverziun, Hafnarstræti 18. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Ólajur Friðriksson. Prentamiðjan Gutenberg. ■ Ivao Turgenlow: Ættkumlnnlngar. í raun og veru var hér 1 verulegt óefni komið fyrir Sanin. Hefði hann getað áttað sig eitt augnablik, myndi hann hafa fyrirlitið sjálfan sig, en hann hafði engan tíma til umhugsunar. María Nikolajevna notaði hvert augnablik eins og hægt var. Leikurinn var búinn. Frú Polosof bað Sanin að sitja sjalið á sig og stóð teinrétt og tignarleg, á meðan hann lagði það á herðar hennar. Svo tók hún í handlegg hans og þau gengu út ganginn. Það lá við að hún æpti upp ýfir sig. Uti fyrir stúkudyrunum stóð Dönhof, fölur eins og nár og bak við hann leikdómarinn. „Leyfið þér náðuga frú, að eg sæki vagninn yðar?“ spurði Dönhof, og röddin skalf af gremju. „Nei, þakka yður fyrir,“ svaraði hún. „Þjónninn getur sótt hann. Bíðið þérl“ bætti hún við með skipandi röddu og dróg Sanin með sér. „Farið þér til helvítis 1 Hvað viljið þér?“ öskraði Dön- hof og snéri sér að leikdómaranum. „Sehr gut! Sehr gut;“ tautaði leikdómarinn oghvarf. Þjónn Marlu Nikolajevnu kom nú með vagninn. Hún flýtti sér upp í hann og Sanin á eftir. Dyrnar lokuðust — og hún fór að skellihlægja. „Að hverju eruð þér að hlægja?“ spurði Sanin. „Fyrir- gefið. . . . mér bara datt alt í einu í hug, að skeð gæti að Dönhof skoraði yður á hólm í annað sinnl Það væri býsna hlægilegtl" „Þekkið þér hann vel?“ spurði Sanin, „Hann? Já, eg held nú þaðl Hann er sendill fyrir mig. Þér þurfið ekkert að vera órólegurl“ „Eg er heldur ekkert órólegurl" María Nikolajevna stundi. „Já, því miður; eg veit að þér eruð rólegur. En nú skal eg segja yður nokkuð Þér, sem eruð svo yndislegur, megið ekki neita neinni bón frá mér! Gœtið þér að því, að eg fer til Parísar eftir þrjá daga og þér til Frankfurt. . . . Hvenær sjá- umst við aftur?“ „Hvers ætluðuð þér að biðja mig?“ „Þér eruð ágætur reiðmaður?“ „Jú“ „Jæja, þá skulum við snemma í fyrramálið ríða út okkur til skemtunar. Við fáum ágæta hesta. Og þegar við komum heim ljúkum við' öllum viðskiftum okkar og svo . . . amenl Þér megið ekki segja, að þetta sé vitleysa, en bara „já, eg skal gera þaðl“ Maria Nikola- jevna hafði snúið sér að honuro. Það var dimt í vagn- inum en í myrkrinu sást þó glanpinn í augum hennar. „Jæja — eg geri það þál“ svaraði Sanin og stundi. „Hæ, þér voruð að stynja,“ sagði hún við hann í ertnislegum róm. „Þarna getið þér nú séð, að þegar maður er búin að segja a verður maður lfka að segja b. En þetta er nú bara vitleysa. Þér eruð ágætur og eg skal halda það sem eg hefi lofað, Hérna er hönd mfn, hanskalaus, hægri verslunarhöndin. Takið 1 hana og treystið henni. Eg veit ekki hverskonar kona eg er, en sem manneskja er ég heiðarleg og það er óhætt að skifta við mig!“ Sanin vissi lítið hvað hann gerði. En hann bar hendi hennar að vörum slnum. Hún dróg hana hægt að sér, þagnaði og sagði ekkert það sem eftir var leiðarinnar. Hún fór út úr vagninum. — Hvað var þetta? Var það bara ímyndun hjá Sanin, að eitthvað heitt væri að stijúkast um vanga háns? „Jæja, við sjáumst þá aftur á morgun 1“ hvfslaði Maria Nikolajevna, þegar hún var komin upp á tröppurnar. Hún stóð þar niðurlút: „Verið þér sælir á meðan!“ Þegar Sanin kom inn í herbergið sitt, fann hann á borðinu bréf frá Gemmu. Fyrst varð honum hverft við, svo braust út hjá honum gleðin eins og til þess að breiða yfir fátið, sem fyrst kom á hann. Bréfið var mjög stutt. Hún sagðist vera glöð yfir því að útlit væri á að honum myndi ganga viðskiftin, réði honum til þess að vera þolinmóðum; heima væru allir frískir og hlökk- uðu til að sjá hann. Sanin fanst bréfið heldur þurt, en tók þó blað og pennastöng. En’ hann lét lfka þar við

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.